Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 49
■^^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^
(
<
<
<
<
(
(
(
(
(
<
(
(
<
(
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ► 21.00 Sænska myndin
Mitt hundalíf (‘85) var á sínum tíma
tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda mynd ársins og vakti
athygli Hollywood á leikstjóranum
Lasse Hallström. Saga til næsta
bæjar - Something to Talk About
(95), er ein nokkura mynda sem
hann hefur gert vestan hafs við mis-
jafnan orðstír. Talsvert brokkgeng,
á sæmilega spretti en hlunkast niður
á. milli. Myndin gerist innan auð-
mannafjölskyldu. Julia Roberts leik-
ur unga eiginkonu sem stendur
bónda sinn (Dennis Quiad) að fram-
hjáhaldi og gefur honum rauða
spjaldið. Tengdamóðir hennar (Gena
Rowlands) bregst eins við sínum
vandamálum. Með Robert Duvall.
'k'kV.á
Sjónvarpið ►22.20 Frumsýning
hériendis á þessari frönsku
Madame Butterfly (‘95), sem Box
Office Magazine gefur kkk. Segir
óperu Puccinis vel fallna til kvik-
myndagerðar og það takist að flestu
leyti undir stjórn Frederics Mitter-
and (frænda forsætisráðherrans
fyirverandi). Með Ying Huang,
Ning Liang og Riehard Troxell.
Sýn ►22.55 Það eru fínar, heitar
tilfinningar sem ráða ríkjun í hinni
prýðisgóðu
Láttu það flakka (Say Anything
C89), sem segir af samdrætti Diane
(Ione Sky) og Lloyd (John Cusack),
ungu og ástföngnu pari á leið í há-
skólanám. Mörgum árum síðar gerði
handritshöfundurinn/leikstjórinn
Cameron Crowe, hina vellukkuðu
Jerry Maguire. Cusack og Sky fara
vel með aðalhlutverkin, sömuleiðis
John Mahoney sem faðir Diönu.
Með Lili Taylor og ágætum hliðar-
sögum.
Stöð 2 ►23.35 Bóhemalíf (La Vie
de Boheme (‘92). Sjá umsögn í
ramma.
Sæbjörn Valdimarsson
Með guðsvoluðum
Parísarbóhemum
Stöð 2 ►23.35 Það er enginn
annar en finnski sérvitringurinn,
furðufuglinn, eða hvað sem þið
viljið kalla Aki Kaurismaki, sem á
síðasta orðið í kvöld.
Bóhemalíf (La Vie de Boheme)
er ekki ein af hans bestu myndum,
enda víðs fjarri finnsku láglífi og
sestur upp meðal síblankra lista-
manna í Parísarborg á öldinni sem
Ieið. Vantar stuðning heimavallar-
ins í annars að mörgu leyti áhuga-
verðri mynd sem státar af stór-
leikara utangarðshlutverkanna,
Matta Pellonpaa í aðalhlutverki,
ásamt Louis Malle og Kari Va-
ananen og fleiri góðum mönnum.
Gott ef gamla leikstjóranum,
Samuel Fuller, bregður ekki fyrir.
Aðalpersónurnar eru þrjár, ve-
sælar listaspírur sem lifa í óvissu
um allt annað en eigin hæfileika.
Matti leikur Rodolfo, albanskan
málara, Andre Wilms leikrita-
skáldið Marcel og Kari túlkar tón-
skáldið í hópnum. Bóhemalífið
fjallar einkum um fátækt og um-
komuleysi þremenninganna og er
einna raunamæddust Kaurismaki-
mynda (að hinni yfirgengilegu
Verksmiðjustúlku undanskilinni),
en skopskyn Finnans er sjaldnast
fjarri mannlegum brotalömum og
rís hæst í atriði þar sem gamal-
kunnur Truffaut-leikari, Jean-Pi-
erre Leaud og enn frekar jakki
hans, koma við sögu. Ómissandi
Kaurismaki-aðdáendum, sem eru
ófáir hérlendis.
Sæbjörn Valdimarsson
Mataróregla
Ertu með mat á heilanum?
Haldið verður námskeið fyrir lólk með bulimiu, anorexiu og
ofátsvandamál.
Á námskeiðinu eru kenndar ábyrgar aðferðir til þess að ná
valdi á þyngd sinni og lífstíðarprógrammi til bata.
Upplýsingar í símum 561 9919, 552 3132, Inga Bjarnason.
Fyrsta námskeið fullt. Næsta námskeið, 2 pláss laus.
Er byrjuð að taka viðtöl fyrir þriðja.
í hverri viku!
50
mínútur
Eftir fjögurfréttir
á sunnudögum
Rás 1
IHTTI School of Hotel Management
Neuchatel, Sviss
ALÞJÓDLEGT NÁM í HÓTEL-
STJÓRNUN í SVISS
3 ára B.A.-nám og æðri gráða í hótelstjórnun
2% árs nám, gráða í hótelstjórnun
1 árs framhaldsnám að loknu B.A.
1 árs námskeið, skírteini
(
(
Kynning í Reykjavík
I Hr. Anwar Frick, frá Sviss, verður á Hótel
Loftleiðum við Hlíðarfót, Reykjavík, , 2. febrúar frá kl. 16.00. Fáið nánari upplýsingar á aðalskrifstofunni. IHTTI, Box, 4006 Basel, Sviss Sími: 00 41 61 312 30 94. Fax: 00 41 61 312 60 35. Netfang: headoffice@ihtti.ch Vefsíða: http://www.ihtti.ch DÍMIWD u
(
<
<
<
<
<
<
<
I þorramaí erum við bcslir -
Glæsilegur sérréííamaíseðíil
Tökum að okkur
árskáííðir, almæli,
eríidrykkjur, iermingarveislur,
brúðkaup, ráðsfefnur,
kokkleílboð og
mannamóí ýmiskonar,
cyiausi' ^Veitin^astaám/
Vinalegur staður
Vesturgötu 6 til 8 - Sími 552 3030 - Fax 561 7758
www.islandia.is/~naustid r~n
000
nd í Regnboganum
vcrið vinuf
konunnar
scm þú crt
ÍMÍanuin af