Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
► STÓRBOMBAN Anna Nicole Smith, sem
náði dálitlum frama í myndinni Beint á ská
þar sem Leslie Nielsen fór á kostum í hlut-
verki lögreglumannsins Franks Drebins,
hefur tilkynnt að hún sé að stíga fram í
sviðsljósið á nýjan leik. Ekki nóg með það
heldur er hún 42 kilóum léttari en þegar
hún hvarf af vettvangi.
Ef til vill má segja að Anna Nicóle hafi
öðlast meiri frægð er hún gekk að eiga ní-
ræðan forríkan olíukóng frá Texas, J.
Howard Marshall. Marshall gamli mátti
reiða sig á hjólastól til að komast leiðar
sinnar og var nánast karlægur er hann
gekk að eiga Önnu og þóttu þau kostulegt
par. Ekki fór hjá því að Önnu væri Iegið á
Anna Nicole
snýr við blaðinu
SÍÐAN í desember hefur verið fremur hljótt um réttarhöld yfir John
Norman, sem handtekinn var nærri heimili þekktrar Hollywoodper-
sónu og er sakaður um að áreita viðkomandi og hafa lagt á ráðin um að
handjárna hann við rúmstæði og nauðga að svo búnu.
I vikunni greindu bæði dómari og saksóknari frá því, að fórnarlamb-
ið væri enginn annar en Steven Spielberg og er reiknað með því að
hann fari í vitnastúkuna og greini frá því hvernig Norman hefur áreitt
hann og fjölskyldu hans. Einnig að hann lýsi nákvæmiega þeirri uppá-
komu sem á undan var getið. Að sögn lögreglu var Nonnan handtekinn
nærri beimili Spielbergs
og fundust í bifreið hans
öll nauðsynleg tól og tæki
til að gera alvöru úr hót-
á vegum umsjónarnefndar fólksbifreiða á
höfuðborgarsvæðinu, fyrir umsækjendur
um atvinnuleyfi til leiguaksturs.
Umsjónanefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að
halda námskeið fyrir umsækjendur um atvinnuleyfi til leiguaksturs skv.
2. mgr. 6. gr. laga nr. 61/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 224/1995
um leigubifreiðar. Nefndin hefur falið Ökuskólanum í Mjódd að annast
námskeiðshaldið.
Ákveðið hefur verið að fyrsta r.ámskeiðið verði haldið í febrúar nk. og
hefst það þriðjudaginn 17. febrúar n.k. Skilyrði fyrir inngöngu á
námskeið er að umsækjandi hafi stundað leiguakstur á fólki í a.m.k. eitt
ár. Þá verður umsækjandi jafnframt að uppfylla skilyrði framan-
greindra laga og reglugerðar til að öðlast atvinnuleyfi, sbr. einkum 3.
gr. laganna og 4. gr. reglugerðarinnar. Hámarksfjöldi þátttakenda á
hverju námskeiði er 20.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Ökuskólans í Mjódd,
Þarabakka 3, Reykjavík, sem er opin virka daga frá kl. 13.00—20.00
nema á föstudögum til kl. 17.00. Umsóknum ásamt fylgigögnum ber að
skila til Ökuskólans í Mjódd í síðasta lagi fyrir kl. 16.00 föstudaginn
30. janúar nk.
Á öllum bifreiðastöðvum á starfssvæði nefndarinnar hanga uppi
auglýsingar frá nefndinni þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um
fyrirkomulag námskeiðanna, námskeiðsreglur, námsefni, inntöku-
skilyrði, námskeiðsjald o.fl.
Einnig er hægt að nálgast þær upplýsingar hjá Ökuskólanum í Mjódd.
Reykjavík, 15. janúar 1998.
Umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu.
ANNA Nicole
ætlar að vera í
fínu formi í rétt-
arsalnum.
hálsi fyrir að ásælast fúlgur bónda síns.
Enda var ekki búist við langlífi hans, eink-
um eftir að Anna Nicole skaut upp kollin-
um. Það gekk og eftir, en æ síðan hefur
stúlkan átt í hatrammri erfðadeilu fyrir
dómstólum gegn fjölskyldu Marshalls.
Eftir dauða Marshalls átti Anna Nicole
afar bágt. Hún lagðist í ofát, ofdrykkju og
ofneyslu þunglyndislyfja. Þetta var óhag-
stæður kokteiil og stúlkan tapaði áttum.
Hún þyngdist ótæpilega, náði mest 110 kíló-
um, og varð sér til skammar hvað eftir ann-
að á opinberum vettvangi, enda yfirleitt í
vímuástandi. „Vandræðin byrjuðu er Mars-
hall dó. Hann var eini maðurinn sem
nokkru sinni hefur elskað mig og borið
virðingu fyrir mér,“ segir hin nýja Anna
Nicole. „Það tók mig nokkurn tíma að jafna
mig og átta mig á því að aðstæður voru
breyttar og að ég yrði að hugsa fyrst og
fremst um heilsu mína og sálarheill. Eg tók
mig því á og mæti í réttarsalinn í fínu
formi,“ bætir Anna Nicole Smith við.
OLDUNGURINN J. Howard
Marshall og kynbomban
Anna Nicole Smith.
ÚTSALA - ÚTSALA
Enn meiri aFsláttur
Jakkar áður kr. 21.800 nú kr. 9.500
Buxur áður kr. 12.400 nú kr. 6.800
Blússur áður kr. 9.800 nú kr. 4.800
Peysur áður kr. 9.800 nú kr. 4.800
Kjólar áður kr. 19.880 nú kr. 9.000
Opið laugard. frá kl. 10-16
Tískuvörurfyrir allan aldur
DTrDarion
Reykjavíkurvegi 64,
0 220 Hafnarfjörður,
sími 565 1147.
Brúðkaup á kafí í vatni
SUM brúðhjón kvíða því helst að
það rigni á brúðkaupsdaginn. Því er
ekki þannig farið um Kuan Chee
Keong og Benita Tan því þau giftu
sig á kafi í vatni. Hér sýna þau
vinum sínum hjónavígsluvottorðið í
vatnstanki í Neðansjávarsafni í
Singapúr 18. janúar. Bæði eru þau
áhugasamir kafarar og borguðu um
80 þúsund krónur fyrir að halda
brúðkaupið á þessum vinsæla
ferðamannastað. Fimmtíu ættingjar
og vinir fylgdust með athöfninni
sem tók 20 mínútur.