Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 47
Zia og’ Forrester
unnu Cap Gemini
BRIDS
Haag
CAP GEMENI
Sextán valin bridspör tóku þátt í ár-
legri tvímenningskeppni í Hollandi
um síðustu helgi.
ZIA Mahmood og Tony Forrest-
er stóðu uppi sem sigurvegarar í ár-
legu boðsmóti í Haag í Hollandi.
Þetta mót er talið sterkasta brids-
mót sem haldið er í heiminum ár
hvert ásamt Macallan-mótinu sem
verður í London um næstu helgi.
Sextán pörum var að venju boðin
þátttaka og meðal keppenda voru
tvö heimsmeistarapör Frakka frá
síðasta hausti, Evrópumeistarar
ítala, tvö sterk pör frá Bandaríkj-
unum, sterkustu spilarar Hollend-
inga og fleiri heimsþekktir brids-
menn.
Þeir Forrester og Zia náðu
snemma forustunni og vh-tust búnir
að tryggja sér sigurinn um mitt
mótið. Þeir gáfu þó eftir í lokin og
töpuðu þremur síðustu leikjunum
en héldu samt efsta sætinu örugg-
lega. Þetta var lokastaðan:
Tony Forrester, Br. - Zia Mahmood, Band. 857
Andrea Buratti - Massimo Lansarotti, It.
Tor Helness - Geir Helgemo, Noregi
Jason Hackett - Justin Hackett, Bretlandi
Gabriel Chagas - Marcelo Branco, Brasilíu
Larry Cohen - David Berkowitz, Bandar.
Jeff Meckstroth - Eric Rodwell, Bandar.
Piet Jansen - Jaan Westerhof, Hollandi
Pörin í efstu sætunum tveimur mættust í 13.
umferð og Forrester og Zia byijuðu vei:
Suður gefur, enginn á hættu
Norður
AKD43
VG753
♦ K7
*D83
Morgunblaðið/Arnór
ZIA Mahmoood og Tony Forrester lögðu saman krafta sína um helg-
ina í Hollandi. Þeir hafa spilað saman áður, á Bridshátíð 1995, en
komust þá ekki á verðlaunapall.
815
798
796
783
777
753
Vestur
♦ 7
VK1096
♦ Á10953
♦953
Austur
A 85
¥ÁD4
♦ DG842
*Á106
Suður
♦ÁG10962
V82
♦ 6
*KG74
Forrester opnaði á 2 spöðum á
suðurspilin og Zia lyfti í 4 spaða
sem voru passaðir út.
Á opnu borði sést að vörnin á 4
slagi, en það er ekki svo einfalt að
taka þá. Lansarotti spilaði út hjarta
á ás Burattis, sem skipti í tromp.
Forrester drap heima með gosanum
og spilaði tígli á borðið, og Buratti
ákvað að spara ásinn. Þegar tígul-
kóngurinn hélt slag var spilið unnið.
Þetta voru auðvitað góð úrslit
fyrir Zia og Forrester, en raunin
var sú að 4 spaðar unnust út um all-
an sal. Þar sem Pólverjarnir Mar-
tens og Zimanowski voru í vörninni
var útspilið t.d. lauf sem sagnhafi
fékk á kóng, austur lét tíuna. Sagn-
hafi spilaði tígli en vestur fór upp
með ás og spilaði meira laufi á ás
austurs. En austur spilaði þriðja
laufinu og þá gat sagnhafi hent
hjarta heima í tígulkónginn í borði.
Við enn annað borð spilaði vestur
út laufi og sagnhafi lét lítið í borði.
Austur lagðist þá undir feld og
hugsaði lengi áður en hann lét tí-
una. Sagnhafi spilaði tígli en vestur
var fljótur að hoppa upp með ás og
spila laufi og inni á laufaás tók aust-
ur hjartaás og spilaði meira hjarta.
Sagnhafi kallaði á keppnisstjóra
og kvartaði yfir að vörnin hefði
fengið óheimilar upplýsingar með
þessari umhugsun austurs, sem
benti augljóslega til þess að hann
ætti laufaásinn. Sagnhafi taldi að
það væri alls ekki sjálfsagt hjá
vestri að hoppa upp með tígulásinn,
nema vita af laufás hjá félaga.
Keppnisstjóri og síðar dómnefnd
Vilja að samgöngu-
ráðherra verði leystur
frá störfum
UNGIR jafnaðarmenn krefjast
þess að Halldór Blöndal verði leyst-
ur frá störfum sem samgönguráð-
herra.
I áiyktun Sambandsstjórnar
ungra jafnaðarmanna segir: „Emb-
ættisfærslur ráðherrans í mörgum
málum orka tvímælis. I stórum mál-
um hafa embættisfærslur hans ver-
ið undarlegaar t.a.m. viðbrögð hans
við áliti Samkeppnisstofnunar á
sameiningu Flugfélags Norður-
lands og Flugleiða innanlands í
Flugfélag íslands, gjaldskrárhækk-
un Pósts og síma sl. haust og nú um
áramótin í málefnum varðandi flug-
ráð og eldsneytisgjald sem og sið-
leysi í veitingu ríkisstyrkja."
ALHLIÐA TðLVUKERFI
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Fiölþættar lausnir
Sveiqiar
veigjanleg kerfi
_ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 «811111568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
A KUSGOGNUM
OG GJAFAVÖRU
Fjöláamörg tillioá í gangi á útsölunni o kk ar.
1ÖS
Suðuriandsbraut 54 piáu húsin), sími 568 9511.
féllust á þessi rök, m.a. með hliðsjón
af því sem gerðist á borði efstu par-
anna, og dæmdu að 4 spaðar stæðu.
Óútkljáð undanúrslit
Ekki var ljóst í gær hvaða sveitir
keppa til úrslita um Reykjavíkur-
meistaratitilinn um næstu helgi. f
öðrum undanúrslitaleiknum á
sunnudag unnu Reykjavíkurmeist-
ararnir í sveit Landsbréfa sveit
Marvins örugglega með 169 stigum
gegn 99. Hinn leikurinn, milli sveita
Arnar Arnþórssonar og Stillingar,
var enn óútkljáður, því þar var óaf-
greidd áfrýjun á dómi keppnis-
stjóra.
Þessi leikur var mjög sveiflu-
kenndur. Eftir 32 spil af 64 hafði
sveit Arnar að því er virtist örugga
forustu, 86-23, og staðan hafði lítið
breyst eftir 48 spil. í síðustu 16
spila lotunni gekk sveit Stillingar
hins vegar allt í haginn og lokastað-
an vai-ð 138-128 fyrir sveit Arnar.
Þá var óútkljáð áfrýjun í spili úr
annarri lotunni, sem sveit Amar
hafði unnið 12 stig á.
Úrslitaleikurinn í Reykjavíkur-
mótinu verður í Bridshöllinni við
Þönglabakka um næstu helgi. Hann
verður heil 96 spil að lengd, og fer
fram á laugardag og sunnudag.
Guðm. Sv. Hermannsson
vr ..erraskor
á góðu verði
Teg. 470102
Svartir
Stærðir: 40-46
Verð: 3.995,-
Teg. 413007
Svartir
Stærðir: 40-46
5% Staógreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs
Ioppskórinn
v/Ingólfstorg. sími 552 1212
Klæðningin
sem þolir
íslenska
veðráttu
Leitió tilboba
AVALLT TIL Á LAGER
- Gœðavara
Gjafavara - maldL og kaffislell. Heim
Allir verðfiokkar. ^ m.a.(
9\C'úén';S\\S VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægir hönnuöir
m.a. Gianni Versace.
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
98.603 hamingjusamir sparifjáreigendur
Landsbanki íslands
greiddi eigendum Kjörbókar
823.226.753 krónur
í vexti á árinu 1997.
Viö stöndum vörö
um sparifé viðskiptavina okkar.
KJÖRBÓK
L
Landsbanki
íslands
/ forystu til framtiðar