Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 19
Sýningar ehf. buðu tæpar 24 milljónir í leigu Laugardalshallar 1.-4. september 1999
SÝNINGAR ehf., nýtt fyrirtæki,
sem hyggst hasla sér völl á sviði
sýningarhalds og Samtök iðnaðar-
ins standa meðal annarra að, buðu
tæpar 24 milljónir króna í leigu á
Laugardalshöll vegna sjávarútvegs-
sýningar undir nafninu Fishtech
sem þar er fyrirhuguð dagana 1.-4.
september 1999. Tilboð í Höllina frá
Alþjóðlegum vörusýningum, sem
breska sýningafyrirtækið Nexus
Media Ltd. stendur að, hljóðaði upp
á mun lægri upphæð eða 14,5 millj-
ónir króna. Bretarnir hafa staðið
fyi-ir fslensku sjávarútvegssýning-
unni hér á landi á þriggja ára fresti
frá árinu 1984.
Mikil samkeppni hefur ríkt meðal
sýningafyrh’tækjanna tveggja um
Laugardalshöll síðustu mánuði, en
bæði fyrirtækin höfðu sótt um Höll-
ina á sama tíma. í ársbyrjun ákvað
borgarráð að bjóða út sýningarað-
stöðuna þar sem ráðið taldi sig ekki
vera í neinni aðstöðu til þess að
velja á milli fyrirtækjanna tveggja.
Tilboð í leiguna voru síðan opnuð
hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur í
gærmorgun og samþykkti stjórn
hennar að leggja til við borgarráð
að tilboði Sýninga verði tekið. Gert
er ráð fyrir að borgarráð afgreiði
málið á fundi sínum í dag. Sam-
kvæmt útboðslýsingu skal greiða
helming leigugjaldsins fyrir næstu
mánaðamót og farið er fram á
bankatryggingu fyrir því sem eftir
stendur. Islenska sjávarútvegssýn-
ingin var síðast haldin haustið 1996.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins nam kostnaður vegna leigu
Laugardalshallar þá rúmum þrem-
ur milljónum króna.
Loksins i höfn
„Við erum náttúrulega mjög
ánægðir með að hafa loksins komið
þessu í höfn því tilgangurinn var
alltaf sá að hér á landi
yrði til alþjóðleg sjávar-
útvegssýning, sem ís-
lendingar ættu. Við erum
að hugsa til framtíðar.
Því verður ekki á móti
mælt að þetta er töluvert
mikill kostnaður í upp-
hafi, en við höfum ekki áhyggjur af
honum því við lítum svo á að við sé-
um að fjárfesta til framtíðar enda
erum við með fleiri sýningar á döf-
inni en sjávarútvegssýninguna,"
sagði Jón Hákon Magnússon,
stjómarformaður Sýninga ehf.
Aðspurður um hvernig staðið yrði
að fjármögnun leigunnar, svaraði
Jón Hákon því til að farið yrði yfir
það mál á næstu dögum. Ljóst væri
að um einhverja langtímafjárfest-
ingu yrði að ræða auk þess sem
ýmsir aðilar hefðu óskað eftir því að
gerast hluthafar í fyrirtækinu. Að
baki sýningafyrirtækinu stæðu
mjög öflugir aðilar. „Nú förum við
að vinna. Við höfum ekkert getað
unnið skipulega að framkvæmdum
af því að það hefur farið svo mikil
orka í samkeppnina."
Vildi kaupa viðskiptavildina af
breska fyrirtækinu
Jón Hákon sagðist frekar hafa
viljað borga Bretunum fyrir við-
skiptavildina gegn því að þeir
„Erum að íjárfesta
til framtíðar“
Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar leggur til
við borgarráð að Sýningum ehf. verði leigð Laugardalshöll
undir FishTech ‘99 dagana 1.-4. september 1999. Þrátt fyrir
/
það stefna skipuleggjendur Islensku sjávarútvegssýningarinn-
ar, sem urðu undir í samkeppninni, ótrauðir að því að halda
sýningu á sama tíma.
Leiga Hallar-
innar var síð-
ast rúmar
þrjár milljónir
drægju sig út úr sýningahaldinu
frekar en að greiða svo háa leigu til
Reykjavíkurborgar. „Eg hafði sam-
band við forstjóra Nexus Ltd. ný-
verið þar sem ég bauð honum upp á
að við gerðum tilboð í viðskiptavild-
ina gegn því að þeir sættust á að
hætta við sýningu hér á landi. Við
tjáðum þeim að Islendingar ætluðu
sér að eignast sjávarútvegssýningu
til frambúðar. Málið komst hinsveg-
ar ekki svo langt að farið yrði að
meta viðskiptavildina til fjár því að
þeir höfnuðu tilboðinu alfarið og
töldu sig ekki þurfa á því að halda.
Við sögðum alltaf við Bretana að við
værum tilbúnir til viðræðna. Frá
okkar hendi er þessu samkeppnis-
stríði við Bretana lokið og höfum
við í sjálfu sér ekkert nema gott eitt
um þetta fólk að segja. Aftur á móti
gerir útboðið það að verkum að við
höfum ekki eins mikla peninga í
markaðssóknina og ella. Á móti
mun Fishing News
Intermitionnl, sem kem-
ur inn sem hluthafi, ann-
ast hana að mestu,“ sagði
Jón Hákon. Eins og
stendur á Kynning og
markaður ehf. 80% hlut í
Sýningum ehf. og Sam-
tök iðnaðarins 20% hlut. Um 90 ís-
lensk fyrirtæki hafa þegar látið
skrá sig sem þátttakendur í Fis-
hTech ‘99 auk þess sem Fishing
News International er með pantan-
ir upp á 1.700 fermetra sýningar-
pláss.
Loksins hægt að bretta
upp ermar
Þrátt fyrir dýra leigu, ætla Sýn-
ingar ehf. ekki að velta henni út í
verðlagið 1999 sem þýðir, að sögn
Jóns Hákons, að sýningargjöldin
hækka ekki umfram það sem
breska fyrirtækið hafði auglýst.
„Við höfum ekki endanlega ákveðið
verð á fermetrann, en það er ljóst
að við förum ekki yfir það verð, sem
Bretarnir höfðu kynnt, sem var 14
þúsund kr. á fermetrann án sýn-
ingakerfis. Ekki er heldur búið að
ákveða hver aðgangseyririnn verð-
ur. Hann er aukaatriði, en við mun-
um verða með sýningarskrána inni í
aðgangseyrinum á meðan menn
voru að kaupa hana sér hér áður
Fá síld í flottrollið
NOKKUR flottrollsskip hafa verið
að sfldveiðum í Héraðsflóadýpi í
gær og fyrradag. Páll Reynisson,
leiðangursstjdri á hafrannsókna-
skipinu Árna Friðrikssyni sem var
á svæðinu í gær, segir að þar sjáist
til sfldar en afli hafi ekki verið
mikill. Lóðin séu ekki stór og úti-
lokað fyrir nótaskipin að ná til
þeirra. „Það sem náði efst var á
um 130 metra dýpi. Við drógum
tvisvar í gegnum þokkaleg lóð og
þarna virðist vera á ferðinni ágæt-
is sfld,“ segir Páll.
Tvö skip voru einnig á sfldveið-
um með flottrollið í Berufjarðarál í
gær. Sigurjón Valdimarsson, skip-
sljóri á Beiti NK, var í gær búinn
að fá um 200 tonn frá því á sunnu-
dag af ágætis sfld. Hann sagði tals-
fyrr. Auk þess er sá háttur hafður á
sums staðar að útlendingar fá frían
aðgang til þess að trekkja fleiri að.
Þetta eru allt ákvarðanir, sem eftir
er að taka. Við höfum ekkert getað
unnið að undirbúningi vegna þess
að við höfum þurft að eyða öllu okk-
ar þreki í þessa samkeppni. Nú get-
um við loksins farið að bretta upp
ermar,“ sagði Jón Hákon.
Látum engan biibug á
okkur fínna
„Fyrstu viðbrögð okkar eru von-
brigði yfir því að svona skyldi fara,
ekki síst vegna þess að við höfum
haft Laugardalshöllina á leigu um
þetta leyti á þriggja ára fresti allar
götur síðan 1984. Hinsvegar vil ég
undirstrika að við látum ekki
nokkurn bilbug á okkur finna. ís-
lenska sjávarútvegssýningin verður
haldin, eins og áætlað var, dagana
1.-4. september árið 1999. Undir-
búningur er kominn mjög langt og
gengur vel og þess má geta að við,
skipuleggjendur sýningarinnar,
höfum tryggt okkur gistirými í
Reykjavík. Við höfum gengið frá
samningum um skilrúm og allt það,
sem þarf til að halda glæsilega sjáv-
arútvegssýningu," sagði Ellen
Ingvadóttir, kynningarstjóri ís-
lensku sjávarútvegssýningarinnar.
- Hvar verður Islenska sjávarút-
vegssýningin haldin, nú þegar allt
stefnir í að Laugardalshöll verði
leigð öðrum?
Ýmsar dyr opnar
,Á þessari stundu er því miður
ekld hægt að segja frá því, en ís-
lensku sjávarútvegssýningunni
standa ýmsar dyr opnar og í þess-
um töluðu orðum erum við í samn-
ingaviðræðum um sýningarstað.
Okkur er óhætt að lofa því að sýn-
ingin 1999 verður jafn glæsileg ef
ekki glæsilegri en sú síðasta. Þátt-
tökugjaldi verður stillt í hóf, eins og
lofað hefur verið. Með öðrum orð-
um, erum við á fullu í undirbún-
ingi,“ sagði Ellen Ingvadóttir að
lokum.
vert sjást til sfldar á svæðinu en
mikill straumur gerði veiðarnar
erfiðar. „Togin eru mjög misjöfn.
Við fenguni 150 tonn í einu hali en
siðan hafa þetta verið litlir
skammtar," sagði Sigurjón.
Loðnan enn mjög dreifð
Engin loðnuveiði hefur verið í
nót á árinu. Loðnan er mjög dreifð
og því aðeins fengist í flottrollið til
þessa. Nokkur skip hafa fengið
loðnu í troll austur úr Seyðisfjarð-
ardýpi síðustu sólarhringa. Að
sögn Þorsteins Kristjánssonar,
skipstjóra á Hólmaborg SU, fást að
meðaltali um 150 tonn í hali eftir 4
til 5 tíma tog. Hann segir loðnuna
þokkalega og mun skárri en fékkst
í trollið í upphafí ársins.
Við seljum nú á næstu
vikum ýmsar gerðir af
Siemens heimilistækjum
á sérstöku afsláttarverði.
Nú er tími til að gera góð
kaup á vönduðum tækjum.
Komdu í heimsókn og
skoðaðu úrvalið.
Þetta er sannkallaður
búhnykkur fyrir þig.
♦ Eldavélar
♦ Bakstursofnar
♦ Helluborð
♦ Örbylgjuofnar
♦ Kæliskápar
♦ Frystiskápar
♦ Frystikistur
♦ Uppþvottavélar
♦ Þvottavélar
♦ Þurrkarar
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
www.tv.is/sminor
UMBOÐSMENN OKKAR A LANDSBYGGÐINNI ERU:
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgornos:
Glitnir
Snsof ellsbær:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrfmsson
Stykkiahólmur:
Skipavík
Búöardalur:
Ásubúö
isafjörður:
Póllinn
Hvammitangl:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Siglufjörður:
Torgiö
Akuroyri:
Ljósgjafinn
Húaavik:
öryggi
Vopnafjörður.
Rafmagnsv. Árna M.
Noakaupataður:
Rafalda
Reyðarfjörður:
Rafvólaverkst. Áma E.
Egilaataðir:
Sveinn Guömundsson
Breiðdalavik:
Stefán N. Stefánsson
Höfn i Hornafirði:
Króm og hvitt
Vik i Mýrdal:
Klakkur
Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolavöllur:
Rafmagnsverkst. KR
Holla:
Gilsá
Selfoaa:
Árvirkinn
Grindavik:
Rafborg
Garður:
Raftœkjav. Sig Ingvarss.
Keflavik:
Ljósboginn
Hafnarfjöröur:
Rafbúö Skúla, Álfask.