Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 9
MORGUNB LAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 9
FRÉTTIR
A-flokk-
arnir í
Hafnarfírði
kanna sam-
eiginlegt
framboð
SAMÞYKKT var slðastliðinn
laugardag, annars vegar á full-
trúaráðsfundi Alþýðuflokksins í
Hafnarflrði og hins vegar hjá fé-
lagsfundi Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði, að kanna möguleika á
sameiginlegu framboði A-flokk-
anna. Verði það kannað á grund-
velli hugmynda sem kynntar voru
á fundunum.
Hvor flokkur um sig hefur sam-
þykkt að tilnefna fjóra fulltrúa í
kjörnefnd og jafnmarga í bráða-
birgðastjórn. Hvor flokkur mun
taka endanlega ákvörðun um
sameiginlegt framboð á fundum
sem haldnir verða sama dag, 8.
febrúar næstkomandi.
I rammasamkomulagi Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks vegna
sameiginlegs framboðs 1998 segir
m.a. að vilji til að samfylkja fé-
lagshyggjufólki hafi sjaldan verið
meiri en um þessar mundir. Sam-
starf Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags sé eitt mikilvægasta
mál stjórnmálanna í dag og hafi
þessi bylgja náð inn á vettvang
landsmálanna.
„A undanförnum árum hafa við-
fangsefni íslenskra stjórnvalda að
mörgu leyti þróast á þann veg, að
færri ágreiningsmál skilja þessa
flokka að en áður. í sveitarstjórn-
um eru þau jafnvel enn færri en á
sviði landsmála. Þessi þróun er
hluti af því ferli, sem getur tæpast
endað með öðru en sameiginlegu
framboði jafnaðarmanna og fé-
lagshyggjufólks úr ýmsum hreyf-
ingum um land allt.
Innan Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks í Hafnarfirði hefur
verið nokkur áhugi á sameigin-
legu framboði. Ekki er hægt að
leyna því að þær sviptingar sem
verið hafa í bæjarmálapólitíkinni
allt þetta kjörtímabil hafa truflað
viðræður um samstarf."
Þá segir að þau tímabil sem
flokkarnir tveir hafi starfað sam-
an að stjórn bæjarins hafi verið
glæstustu framfaraskeið í sögu
Hafnarfjarðar. Skylda þeirra sem
hafi jöfnuð og félagshyggju að
leiðarljósi sé að bjóða kjósendum í
Hafnarfirði upp á nýtt afl.
Einsetning skóla
og aukin valddreifing
„Við teljum að sameiginlegt
framboð flokkanna skuli leggja
áherslu á að hraða einsetningu
skólanna og stuðla að eðlilegri
uppbyggingu þeirra í takt við
kröfur nútímans. Framboðið skal
einnig leggja áherslu á áfram-
haldandi þróun í dagvistarmálum,
menningarmálum, íþrótta- og
æskulýðsmálum og félagsþjón-
ustu. Jafnframt verði lögð höfuðá-
hersla á umhverfismál, jafnréttis-
mál, skipulags- og atvinnumál og
að gerð verði ítarleg fram-
kvæmdaáætlun til lengri tíma.
Sameiginlegt framboð leggur
aukna áherslu á skilvirkni og
aukna valddreifingu við stjórn
bæjarins, boðleiðir milli aðila í
bæjarkerfinu verði styttri og upp-
lýsingastreymi betra, auk þess
sem bættur vei'ði aðgangur bæj-
arbúa að kjörnum fulltrúum."
I lok rammasamkomulagsins
segir að ekki sé til setunnar boðið,
viðræður hefjist nú þegar og skuli
núverandi stefnumál flokkanna
samræmd í málefnavinnu og verði
niðurstaða þeirrar vinnu lögð
fram þegar lokaákvörðun skal
tekin í hvorum flokki fyrir sig.
FOLK
Doktorsvörn
í svæfinga-
lækningum
•SVEINN Geir Einarsson svæf-
ingalæknir varði doktorsritgerð við
Háskólann í
Gautaborg í Sví-
þjóð þann 14.
nóvember s.l.
5b,32m> Rit-
gerðin nefnist
„Respiration
during em-
ergence from in-
halational anaest-
hesia“ og fjallar um áhrif fjögurra
mismunandi svæfingagasa (isoflura-
ne, sevoflurane desflurane og glað-
lofts) á öndun sjúklinga fyrstu 40
mínúturnar undir uppvöknun, þ.e.
frá því byrjað er að vekja þar til
sjúklingamir eru komnir á upp-
vöknunardeildina.
Ritgerðin er samantekt á fímm
rannsóknum sem gerðar voru á
sjúklingum sem gengust undir að-
gerð við kvennadeild Sahlgrenska
sjúkrahússins í Gautaborg, þar sem
Sveinn hefur starfað síðan 1988.
Sveinn lauk prófi við læknadeild
Háskóla íslands 1985 og fékk sér-
fræðiviðurkenningu í „Svæfingum
og gjörgæslu“ 1991.
Foreldrar Sveins eru þau Emilía
Sigurjónsdóttir og Einar Olgeirs-
son hótelstjóri á Hótel Esju og
Loftleiðum.
íslenskar lækninaaiurtir
Námskeið verður haldið 25. janúa og 1. febrúar kl. 20.00 - 22.00. Verð kr. 5.500,00 Síðasta námskeið vegna brottfarar af landinu. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari sími 551-0135 ir
ÚTSALA
Hverfisgötu 6-101 Reykjavík - sími 562 2862
Hætt að reykjat
s
I dag
Lágmarksverð á nikótínlyfjum
frá Nicorette®
NICDRETTE
Við stöndum meðþér
& Kópavogs Apótek
Hamraborg 11, Kópavogi
Sími 554 0102
Aukaafsláttur
á útsölu
Opið virka daga frá kl. 9 -18,
iaugardaga frá kl. 10 -14.
TESS
neðst við Dunhaga,
sími 562 2230
Taktu meiraprófið með
20% afmæfisafslætti
-núaðeins 110.560-.
Sveigjanlegur námstimi (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl,.vörubíl og
vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða.
TAKMARKAÐUR NEMENDAFJÖLDI - SKRÁNING STENDUR YFIR.
/rVS 5KOUNN
V4</ I MJODD
Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567-0-300
„Þorraveisluna heim á 1.490“
Veisla með nýjum og súrum þorramat, hangikjöti, saltkjöti, ekta
nautakjötspottrétti, hrásalati og tilheyrandi meðlæti, kostar aðeins 1.690-
á mann (fyrir 4 og fleiri). Færri réttir kosta 1.490-. PANTIÐ TÍMANLEGA.
VHSLUSMIÐIAN
Veislur og veitingar, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík. sími 588-7400