Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þrátt fyrir hrakspár og Færeyjamál er staða Nyrups sterk eftir fímm ár í embætti forsætisráðherra P OUL Nyrup Rasmussen (setti siðferði á oddinn þegar hann komst til valda án kosninga 25. janúar 1993 í kjölfar skyndilegrar afsagnar Pouls Schlúters og hægristjórnar hans. Stjórnin varð að fara frá vegna ta- mílamálsins, sem að miklu leyti snerist um siðferði. Undanfarið hefur Nyrup sjálfur þurft að glíma við siðferðisspumingar vegna Færeyjamálsins, þar sem siðferðis- matið víkur fyrir þeim pólitíska veruleika að vinstriflokkarnir tveir á þingi, Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Einingarlistinn, standa við hlið jafnaðarmannastjórnarinnar fram í rauðan dauðann. Miðjuflokkarnir virðast ekki heldur á því að snúa sér til hægri og því situr Nyrup og stjóm hans sem fastast. Niðurstaða hins færeyska fárviðris undanfarið er því sterkari staða Nyraps og veikari staða hægrivængsins, þar sem Uffe Ellemann-Jensen formaður Venstre og leið- togi stjórnarandstöðunnar hefur að því er virðist ekki megnað að koma höggi á Nyrap. Gömlum vinstrikreddum rutt út Afmæli gefa tilefni til að láta hugann reika yfir far- inn veg. Þegar Nyrap komst til valda og færði Danmörku vinstristjóm með stuðningi miðjuflokka í stað hægristjórnar undan- farinna tíu ára vora hægri stjómir við völd í Frakk- landi, Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi og á Ítalíu. Síðan hafa jafnaðarmannastjómir eða miðju-vinstristjórnir tekið við völdum í öllum þessum ríkjum. Svo virðist sem sigurganga breska Verkamannaflokksis hafi haft mest áhrif og Tony Blair þótt marka upphaf nútíma jafnaðar/vinstri- stefnu með því að ryðja út gömlum vinstri kreddum. Hins vegar gleður fátt Nyr- up meira en fullyrðingar um að eiginlega hafi danski Jafnaðarmannaflokkurinn hnikast í þessa bresku nú- tímaátt áður en Blair komst í hið pólitíska sviðsljós. Það má líka færa ýmis rök fyrir því. Á meðan til dæmis sænskir og þýskir jafnaðarmenn taka andköf yfir hugmyndum á borð við vinnustaðasamninga þá hafa danskir jafnaðarmenn verið óhræddir við þá breytingu. Þeir státa líka af sveigj- anlegum vinnumarkaði, þar sem vinnuveitendum er gert auðvelt að ráða fólk og reka, en launþegar era tryggðir með háum lágmarkslaun- um og bótakerfi, sem auðvelt er að komast í. Nútíma bótakerfí hafa hins vegar þann galla að þau era greið inngöngu en erfið útgöngu, bæði í raun og eins sálfræðilega, en danska stjórnin vinnur ötullega að því að gera bæði inn- og útleiðina jafn greiða. Hvort lausnin er mjög sérdönsk má deila um. Hollending- ar hafa hnikað sínum vinnumark- aðsmálum í svipaða átt. En þegar bandaríski hagfræðingurinn og Nó- belsverðlaunahafinn Paul A. Samu- elson segir að Evrópu sé nær að líta á Danmörku sem fyrirmynd í efnahagsmálum en Bandaríkin þá hljómar það eins og fegursta tónlist í eyram Nyraps. Frá hugsjónum til hagfræði Sjálfur er Nyrap holdgervinur þeirra umskipta er felast í því að áherslur færast frá hugsjónum til hagfræði, því hann er hagfræðing- ur og vann sem slíkur innan verka- lýðshreyfingarinnar þangað til hann helgaði sig stjórnmálum eftir að vera kosinn á þing 1988. Þegar hann velti Svend Auken úr for- Frá hugsjónum til hagfræði Danska jafnaðarmannastjórnin undir stjórn Pouls Nyrups Rasmussens fagnaði fímm ára afmæli sínu um leið og hún sneri sig út úr Færeyjamálinu. Sigrún Davíðsdóttir hugar að afmælisbarninu og hræringunum undanfarið. FUNDAÐ í danska ríkissambandmu. Nyrup ræðir við þá Jonathan Motzfeldt, lögmann Grænlendinga, og Edmund Joensen, lögmann Færeyinga, í ferjunni á milli Voga og Þinganess á Færeyjum. mannsstóli vorið 1992 kom ekki ein- ungis jafnaðarmaður annars stað. Þótti Áuken mun vinstrisinnaðri en Nyrup. Það að flokkurinn færði sig í auknum mæli til hægri helgaðist ekki síst af því að flokkurinn hrökklaðist frá völdum 1982 eftir að hafa gefist upp við að ná tökum á efnahagsmálunum. Flestir jafnað- armenn töldu að hægristjórn gæfi flokknum tækifæri til að safna hug- myndum og nýjum kröftum í smá tíma. Engum datt í hug að hinum atkvæðalitla Schlúter tækist að halda um stjómartaumana í heilan áratug. Schlúter og félagar vora undir áhrifum af sömu hugmyndum og Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum og eftir því sem hægristjómin náði sífellt betri tök- um á efnahagsmmálum færðist Jafnaðarmannaflokkurinn einnig til hægri. Þessir straumar styrktust í flokknum eftir því sem leið á stjómartíma hægristjómarinnar og náðu svo yfirhöndinni við for- mannsskiptin 1992. Síðan er vart hægt að tala um áberandi vinstri- væng í flokknum og tvímælalaust ekkert í líkingu við þann sem Blair glímir nú við. I orði hefur flokkurinn ekki gleymt rótum sínum sem verka- mannaflokkur. Forsvarsmenn hans tala gjaman um ábyrgð þjóðfélags- ins á þeim sem minna mega sín og að nauðsynlegt sé að taka tillit til þeirra. En þessar athugasemdir koma oftar fyrir sem aukasetning en aðalsetning. Aðaláherslan er á nauðsyn þess að réttindi almenn- ings séu í skynsamlegu hlutfalli við skyldur þeirra, áherslan á skyldur fremur en réttindin, sem hafa ann- ars verið alls ráðandi í umræðunni síðustu áratugi. Hér má sjá áhrif Blairs, sem aftur hefur lært mikið af Clinton Bandaríkjaforseta og bandarískum hugmyndafræðingum á borð við Robert Reich og Amitai Etzioni, helsta forsvarsmanni svo- kallaðs „communitarianism“, sem er á góðri leið með að verða helsta hugmyndauppspretta Evrópukrata og kalla mætti samfélagshyggju á íslensku. Þetta skrið endurspeglar breyt- ingar í þjóðfélaginu, en þessi nýja tegund jafnaðarmennsku höfðar síður til verkamannanna, sem frá upphafí hafa verið undirstaða flokksins og meira til mennta- manna, skrifstofufólks og opin- berra starfsmanna. Þessi breyting á fylgisgrunni flokksins hefur vís- ast einnig ýtt undir og styrkt þær breytingar, sem orðið hafa á flokknum. Hvort þessir kjósendur koma í stað hins hefðbundna kjarna á enn eftir að koma í Ijós og þá eins hver áhrifin verða á stjómmálaand- rúmsloftið almennt. Áhrif Færeyjamálsins Nyrap hefur á fimm ára ferli sín- um haft sérstakt lag á að koma sér í hjákátleg og óþægileg mál. Árið 1996 tók hann þátt í mótmælaað- gerðum gegn kjamorkusprenging- um Frakka í Kyrrahafi, sem fólust í að hjóla frá Jótlandi til Parísar og afhenda mótmælaskjal þar. Eitt var að deila mátti um hvort forsæt- isráðherra eigi að taka þátt í mót- mælum af þessu tagi. Nyrup varð hins vegar einnig almennt aðhlát- ursefni þegar hann hjólaði af stað með alltof lítinn hjólahjálm. Hann hjólaði þar að auki einungis fyrstu kílómetrana en ekki til Parísar. Þá móðgaði hann breska rithöf- undinn Salman Rushdie með því að hafha heimsókn hans og á endanum varð hann að biðja rithöfundinn op- inberlega afsökunar. Færeyjamálið er nýjasta og póli- tískt viðamesta prófraun Nyraps. Hann hefur þurft að glíma við mál- ið frá því haustið 1993 er raddir vöknuðu um að Færeyingar hefðu verið hlunnfamir, þegar þeim var ýtt til að yfirtaka Færeyjabanka frá Den Danske Bank. Honum tókst að humma fram af sér rann- sókn í eitt og hálft ár, en varð að lokum að samþykkja rannsókn lög- fræðinga vorið 1995 og skýrsla hennar birtist 16. janúar sl. með til- heyrandi fjölmiðlafári. Sjálf birt- ingin var sögð vandlega skipulögð í anda þess að Nyrap þykir ötulli við að kalla til sín almannatengslafræð- inga en hugmyndafræðinga. Nyrup fékk skýrsluna um morguninn, en fjölmiðlar fengu hana ekki fyrr en kl. 16, svo úttektir þeirra á málinu voru takmarkaðar. Þetta var líka á fóstudegi og helgarládeyðan framundan. Nyrap beindi athyglinni strax að bankanum, sem hefur orðið að þola hörð orð og tilskipanir forsætisráð- herra um að bankinn verði að borga, þó óljóst sé fyrir hvað og hvernig. Nyrup gerir minna úr að það vora hans eigin emb- ættismenn, sem gerðu upp- kast að samningnum og þótt hann hafni ekki eigin ábyrgð sem æðsta pólitíska stjórnanda ríkisins þá hefur hann málflutningur hans aðallega beinst að bankan- um. Þá tókst honum að draga broddinn úr þingsá- lyktun er þingið samþykkti í þessari viku þar sem stjórn- in var gagnrýnd. Hættan á að hann yrði felldur fyrir málið var hverfandi, því vinstriflokkarnir tveir era eins og gefur að skilja ekki áfram um að ryðja nýrri hægristjórn braut. I þessari rimmu hefur Ellemann-Jensen að margra mati hegðað sér óviturlega. Hann talaði frá upphafi um að skýrslan svaraði ekki öllu og nú þyrfti einungis að finna skjöl, sem sýndu svo óyggj- andi væri að Nyrap hefði logið þegar hann segðist ekki hafa vitað hve óhag- stæður Færeyingum banka- samningurinn var. I heila viku talaði Ellemann-Jen- sen um þessi ófundnu skjöl, sem dygðu til að velta stjóminni. En skjölin eru enn ekki komin í Ijós, Nyr- up situr sem fastast og í kappræðum þeirra tókst Ellemann-Jensen ekki að ná yfirhöndinni. Eins og stendur virðist Færeyjamálinu vera lokið pólitískt, en hvort embætt- ismönnum verður stefnt er enn óljóst. Það er þó tæp- lega líklegt. Boltinn færi þá aftur af stað og hugsanlegt er að embættismenn sæju sér hag í að segja öðra vísi frá undir slíkum kringumstæðum. Það er til dæmis athyglisvert að þótt seðlabankamenn, sem aðild áttu að Færeyjamálinu, væra alfar- ið á móti því að Den Danske Bank losaði sig við Færeyjabanka, tóku þeir samningnum þegjandi og hljóðalaust. Ef gengið er út frá því að stjórnin hafi í raun stjórnað mál- inu, eins og hún ber ábyrgð á að gera, þá gæti skýringin á þögn bankamannanna verið að þeir vissu að stjórnin vildi samninginn einmitt svona og að breytingar kæmu ekki til greina. Hvernig fer um hótanir og aðdróttanir Nyrups í garð Den Danske Bank er einnig óljóst og eins hvort og hversu mikið danska stjórnin dregur af skuld Færeyinga sem uppbót á bankayfirtökuna. Með Færeyjamálið yfirstaðið er Nyrup tilbúinn að kasta sér út í kosningaslaginn, sem verður ekki seinna en í haust. Sjálfur er hann talinn vilja snöggar kosningar og stöðugt blaktir yfír honum orðróm- ur um að hann sé á fremsta hlunn með að lýsa yfir kosningum. Þegar þar að kemur era hann og flokkur hans reynslunni ríkari og leiðtoga- staða hans í flokknum og stjóminni ótvíræð. Með litlu miðjuflokkana tryggilega undir vængnum virðast hægriflokkarnir eiga undir högg kjósenda að sækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.