Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hvernig gekk í réttinum í dag? Ég spurði dómarann hvort ég Hann sagði „Nei!“ Hann sagði gæti komið nær dómarasætinu. að ég ætti að halda mig í bakgarðinum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bæjarmálafélag Hveragerðis Frá Jóhanni ísleifssyni: DEILUR sjálfstæðismanna í Hveragerði undanfarið hafa verið áberandi í bæjarfélaginu og í brennidepli fjölmiðlanna. Með brottrekstri fjögurra bæjar- fulltrúa af D-lista úr Sjálfstæðisfé- laginu Ingólfi í apríl má segja að smiðshögg hins algjöra trúnaðar- brests hafi verið fullkomnað. Fljótlega stofnuðu bæjarfulltrú- amir 4 ásamt fjölda stuðnings- manna nýtt félag, Bæjarmálafélag Hveragerðis. Jafnframt þessu hófust fjöldaúrsagnir félaga úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi, og hafa lamað alla eðlilega starfsemi í því félagi síðan. Markmið hins nýja félags, Bæjar- málafélags Hveragerðis, er fyrst og fremst það að sameina bæjarbúa í því að vinna að framgangi og bætt- um lífsskilyrðum í Hveragerði og efla þátttöku almennings í bæjar- málaumræðunni. Pess misskilnings hefur gætt undanfarið í fjölmiðlaumfjöllun að hér sé á ferðinni annað féiag sjálf- stæðismanna í Hveragerði. Svo er ekki. Félagið á ekki aðild að neinum stjómmálaflokki, stjómmálaskoð- anir einstakra félaga eru eflaust mjög breytilegar. Eðlilega em mjög margir félagar sjálfstæðismenn, en innan vébanda þess era líka mjög margir sem eru á vinstri væng stjómmálanna. Pað traflar ekki markmið og baráttumál Bæjar- málafélagsins, sem eru okkur ölium sameiginleg. Bæjarmálafélagið lítur á sig sem boðbera nýrra tíma í Hveragerði, með eitt markmið, í öflugri sam- vinnu fólksins í bænum, þar sem fagleg og metnaðarfull sjónarmið ráða ferðinni. Pólitísk vígaferli undanfarinna ára, sundrung og persónulegar ill- deilur, hafa markað djúp spor í bæj- arsálina og verið dragbítur á eðli- lega uppbyggingu og velferð bæjar- búa. Hornsteinninn í starfsemi hins nýja félags eru „Laugardagsfund- irnir“. Milli klukkan 10 og 12 á laug- ardögum eru bæjarbúar boðnir í „Opið hús“ þar sem bæjarmálin era rædd yfir rjúkandi kaffibollum. Bæjarfulltrúar era alltaf viðstaddir og bæjarbúum gefst kostur á að ræða einstök málefni, jafnframt hafa verið fengnir fyrirlesarar víða að, til að ræða ýmis mál sem hafa snert hagsmuni bæjarbúa og verið ofarlega í þjóðmálaumræðunni. Bæjarmálafélagið stendur líka fyrir öflugri blaðaútgáfu sem er vett- vangur opinberrar umræður um bæjarmálin. Mjög hefur verið vand- að til útgáfunnar og hefur henni verið vel tekið. Undirbúningur fyrir kosningar á vori komanda er hafinn. Kjörnefnd er að störfum og vinna við val full- trúa á framboðslista er langt komin. Eg vil að lokum, fyrir hönd fé- lagsmanna í Bæjarmálafélagi Hveragerðis, bjóða sérstaklega vel- komna til starfa brottreknu bæjar- fulltrúana fjóra, þau Öldu Andrés- dóttur, Aldísi Hafsteinsdóttur, Gísla Pál Pálsson og Hafstein Bjamason. Frammistaða þeirra og barátta fyr- ir hagsmunum bæjarfélagsins hefur verið aðdáunarverð. Prátt fyrir marga erfiðleika og gegndarlausan óþverra, sem hefur dunið yfir þau úr herbúðum fyrram félaga þeirra, hafa þau aðeins styrkst í afstöðu sinni. Ef ég byggi svo vel að eiga hatt, mundi ég ávallt taka hann ofan í viðurvist þeirra í virðingarskyni. JÓHANN ÍSLEIFSSON, formaður Bæjarmálafélags Hveragerðis. Misnotkun Árna Sigfússonar Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur: HVERNIG stendur á því að Árna Sigfússyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor, er liðið að misnota fjöldasamtök á borð við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) til að reka kvöld eftir kvöld áróður fyrir sjálfan sig í sjónvarpi? Petta er afar ósmekklegt gagnvart þeim fjölda félaga í FIB sem era einlægir stuðningsmenn Reykja- víkurlistans. Fyrir utan siðleysið sem felst í því. í raun og vera sýnir þetta vel innræti frambjóðandans. Hann svífst einskis þegar um hann sjálfan og almannafé er að ræða. Það kom raunar í ljós þá 100 daga eða svo sem hann gegndi embætti borgarstjóra árið 1994. Þá jós hann 10 milljónum króna á dag úr borg- arsjóði í algjörlega heimildalausar greiðslur, eingöngu til að reyna að slá sjálfan sig til riddara fyrir kosn- ingar. Það var fullkomið siðleysi, eins og auglýsingarnar núna. Enda er það nýjung á íslandi að frámkvæmdastjórar almennra fé- lagasamtaka noti þau sjálfum sér til framdráttar í kosningabaráttu. Hefur Vilhjálmur Egilsson, svo dæmi sé tekið, komið daglega fram rétt fyrir alþingiskosningar í aug- lýsingum fyrir Verslunarráð Is- lands eða Ögmundur Jónasson fyr- ir BSRB? Hvað sem annars má segja um þessa tvo menn þá sjá þeir þó sóma sinn í að misnota ekki svo berlega aðstöðu sína. Og sam- tök þeirra era líka vandari að virð- ingu sinni en svo að þau láti slíkt henda sig. Ég hvet Reykvíkinga til að mót- mæla harðlega misnotkun Árna Sigfússonar á FIB. Hann getur sjálfur kostað sína kosningabaráttu eins og aðrir frambjóðendur eða látið Sjálfstæðisflokkinn gera það. SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Fjólugötu 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.