Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 8

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANIJAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGAR áhyggjur foringi, ég skal ekki detta úr keppni á miðri leið í þetta skipti... mnmm i _ j Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞEGAR slökkviliðið kom að Skipholti 50c á laugardagskvöld logaði eldur út um glugga á þriðju hæð. Slökkviliðið í Reykjavík i önnum Tjón af eldi og vatnsleka á þremur stöðum Hljómsveitarstjóri: Einleikari: En Shao jenö jando Tonleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 22. janúar kl. 20:00 Zoltan Kodaly: Dansar frá Galanta Franz Liszt: Píanókonsert nr. 1 Franz Liszt: Píanókonsert nr. 2 Béla Bartok: Makalausi Mandaríninn Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói viö Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is Mibasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og vib innganginn BRUNI í skrifstofuhúsnæði, eldur í blaðagámi og vatnslek- ar vegna frostskemmda voru tilefni útkalla hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Var liðið kallað út sjö sinnum um helgina. Alvarlegasta útkallið var vegna elds á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði við Skipholt 50c. Kallað var á slökkviliðið laust eftir miðnætti á laugar- dagskvöld en leigubílstjóri hafði séð hvar logaði út um glugga á þriðju hæð í vestur- hluta hússins. Að sögn slökkvi- liðsins gekk greiðlega að ráða við eldinn, en talsverðar skemmdir urðu á tölvubúnaði og vegna reyks og sóts og varð að reykræsta húsið eftir að tekist hafði að slökkva eld- inn. Tvö útköll voru vegna vatnsleka sem stafaði af frosti. í fyrrinótt sprungu vatnsrör í rishæð við Gnoðarvog og lak vatn niður á næstu hæðir. Hlaust talsvert tjón af en talið er að náðst hafí að frjósa í vatnsrörum sem munu liggja fremur grunnt á umræddri rishæð. Tjón varð einnig vegna vatns í atvinnuhúsnæði við Skútuvog þar sem loftskipti í blásara- kerfi gengu ekki sem skyldi í því mikla frosti sem var um helgina. Þegar frostið minnk- aði tók vatn að leka um kerfið. Þá varð eldur laus í blaðagámi en Ijón lítið. Námskeið um hjónaband og sambúð Hjónabandið of oft látið silja á hakanum Sr. Þórhallur Heimisson JÁKVÆTT námskeið um hjónaband og sam- búð er yfirskrift nám- skeiðs sem staðið hefur til boða sl. eitt og hálft ár. Sr. Þórhallur Heimisson hefur haft veg og vanda af þessum námskeiðum ásamt Höllu Jónsdóttur uppeldisfræð- ingi og nú sr. Guðnýju Hall- grímsdóttur en báðar starfa þær hjá fræðsludeild kirkj- unnar. „Eg var starfandi prestur í Svíþjóð um árabfi og vann þá m.a. að fjölskyldumálum. Þegar ég kom heim fannst mér vanta stutt námskeið fyrir sambúðar- og hjóna- fólk og við Halla Jónsdóttir tókum okkur til og sömdum efni fyrir jákvætt hjóna- námskeið." - Hvernig er námskeiðið byggt upp? „Þetta er þriggja tíma nám- skeið og ekki í formi fyrirlestra. Eftir kynningu er spjallað um ým- is vandamál sem upp koma í sam- skiptum hjóna og einnig hjá hjón- unum sem einstaklingum. Við bendum fólki á ýmsar leiðir til að takast á við þessi mál. Þetta eru ekki ódýrar lausnir eins og skyndikúr sem við erum að bjóða fólki upp á. Það má kannski líkja þessu við að hjón fái þarna verk- færi til að nota við að hlúa að og byggja upp sína sambúð eða hjónaband." Þórhallur segir pör fyrst vinna í hópum og síðan vinni hvert par útaf fyrir sig. Á þennan hátt eru ýmis mál tekin fyrir. „í lokin fá hjón fararblessun og við bjóðum þeim upp á að koma að mánuði liðnum til viðtals hjá mér ef þörf er á eða einhver mál þarfnast frekari úrvinnslu." - Er þetta aðallega ætlað hjón- um í miklum vanda? „Nei, alls ekki. Þetta er einmitt líka ætlað fólki sem vill styrkja samband sitt sem er gott fyrir. Alltaf má gera betur og námskeið af þessu tagi getur vakið hjón til umhugsunar um styrk hjóna- bandsins og veikleika þess. Það má benda á að námskeiðið er ætl- að sambúðarfólki líka. Ég hef fundið fyrir því að sumum finnst feimnismál að skrá sig og halda að þar með sé hjónabandið þeirra álitið á villigötum. En þessu er einmitt öfugt farið. Það er styrk- leikamerki að vilja hlúa að hjóna- bandinu sínu.“ - Hvað er algengasta ágrein- ingsefni milli hjóna? ,Að áfengi frátöldu má segja að fjarlægð milli hjóna sé algengasta orsök þess að þau leita aðstoðar. Þau eru hætt að sinna hvort öðru og vera eins og í upphafi sam- bandsins, ástfangið par. Vinnan hefur kannski forgang, uppeldið og félagsstörfin. Heimil- ið er orðið eins og skiptistöð, hjón- in hittast að loknum vinnudegi og skipta með sér verkum fram að kvöldfundum eða háttatíma. Þegar ekki er verið að vinna eða sinna uppeldi eru hjón- in kannski upptekin í félagsstörfum, golfi, spinning, saumaklúbbi, vinnu- partíum og svo framvegis. Það þarf ekki endilega að vera að hjónin séu sífellt að rífast heldur hafa þau fjarlægst og tómarúm myndast í sambandi þeirra. Hjónabandið er eins og skál. Það sem þú færð úr skálinni endur- speglar það sem þú hefur sett í hana. Ef þú gleymir að setja í hana færðu ekkert úr henni.“ ► Sr. Þórhallur Heimisson er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann lauk guðfræðinámi frá Há- skóla íslands árið 1988 og gerð- ist þá tímabundið sóknarprestur í Langholtskirlgu. Hann rak Kirkjumiðstöð Áusturlands á Eiðum um skeið og hélt síðan í framhaldsnám til Svþjóðar þar sem hann stundaði nám í trúar- bragðafræðum. Þórhallur gengdi prestsembætti í Uppsöl- um meðfram námi í nokkur ár og vann þá m.a. að námskeiða- haldi sem þessu. Þórhallur tók við prestsstarfi í Hafnarfjarðarkirkju árið 1996 og hefur boðið upp á jákvæð námskeið fyrir hjón og sambúð- arfólk síðan. Eiginkona hans er sr. Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur á Landspítalanum og eiga þau þijú börn. Þórhallur segir að allskonar dagleg mál verði vandamál þegar hjón eru farin að fjarlægjast. Hann segir ekki óalgengt að á haustin verði prestar varir við það sem hann kallar sumarleyfisdeil- ur. - Hverskonar deilur eru það? „Mörg hjón ætla að vinna tíma- skortinn og allt annað sem hefur farið forgörðum upp með þriggja vikna ferð til Mallorca eða eitt- hvert annað en þá springur allt í loft upp. Sumarleyfisferðirnar sem áttu að bjarga hjónabandinu og fjölskyldulífinu enda með ósköpum. Það er kannski drukkið of mikið, væntingarnar til ferða- lagsins eru of miklar eða bilið milli hjónanna orðið of mikið til að hægt sé að brúa það.“ - Hafa námskeiðin verið vel sótt? „Já, þegar hafa um 400 manns sótt það og orðið fullt í febrúar og þegar margir búnir að láta skrá sig í mars. Við erum líka að fara að halda slík námskeið á Akureyri í samvinnu við Akureyrarkirkju og förum víðar ef óskað er eftir. Það má taka fram að námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.“ - Nú er skilnaðar- tíðni há hér á landi. Leitar fólk of seint að- stoðar? „Mín reynsla er að fólk leiti alltof seint til prestsins síns, jafn- vel þegar það er í raun búið að ákveða að skilja og er bara að sækja sáttavottorðið. Ég vil nota tækifærið og hvetja fólk sem finn- ur að ekki er allt með felldu í hjónabandinu að leita aðstoðar áð- ur en allt er orðið um seinan og ráðleggja því að gefa hjónaband- inu sínu forgang." Til að styrkja hjónabandið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.