Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 25 Morgunblaðið/Þorkell FORSETI Slysavarnafélags íslands, Gunnar Tómasson, við aðalstöðvar félagsins á Grandagarði ásamt nokkrum starfsmönnum. F.v. Guðrún Bergmann, sem annast fjármálin, Esther Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri, Gunnar Tómasson, Valgerður Sigurðardóttir kynningarfuiltrúi. Ýmislegt er á döfmni á af- mælisárinu, m.a. verður efnt til málþinga víða um land um „Slysavarnir á nýrri öld“, Slysavarnafélagið og Landsbjörg fá afhentar húseignir á Gufuskálum er notaðar verða undir nýja Þróunar- og fræðslumiðstöð, umferðarfúlltrúar munu starfa í hverju kjördæmi í sumar á mesta ferðatfmanum. Deildir félagsins verða með opið hús 10. mai og 27. landsþingið verður haldið í Sandgerði i sama mánuði. ekki að öllu leyti vel til kennslu. Hefur því verið rætt um að Akra- borgin verði gerð að skólaskipi fyrir Slysavarnaskólann en ferjan hættir siglingum eftir að göngin undir Hvalfjörð verða tilbúin í sumar. „Það hefur ekki verið tekin ákvörð- un en við erum vongóð um að þetta verði að veruleika," segir Guðiún Bergmann sem annast fjármál fé- lagsins. Hún segir aðsókn að skólanum hafa aukist mjög eftir að sett voru lög sem skylduðu alla sjómenn til að sækja námskeið um slysavarnir. Gildistöku laganna var frestað þegar ljóst var að íj'öldi sjómanna myndi ekki vera búinn að hljóta tilskilda uppfræðslu í tæka tíð af ýmsum ástæðum og fengi því ekki lögskrán- ingu. Ráðamenn hyggjast beita lempni í þessum efnum en þorra sjó- manna er ljóst að um þeirra eigin hagsmuni er að ræða. Tilkynningaskyldan hefur nú starfað um tveggja áratuga skeið og vakið athygli erlendis. Hafa fulltrú- ar margra þjóða leitað upplýsinga um kerfið og hvemig til þess hafi verið stofnað. Landsmenn kannast við stuttorð- ar hvatningar Skyldunnar í útvarp- inu til tiltekinna báta um að láta nú vita af sér. En viðskiptavinirnir skipta hundruðum. Hversu oft sem tilkynningaskyldan er brýnd fyrir mönnum verða trassarnir alltaf til staðar. Sumir láta auk þess duga að hringja heim í „mömmu eða kon- una“ eins og einn heimildarmaður blaðamanns orðaði það. Þótt viður- lög séu til vegna vanrækslu á til- kynningum hefur þeim ekki verið beitt. Hjá félaginu hafa menn kosið að halda fremur friðinn. En á þessu ári og næsta verður breyting á. Tekið verður í notkun sjálfvirkt kerfi með sendingarbúnað í hverju skipi og sendir það frá sér merki á 15 mínútna fresti. Geta þá starfsmenn Tilkynningaskyldunnar kannað samstundis ástandið ef merki hætta að berast frá tilteknu skipi eða báti og gripið tafarlaust til viðeigandi ráðstafana ef hætta er á ferð. „Við erum á leið inn í 21. öldina í þessum málum, það er að minnsta kosti ekki víða sem fullkomnari tækni er notuð,“ segn- Esther. Árið 1992 tók Slysavarnafélagið að sér að vakta neyðarsíma fyrir Austur-Skaftafellssýslu og 1995 var stofnað fyrirtækið Neyðarlínan 112 um rekstur neyðarsímsvörunar og tók til starfa um áramótin 1995-1996. Slysavarnafélagið er meðal stofnaðila. Var gerður samn- ingur til átta ára við dómsmálaráðu- neytið um rekstur Neyðarlínunnar. Nær 3.000 mannslíf Fyrsta íslenska þyrlan var keypt í samstarfí félagsins við Landhelgis- gæsluna 1965 og um 14 ára skeið átti Slysavamafélagið sjúkraflugvél. Hef- ur það átt mikið samstarf við Land- helgisgæsluna og varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli um björgunarflug. Auk þess sem hér hefur verið nefnt má geta útgáfu fræðsluefnis af ýmsu tagi, fréttabréfs, einnig funda og námskeiða. Félagsmenn vinna að verkefnum um slysavamir á heimil- um og slysavömum bama, Vöm fyrir börn og Betri borg fyrir börn, m.a. á leikskólum og íþróttavöllum. Þá hef- ur verið unnið mikið að bættu um- ferðaröryggi. Meðal annars hafa kvennadeildir kannað notkun bílbelta með sérstöku tilliti til barna. Vaxandi áhersla er á slysavarnir aldraðra sem verða sífellt stærri hluti þjóðarinnar. í aðalstöðvunum á Grandagarði 14 er rekin verslun sem þjónar einkum björgunarsveitunum en einnig getur almenningur keypt þar öryggisvörur fyrir böm og heimili. Framlag Slysavarnafélagsins und- anfarin 70 ár er erfitt að meta til fjár. Upprani þess er dæmi um fram- kvæði sem var svo brýnt að öll þjóðin tók undir, félagið og störf þess era fyrir marga orðin að sjálfsögðum hlut í tilveranni, eitthvað sem hljóti alltaf að hafa verið hluti þjóðlífsins. Starfið hefur að miklu leyti snúist um forvarnir. Reynt hefur verið að fræða almenning, þjálfa liðsmenn björgun- arsveitanna, kaupa búnað til að geta brugðist við með fullnægjandi hætti. En árangur Slysavarnafélagsins er einnig hægt að mæla með tölum; á 70 ára ferli hafa liðsmenn þess bjargað hátt í þrjú þúsund manns úr lífs- háska. Áhersla á samræmd öryggis- kerfí SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur varpað fram þeirri hugmynd að komið verði á samræmdu öryggis- kerfi til notkunar í skipum þar sem tekið verði mið af alþjóðlega viðurkenndum kerfum á þessu sviði. Yrði lterfið sniðið að þörfun- um um borð í hverju skipi fyrir sig. Þær eru að sjálfsögðu ólikar en um ákveðna stöðlun að ræða. Kerfið myndi nýtast til að meta hættulega staði um borð og yrði notað til að greina ástæður fyrir slysi eða hættu sem skapast hefði. „Með kerfinu yrði kveðið á um verklag, viðvaranir og fræðslu sem beita þyrfti í hveiju skipi. Að- stæður eru ólíkar eftir stærð og því hvaða veiðarfæri eru notuð,“ segir Gunnar Tómasson, forseti Siysavarnafélagsins. Hann telur að í framtíðinni muni félagið ieggja æ meiri áhersiu á að samræmd kerfi verði tekin upp í fleiri atvinnugreinum og jafnframt að almenningur tileinki sér slík vinnubrögð. Hann segir margar skýringar á því að slys séu tíð um borð í ís- lenskum fiskiskipum, m.a. erfitt veðurfar. Nýrri tækni fylgi oft slysaalda meðan verið sé að læra á tæknina. Togveiðar hafi aukist hlutfallslega og slysahætta við þær sé meiri en í öðrum veiðiskap. „Við höfum rætt hugmyndina við fulltrúa sjómanna og útgerða, kynnt hana fyrir þingmannanefnd og henni hefúr verið tekið mjög vel. Auk þess höfum við leitað eftir samstarfi við sjávarútvegsdeiid og verkfræðideild Háskóla Islands um aðstoð við félagið við að móta kerfið fyrir fslenskar aðstæður. Við höfum sótt um styrk til Rann- sóknasjóðs vegna málsins. Þetta yrði því samstarf mjög margra að- ila.“ Slysavarnafélagið hefur undan- farna áratugi beitt sér ákaft fyrir bættu umferðaröryggi og þá ekki síst öryggi barna en slys á þeim hafa verið nyög tíð á íslandi. Oft er sagt að íslensk börn og unglingar séu meira sjálfbjarga en ungmenni annaraa þjóða en er ástæðan kannski sú að fullorðnir fylgist lítið með þeim, láti þau ganga sjálfala? „Erlendis þurfa foreldrar að gæta barnanna sinna mjög vel, ekki endilega vegna slysahættu heldur til að þeim verði ekki rænt. Þar er eftirlit því miklu meira. Hér eru ekki slíkar hættur og þess vegna Iátum við börnin hafa miklu meira frelsi en þau ættu kannski að hafa. Við verðum að velta því fýrir okkur hvort við erum að kaupa þetta frelsi fyrir börn, og þá um leið fyrir foreldrana, of dýru verði.“ Gunnar er spurður um nýju björgunarskipin og fjármál félags- ins. Segir hann að staðan sé góð enda þess ávallt gætt að eyða ekki um efni fram. Reksturinn á björg- unarskipunum sé að vísu mikill við- bótarkostnaður, um 20 milljónir. króna á ári og framlag deildanna sé að líkindum annað eins. Hagnað- ur af happdrættinu, sem rennur í skipasjóðinn, hafi aukist og verið um 12 milljónir í fyrra. Það muni vel um þá peninga, almenningur hafi tekið vel við sér. Unglingastarf hefur stóraukist síðustu 10-15 árin. Unglingadeild- um, þar sem liðsmennirnir fá grunnþjálfun og fræðslu, fjölgaði úr 2 í 40 og hafa kvennadeildirnar unnið ötullega að þessum málum. í fyrra var efnt til unglingalands- móts á Svartsengi og þótti takast mjög vel, um 600 tóku þátt í mót- inu. Einnig hefur samstarf við ung- lingasamtök f Evrópusambandinu eflst verulega. Gunnar segir að ný- Iiðun félagsius virðist vera tryggð með unglingastarfinu og framtfðin sé björt. Björgunarsveitir, bátar og neyðarskýli Slysavarnafélags íslands Gunnar Friðriksson Isafirði Slgurvin _ Siglufirði Kiddl Siglufirðl Hrisey Hvanndalur Héóinsfjörður^jJ^ AlmeiinlngwiÖf ^ ^ Lágheiði ðxro Raufarhöfn 'piWS Vopnafiaröarfietði Stifluhdn MfSrðuMlsú. Vafnaskarð____ Flaröartielðl eystri inavfk ItóHur Glettinganes ***** Pl Breiðavík i Neskaupstað Henry A. Hálfdansson JJ5 Reykjavík JL' ÁsgelrM. Seitjamarnesi __ Sædis Jsg, Kópavogi Slgurjón Einarsson Hafnarfirðl ., - wr ■■. Oddur V. Gislason Hannes Þ. Hafstein Grindavik Sandgeröi skarðsfjara __ latangi Hjðrielfatiðfðl ''AMðrtitiamar • Björgunarsveitir * Neyðarskýli Björgunarbátur Björgunarskip Happdrætti, merki og spilakassar SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur um áratuga skeið aflað fjár með því að selja merki félagsins og happdrættismiða. Kvennadeildir annast mik- inn hluta af þessari fórnfúsu vinnu og sejja einnig kaffi og aðrar veitingai- til stuðnings starfinu, m.a. á Sjómannadaginn. Á seinni áram hafa umsvifin aukist, félagið hefur tekið að sér störf fyrir ríkisvaldið og söfnunaraðferðir breyst. Tekjur Slysavarnafélagsins voru rúmar 180 milljónir árið 1996, þar af voru framlög opin- berra aðila um 73 milljónir. Inni í þeirri fjárhæð era greiðslur vegna reksturs Slysavarnaskóla sjómanna og Tilkynningaskyldunnar. Eignir voru um 100 milljónir króna. „Bein framlög ríkisins eru aðeins lítill hluti teknanna, um 18 milljónir í fyrra. Við erum ekki skattskyld en greiðum innskatt af öllum aðfóng- um og ég er viss um þegar þetta er tekið með í reikninginn hagnast ríkið á starfsemi okkar,“ segir Guðrún Bergmann sem annast fjármálin. Fast framlag hverrar deildar til Slysavarnafé- lagsins er mjög mismunandi hátt, frá nokkur þúsund krónum á ári upp í rúm 300 þúsund. Reglurnar um framlag hverrar deildar era ekki hafðar í mjög fóstum skorðum, að sögn Guðrún- ar. 22 era í fullu starfi í aðalstöðvunum í Reykja- vík auk liðsmanna Tilkynningaskyldu, Björgun- armiðstöðvar og Slysavarnaskólans. Yfir helmingur af sjálfsaflafé félagsins kemur frá íslenskum söfnunarkössum eða spilakössun- um sem allir kannast við. Þeir eru reknir í sam- vinnu við Rauða krossinn, SÁÁ og Landsbjörg. Arðurinn af happdrættinu rennur í björgunar- bátasjóð félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.