Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 20
}<? dBHF í]• )) (\Ji
20 SUNNÚDAGUR 1. FEBRÚÁR 1998
Frétta-
vefur
Morgun-
blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið gefíð út á
Netinu síðan 1994 og á morgun eykur það út-
gáfu sína þar til muna. Þá verður opnaður á
vefnum nýr fréttamiðill sem verður öllum op-
inn og byggist á eigin fréttastofu, aukinheldur
sem þar munu birtast fréttir prentmiðilsins.
Með þessu gefst lesendum kostur á að fylgjast
með því sem helst er á seyði hér heima eða er-
lendis þegar þeim sýnist svo, hvort sem er á
nóttu eða degi alla daga vikunnar.
Fréttavefur Morgunblaðsins er á slóðinni
http://www.mbl.is/. Líkt og fyrri útgáfa Morg-
unblaðsins á veraldarvefnum er vefurinn
geymdur í gagnagrunni, Informix Universal
Server, sem er svonefndur hlutbundinn
venslagrunnur og talinn í fremstu röð hvað
varðar gagnatækni.
Lögð er áhersla á að hafa vefinn sem ein-
faldastan og léttastan fýrir þá sem hafa miðl-
ungs nettengingu eða þaðan af lakari, en
einnig er reynt að haga honum svo að flestir
vafrar geti lesið hann vandræðalaust.
Efst á forsíðu er rammi með merki vefút-
gáfunnar og helst allan þann tíma sem notandi
er inni á vefnum, en nýjar síður koma upp eft-
ir því sem lesandinn kýs. Á forsíðu eru allar
helstu fréttir dagsins, bæði fréttir Morgun-
blaðsins þann dag, og einnig fréttir sem sér-
staklega eru skrifaðar fyrir netútgáfuna, en
fréttaskrif hefjast kl. sex að morgni og standa
fram á kvöld. Einnig eru fréttir skrifaðar á
vefinn laugardaga og sunnudaga og vert er að
geta þess að á morgun, mánudag, kemur
Morgunblaðið út á Netinu. Verður svo fram-
vegis.
Flettirammar og fleira
Neðan við borðann en ofan við fréttirnar
eru svonefndir flettirammar sem eru til að
auðvelda notanda að ferðast um vefmn. Þeir
eru einnig neðst á hverri síðu. Með því að
smella á rammann, en í honum stendur Hvað
viltu skoða?, má velja þann fréttaflokk sem
viðkomandi kýs að skoða, forsíðu, sem er upp-
hafssíða vefjarins, innlendar fréttir, erlendar,
viðskipta- og verfréttir, sem eru undir at-
hafnalífs-valliðnum, og íþróttafréttir. Sé ein-
hver þessara liða valinn kemur upp síða með
netfréttum viðkomandi flokks. I rammanum
vinstra megin á hverri síðu er einnig að finna
Lifandi
frétta-
miðill
NETTÐ var opnað fyrir almenna notkun í
Iok níunda áratugarins og 1989 varð til hjá
CERN rannsóknastofnuninni í Sviss síðulýs-
ingamálið HTML sem lagði grunn að verald-
arvefnum. Ekki leið á löngu að fyrsti vafr-
inn sem eitthvað kvað að kom á markað,
Mosaic, sem siðar varð að Netscape Navig-
ator. Veraldarvefurinn og vafratæknin
gerði myndræna framsetningu upplýsinga
mögulega og netnotkun jókst gríðarlega í
kjölfarið.
Árið 1994 hófst útgáfa Morgunblaðsins á
netinu og var allt efni blaðsins aðgengilegt
áskrifendum sama hvar í heimi þeir voru
staddir. Áskrifendur hafa einnig aðgang að
Gagnasafni Morgunblaðsins en þar má finna
allt efni blaðsins frá 1994 til dagsins í dag
og einnig eldra efni, fréttir og minningar-
greinar frá árinu 1987 ásamt skrá yfir að-
sendar greinar frá sama tíma. Gagnasafnið
er uppfært daglega. Gögnin eru vistuð í svo-
nefndum Informix-gagnagrunni hjá gagna-
safnsfyrirtækinu Streng.
Tilraunamennska eða
hrein auglýsing
Á þeim tíma er blaðið hóf að koma út á
Netinu voru örfá blöð gefin þannig út ytra,
helst í Bandaríkjunum, en sum bresk blöð
voru einnig farin að láta á sér kræla á Net-
inu. Þá voru enn að mótast reglur um hvern
veg slíkri útgáfu yrði háttað; flest blaðanna
litu á útgáfuna sem einskonar tilrauna-
mennsku eða hreina auglýsingu og voru því
ðlÚÁií iúú Qfíóí'/
MORGUNBLAÐIÐ
Fiódavefui Moigunhluðsins - Netscope
fite £# gs £atMwj«catot fciép
■f * Bookmatkj Jfa Ciote wmmUiV
r—-------7----------:......................
IHl'' I Fréttir
j^i iL, jf
■**& ./
Cakktu inn fyiir
... og veldu úr ifÖlöðO1 bókatitlum
l £ fjt &*£ K* E É.% * •• * ? T “T *-
HCtSTU Ifjti
Ctinton
Bantlankjafcrsí’ti
é ií vanda.
N, I rtand
Friðarefctaaöun
Nl l iiantfl.
SjómannacketL-i
Kjaradcila
sjómanrra 09
útvegsraanna.
séjmm ; sras
1 MM
► MXtBtíiMKf
* f'þgiufe
vw tð?ata.í«
fKÍTTIS ►
Albright og Primakov ósatt um leidir i
deilunní við írak
Bandariigamenn munu rsyna ailt sem hægt «r öl: pess að
isysa. deiiuna >riú irate friðsamiega ect það gHMrncdO að sé
otðtö of setnt segif «amannóiaráðri’emi Baridari ltjanna.
Willtam Cori«n, "VB munum til hlns Wrasta aft lajsa
dfitKin® fcOsantefB m það gecur venð að við sáum komnii: að
lokapunktinum en þvt g®t. ég ekki svarað að sœ s»ddu".
sagðt Corien btaðamðnnum:
Bjaitur ioftsteim sást viða um land i gærkvóidi
Loftstemn sást viða á landtnu á niunda timanum 1 gærkvold og sast nann sprlngo
á riirmí, Lantirielgisgæslunni Qafst nikynning; fcá: riáti; 18 mtlkir notðvdstur af
Straumnesli um að neyðatflss ltefci sést á: taflS e§ var þylá Gœsftffinar 09
vajðskip s«k af stað m afturkallaö þegar f Ijös hom aö eHf benti: dl að um
loftstein- vaai: aó raaða.
| Kynntt t þér Heimabankann JF
Þ'u getur uniiid þér mn 2O.0C0 fripunkta!
Gíjótskriða féli ur Reynisfjalií
AHstbr grjótskriða féll tír ReyntsljaiH klukkan nlmlega riab i gœt og staðnasmclist um
f v«ldu hér 3
v f s a i 0
Vasndur utn smygt á
lógjHtum bókum
T SD|3lega prltugur
Bandarikjamaöur riefur
verlð liandtekmn i: Hvtta
RUsslandl fyrlr að sirtygla
ragtetum bökum ör landl.
• TKK
Bn
Oocumeftt: Oo
Brtkif seija bjöllur
Vtslksítragenverksmlðjdmar
vilja fá bíttana prjá, Paui.
McCartriney. George
Hárrison og Ringo Starr.
tíl: liösviö sig: i
vasntantegri sölurierfeiö
fyrlr nýja "bjollu", bil sem
væntanlegur er á markað
I Bandarikjumiir, r vor,.
fwttiiUÉsíxpiafciaáste.
JS?, 0\
.-ÍBt-SSÉL. JSÉt
J
tengil undir hausnum Blaðið í dag. Þar undir
eru valliðirnir innlent, erlent, athafnalíf og
íþróttir, en með því að smella á einhvern
þeirra má fá upp fréttir Morgunblaðsins þann
daginn í þeim málaflokki.
Netfréttir og fréttir
Morgunblaðsins
Neðst í flestum fréttum er tengill í frekari
frásögn. Tengillinn 011 fréttin vísar í frétt sem
skrifuð er fyrir netútgáfuna, en Frétt Morg-
unblaðins í frétt úr Morgunblaðinu. Viðkom-
andi fréttir koma upp í rammanum á miðri síð-
unni. Til að fá aftur upp fréttalistann er nóg að
smella á Til baka-hnapp neðst á síðunni eða á
Back-hnapp viðkomandi vafra.
Nýr gagnagrunnur gerir kleift að birta
myndir með fréttum og ef mynd er með við-
komandi frétt birtist hún sjálfkrafa. Þess er
gætt að hafa myndir það litlar að meðal teng-
ing ráði við að skila síðunni hratt og vel til les-
anda og á forsíðu eru þær enn minni í sama
skyni. Ef fleiri fréttir um sama mál hafa birst
undanfama daga kemur listi yfir þær neðst í
fréttinni, aukinheldur sem þar er sett inn ítar-
efni eftir því sem tækifæri gefst og þannig
getur lesandi kynnt sér bakgrunn fréttar og
fengið greinargott yfirlit yfir þróun mála.
í vinstri dálki á hverri síðu er liður sem kall-
ast Helstu mál og með því að smella á viðeig-
andi tengingar þar má komast beint í slíkt
samansafn frétta, til að mynda um sjómanna-
deiluna, meinsærisásakanir á hendur Clinton
Bandaríkjaforseta og þannig mætti telja. I
hægri dálki er aftur móti hægt að komast í
aðra vefi Morgunblaðsins, en þeir eru nokkrir,
og einnig eru þar fréttir sem falla utan við
hefðbundna fréttaflokkun, eða eru jafnvel
broslegar eða á léttu nótunum.
MoiqunbúiAiA • Kirtini Nulscapr
5 £# )í6*
Km*. l
2
~3
morgunDtaðið 1 tlag ; , (
-SÍétt
ókeypis, önnur kröfðu notendur um að þeir
skráðu sig þó þjónustan væri ókeypis, en
þannig gátu þau komist í beint samband við
lesendur sfna, aukinheldur sem sum blað-
anna öfluðu sér tekna með því að selja
áskriftarskrárnar til póstsölufyrirtækja.
Nokkur blöð ákváðu að fara þá leið að láta
greiða fyrir áskrift að efni blaðsins, ýmist til
að vernda prentútgáfuna eða einfaldlega tíl
að afla tekna á móti kostnaði við útgáfuna.
Morgunblaðið fór þá leið að hafa blaðið
einungis fyrir þá sem keyptu sér áskrift og
hafa fastir áskrifendur skipt hundruðum.
Með áskriftinni hefur notendum einnig gef-
ist kostur á að leita í gagnasafni Morgun-
blaðsins, en þeir hafa þurft að greiða sér-
staklega fyrir hverja leit.
Sviptingar í netútgáfu
Miklar sviptingar hafa verið í netútgáfu á
sfðustu misserum; fjölmörg blöð sem voru í
hópi brautryðjenda hafa dregið úr eða hætt
netúgáfu sinni, en mörg önnur sem voru op-
in og ókeypis hafa fetað sig inn á þá braut
að taka upp áskriftarkerfi eða takmarka
það sem sett er ókeypis á Netið. Víða um
vefinn hafa líka sprottið upp fréttastofur
sem gera beinlínis út á að safna saman frétt-
um úr öðrum fjölmiðlum á netinu og birta
undir eigin merkjum og selja síðan auglýs-
ingar. Nokkur dómsmál hafa komið upp
þessu tengd og fræg urðu málaferli á
Hjaltlandi þar sem blað kærði keppinaut
sinn fyrir að taka allar fréttir af netúgáfu
þess og selja upp sem eigin fréttir með eigin
haus og hliðardálkum.
Fréttafár
á Netinu
Hraðinn er mikill á Netinu og samkeppnin
hörð og fer harðnandi og margir Ijölmiðlar
sprottið upp sem ekki eru vandir að virð-
ingu sinni. Það hefur og berlega komið í ljós
í frásögnum af Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta og meinsærisásökunum sem hann hefur
þurft að glíma við. Fyrstu fréttir af málinu
bárust um Netið frá fréttastofu Matts
Drudge, sem gefur nokkuð reglulega út
fréttabréf með tölvupósti þar sem ægir sam-
an óstaðfestum fullyrðingum og kjaftasög-
um innan um hreinar fréttir. Drudge sagði
fyrstur frá andláti Díönu Bretaprinsessu og
frétt hans af Clinton-málinu, sem var reynd-
ar um það að ritstjórar Newsweek hefðu
hætt við á síðustu stundu að birta frásögn af
málinu sem þeir höfðu í höndunum, varð til
þess að hrinda fréttafári undanfarinna daga
af stað. í þeim hamagangi hafa og streymt
rangar fréttir um Netið; dagblöð hafa birt á
vefnum fréttir sem þau hafa ekki treyst sér
til að birta á prenti, enda hafa heimildir
ekki reynst traustar þegar á reyndi. Hætt er
við að slíkar uppákomur skerði traust fólks
á íjölmiðlum á vefnum, en líta verður á það
sem vaxtarverki; veraldarvefurinn er kjörið
sem lifandi fréttamiðill og á án efa eftir að
festa sig í sessi sem slíkt.