Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, VILHJÁLMUR FRÍMANN MAGNÚSSON, Laufási 12, Egilsstöðum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 18. janúar. Oddrún Sigurðardóttir, synir og fjölskyldur þeirra. t Minn ástkæri stjúpfaðir og faðir, LÓRENZ KARLSSON frá Vopnafirði, áður Reynimel 32, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu Reykjavík að morgni laugardagsins 17. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Haukur Gunnarsson, Pálmi Lorenzsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR INGIBJARGAR JÓSEPSDÓTTUR, Álfaskeið 45, Hafnarfirði. Magnús Ragnarsson, Erla Ásgeirsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Elínborg Ragnarsdóttir, Óskar Ásgeirsson, Hjördís Ragnarsdóttir, Örn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, afi, sonur og bróðir, LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON bankaútibússtjóri, Vailargerði 28, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 17. janúar. Hannes Þór Leifsson, Daníel Þór Hannesson, Hrafnkell Logi Leifsson, Aron Leifsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Hafdís Ágústsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA VALDIMARSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 15. janúar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Elísabet Jónsdóttir, Guðjón Jónsson, Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Hafdís Jónsdóttir, Björgúlfur Ándrésson, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín, SIGURFLJÓÐ JENSDÓTTIR frá Selárdal, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. janúar 1998. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Árni Kristófersson. ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON vælaframleiðslu, lengst af í fyrir- tæki sínu Síld og fiski. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem hlutu meist- araréttindi er kjötiðn var löggilt sem sérstök iðngrein. Þorvaldur var metnaðarfullur fagmaður og fylgdist vel með nýjungum eins og fyi-irtæki hans ber glöggt vitni um. Hann var sæmdur gullmerki Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 1992. Við sendum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Kveðja frá Svínaræktar- félagi Islands Orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. (Hávarnál.) Einstakur maður er fallinn frá, en víst er að orðstír Þorvalds Guð- mundssonar mun lifa um ókomna tíð. Þorvaldur var frumkvöðull í nú- tíma svínarækt og ruddi brautina sem við félagar hans fetum nú. Hann var einn af stofnendum Svínaræktarfélags Islands og end- urskoðandi þess í yfir 20 ár. Fag- mennska og gæði voru hans ein- kunnarorð og fram á hinstu stund lagði hann sig fram um að styðja við bakið á þessari vaxandi búgrein. Glæsilegt stórbú hans á Minni- Vatnsleysu ber vitni um þá alúð sem hann lagði í búreksturinn sem og gæðaafurðirnar sem framleiddar eru undir Ali-merkinu og þekktar á öllum heimilum landsins. Hann naut þeirrar gæfu að geta unnið fram á níræðisaldur og stóð sjálfur vaktina, á hvíta sloppnum sínum, í framleiðslusal Síldar og fisks. Hann var ljúfmenni sem gott var að eiga samskipti við. Þorvaldur var mikill athafnamað- ur. En hann stundaði ekki viðskipti með hávaða og látum sem oft vilja íylgja athafnasömum viðskiptajöfr- um í dag. Fyrirtækin hans uxu og döfnuðu og stóðu ávallt á traustum grunni. Samkeppnin varð aldrei svo hörð að samkenndin með félögunum hyrfi í skuggann. Þorvaldur valdi sér svínarækt og veitingamennsku að aðalstarfi, en ekki er framlag hans til lista síður merkilegt. Hann var einhver mesti listaverkasafnari og listunnandi ís- lands fyrr og síðar og hafði hann jafn gaman af því að sýna gestum kjötvinnsluna sína á neðri hæðinni og einkasafnið á efri hæðinni. Við kveðjum þennan félaga okkar með þökkum fyrir gott samstarf og sendum fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Svínaræktarfélags Is- lands, Kristinn Gylfi Jónsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Þorvaldur Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Sambands veitinga- og gistihúsa, einn þekktasti og um- svifamesti frumkvöðull í rekstri veit- inga- og gististaða á íslandi. Þótt Þorvaldur hafi jafnan verið kenndur við fyrirtæki sitt Síld og fisk var hann tengdur miklum fjölda fyrirtækja sem hann rak á lífsleið- inni, ekki síst í hótel- og veitinga- rekstri og er af mörgu að taka nú þegar samferðamenn líta til baka. Hann var fyrsti stjórnandi Þjóðleik- húskjallarans sem tók til starfa árið 1951 eða ári eftir opnun Þjóðleik- hússins og rak hann þann stað til ársins 1973. Árið 1959 opnaði hann veitingastaðinn Lídó, sem þá var tal- inn stærsti og glæsilegasti veitinga- staður landsins og rak hann til árs- ins 1968. Þegar bændasamtökin hófu byggingu Bændahallarinnar, fengu þeir Þorvald til ráðgjafar og aðstoðar við undirbúning Hótels Sögu og varð hann síðan hótelstjóri þar frá opnun hótelsins árið 1962 og til ársins 1964. Arið 1965 rættist gamall draumur Þorvalds þegar hann opnaði sitt eig- ið hótel í Reykjavík, Hótel Holt, sem enn er í eigu fjölskyldunnar og hef- ur í mörg ár verið rekið af syni Þor- valds, Skúla. Hótel Holt hefur frá upphafi verið einstaklega glæsilegt hótel þar sem listaverk helstu myndlistarmanna þjóðarinnar prýða salarkynni. Þriðja hótelið sem Þorvaldur stóð að var Hótel Loftleiðir, en forráða- menn Loftleiða fengu hann til ráð- gjafar og aðstoðar við undirbúning á sama hátt og bændasamtökin höfðu gert áður og stýrði hann hótelinu fyrstu skrefin. Það er því óhætt að segja að Þor- valdur hafi haft mikil áhrif á þróun veitinga- og gististaða á þessum ár- um, en það voru ekki aðeins stærri fyrirtæki sem hann rak eða stóð að. I bókinni Gestir og gestgjafar sem Samband veitinga- og gistihúsa gaf út árið 1995, í tilefni 50 ára afmælis samtakanna, segir Þorvaldui- frá því sem hann kallar upphaf veitinga- reksturs síns, að hann tók að selja smárétti og smurt brauð í Síld og fisk og segir skemmtilega frá til- raunum sínum til að koma á fót því sem nú eru kallaðir skyndibitastað- ir, en augljóst er af sögunni að hann hefur verið mjög nýjungagjarn, hug- myndaríkur og ekki látið sitja við orðin tóm. Þorvaldur tók mikinn þátt í sam- tökum atvinnurekenda, bæði SVG og innan verslunarinnar. Hann átti sæti í stjórn SVG og formaður sambands- ins var hann 1975-1977. Skömmu síð- ar var Þorvaldur sæmdur heiðurs- merki SVG íyrir langt og heilla- drjúgt starf í þágu SVG og stéttar- innar, en það merki hafa aðeins örfá- ir menn borið og ber það best vott um það sem SVG nú að leiðarlokum þakkar honum fyrir. Hótel- og veitingamenn senda nú að leiðarlokum ekkju Þorvalds, Ingi- björgu, börnum þeirra svo og öðrum ástvinum, samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sambands veitinga- og gistihúsa, Erna Hauksdóttir. Mikill sjónarsviptir er að Þorvaldi Guðmundssyni. Hann var einn af beztu sonum íslands á öldinni sem er að líða. Mikið athafnaskáld, eins og skáldið Matthías Johannessen orðaði svo vel þegar hann lýsti ís- lenzkum atgervismönnum sem hófu sig úr litlum efnum í það að verða stórathafnamenn, brautryðjendur í íslenzku atvinnulífi. Mikilhæfir for- ystumenn í útgerð, iðnaði, verzlun, banka- og tryggingastarfsemi svo fátt eitt sé nefnt. I anda stórskáld- anna, sem voru uppi í byrjun aldar- innar, sóttu frumherjar nútímaat- vinnulífs á Islandi fram innblásnir hugsjónum um möguleika Islend- inga til mikilla athafna í atvínnu- og menningarmálum. Athafnaskáldin sáu hugsjónir rætast fyrir eigin til- verknað og með stuðningi fólksins í landinu. Fólkið trúði á þessa for- ystumenn og þeir brugðust ekki vonum þess. Undir leiðsögn þeirra varð Island sjálfstætt og efnahags- lega sterkt þjóðríki. Hinn fámenni hópur sem byggði þetta land reis upp úr örbirgð í velmegun á tæpri einni öld, 20. öldinni. Þorvaldur Guðmundsson var einn þeirra athafnamanna sem veittu þessa forystu. Hann kom víða við með frækilegum árangri eins og alþjóð veit. Spor Þorvaldar sem frumkvöðuls má víða sjá. Hann var upphafsmaður í rækjuiðnaði, kom víða við í verzlun og viðskipt- um, rak eitt stærsta svínabú í Evr- ópu og stóð að uppbyggingu þekkt- ustu hótela á Islandi, svo eitthvað sé nefnt. Hann var í forystunni þeg- ar verzlunarstéttin stofnaði sinn einkabanka, Verzlunarbanka ís- lands hf., árið 1961 og var síðar einn af stofnaðilum íslandsbanka hf. árið 1990. Þá var Þorvaldur einn af frumkvöðlum frjálsra verðbréfa- viðskipta á íslandi við stofnun Fjárfestingafélags íslands hf. um og eftir 1970. Hann átti sæti í bankaráði og stjórnum þessara fyr- irtækja um árabil. Þorvaldur Guðmundsson var maður mikilla athafna. Leiðir okkar Þorvaldar lágu víða saman. Var það gæfa að njóta leið- sagnar hans og velvilja. Fyrst er í minningunni viðkynning við Þor- vald í gegnum foreldrahús. Við stofnun Síldar og fisks, sem hann var kenndur við, hófust viðskipta- og persónutengsl sem hafa varað síðan. En áður en til þeirra kom þekktust Þorvaldur og foreldrar okkar frá æskudögum í Reykjavík. Þetta var kynslóðin sem óx úr grasi á fyrstu tugum aldarinnar og mest hvfldi á um og eftir seinni heims- styrjöldina. Arfur þessa fólks var ekki mikill. Það þurfti að brjótast áfram af eigin rammleik í vályndum heimi. Veröld sem var að breytast með óþrúlegum hætti. Fátt var sem fyrr. ísland var komið í þjóðbraut. Þá reyndi á menn eins og Þorvald Guðmundsson að skynja breyting- arnar og meta aðstæður rétt. Og það gerði hann sannarlega. Þorvaldur Guðmundsson aflaði sér haldgóðrar menntunar á sviði matvælaiðnaðar í Þýzkalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina og annaðist rekstur rækjuverksmiðju á ísafirði eftir heimkomuna. Eftir að styrj- öldinni lauk og Þýzkaland hóf sína endurreisn tók Þorvaldur á ný upp samband þar. Þessi tengsl og víðar erlendis styrktu víðsýn hans og framkvæmdahug. Veittu honum innsýn í hinar miklu þjóðfélags- breytingar sem voru að eiga sér stað. Gerði hann hasfari til forystu í framfaramálum á Islandi. I hugum okkar skipaði Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski ákveð- ið heiðurssæti. Það hófst þegar við vorum unglingar og komum í verzl- unina Sfld og fisk á Bergsstaða- stræti. Þar var Þorvaldur fyrir og tók á móti viðskiptavinum með glaðlegu brosi og glettni í augum. Þannig var hann ætíð. I samningum milli Samtaka verzlunarinnar og VR á sínum tíma lagði hann sig fram um að ná fram sáttum í við- kvæmum kjaradeildum milli aðila þannig að sem flestir mættu vel við una. Við stofnun Verzlunarbanka Islands hf. árið 1961 vildu verzlun- armenn verða meðal stofnaðila með sama rétti og kaupsýslumenn. Mætti þetta mikilli andstöðu af hálfu hinna síðarnefndu. En fyrir forgöngu forystumanna VR og með stuðningi valinkunnra manna úr röðum kaupsýslumanna var aðild verzlunarfólks tryggð. Það fékk réttinn til að kaupa hlutabréf. Um aðild Þorvaldar Guðmundssonar að þessu máli segir svo í afmælisriti VR í tilefni 100 ára afmæli félagsins árið 1991: „Upplýst var (á stjórnarfundi 6. febrúar 1961, innsk.) að Þorvaldur Guðmundsson hefði gefið forráða- mönnum VR góð ráð um lausn þessa máls.“ I þessu sem fleiru var Þorvaldur framsýnn. Núna eru rúmlega 5.000 hluthafar i Islandsbanka hf., sem er eini raunverulegi einkabankinn á Islandi. Þess ber að geta að einn helzti samstarfsmaður og vinur Þorvaldar í áratugi er Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi verzlun- arstjóri í Síld og fiski. Eyjólfur var á sínum tíma varaformaður í stjórn VR. Þorvaldur var alla tíð vinveitt- ur og hollráður verzlunarfólki. Fyr- ir það er þakkað. í sameiginlegum verkefnum, hvort sem það var við samningagerð, í bankaráðum eða við byggingu Húss verzlunarinnar og hvarvetna þar sem leiðir lágu saman, var Þorvaldi treyst. Töluð orð giltu sem skriflegur samningur. Þorvaldur var í athöfnum sínum hlédrægur. Laus við allt yfirlæti og hástemmdar uppákomur. Það var skemmtilegt að starfa með Þorvaldi og hafði hann sérstakt lag á að sætta menn og framkalla jákvæðar niðurstöður. Sem dæmi má nefna að afstaða hans til þess að Verzlun- arbanki Islands hf. tæki þátt í sam- einingu fleiri banka með stofnun ís- landsbanka hf., réð úrslitum um að hluthafar Verzlunarbankans tóku þátt í því verki með þeim hætti sem raun varð á. Þorvaldur og frú Ingibjörg voru samhent hjón og góðir gestgjafar. A sameiginlegum stundum léku þau á als oddi. Þessara stunda er minnzt með þakklæti og með sökn- uði er kvaddur góður maður. Við vottum frú Ingibjörgu og fjöl- skyldu innilega samúð. Ragnheiður og Guðmundur H. Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.