Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 11 kirtlavandamál, geðræn vandamál, taugasjúkdóma, öndunarfæra- vandamál, meltingarfæravanda- mál, hjartasjúkdóma, húðvanda, stoðkerfisvanda eða ýmis ósértæk vandamál eða líkamleg einkenni," segir hann. Einnig kemur fram að á hverjar 1.000 konur sé ávísað 52% meira af lyfjum en á jafn marga karla. „Notkun getnaðarvarnalyfja og hormónalyfja skýrir ekki þennan mun,“ segir hann jafnframt og spyr hvort þörf sé á slíkri lyfja- notkun. Þegar komið er yfir 65 ára aldur er þreföldun á geðrænum sjúk- dómum hjá konum, og notkun á lyfjum sem hafa áhrif á taugakerf- ið, það er róandi, kvíðastillandi, svefn-, geð- og verkjalyfja er áber- andi mun meiri hjá konum en körl- um, eða 784 lyfjaávísanir á hverjar 1.000 konur samanborið við 498 hjá jafn mörgum körlum. „Sjálf- sagt er ekki ein einhlít skýring á þessu en margt í aðstæðum kvenna getur vafalaust ýtt undir notkun róandi og kvíðastillandi lyfja hjá þeim umfram karla, svo sem ábyrgð, staða í fjölskyldu, menntunar- og eða úrræðaleysi og lítil stjórn á umhverfi,“ bendir Þorsteinn á. Meðalævilengd er einn sá mæli- kvarða sem notaður er til þess að meta almennt heilbrigðisástand þjóðar segir Sigríður Vilhjálms- dóttir Jjjóðfélagsfræðingur á Hag- stofu Islands. Meðalævi kvenna er lengri en karla nánast alls staðar í heiminum en forskot kvenna á karla hefur minnkað á Islandi á undanfómum árum, úr rúmum sex árum í um það bil fjögur. Islenskar konur og höfðu um tíma hæstu meðalævi í heiminum og voru árið 1985 í öðru sæti á eftir japönskum konum. Tíu árum síðar eru ís- lenskar konur 10. sæti miðað við konur í 29 löndum OECD, hvað það varðar. 14% kvenna þjást af fæðingarþunglyndi íslenskar konur eru með næst- hæstu dánartíðni á Norðurlöndum vegna illkynja æxla og dánartíðni vegna lungna- og brjóstakrabba- meins er mjög há hér á landi í samanburði við önnur Evrópulönd að mati Sigríðar. „Islenskar konur voru í 9. efsta sæti fjörutíu Evr- ópuþjóða hvað varðar staðlaða dánartíðni vegna brjóstakrabba- meins árið 1994 og í 6. sæti ef ein- göngu er miðað við konur undir 65 ára. Sama ár voru íslenskar konur ásamt dönskum með hæstu dánar- tíðni kvenna í Evrópu vegna lungnakrabbameins, hvort sem lit- ið var á heildina eða 64 ára og yngri,“ segir hún. Hefur dánar- tíðni vegna lungnakrabbameins tí- faldast hérlendis á undanfórnum árum. Önnur vandamál sem konur glíma við eru fæðingarþunglyndi en 14% kvenna sýna slík einkenni eftir barnsburð og ná sjaldnast at- hygli heilbrigðisþjónustunnar að sögn og þá er heimilisofbeldi al- gengt vandamál á íslandi eins og nýleg könnun sýnir. Konur sem búa við ofbeldi leita oftar til starfs- fólks í heilbrigðisþjónustunni og nota jafnframt meira af svefnlyfj- um og róandi lyfjum. Tillögur gerðar um úrbætur Upplýsingaöflun um heilsufar íslenskra kvenna er nú lokið að sögn Daggar Pálsdóttur ráð- stefnustjóra og gerð tillagna um úrbætur næsta skref nefndar heil- brigðisráðuneytisins. Heilsa kon- unnar hefur ekki bara áhrif á líf hennar sjálfrar heldur fjölskyld- unnar og þar með þjóðfélagsins alls segir Dögg og spyrja má hvaða úrræði séu önnur fær en að afmá launamun, minnka vinnuálag, jafna verkaskiptingu og að heil- brigðiskerfið höggvi að rótum þess vanda sem við er að glíma í stað þess að einblína á sjúkdómsein- kenni og lyijagjöf. Kannski gömul sannindi en fylli- lega tímabær. Nýtt landnám íslenskra bókmennta í Þýskalandi Kárason jucnUominc”^ MJÖG vaxandi áhugi er nú á íslenskum bókmennt- um í Þýskalandi. Á þessu ári munu að líkindum koma út 10-12 nýjar íslenskar skáld- sögur á þýsku, auk allmargra sem verða endurútgefnar í kiljuformi. Það þykir tíðindum sæta að íslensk- ar bókmenntir eru nú gefnar út hjá stórum og öflugum forlögum í Þýskalandi, en það tryggir almenna útbreiðslu bókanna og mikla kynn- ingu. Ef vel gengur getur þvi verið um að ræða umtalsverðar fjárhæðir sem koma í hlut höfundanna, en þýski bókamarkaðurinn er einn sá stærsti í heimi. Þjóðverjar þýða allra þjóða mest úr öðrum málum og undanfarinn aldarfjórðung hafa suður- amerískar bókmenntir verið fyrirferðarmiklar þar sem annars staðar. En í kjölfar velgengni Josteins Gárders og Peters Hoegs hafa þýskir útgefendur tekið að svipast um eftir fleiri norrænum höf- undum og þ.á m. íslenskum. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að fyrir 5-10 ár- um hefði ekki þýtt að bjóða þýskum útgefanda bók eftir ís- lenskan höfund. Áhugi á norrænum bók- menntum dofnaði mjög í Þýska- landi á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina vegna þess hvernig nasistar höfðu notað norræn menningartengsl í áróðri sínum, t.d. í skólum landsins. Það fengu því ýmsir óbragð í munninn þegar minnst var á hinn norræna menningar- arf. Þetta heyrir sögunni til og ósvikinn áhugi sýnist nú vera á norrænum samtímabókmennt- um meðal ungs fólks í Þýska- landi. Við þessi breyttu skilyrði kemur í gagnið brautryðjenda- starf hugsjónamanna sem aldrei hafa látið merkið niður falla og sinnt norrænum fræðum og stundað þýðingar í skjóli há- skóla sinna. Það má segja að þeir menn hafi undirbúið jarð- veginn fyrir það sem nú er að gerast. Þá hefur sú kynslóð ís- lenskra útgefenda sem kom fram á sjónarsviðið á síðasta áratug verið dugmikil við að kynna íslenskar bókmenntir er- lendis. í sókninni á Þýskalands- markað hafa stjómvöld auk þess stutt dyggilega við bakið á útgefendum og höfundum, t.d. menntamálaráðuneytið, bók- menntakynningarsjóður og ís- lenska sendiráðið i Bonn. Það sem mestum tíðindum sætir nú er að þýskir útgefendur virðast hafa raunverulega trú á að það sé unnt að markaðssetja íslenskar bók- menntir í landi sínu. íslenskar bók- menntir eru þvi að koma út í fyrsta sinn á erlendri grund á jafnréttis- grundvelli eða á sínum eigin forsend- um. Það er ekki lengur litið á þær sem einhvers konar afdalabókmenntr u sem ekki sé hægt að gefa út nema á áratuga fresti með styrk frá UNESCO. Þýskir útgefendur gefa þessar bækur út vegna þess að þeir telja að þær eigi erindi á markaðinn og geti hugsanlega slegið í gegn. Þýsku útgefendurnir hafa al- mennt leitað eftir útgáfurétti á fleiri en einni bók þeirra höfunda sem þeir hafa sýnt áhuga á að fá í sínar raðir, en það hefur jafnan verið gangurinn þegar íslenskir höfundar hafa verið gefnir út erlendis að þar hefur einungis verið um eina bók að ræða. Mjög fagmannlega er og að útgáfu íslensku bókanna staðið. Höf- undamir og verk þeirra em kynnt rækilega í sérstökum bæklingum og skipulagðar em upplestrarferðir. I flestum tilvikum standa stór og öfl- ug forlög að útgáfunni og bækurnar koma bæði út innbundnar og í kilj- um og er dreift í allar bókabúðir landsins. Af öllu þessu leiðir að um íslensku bækurnar er nú skrifað í * A fjórða áratugnum virtist sem íslenskur sagnaskáldskapur væri að ná fótfestu í Þýskalandi. Þá komu þar m.a. út verk Gunnars Gunnarssonar, Guðmundar Kam- bans, Halldórs Laxness og Kristmanns Guðmundssonar. I grein Jakobs F. Ásgeirs- sonar kemur fram að teikn séu á lofti um að slíkir tímar séu að ganga í garð aftur. Gudmundss StJktk*rt(Jnt<£U.lr*+-'0*í’cmí. tiSt *i'-bklHi,if «•>'Jw Jbt*rrS> awr-Jafe XsttáfOm tt&e. jttmjMÁ j/m tenww, *irj*r Jsmívfv rtáhmfik fltfí tt •Arme WirHUbkeit. tic nitifi« scbr tcbwer úe.m&sA cs«.ar TK^trmr > »*• Vcr vatissíww^.wv ' m N M DÆMI um hvernig þýsk forlög kynna íslenskar bókmenntir í Þýskalandi um þessar mundir. Bækur Einars Kárasonar og Einars Más Guðmundssonar, Heimskra manna ráð og Englar alheimsins, koma út um líkt leyti í vor og í kjölfarið hafa verið skipu- lagðar upplestrarferðir með þeim um Þýskaland, Sviss og Austurríki. stærstu og virtustu blöð og tímarit Þýskalands. Á undanfomum árum hafa komið þar út margar ljóðabækur íslenskra skálda, svo sem eftir Matthías Jo- hannessen, Stefán Hörð Grímsson og Ingibjörgu Haraldsdóttur, auk ný- legrar glæsiútgáfu á ljóðum Snorra Hjartai-sonar með lýsingum þýsks vatnslitamálara. Það eru þó sagna- skáldin sem virðast hafa náð trausta- stri fótfestu í Þýskalandi. Á þessu ári munu koma út eftirtaldar skáldsög- ur: Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason, Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, íslandsfór- in eftir Guðmund Andra Thorsson, Hjartastaður eftir Steinunni Sigurð- ardóttur, Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldvinsdóttur, Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, Svan- urinn eftir Guðberg Bergsson, Með- an nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurð- ardóttur og Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Þá er talið lík- legt að Englajól eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington muni koma út fyrir jólin og hugsan- lega einnig Sniglaveisla Olafs Jó- hanns Ólafssonar. Ennfremur er um þessar mundir verið að ganga frá samningi um útgáfu á Stúlkunni í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur og er ráðgert að hún verði gefin út í lok þessa árs eða í upphafi næsta árs. íslandsáhugi Þjóðverja nær líka til annarra bókmenntagreina. Á síð- asta ári kom t.d. út í Þýskalandi þýð- ing á bók Garðars Sverrissonar Býr íslendingur hér? og mun það vera fyrsta íslenska ævisagan sem kemur út í Þýskalandi. Þá gerði Forlagið á síðasta ári samning um útgáfu á Ijós- myndabók Sigurgeirs Sigurjónsson- ar, íslandslagi, og mun það vera stærsti útgáfusamningur sem gerður hefur verið um íslenska bók, en sam- kvæmt honum voru prentuð 30.000 eintök af bókinni. í sama mund og íslenskum sam- tímabókmenntum er gefinn aukinn gaumur í Þýskalandi hefur vaxið mjög áhugi Þjóðverja á íslenskum fombókmenntum og á verkum Hall- dórs Laxness. Diederichs-forlagið hefur hleypt af stokkunum risavax- inni útgáfu á íslenskum fomsögum í ritstjóm Kurts Schiers. Þarna er um að ræða mjög vandaðar útgáfur með nýjum þýðingum, formálum og skýr- ingum fræðimanna. Þá hefur Steidel-forlagið nú gefið út ellefu bækur Halldórs Laxness í nýrri útgáfu. Þar er ýmist um að ræða nýjar þýðingar Huberts Seelows eða endurskoðun hans á eldri þýðingum. Nýlega kom Brekkukotsannáll út í þýðingu Seelows og hann vinnur nú að þýð- ingu Heimsljóss. Útgáfa þessi hefur vakið mikla athygli og um Laxness hefur verið skrifað í stærstu dagblöð Þýskalands jafnan á þeim nótum að hann sé einn af risum evrópskra tuttugustu aldai- bókmennta. Bæk- urnar eru gefnar út hvort tveggja innbundnar og í kilju, en í sumum til- vikum er um margar útgáfur að ræða, t.d. kom íslandsklukkan út á fáum árum innbundin á almennum markaði, innbundin í stórum bóka- klúbbi, innbundin í sérstakri ritröð í öðrum klúbbi og í tveimur kiljuútgáf- um. Steidel-forlagið var lítið forlag í vexti þegar forráðamenn Vöku- Helgafells veðjuðu á það fyrir u.þ.b. tíu árum sem framtíðarút- gefanda Halldórs Laxness. Nú er Steidel með virtustu forlög- um í Þýskalandi, gefur út þekkt bókmenntatímarit og hefur meðal annars Giinther Grass á sínum snærum. í haust hleypir Steidel af stokkunum nýrri röð íslenskra samtímabók- mennta og munu bækur Guð- bergs og Fríðu m.a. koma út í þeim flokki. Sókn íslenskra rithöfunda á Þýskalandsmarkað tengist ekki framgangi íslenskra bókmennta á Norðurlönd- um, þótt það hafi e.t.v. hjálpað óbeint að geta sagt að tiltekinn höfundur hafi komið út hjá kunnu forlagi á Norðurlöndum. Það er því um að ræða milliliða- lausan samgang í þessum efnum milli Islands og Þýskalands. Norræni markaðurinn hefur ekki reynst okkur sá stökkpallur á stærri markaði sem ýmsir höfðu von- að. Það skiptir t.d. engu máli í Englandi að segja frá því að bók hafi verið vel tekið á Norð- urlöndum. Ef minnst er á Norðurlönd við enskan bókaút- gefanda koma undireins upp í huga hans orð eins og „boring“ eða „gloomy" - þ.e. leiðinlegur eða niðurdrepandi drungi! Það er hins vegar vel hugsanlegt að Þýskalandsmarkaður geti opn- að íslenskum höfundum leið inn á hinn stóra enskumælandi markað, þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson hefur einn íslenskra höfunda haslað sér völl. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, telur að Þýskaland sé bæði í menning- arlegum og viðskiptalegum skilningi lang mikilvægasti markaðurinn fyrir okkur um þessar mundir. Raunar sætir furðu að íslendingar skuli ekki hafa beint meira sjónum sínum til Þýska- lands. Þjóðverjar vita almennt mik- ið um Island og hafa áhuga á ís- landi, ennþá hittir maður á ferð í Suður-Þýskalandi unglinga sem les- ið hafa Nonnabækurnar og allir þekkja til íslenska hestsins. Hvergi er betra úi-val ferðabóka um ísland en í þýskum bókabúðum. íslenskir óperu- og ljóðasöngvarar hafa átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi. Jafnvel hinar leiðinlegu íslensku bíómyndir falla í góðan jarðveg í Þýskalandi. Þarna er því um að ræða geysistóran markað sem er raunverulega móttækilegur fyrir ís- lenskri menningu. Hlutur íslenskrar menningar á alþjóðavettvangi væri áreiðanlega annar ef íslensk börn hefðu verið látin læra þýsku í stað smáþjóðarmálsins dönsku. Of snemmt er enn um það að segja hver framvindan verður. Ofangreind útgáfa á íslenskum sam- tímaskáldskap er tilraun - og áframhaldið ræðst náttúrlega af því hvaða viðtökur þessar bækur fá. „En það þekkja engir betur aðstæð- ur en heimamenn og þeir hafa aug- Ijóslega tröllatrú á þessu,“ segir Jó- hann Páll Valdimarsson, útgáfu- stjóri Forlagsins. „Það er því full ástæða til bjartsýni,“ bætir hann við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.