Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
HESTAR
Hestar/Fólk
■ FÁKUR í Reykjavík hefur sem
kunnugt er verið að selja hesthús
sín eitt af öðru. í haust voru minni
húsin í Efri Fák seld.
■ SIGURÐUR Marínusson
keypti húsið næst tamningagerð-
inu gegnt félagsheimilinu. Húsið
tekur tuttugu og átta hross en
auðvelt er að auka nýtinguna í
þrjátíu og tvö hross án þess að
þrengja að.
■ SIGURÐUR verður með margt
góðra hrossa í vetur og þar á
meðal stóðhestinn Hugin frá Bæ
sem fékk 8,24 fyrir hæfileika
fjögurra vetra og skeiðlaus hest-
urinn.
■ SIGURÐUR verður einnig með
hálfbróður Hugins en sá er undan
sömu hryssu, Fiðlu frá Kirkjubæ
og Svarti frá Unalæk. Verður
fróðlegt að sjá hvernig sá foli skil-
ar sér í vor.
■ TÓMAS Snorrason og Róbert
Petersen keyptu gömlu tamninga-
stöð Fáks sem var básahús en
þeir hafa nú breytt því í stíuhús
með safnstíum eins og er í öllum
Fákshúsnum.
■ SIGURÐUR Vignir Matthías-
son keypti svo annað tveggja
húsa sem eru á milli tamninga-
stöðvarinnar og hússins sem Sig-
urður Marínusson keypti. Hefur
hann nú þegar skipt um innrétt-
ingar; er með allt í svokölluðum
boxum. Mun hann taka inn á
næstu dögum.
■ BRYNJAR Vilmundarson, sá
kunni ræktunarmaður á hlut í
húsinu með Sigurði og mun
hann hafa eitthvað af sínum
hrossum þar í þjálfun hjá
Sigurði.
■ SIGURÐUR mun einnig sjá al-
farið um tamningu og þjálfun
hrossa fyrii- Arngrím Ingimund-
arson hrossabónda í Dalsmynni
en hann er með hross sín í einu af
húsunum sem áður var í eigu
Fáks.
■ LANDSSAMBAND hesta-
mannafélaga mun á næstunni
flytja starfsemi sína í fþrótta-
miðstöðina í Laugardal. Hluti
starfseminnar er nú í Bænda-
höllinni þar sem Sigurður
Þórhallsson ræður ríkjum.
■ SIGRÚN Sigurðardóttir hefur
flutt sig með skrifstofu fyrrum
HÍS í húsnæði sem Ólympíu-
nefnd fslands var til húsa. En
það mun verða framtíðarhús-
næði sameinaðra samtaka hesta-
manna LH.
■ SIGRUN sem einnig er kunnur
reiðkennari hefur flutt sig úr
hesthúsahverfí Gusts, Glaðheim-
um en hún keypti 18 hesta hús á
Heimsenda og seldi sitt tólf hesta
hús í Glaðheimum.
■ SIGRUN verður með dóttur
sinni í húsinu en hún heitir
einnig Sigrún og er sú líklega
þekktust fyrir góðar sýningar á
gæðingnum Ási frá Syðri Brekk-
um.
■ ÁSINN verður í húsinu hjá
þeim mæðgum en eigandinn er
Bjarni Frímannsson og mun sú
yngri þjálfa hann með landsmótið
í huga.
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
m/vsk.
14.980 m/vsk.
48.577 m/vsk.
55.899 m/vsk.
Nú kr. 87.079 m/vsk.
Áður kr. 106.468 m/vsk.
i. ÁSTVfllDSSON HF.
Skipholti 33,105 ReykjQvík, sími 533 3535
Gælu-
hestur,
hvað er
nú það?
Gæluhestar eru ásamt öðrum gælu-
dýrum, hundum og köttum aðal-
vaxtarbroddurinn í starfi dýra-
lækna undanfarin ár, segir í grein
Katrínar Andrésdóttur dýralæknis
sem hún skrifaði í Bændablaðið
fyrir nokkru. En hvað eru gælu-
hestar?
„Hestar sem eru aðallega eigendum
síniun tíl ánægju og yndisauka tel ég
vera gæluhesta," sagði Katrrn í samtali
við Morgunblaðið. „Þetta er alls ekki
meint í niðrandi merkingu, síður en
svo. En ég geri greinarmun á hestum
sem notaðir eru í keppni eða í atvinnu-
skyni, svo sem í hestaferðum um land-
VISSULEGA kann
eitthvað að vera til í
þessari fullyrðingu
því þegar ræktendur
og hrossasalar voru
uppiskroppa með
hesta úr eigin ræktun hljóðnaði
þessi áróður meðan þeir þurftu að
selja innflutta hesta til að fullnægja
eftirspurninni. En eftir því sem út-
breiðsla íslenska hestsins hefur auk-
ist erlendis hefur mönnum orðið
Ijóst að sumarexemið hamlar sölu á
hestum frá Islandi auk þess að
valda þeim hrossum sem það fá mik-
illi vanlíðan.
Unaðsstundir og ömurleiki
Það er kannski erfítt fyrir þá sem
ekki hafa séð afleiðingar sumarex-
emsins með eigin augum að gera sér
grein fyrir ömurleika þess. Islend-
ingar eru blessunarlega lausir við
þennan vágest en segja má að un-
aðssemdir hestamennskunnar snúist
upp í andhverfu sína þegar hestur
og eigandi hans eru svo óheppnir að
sá fyrmefndi fær sumarexem. I stað
þess að stunda útreiðar og njóta
notalegra stunda með hesti sínum
þarf eigandinn að eyða ríflega hálfu
árinu í að hjúkra honum og horfa
upp á hann líða óþægindi og jafnvel
kvalir. Hestum með slæmt exem er
vart reitt frá apríl og fram í október
og mörg dæmi eru um að aflífa hafi
þurft hesta af þessum sökum. Vel er
skiljanlegt að þeir sem hafa öðlast
þá reynslu að eiga hest með exem
hugsi sig tvisvar um áður en keyptur
er nýr hestur og reyni þá að velja
hest sem sannanlega fær ekki exem.
Þvi hefur verið haldið fram að mun
fleiri innfluttir hestar frá Islandi fái
exem en hestar fæddir á meginland-
inu. Hafa þar verið nefndar tölur svo
sem að 30% allra hesta frá Islandi fái
exem en aðeins 5% þeirra sem fædd-
ir eru ytra. Almennt virðast þeir sem
vel þekkja til sammála um að hest-
arnir frá Islandi fái þetta í mun rík-
ari mæli en hestar fæddir á megin-
landi Evrópu. Sömuleiðis eru menn
sammála um að þessar staðreyndir
dragi verulega úr möguleikum á sölu
hesta fæddra á íslandi og nefna að
hægt væri að selja allt að 20% fleiri
hross á meginlandinu ef mögulegt
væri að uppræta þennan vanda. Hér
er að sjálfsögðu um ágiskanir að
ræða en almennt eru menn sammála
um að sölumöguleikar aukLst ef lausn
fínnst.
Sumarexem skiptir miklu í
hestaverslun
Björn Steinbjömsson dýralæknir
sem er við framhaldsnám í
Hannover í Þýsklandi segir að sér
hafí brugðið þegar hann kom til
Þýskalands í haust og hann skynjaði
hversu sumarexemið skipti miklu
máli þegar Þjóðverjar keyptu sér
hest. Það ætti fyrst og fremst við
um frístundareiðmenn sem keyptu
miðlungshestana frá íslandi. Þá
sagðist Björn hafa séð nýlegar tölur
þar sem segir að 30% innfluttra
Kvenna-
veldi á
Hólum
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
STÓR hluti af hestamennskunni er umgengni og umhirða við hestana
og að sjálfsögðu þykja börn hafa gott af samneyti við þá.
ið, og hestum sem fólk heldur sér tíl
ánægju og yndisauka. í flestum tílfell-
um er hugsað mjög vel um þá, þeim er
gefið úrvalsfóður, hleypt út á hveijimi
degi og fylgst vel með heilsufari þeirra.
Sumir fara með þá árlega í skoðun tíl
dýralæknis. Þessir hestar eru sannkaU-
aðir gæluhestar. Flestír fara nú líka á
bak á gæluhestinum súium, en við skul-
um ekki gleyma því að út um allt land
er fíöldi manns sem hefur mesta
ánægju af því að umgangast hestana,
hleypa þeim út, moka undan þeim,
kemba þeim og gæla við þá-“
KVENNAVELDIÐ vex og dafnar á
Bændaskólanum á Hólum. Á undan-
förnum árum hefur stúlkum sem
stunda þar nám fjölgað jafnt og
þétt og síðsutu árin hafa stúlkurnar
verið í meirihluta. Á hrossabraut
eru nú 22 nemendur þar af eru að-
eins þrír piltar. Því má segja að þar
rfki kvennaveldið um þessar mund-
ir. Af þessum 22 nemendum eru 10
útlendingar og af þeim er einn pilt-
ur. Er því af sem áður var þegar
tíðindum þótti sæta þegar stúlkur
hófu nám á Bændaskólunum.
Á ferðaþjónustubraut eru sjö nem-
endur, fimm stúlkur og tveir piltar.
Jafnræði er með kynjunum á reið-
kennarabraut þar sem eru þrír piltar
og þijár stúlkur. Síðasta vígi karlanna
er hins vegar fiskeldisbrautin þar sem
eru fímm piltar en engin stúlka.
Sumarexem í íslenskum hrossum
Engar
óbrigðular
lausnir í
sjónmáli
Sumarexem er á nýjan leik komið til um-
ræðu og þykir ýmsum ekki vanþörf á. Allt
frá því að farið var að selja hesta héðan til
meginlandsins hefur þetta mál skotið upp
kollinum öðru hverju en hjaðnað þess á
milli. Lengi vel skelltu menn hér á landi
skollaeyrum við þessum ófögnuði og sögðu
að sumarexemið væri aðeins grýla sem
ræktendur íslenskra hesta á meginlandinu
notuðu í samkeppninni við innfluttu hest-
------7----------------
ana frá Islandi. Yaldimar Kristinsson
kynnti sér stöðuna í baráttunni gegn
sumarexeminu.
hesta fái sumarexem en aðeins 3%
hesta sem fæddir eru ytra. Hann
benti einnig á að eftir þeim upplýs-
ingum sem hann hefði færi sum-
arexem í öðrum kynjum vaxandi.
Lítil útflutningsverðmæti
Islensk stjórnvöld hafa sýnt lítinn
vilja í verki til að leggja fé til rann-
sókna á sumarexemi í því augnamiði
að uppræta það eða draga úr afleið-
ingum þess en þar má vafalaust um
kenna „litlu“ söluverðmæti útfluttra
hrossa. Með öðrum orðum, útflutn-
ingur reiðhrossa vegur lítið í saman-
burði við aðrar útflutningsgreinar.
Þegar grannt er skoðað hefur ým-
islegt verið gert í rannsóknum á
sumarexemi þótt skammt hafí mið-
að. I samtali við Sigríði Björnsdóttir
dýralækni hrossasjúkdóma kom
fram að fullur vilji væri hjá yfir-
dýralæknisembættinu til að takast á
við þetta vandamál og hafí embættið
haft frumkvæði að stóru samvinnu-
verkefni sem hófst fyrir tveimur ár-
um með Tilraunastöð Háskólans að
Keldum, dýralækningaháskólunum í
Kaupmannahöfn, Uppsölum og
Bem í Sviss. Einnig væru þessir að-
ilar í samstarfí við Newmarket í
Englandi, þar sem unnið er að kort-
lagningu á erfðaefnum hrossa og
ætlað að henni verði lokið seinni
hluta þessa árs. Rannsóknaverkefn-
ið beinist að erfðaþætti sumarexems
og var á síðasta ári teldð blóð úr tvö
hundruð hrossum í Danmörku og
Svíþjóð og í ráði er að taka blóð til
rannsóknar úr fjögurhundruð
hrossum á þessu ári í Þýskalandi og
Sviss ef fé fæst, segir Sigríður.
Samstarf við færa vísindamenn
Að sögn Sigríðar hafa til þessa
fengist 1,7 milljónir króna frá út-
flutnings- og markaðsnefnd íslenska
hestins sem sé í raun alltof lítið fjár-
magn. Fyrir liggja umsóknir hjá út-
flutnings- og markaðsnefnd og Vís-
indasjóði um styrk og einnig sé fyr-
irhugað að sækja um styrk til Evr-
ópusambandsins. Þá segist Sigríðui’
ánægð með að sumarexemrann-
sóknir séu efstar á forgangslista hjá
Fagráði hrossaræktar.
Sagði Sigríður að ef erfðavísir
fyndist að sumarexemi væri hugsan-
lega hægt að gi-eina sýni úr útflutn-
ingshrossum í þeim tilgangi að sjá
hvort þeim væri hætt við að fá sum-
arexem þegar út kæmi. Nú væri
fyrir hendi ný tækni og þekking og
nú væru þau komin í samstarf við
mjög færa vísindamenn sem hefðu
mikinn áhuga á íslenska hrossa-
stofninum sem væri mjög einsleitur
og ættb þekktar innan hans. Af
þessum sökum þætti stofninn afar
áhugaverður fyrir erfðafræðirann-
sóknir á sama hátt og íslenska þjóð-
in vekur áhuga erfðafræðinga.
Víðtækt langtímaverkefni
Helgi Sigurðsson dýralæknir og
sérfræðingur í hrossasjúkdómum
sagði að þrátt fyrir að ýmislegt hefði
verið gert í þessum efnum vantaði
enn grunnrannsóknir til að skapa
betri þekkingargrunn til framhalds-
rannsókna. Hér væri um víðtækt
verkefni að ræða sem tæki langan
tíma fyrir marga aðila í samstarfi.
Samhliða þeirri erfðarannsókn sem
komin væri af stað sagði Helgi að
ekki ætti að útiloka aðrar leiðir og
voi-u Björn og Sigríður honum sam-
mála um það. Sigríður benti hins
vegar á að ekki væri skynsamlegt að
dreifa kröftunum of mikið meðan
fjármunir til þessara rannsókna
væni af skomum skammti. Björn
gat þess að í Þýskalandi væru aug-
lýstar ýmsar aðferðir til varnar sum-
arexemi og nefndi hann til dæmis
aðferð sem kölluð er bioresonans-
meðhöndlun þar sem segulsviði eða
útgeislun hestsins er breytt og með
því ættu þeir að verða ónæmir fyrir
exeminu. I auglýsingunni er lofað
100% árangri, segir Björn. Þá nefndi
hann aðra aðferð sem sem hann hef-
ur rekist á og kölluð er ozon-með-
höndlun þar sem hestunum er gefíð
eitthvert efni sem ekki er gefið upp
hvað er. Þeir eru meðhöndlaðir
nokkrum sinnum og lofað er mjög
góðum árangri. Bjöm sagði að vel
gæti verið um loddarabrögð að ræða
en óviturlegt væri að kanna það ekki
til hlítar áður en dómur yrði felldur.
Þá könnuðust allir viðmælendui’
við aðferð sem þýskur tannlæknir,
Dieter Kolb að nafni, hefur kynnt.
Hann er líklega þekktastur hér á
landi fyrir að hafa farið árið 1994 á
hestvagni kringum landið. Aðferð
hans er fólgin í þvi að sprauta
prostaglandínhormón í hross. Full-
yrðir tannlæknirinn að þeim hross-
um, sem svitna innan fárra mínútna,
sé ekki hætt við exemi en þau sem
ekki svitna muni líklega fá exem.
Tannlæknirinn þýski hefur gert
þessa athugun á nokkrum hrossum
en bæði Bjöm og Helgi telja sjálf-
sagt að kanna þetta frekar með fleiri
hrossum í því augnamiði að fá viður-
kennda staðfestingu á því hvort