Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar upplýsingar um heilsu kvenna eru mikilvægi innlegg í stefnumótun í heilbrigðisþjónustu ’TKEYRÐA ofurkonan sem Katrín Óskarsdóttir dró upp mynd af í viðtali við Valgerði Þ. Jónsdótt- ur, í Daglegu lífí Morgunblaðsins hinn 23. janúar síðastliðinn, var upphaf og endir fjölmennrar ráð- stefnu um heilsufar kvenna, sem heilbrigðisráðuneytið efndi til síð- astliðinn fimmtudag. í fyrsta er- indi dagsins var fyrri umfjöllun um ofurkonuna aðframkomnu varpað á stórt tjald að baki framsögu- mönnum og þá batt Dögg Páls- dóttir ráðstefnustjóri endi á dag- skrána seinnipartinn með þeim orðum að ofþreyta ofurkonunnar væri fyllilega tímabær. Fjöldi kvenna er líka þeirrar skoðunar að 30 ára jafnréttisbarátta hafi þrátt fyrir umbætur fært konum auknar skyldur á herðar, ekki langþráð frelsi. Og hvað með heilsuna? Atvinnuþátttaka reykvískra kvenna var 13% árið 1965 og 88% 30 árum síðar ef litið er til 25-64 ára kvenna á vinnumarkaði á landinu öllu, samkvæmt upplýs- ingum frá Rúnari Vil- hjálmssyni prófessor við Háskóla Islands, og hef- ur þeirri spumingu ver- ið varpað fram hvaða áhrif nýir lífshættir hafi haft á heilsufar. Árið 1995 skipaði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra nefnd til þess að kanna breytingar á heilsufari kvenna og skila tillögum um úrbætur. Sama dag og ráðstefnan var haldin kom út rit með erindum sem ætlað er að skýra helstu vandamál tengd heilbrigði kvenna og vera grundvöllur fag- legrar umræðu. Býst ráðherra við að upplýs- ingamar verði mikil- vægt innlegg við stefnu- mótun í heilbrigðisþjón- ustu framtíðarinnar. „Konur hér á landi axla mikla ábyrgð í dag- legum störfum og full- yrða má að stórir hópar kvenna vinni tvöfalda vinnu. Með því er ég fyrst og fremst að vísa til útivinnandi „Fjölskyldan og þjóðfélagið þurfa heilsuhrausta konu“ íslenskar konur leita oftar eftir þjónustu í heilbrígðiskerfínu en karlar og neyta meira af lyfjum en þeir skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Konur hafa líka átt í auknum erfíðleikum með að samhæfa þátttöku á vinnumarkaði og heimilislíf sem hefur sterk áhrif á heilbrigði, samkvæmt rannsóknum. indastofnunar árið 1988 unnu karl- ar 25-66 ára að meðaltali 7 stundir á viku við heimilisstörf samanborið við 22 stundir hjá konum og var munurinn svipaður hjá yngra fólki og þvi eldra. Samkvæmt skattframtölum árs- ins 1995 voru meðalatvinnutekjur kvenna 52% af tekjum karla og heildartekjur kvenna 56% af heild- artekjum karla og munurinn mest- ur á aldrinum 31-40 ára. Rúnar bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl milli lágra launa og vanlíðunar. „Því má ætla að launa- munur karla og kvenna skýri að nokkru þann mun sem er á vanlíð- an kynjanna." Loks segir hann í niðurlagi að fjölskyldulíf hafi sterk áhrif á and- lega heilbrigði kvenna. Erlendar rannsóknir á hjónum hafi sýnt að eiginkonur væru að meðaltali þunglyndari en eiginmenn en munur á þunglyndi kynjanna ræðst af fjórum þáttum, það er börnum, heimili, atvinnuþátttöku, að- gangi að barnagæslu og þátttöku eiginmanna í umönnun barnanna. „Verst voru þær konur settar, með tilliti til þunglyndis, sem áttu börn, voru útivinnandi, áttu í erfiðleikum með barnagæslu og áttu eig- inmenn sem ekki tóku þátt í umönnun barn- anna.“ Lifa lengur, líða meira BREYTINGAR á fjölskyldumynstri, stöðu kynjanna og skilyrðum til uppeldis bama hafa haft áhrif á hlutverk og heilsufar nútíma kvenna, sem margar taka á sig hlutverk ofurkonunnar þar til þær gefast upp. mæðra sem margar bera megin- ábyrgð á störfum sem tengjast heimilishaldi og umönnun bama og unglinga," sagði heilbrigðisráð- herra í ávarpi. Samfélagsgerð ræður miklu um heilsufarsvandamál Rúnar Vilhjálmsson segir í er- indi sínu um aðstæður kvenna að gerð og þróun samfélagsins ráði miklu um útbreiðslu heilsuvanda- mála, ekki síst þeiira sem tengjast álagi eða streitu. „Áhrif samfélags- ins á heilsuvandamálin eru fyrst og fremst með óbeinum hætti í gegnum þær stofnanir sem þegnar samfélagsins eiga aðild að. Nánar tiltekið má segja að uppbygging og breytingar samfélagsins hafi áhrif á aðstæður þegnanna í námi, starfi, fjölskyldulífi og fjármálum. Þessar aðstæður hafa áhrif á upp- lifun og skilning einstaklinganna og saman hafa aðstæðumar og upplifunin áhrif á svöran líkamans, til dæmis álagssvöran. Aðstæður, upplifun og líkamleg svöran geta öll komið við sögu geðrænna og líkamlegra vandamála ... vinnu- staðurinn, fjölskyldan og skólinn era þær stofnanir sem hve mest áhrif hafa á heilbrigði og velferð þegnanna," segir hann. Rúnar segir ennfremur að hrað- vaxandi atvinnuþátttaka kvenna síðustu tvo áratugi samfara lítilli heimilisþátttöku karla og hægfara uppbyggingu dagvistarstofnana hafi meðal annars birst í hlut- verkatogstreitu hjóna og ónógu eftirliti og umönnun bamanna. Hann bendir á að þótt atvinnu- þátttaka skapi möguleika til vaxt- ar og þroska verði jafnframt til nýr álagsvettvangur. Greint hafi verið á milli nokkurra þrálátra álagsþátta í vinnuumhverfinu sem lúta í fyrsta lagi að mikilli ábyrgð á starfi annarra þar sem mistök era dýrkeypt, í öðra lagi að hlutverka- ágreiningi, þar sem ekki er hægt að uppfylla kröfur samstarfs- manna, eða að viðkomandi áttar sig ekki á því til hvers er ætlast af honum og þarf að þóknast of mörgum, í þriðja lagi gæðaáhyggj- um; þegar viðkomandi vinnur svo mikið að það bitnar á gæðum og getur ekki haft áhrif á þær ákvarð- anir og athafnir yfirmanna sem snerta starfið, í fjórða lagi verk- efnaálagi; þegar viðkomandi þarf að vinna hratt, leggja sig fram andlega og líkamlega og hefur lít- inn tíma til verksins og loks svo- kallaðri stöðuklemmu, þegar vinna og fjölskyldulíf rekst á eða þá að viðkomandi er fastur í starfi sem ekki er hægt að breyta eða losna úr. Meðalævilengd í löndum OECD Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir segir í er- indi sínu um konur, vinnu og heilsufar að oft hafi verið talið að ekki þyrfti að rannsaka heilsufar kvenna í tengslum við atvinnu því þær vinni á hættuminni vinnustöðvum. „Þetta viðhorf þarf þó endur- skoðunar við um leið og menn gera sér ljóst að „fyiT er daufur en dauð- ur“ eins og þar stendur. Svo virðist sem konur „líði“ meir þótt þær lifi en karlar. Ýmsir kvillar árið 1995 0 20 Konur vinna 22 stundir á heimilinu - karlar 7 „Niðurstöður benda til þess að tveir eða fleiri þessara álagsþátta auki hættu á jafnólíkum heilsufar- svandamálum og kvíða, þunglynd- iseinkennum, magasári, háþrýst- ingi, hjartakveisu, berkjubólgu og húðútbrotum," segir hann. Karlar era frekar undir ábyrgð- arálagi í vinnunni en konur kvarta oftar undan valdaleysi, einhæfni og stöðuklemmu. „Þessi kynja- munur endurspeglar þá staðreynd að konur eru í heild lægra settar á vinnumarkaði en karlar auk þess sem þær hafa skyldur og verkefni á heimilum langt umfram karla þótt útivinnandi séu.“ En sam- kvæmt lífskjarakönnun Félagsvís- Aldur (ár) 90 100 en t l t c I £;i lengur hrjá þær svo sem ýmsir langvar- andi sjúkdómar, bæði andlegir og líkamlegir," segir hún. Þunglyndi leggst helmingi oftar á konur en karla og fá um 20% kvenna fá veraleg þunglyndisein- kenni einhvem tíma á ævinni. „Hér áður fyrr var talið að konur yrðu helst þunglyndar um og eftir tíðahvörf, tengt því að þær hefðu „lokið hlutverki sínu“ og börnin farin að heiman. Nú er vitað að konur sem veikjast í fyrsta sinn af þunglyndi era oftast á aldrinum 20-45 ára; á þeim aldri sem þær era að fæða börnin og ala þau upp auk annarra starfa.“ Einnig segir Halldóra: „Konur virðast frekar borða meira og þyngjast í þunglyndiskasti en karl- ar og þær kvarta meira um ýmiss konar líkamlega vanlíðan, svo sem þreytu, höfuðverk, meltingartrafl- anir og verki í baki og útlimum. Einnig lýsa þær meiri kvíða með þunglyndinu." Vægari tegundir þunglyndis era jafnframt hlutfalls- lega algengari hjá konum. Þá fá helmingi fleiri konur en karlar lyfjameðferð gegn þung- lyndi en flestar rannsóknir á þeim lyfjum hafa verið gerðar á körlum. í erindi um heilsugæslu og konur eftir Þorstein Njálsson heimilis- lækni kemur fram að konur nýta sér þjónustu heilsugæslunnar fremur karlar, eða 43% meira, og að í I L hlutfallslega fleiri konur hafi sam- band árlega við heilsugæsluna en karlar. Meira af lyfjum ávísað á konur „Á aldrinum 15-44 ára era konur oftar greindar með sýkingar en karlar, það sama á við um inn- I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.