Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
93,7% félagsmanna í LÍÚ
samþykktu verkbann
Daglegir
fundir með
sérfræð-
ingum
♦ ♦♦
Vetrarríki
við Mývatn
FLESTIR ferðamenn koma í Mý-
vatnssveit að sumarlagi, en ekki er
siður fagurt um að litast þar á öðr-
um árstímum. Vetrarríkið er mik-
ið svo hátt yfír sjávarmáli en birt-
an einstök. Kyrrt og fallegt veður
var í Mývatnssveit á sunnudag, en
býsna kalt, frostið um 21 gráða og
beit í kinnamar þegar þessi mynd
var tekin við Höfða.
Ágreiningur milli sjómanna og útvegs-
manna um lögmæti verkbannsins
93,7% félagsmanna í LÍÚ sam-
þykktu tillögu um verkbann frá og
með 9. febrúar hefðu samningar ekki
tekist. Verkbannið nær til sjómanna
sem felldu tillögu um verkfall 2.
febrúar og vélstjóra á minni skipum,
sem ekki hafa boðað verkfall.
Þátttaka í atkvæðagreiðslu um
verkbannið var 80,3%. Af þeim sem
greiddu atkvæði lýstu 4.847 stuðn-
ingi við verkbann eða 93,7%, en 311
sögðu nei eða 6%.
Agreiningur er milli sjómanna og
útgerðarmanna um lögmæti verk-
bannsins og hefur Sjómannasam-
bandið höfðað mál fyrir félagsdómi
vegna þessa. Úrskurðar félagsdóms
er ekki að vænta fyrr en í lok vik-
unnar.
LÍÚ telur verkfall
Bylgjunnar ólöglegt
LÍÚ fór í gær fram á að Skip-
stjóra- og stýrimannafélagið Bylgj-
an á Vestfjörðum drægi verkfalls-
boðun sína til baka. Jónas Haralds-
son, lögfræðingur LIÚ, sagði að fé-
lagið hefði 14. janúar sl. lagt fram
nýja kröfugerð í 33 liðum. Þorri
krafnanna hefðu birst útvegsmönn-
um þarna í fyrsta skiptið. Hann
sagði að það væri í andstöðu við
vinnulöggjöfina að leggja fram kröf-
ur eftir að greidd hafa verið at-
kvæði um verkfallsboðun. Sam-
kvæmt lögunum ættu deiluaðilar að
leggja fram kröfugerð, gera ætti til-
raun til sátta og reyndust sáttatil-
raunir árangurslausar mætti við-
komandi stéttarfélag boða verkfall.
Jónas sagði að það væri eðlilegast
að Bylgjan afboðaði verkfallið svo
ekki þyrfti að koma til afskipta fé-
lagsdóms.
Forysta Farmanna- og fiski-
mannasambandsins kom saman til
fundar síðdegis í gær til að ræða
kröfu LÍÚ. Afstaða til hennar verð-
ur kynnt á samningafundi hjá sátta-
semjara í dag.
FUNDIR hafa verið hvern einasta
dag síðustu tvær vikurnar í deilu
Tryggingastofnunar ríkisins og
sérfræðilækna. Kristján Guðjóns-
son, deildarstjóri á sjúkratrygg-
ingadeild TR, segir að mál þokist í
rétta átt, en enn sé mikil vinna eft-
ir. Hann telur ólíklegt að takist að
ljúka öllum samningum í þessari
viku.
Akveðið hefur verið að gera
samninga við sérfræðinga í hverri
sérgrein, en þær eru 16. Kristján
segir tæplega hægt að tala um að
samningar séu frágengnir í neinni
sérgrein þó mál séu vissulega kom-
in lengra í sumum greinum en öðr-
um. Hann segir að mál þeirra
lækna sem sagt hafa upp samning-
um við Tryggingastofnun séu erfið-
ust viðureignar.
Hugmyndir hafa verið uppi um
að skrifa fljótlega undir samninga
við sérfræðinga í nokkrum sér-
greinum og klára samninga við
aðra síðar. Samninganefnd sér-
fræðinga hefur verið fremur andvíg
þessari leið. Kristján segir þetta
mál ekki vera útrætt og segist ekki
vilja útiloka að skrifað verði undir
einhverja samninga í lok þessarar
viku. Þetta ráðist nokkuð af því
hvernig viðræður gangi í þessari
viku.
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
Sækir um sjón-
varpsleyfi
ÍSLENZKA fjölmiðlafélagið, sem
rekur útvarpsstöðina Matthildi, hef-
ur sótt um leyfi til sjónvarpsrekst-
urs. Jón Axel Ólafsson, útvarps-
stjóri, er bjartsýnn á að leyfið fáist.
Jón Axel sagði að félagið hefði
óskað eftir leyfi til að senda út um
land allt. „Eg vil ekki greina í smá-
atriðum frá því hvers konar dag-
skrárefni við ætlum að senda út en
uppistaðan verður fréttir og kvik-
myndir.“
Islenzka fjölmiðlafélagið hóf
rekstur útvarpsstöðvarinnar Matt-
hildar í lok síðasta árs. Jón Axel
sagði að félagið hygðist gefa út nýtt
vikublað á næstu misserum.
Óánægja meðal pólsks verkafólks sem starfar hjá Jökli á Raufarhöfn
Pólverjar látnir greiða
92 þúsund í ferðakostnað
Aðsendar
prófkjörs-
greinar
MORGUNBLAÐIÐ mun birta
nú, er prófkjör vegna sveitar-
stjómarkosninga fara fram,
aðsendar greinar undir sér-
stökum flokki, „Aðsendar
greinar/prófkjör".
Prófkjörsgrein má ekki vera
lengri en 2.500 slög með orða-
bilum. Henni skal fylgja mynd
og kynning á höfundi og sé
greinin skrifuð á tölvu, er höf-
undur vinsamlegast beðinn að
afhenda hana á tölvudisklingi
og í útprentun. Að öðru leyti
gilda sömu reglur um þessar
greinar sem aðrar.
ÓÁNÆGJA er meðal verkafólks frá
Póllandi, sem starfar hjá Jökli hf. á
Raufarhöfn, með að þurfa að greiða
ferðakostnað til Islands frá Pól-
landi. Fólkinu er gert að greiða um
92 þúsund krónur í ferðakostnað.
Jóhann Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Jökuls, sagði að reynt hefði
verið að fá ódýrari fargjöld en ekki
tekist. Nú hefði ferðakostnaður til
Raufarhafnar hins vegar lækkað.
Verkafólkið kom til landsins í
desember og sagði Jóhann að það
hefði verið niðurstaða ráðningarfyr-
irtækisins, sem sá um að útvega
starfsfólkið, að ódýrast væri að
senda Ieiguvél eftir fólkinu. Þegar
til átti að taka hefðu þrjár konur
ekki skilað sér í vélina og þess
vegna hefði kostnaður á mann orðið
nokkru hærri en vonast var eftir.
Eftir sem áður væri hann lægri en
venjulegt fargjald frá Póllandi til
Raufarhafnar kostaði á þeim tíma.
Jóhann sagði að erlent verkafólk
sem starfað hefði á Raufarhöfn
hefði greitt ferðakostnað til lands-
ins. Hann kvaðst telja að flest sjáv-
arútvegsfyrirtæki á landinu, sem
væru með erlent verkafólk í vinnu,
færu eins að.
Búum vel að erlendu starfsfólki
Jóhann sagði að Jökull legði
áherslu á að búa vel að erlendum
starfsmönnum sínum. I vetur hefði
verbúðin verið endumýjuð, m.a.
hefði verið sett parket á gólf, keypt
ný húsgögn, skipt um glugga, hrein-
lætisaðstaða endurnýjuð o.fl. A
meðan verið var að klára þessar
framkvæmdir hefðu starfsmennirn-
ir verið á Hótel Norðurljós og hefði
Jökull greitt bæði íyrir húsnæði og
fæði. Jökull léti fólkið heldur ekki
greiða leigu í verbúðinni. Þá útveg-
aði fyrirtækið allan vinnufatnað fyr-
ir fólkið.
Jóhann sagði að Jökull hefði lagt
út fyrir ferðakostnaðinum, en hann
væri síðan dreginn af kaupi fólks-
ins. Starfsmennimir greiddu 7.000
kr. á viku. Þegar eingöngu væri
unnið í bolfiski væra þessar greiðsl-
ur nokkuð hátt hlutfall af launum.
Meðan unnið var í loðnu hefði vikan
gert sig á yfir 70 þúsund krónur og
fólk hefði verið ánægt með sinn
hlut. Hann sagði að Jökull hefði
boðist til að dreifa greiðslunum á
lengra tímabil.
Ekki brot á samningum
Kristján Snædal, formaður
Verkalýðsfélags Raufai’hafnar,
staðfesti að mikil óánægja væri
meðal Pólverjanna með þessar
greiðslur enda væru þær nokkuð
háar. Hann sagði að fundur hefði
verið boðaður í stjóm félagsins til
að fara yfir þetta mál. Hann sagðist
ekki hafa fengið allar tölur í málinu
staðfestar og vildi því ekki tjá sig
mikið um það á þessu stigi.
Aðalsteinn Baldursson, formaður
fiskvinnsludeildar VMSÍ, sagði að
það væri ekkert í kjarasamningum
sem þvingaði atvinnurekendur til að
taka þátt í ferðakostnaði verkafólks.
Fyrirtækjum væri því í sjálfsvald
sett hvernig farið væri með svona
mál. Félagsmálaráðuneytið setti
það hins vegar sem skilyrði fyrir
veitingu atvinnuleyfa til útlendinga,
að þeir fengju vinnu í eitt ár. Ef at-
vinnurekandi gæti ekki útvegað
fólkinu vinnu í eitt ár ætti hann að
bera kostnað af ferð þess til heima-
landsins.
Aðalsteinn sagði að verkalýðs-
hreyfingin hefði ekki viljað fara þá
leið að setja sérstök ákvæði í kjara-
samninga um réttindi erlends
verkafólks því menn hefðu ekki vilj-
að flokka fólk. Hins vegar hefði ver-
ið gerður sérstakur samningur í
desember þar sem m.a. erlendu
verkafólki væri tryggður lengri
uppsagnarfrestur og betri kaup-
trygging.