Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 33 ■ d i i < i i ! i i i i i i i i < i i i i i i ( I i i i i i i ÁGÚSTA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR + Ágústa Margrét Gísladóttir fædd- ist á Eyrarbakka 4. ágúst 1906. Hún and- aðist á Droplaugar- stöðum 24. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Þórðardóttir og Gísli Karelsson. Ágústa giftist 25. október 1925 Hendrik E. Einarssyni, f. 24. febrúar 1897, d. 5. mars 1979. Böm þeirra era: 1) Katrín, f. 4. janúar 1927, maki Þorsteinn Einarsson, f. 2. júlí 1922, d. 25. nóvember 1975. Börn þeirra urðu átta, eitt dó í berasku. 2) Sigríður, f. 10. október 1930, maki Ingimar Þ. Vig- fússon, f. 13. nóvember 1927. Börn þeirra eru fimm. 3) Gísli, f. 5. októ- ber 1934, maki Rann- veig B. Albertsdóttir, f. 30. desember 1935. 4) Vilhjálmur H., f. 9. maí 1939, maki Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 25. ágúst 1941. Böm þeirra eru tvö. 5) Þóra Jenný, f. 19. febrúar 1946, maki Guðjón Jónasson, f. 1. ágúst 1941. Böra þeirra era þijú. Utför Ágústu verður gerð frá Ffladelfíukirkjunni, Há- túni 2, á morgun máuudaginn 2. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Ágústa Margrét Gísladóttir, er látin á nítug- asta og öðru aldursári. Ágústa lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 24. janúar þar sem hún hefur átt athvarf síðustu tæp tvö árin. Þar leið henni vel og var fljót að aðlagast þeim breyttu aðstæðum sem þá urðu. Þar eignaðist hún góða vini, sat löngum við hannyrðir eins og hún hafði löng- um gert áður. Umhyggja og alúð starfsfólks á Droplaugarstöðum verður aldrei fullþökkuð. Síðustu dagar hennar þar voru erfiðir og urð- um við sem næst henni stóðum vitni að einstæðri alúð og kærleika starfs- fólks við hana og okkur sem vöktum yftr henni þessar síðustu stundir. Löngu og farsælu lífi er lokið, lífi sem var lifað í sátt við Guð og sam- ferðamenn. Árið 1962 kynntist ég yngstu dóttur Ágústu og Hendriks Einarssonar, Jennýju, og hófust þá kynni mín af þeim mætu hjónum. Ágústa var mikil húsmóðir og bjó manni sínum og börnum fagurt og hlýlegt heimili. Þau áttu þá heima í Miðtúni 40 hér í borg. Gestkvæmt var á heimilinu og frá þeim árum minnist ég margra ættingja þeirra og vina af landsbyggðinni sem áttu þai- athvarf í erindum sínum til borgar- innar. Á heimilinu ríkti gleði og kátína því bæði voru þau Ágústa og Hendrik gestrisin og góð heim að sækja. Fyrsta heimili okkar ungu hjón- anna var í kjallaranum í Miðtúni 40 í skjóli góðra foreldra og tengdafor- eldra. Þau reyndust okkur frábær- lega vel og gott var ungri konu að eiga holl ráð reyndrar móður. Þar fæddist okkar fyrsta barn sem þau tóku miklu ástfóstri við, ekki síst Hendrik. Oft var það þegar ég kom heim í hádeginu að sá litli var ekki niðri og konan mín sagði: „Pabbi fékk hann lánaðan þangað til þú kæmir heim.“ Fljótlega komu þeir skríkj- andi niður stigann afi og litli lávarð- urinn, eins og ég kallaði drenginn minn, og afinn skilaði honum í faðm fóðurins. Enn fæddist okkur sonur í húsi þeiira, en nú var búið að selja Miðtúnið og áttum við heima hjá þeim í nokkra mánuði í Álftamýrinni. Sömu umhyggju báru þau fyrir okk- ur þá og litli drengurinn hlaut sömu aðdáun ömmu og afa sem hinn fyrri. Eftir að við eignuðust okkar eigið heimili bættist lítil prinsessa í fjöl- skylduna og þá hafði amma Ágústa nóg að gera. Hún heklaði, prjónaði og saumaði fallega kjóla á þá stuttu og sú var nú fín í öllu því skarti. Á ár- unum í Miðtúni var það einn gestur MINNINGAR sem knúði dyra og sem fór þaðan aldrei aftur eins og aðrir gestir. Sá gestur bað um húsrúm í hjörtum heimilisfólksins. Þar var kominn Jesús frá Nasaret og honum var boð- ið í bæinn og tók sér bólstað í hjört- um Ágústu og Hendriks og barn- anna. Þau tóku trúna alvarlega og uppfrá því ríkti hamingja og enn meiri gleði í húsinu. Áfram komu gestir og nú til bænasamfélags og urðu þær samverustundir umtalaðar. Þau gengu öll til kirkju í Fíladelfíu, fyrst á Hverfisgötu 44 og síðar í Há- túni 2. Þau urðu miklir stólpar í þeim söfnuði. Ágústa var mikil bænakona og Hendrik hlýr og góður kristinn maður. Mér eru minnisstæðir vitnis- burðir þeirra beggja sem báru vott um mikla trú og gleði í samfélaginu við frelsarann. Börnin og tengda- börnin þjónuðu í söng og voru ötulir starfsmenn í Guðsríki. Elsti sonurinn Gísli var frábær einsöngvari sem mér fannst mikið til koma. Einhverju sinni var ég, þá ungur að árum í for- eldrahúsum, að stæla Gísla og söng við raust. Þá bar gesti að garði og læddust inn og spurðu hvort Gísli Hendriks væri í heimsókn. Hendrik lést fyrir mörgum árum. Missir Ágústu var mikill og sár og fannst henni lítið að lifa fyrir þegar ástríkur eiginmaðurinn var horfinn. Hún átti samt eftir að Ufa mann sinn í tæp nítján ár og fengum við öll að njóta hennar ekki síður en áður. Eins og við Jenný nutum þeirra í byrjun hjúskapar okkar varð það svo að Ágústa, tengdamóðir mín, átti sitt síðasta heimili í okkar húsum og frá þeim árum eigum við ljúfar minning- ar um umhyggjusama móður, tengdamóður og ömmu. Oft vissi maður af henni á hnjánum þar sem hún bar okkur og alla sína á bænarörmum fram fyrir foðurinn á himnum sem hún vissi að heyrði sér- hverja bæn. Ég þakka Ágústu fyrir þrjátíu og fimm ára samfylgd sem aldrei bar skugga á. Söknuður er mikill í fjölskyldunni hennar stóru þessa daga. Afkomendur þeirra hjóna eru dreifðir vítt um heiminn og allir minnast Ágústu ömmu með þakklæti fyrir kærleika og fyrirbæn. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Þegar dótturdóttir mín heyrði að langamma Ágústa væri farin til Jesú sagði hún: „Þá er hún búin að fá kór- ónuna sína.“ Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins. (Op. 2.10.) Guðjón. Bænin rná aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Þetta vers fyllti huga minn við and- lát elskulegrar tengdamóður minnar. Börnin hennar, tengdabörnin, bama- börnin og barnabarnabömin, öll vor- um við bænabörnin hennar. Borin á bænavængjum fundum við, að fylling kom í huga og sál og allt varð marg- falt léttara í átökum líðandi stundar. Enginn, sem þekkti til Ágústu gat annað en fundið, að hún var sönn bænakona. Trúin á Drottin Jesúm var lífið sjálft og Biblían bók bókanna. Mynd hennar við lestur Guðs heilags orðs og hve hún geislaði af innri friði við lesturinn, mun ekki gleymast okkur. Fögur er slík minn- ing og góð hvatning til eftirbreytni okkur, sem eftir stöndum. Ágústa var glæsileg kona og hún var gæfumanneskja, giftist ung Hendriki Einari Einarssyni og eign- uðust þau fimm böm. Lífsbaráttan gat oft verið hörð, en vannst vel af samstilltum höndum. Oftar en ekki kom það fjöjskyldunni vel að hag- leikshendur Ágústu gátu breytt litlu í mikið, hvort sem um var að ræða fatnað, mat eða annað, sem hún fékk í hendur. Aldrei féll henni verk úr hendi. Fagrar hannyrðir bera hag- leik hennar vitni, þar sem þær prýða heimili barna hennar og barnabaraa. Vandvirkni og afköst fóm þar saman, svo undrum sætti. Fram á síðasta ár vann hún af kappi við handavinnuna sína og alltaf glöddu mjúku pakkarn- ir þá er fengu á jólum. I Miðtúni 40 reistu Ágústa og Hendrik sér hús og þar bjó fjölskyld- an lengi vel. Heimilið bar vott um um- hyggju og smekkvísi. Gleði þeirra var að búa sem best að fólkinu sínu. Það var oft mannmargt og glatt á hjalla og pönnukökuilmur. Gestrisni og samheldni réð þar rikjuni og oftar en ekki fyllti bænakliður húsið. Þeir sem þekktu eiga þaðan ljúfar minningar. Hendrik lést árið 1979. „Gullkeðj- an“ sem hann dreymdi ungan að ár- um fyrir konuefni sínu hafði þá hald- ið í fimmtíu og fjögur góð ár. Drott- inn blessaði samfylgd þeirra og blessunarorð og bænir fylgja afkom- endum þeirra inn í íramtíðina. Við sem fjær höfum búið færum þeim er önnuðust hana og fylgdust með velferð hennar í mörg ár hjart- ans þakkir. Um tólf ára skeið bjó hún hjá yngstu dóttur sinni, Jennýju, og Guð- jóni, manni hennar, og undi vel, en síðustu tvö ár urðu Droplaugarstaðir heimili hennar. Þangað sendum við hlýjar þakkir til þeirra er létu sig hag hennar og velferð varða. Tengdamóður mína kveð ég með söknuði, sem mildast við yl minning- anna um ljúfa mannkostakonu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Rannveig B. Albertsdóttir. Elsku amma er farin á þann stað sem þeim er fyrirhugaður sem trúa á Drottin. Amma átti von og trú á þann sem kom í heiminn og gaf sitt líf, Jesúm Krist Guðs son. Hann var henni allt og Honum miðlaði hún til barna sinna og barnabama og fyrir það emm við systurnar þakklátar. Amma var mikil heiðurskona og yndisleg í allri framkomu. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Það var alltaf jafn gaman að koma til ömmu og afa, hlýja og kærleikur einkenndi þau bæði og hvergi var eins gott að fá pönnukökur með mikl- um sykri og flatkökur, en það fannst litlu stelpunum toppurinn. Allur saumaskapur lék í höndun- um á ömmu og ef eitthvað vafðist fyr- ir manni í þeim efnum var úr því leyst með einni heimsókn til hennar. Það sem hún áorkaði um ævina prýð- ir mörg heimilin í dag svo sem púðar, myndir, dúkar o.fl. Við viljum þakka Guði fyrir ömmu sem Hann gaf okkur. Afi fór heim til Drottins 1979. Allar dýrmætu minn- ingarnar um þau viljum við geyma í hjarta okkar. Það verður mikil gleði og fögnuður er við öll hittumst á ný í faðmi frelsarans. Guðran og Bryndís Vilbjálmsdætur. ANNA GUÐRUN GUÐMUNDS DÓTTIR OG HJALTI GUÐMUNDSSON + Anna Guðnín Guð- mundsdóttir fædd- ist 6. maí 1898 að Selá á Árskógsströnd, og lést 23. janúar 1998 á Skjaldarvík í Eyjafirði. Foreldrar hennar vora Guðmundur Kristinn Jónsson úr Skagafirði, f. 25. nóvember 1857, og Rósalía Jóhanns- dóttir frá Selá á Ár- skógsströnd, f. 26. ágúst. 1863. Böra þeirra: 1) Jón Aðal- steinn, f. 25. október 1881. 2) Sigfúsína Svanhildur, f. 30. nóvember 1885. 3) Sigurpáll, f. 20. október 1892. 4) Jóhanna Sigríður, f. 13. júlí 1889. 5) Guðrún Jóhanna, f. 19. október 1895, dó mánaðargömul. 6) Gísli, f. 18. mars 1897, d. 4. maí 1897. 7) Anna Guðrún, f. 6. maí 1898. 8) Gísli, f. 8. júnf 1891. 9) Jóhanna Björg, f. 6. desember 1893. Anna Guðrún giftist 13. nóvem- ber 1919 Hjalta Guðmundssyni frá Þoraióðsstöðum, f. 12. júlí 1893 að Kambfelli í Djúpadal í Eyjafirði, d. 26. maí 1988. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónasson frá Þormóðs- stöðum í Sölvadal í Eyjafirði og Jóna Jónsdóttir. Anna og Hjalti hófu búskap á Þormóðsstöðum en fluttu árið 1927 að Rútsstöðum í Eyjafirði. Börn Önnu og Iljalta eru: 1) Guðmundur, f. 27.10. 1921, d. 9.4. 1924. 2) Guðmundur, f. 13.3. 1924, inaki Kristín Gunnarsdóttir, börn þeirra Guimar Hjalti og Svava Ég hitti tengdaforeldra mína fyrst vorið 1956. Þá hófust kynni og vin- átta okkar á milli sem dafnaði og þroskaðist með hverju ári. Sá félags- skapur veitti bæði þeim og mér gleði og ánægju. Samverustundirnar urðu margar og ógleymanlegar. Anna og Hjalti báru ríka um- hyggju fyrir börnum sínum, öðrum afkomendum, vinum og nági-önnum. Ef frétt barst um sjúkdóm eða erfið- leika hjá einhverjum mátti skynja áhyggjur þeirra, sérstaklega hennar. Hjalti var dugnaðarbóndi og ákaflega nærgætinn við dýrin. Hann var sér- staklega fjárglöggur og þekkti hverja ær og hvert lamb þótt aðskilin væru. Hann var mikið náttúmbarn. Hann þekkti blómin og grösin og hann þekkti fuglana á hljóðum þeirra og söng. Hjalti var líka mikill dansmað- ur. Hann kunni alla gömlu dansana og ef hann fór á dansleik þá dansaði hann frá upphafi til enda. Hrönn. 3) Þór, f. 28.1. 1929, maki Hanna Guðrún Jóhannesdóttir, böra þeirra Eyrún, Hjalti, Jóhannes Reykjalín, Hulda, Anna, Hlynur og Kristín Björk. 4) Gestur, f. 26.1. 1931, maki Guðrún Sigurðardóttir, böra þeirra Hulda, Sigurður, Hjalti og Sverrir. 5) Aðalsteinn, f. 28.8. 1932, maki Kristbjörg Ó. Björas- dóttir, d. 1992, böra þeirra Anna, Björa, Freyr og Lilja. 6) Jóna, f. 10.10. 1934, maki Ingimundur Pét- ursson, d. 1977, börn þeirra Sigur- dís, Sigbjörn Guðni, Svanberg Teit- ur, Særún, Sævar Már. 7) Rósa, f. 20.4. 1937, maki Örn Smári Arn- aldsson, börn þeirra Arnaldur, Anna Guðrún, Ásdi's og Hallgrímur. 8) Tryggvi, f. 12.10. 1938, maki Birgit M. Hjaltason, böra þeirra Mikael Reynir, Hinrik Þór, María Helena, Rolf Karl, Pétur Róbert, Tómas Hjalti og Kristján Hermann. Afkomendur Önnu Guðrúnar eru nú um 100. Útför Önnu Guðrúnar fer fram frá Munkaþverárkirkju í Eyjafirði á morgun, mánudag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Bæði vom þau ljóðelsk og Anna vai- óþrjótandi í að þylja afkomend- um sínum þulur og sögur. Þau vom bæði hraustbyggð eins og hár aldur þeirra sýnir. Hjalti fékk þó glákusjúkdóm á besta aldri sem leiddi til þess að hann varð nánast blindur á seinni hluta ævinnar. Anna tengdamóðir mín var mjög vinnusöm. Henni féll sjaldan verk úr hendi meðan heilsan leyfði. Hún saumaði og prjónaði mikið. Hún hafði lært fatasaum á Akureyri sem ung kona og hún var enn saumandi út eft- ir að hún flutti í Skjaldarvík komin á 10. áratug ævi sinnar. Henni féll það betur að gefa en þiggja. Börnin okk- ar Rósu nutu þess að vera í sveitinni hjá afa og ömmu meðan hægt var og ég veit að þær samvemstundir gáfu þeim jákvætt og þroskandi vega- nesti. Sjálfur á ég ekkert nema góðar minningar af samfylgdinni með tengdaforeldrum mínum. Með þessum línum vil ég kveðja þau og þakka þeim allt það góða og jákvæða sem þau gáfu mér og mín- um. Blessuð sé minning þeirra. Örn Smári Arnaldsson. Okkur systkinin langar að minnast afa og ömmu í sveitinni nú þegar amma hefur kvatt þennan heim og er komin til afa sem er búinn að bíða hennar í næstum 10 ár hinum megin. Amma og afi kynntust á sveitaballi í Eyjafirði þegar amma var í kaupa- vinnu á Æsustöðum. Afi var annálað- ur dansari og glæsimenni, amma lip- ur og ljúf. Með þeim tókust ástir sem entust til dauðadags. Það var gaman að fylgjast með hvernig samband þeirra endurnýjaðist þegar þau fóru að hafa meiri tíma hvort með öðru. Afi, þetta hörkutól, fór að búa um rúmið og amma gat endalaust dáðst að hvað maðurinn hennar kunni mik- ið af vísum og öðmm fróðleik. Á Rútsstöðum byggðu þau afi og amma upp myndarbýli og þau eign- uðust 8 börn sem öll fæddust í torfbæ nema það yngsta. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig lífið var á þeim tima án allra nútímaþæginda sem okkur finnst sjálfsögð. Þau kunnu að meta þægindin sem fylgdu í kjölfar „rafurmagnsins" og ein- hvem tíma sagði amma að mesta breytingin á daglegu amstri hefði orðið þegar rennandi vatn kom heim í hús. Þessi kynslóð heíúr eflaust gengið í gegnum meiri þjóðfélags- breytingar en nokkur önnur, bæði fyrr og síðar. Það er okkur mikils virði að hafa kynnst fólki með þessa miklu reynslu. Við nutum þeirra forréttinda í æsku að vera í sveitinni á sumrin. Amma í sveitinni var eins og ömmur eiga að vera. Við munum eftir henni sem frísklegri, gamalli konu með grátt, sítt hár sem hún fléttaði á hverjum morgni og vafði í hnút eða utan um höfuðið eftir kúnstarinnar reglum. Hún var alltaf blíð og góð og kunni að láta fólki líða vel í kringum sig. Bestu rúgbrauð norðan Alpa- fjalla urðu til í eldhúsinu hjá henni á meðan aðrir sváfu. Boltakökur og sniglakökur vom ævinlega til þegar barnabörnin bönkuðu á eldhúsglugg- ann. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði sokka á afkomendurna í tugatali og saumaði út harðangurs- dúka fram á tíræðisaldur. Hún hafði einstaka hæfileika til að gera margt í einu, eins og t.d. að prjóna, lesa og gæta bús og barna. Afi var fjárbóndi í húð og hár og mildll náttúruspekingur. Hann þekkti alla fugla á hljóðinu einu sam- an, flóra landsins og ógrynnin öll af vísum. Hann var hraustmenni og sló með orfí og ljá þangað til um nírætt. Hann hafði gaman af að gefa hlutum ný nöfn eins og t.d. kex sem honum fannst rökréttara að kalla kjafts, út- varpið var fjölfratið eða skrækur. Rapsódíurnar sem þar voru leiknar kallaði hann rassodíur og enn frekari íslenskun á því var fretur. Afi var skapmikill maður á yngri áram og gat látið í sér heyra en við kynntumst honum sem ljúfum og þakklátum gömlum manni. Veganestið sem amma og afi gáfu okkur er ómetanlegt. Minning þemra lifir í hjörtum okkar. Araaldur Arnarson, Anna Guð- rún Arnardóttir, Ásdís Arnar- dóttir, Hallgrímur Arnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.