Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 35
ÞÓREY BIRNA
R UNÓLFSDÓTTIR
+ Þórey Birna
Runólfsdóttir
fæddist í Klaustur-
seli á Jökuldal hinn
28. september 1919.
Hún andaðist í
Seljahlíð í Reykja-
vík hinn 25. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Runólfur Sigtryggs-
son og Þórunn Sig-
urlaug Jóhanns-
dóttir, sem bjuggu á
Innri-Kleif í Breið-
dal. Þar ólst Birna
upp ásamt fíinm
systkinum sínum, sem voru Sig-
tryggur, f. 1921, Arný Kristín,
f. 1924, Rósmundur, f. 1928,
Frímann, sem dó ungur, og Jó-
hann Pétur, f. 1931. Rósmundur
stendur einn eftir og hefur
fylgt systkinum sínum öllum.
Birna gekk í barnaskóla í
Breiðdal, síðan fór hún í hús-
mæðraskólann á Hallormsstað.
Eftir skólann kynntist hún eft-
irlifandi manni sínum, Sigurði
Guðmundssyni frá Streyti í
Breiðdal. Hófu þau
búskap á Streyti og
bjuggu þar þangað
til þau fluttust til
Reykjavíkur 1947.
Þar bjuggu þau
ætíð síðan, lengst af
í Hvassaleiti 12. Þau
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Björg Ragnheiður,
f. 9.2. 1940, gift Ás-
geiri Einarssyni.
Börn þeirra eru
Ijögur og barna-
börn tíu. 2) Sigfríð
Ólöf, f. 12.4. 1941,
gift Tómasi Ólafssyni. Þau eiga
tvö börn og fimm barnabörn. 3)
Rannveig Iljördís, f. 27.1. 1945,
gift Óskari Björgvinssyni. Þau
eiga fjögur börn og fimm
barnabörn. 4) Þór Sævar,
kvæntur Halldóru Guðmunds-
dóttur. Eiga þau tvö börn og
þrjú barnabörn.
Utför Birnu fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun, mánu-
daginn 2. febrúar, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Okkur systkinin langar að minn-
ast móður okkar með fáeinum orð-
um og þakka henni allar skemmti-
legu stundirnar sem við áttum
saman. Þegar við fluttum í Hvassa-
leiti fluttu þrjú systkinin með þeim,
því Björg var farin að búa. Aldrei
kvartaði mamma þó ekki væri mik-
ið til. Það var passað að okkur
skorti aldrei neitt. Hún var alltaf
tilbúin að hjálpa okkur og ráða
fram úr þeim vanda sem að hönd-
um bar. Hún hugsaði vel um fóður
okkar í hans veikindum, en hann er
búinn að vera í hjólastól til margra
ára. Hún var alltaf stoð hans og
stytta, alveg sama á hverju gekk.
Móðir okkar vann ýmis þjón-
ustustörf. Síðustu starfsárin henn-
ar voru á Borgarspítalanum. Hún
var félagslynd kona og tók virkan
þátt í starfsemi kvenfélags Hreyf-
ils, þar sem faðir okkar var leigu-
bílstjóri.
Við viljum minnast móður okkar
og þakka henni allan þann hlýhug
og umhyggju sem hún gaf okkur
alla tíð. Við vildum segja svo margt
frá henni, þegar við lítum til baka.
Hér er bara fátt eitt talið, en að
endingu viljum við biðja góðan Guð
að styrkja pabba okkar í hans
miklu sorg og söknuði.
Guð blessi minningu móður okk-
ar.
Bömin.
Amma okkar, Þórey Birna, er
látin. Engin tárvot orð á blaði geta
lýst þeirri sorg og ást, sem við ber-
um í hjarta okkar.
Minning um ástúðlegt líf hennar
mun lifa áfram með okkur og
barnabarnabömum hennar.
Guðmundur og Kolbrún.
Elsku amma.
Eftir veikindin ertu loks búin að
fá hvíld, og við vitum að þér h'ður
vel núna. Samt er okkur brugðið og
þín er sárt saknað. Góðar minning-
ar eigum við um þig frá því að við
vorum börn og fórum í bíltúr eða
ferðalög. Þá söngst þú alltaf
þrisvar sinnum: Þú guð sem stýrir
stjarna her og stjórnar veröldinni, í
straumi lífsins stýrð þú mér með
sterkri hendi þinni. Þú sagðir að þá
gengi ferðalagið vel. Guð veri með
þér og vaki yfir þér.
Steinunn og Sigurður.
Við systkinin kveðjum nú elsku
ömmu í Leiti eins og hún hefur
heitið í huga okkar frá því að við
vorum börn og alla tíð síðan. Skipti
þá engu máli þótt hún byggi ann-
ars staðar nú síðustu árin. Það var
í Hvassaleitinu sem hún umvafði
okkur ást sinni og umhyggju, hvort
heldur við komum í stutt innlit eða
til næturgistingar, alltaf sömu ynd-
islegu móttökurnar. Við munum
okkur syngjandi við rúmgafl ömmu
og afa, horfandi á andlit þeirra
ljómandi af stolti og væntumþykju,
sitjandi í eldhúsinu borðandi góða
matinn hennar því enginn mátti
vera svangur hjá ömmu.
Já, elsku amma, við fmnum það
nú hversu mikils virði þetta góða
samband hefur verið okkur bæði á
uppvaxtarárunum og síðar. Fyrir
það eram við ævinlega þakklát.
Elsku afi, mamma, Sísí, Dísa og
Sævar, okkur er það huggun að
eiga saman minningu um yndislega
móður og ömmu.
Núleggégaugunaftur,
ó,Gu5,þinnnáðarkraftur
núnverivörnínótt.
Æ,virztmigaðþértaka,
méryfirlátuvaka
þinn engfl, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Þórey Birna, Einar,
Margrét og Ásgeir.
Nú þegar við lítum til baka og
minnumst elskulegrar ömmu okk-
ar, sem nú er dáin, að okkur finnst
of fljótt, rifjast upp margar góðar
og yndislegar minningar. Þú,
amma, varst alltaf að stússast eitt-
hvað, þó sérstaklega í eldhúsinu.
Það var alltaf veislumatur á borð-
um þegar við voram í heimsókn.
Þú varst svo góðhjörtuð kona, að
þær yndislegu stundir sem við
krakkamir áttum með ykkur afa
verða seint eða aldrei fullþakkaðar.
Elsku amma, megi guð varðveita
þig. Og elsku afi, megi guð veita
þér styrk og trú á þessum erfiðu
tímum.
Sigurbjörg, Birna Ósk,
Björgvin og Nína Hugrún,
Egilsstöðum.
Börn þeirra hjónanna, Bimu og
Sigurðar, era öll mesta myndarfólk
og vel gefin. Þau eru öll á lífi og nú
sakna þau sárt elskulegrar móður
sinnar. Eg votta eftirlifandi eigin-
manni og börnum og öðrum afkom-
endum þeirra hjónanna mína
dýpstu samúð og bið góðan guð að
gefa þeim þrek og styrk í sinni
miklu sorg. Það er huggun harmi
gegn að við sem trúum í einlægni á
framhaldslíf eftir dauðann, teljum
okkur vita það, að dauðinn er að-
eins endurfæðing yfír á annað til-
verustig og þegar fólk er orðið
gamalt og sjúkdómar herja á það
er það oft frekar tilhlökkunarefni
hins gamla og sjúka manns að fá að
flytjast yfir á land eilífðarinnar, en
ekki hræðsla við hið ókomna.
Þannig hygg ég að margir líti á
málin. En auðvitað sakna nánir
ástvinir sárt hins látna eftir að
dauðinn ber að dyrarn í hverri fjöl-
skyldu. En við skulum reyna að líta
björtum augum á tilverana. Þetta
er lögmál lífsins.
Kæra Birna, ég þakka löng og
góð kynni við þig og ykkur hjónin
bæði. Mér finnst ég ekki geta látið
hjá líða að minnast æskuáranna.
Það var mikil og einlæg vinátta
milli fólksins á Innri-Kleif og Gilsá.
Runólfur faðir Birnu var oft í vinnu
hjá föður mínum, einkum þegai-
faðir minn var við fiskveiðar, en
hann og þrír aðrir bændur í Norð-
urdalnum keyptu sér árabát og
rera nokkur vor til fiskjar á vorin,
en stutt var að sækja og gjöful
fiskimið. Með þessu drýgðu þeir
tekjur sínar, sem ekki var vanþörf
á og birgðu heimili sín upp af fiski.
Þá vora þær Þórunn móðir Birnu
og móðir mín miklar vinkonur.
Einnig bömin á Innri-Kleif vora
meðal bestu vina bamanna á Gilsá
enda Birna, Sigtryggur og Arný
jafn gömul þremur yngstu systkin-
um á Gilsá og þau öll léku sér oft
saman því það var tæplega klukku-
stundar gangur á milli bæjanna.
Vináttan hélst alla tíð milli þessara
fjölskyldna. Eftir að Birna og Sig-
urður fluttu til Reykjavíkur vann
hún við ýmis störf sem til féllu auk
þess að sinna heimilisstörfunum
með mildlli prýði. Síðustu tuttugu
árin fyrir sjötugt vann hún sem
starfsstúlka á Borgarspítalanum.
Bima og Sigurður vora höfðingj-
ar heim að sækja og veitingar
alltaf miklar og góðar. Böm þeirra
minnast þess hversu miklar og
góðar veitingar voru ávallt á borð-
um hvenær sem þau komu í heim-
sókn, sama var hvort móðir þeirra
vissi að eitthvert þeima kæmi í
heimsókn eða ekki, alltaf var hlaðið
borð veitingum. Birna var mjög
myndarleg húsmóðir. Margir aðrir
vinir þeima nutu einnig gestrisni
og höfðingsskapai- á heimili þeima.
Jafnvel hýstu þau oft fólk sem átti
erindi úr Breiðdal til Reykjavíkur í
heila viku eða meira. Bæði hjónin
höfðu líka alist upp á frábærlega
gestrisnum heimilum.
Kæra Birna, ég vil að lokum
biðja góðan guð að blessa þig og
varðveita.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Signrður Lárusson
frá Gilsá.
t
Uppeldissystir okkar og elskuleg vinkona,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Blátíndi,
lést í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 29. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar,
Anna Jónsdóttir,
Eygló Jónsdóttir,
Stefanía Þorsteinsdóttir,
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Viktor Berg Helgason,
Sigurður Elíasson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN ÓLAFSSON,
Hvassaleiti 22,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 25. janúar sl., verð-
ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 3. febrúar kl. 13.30.
Sigrún Þorleifsdóttir,
Edda Hansen Jónsdóttir,
Dagný Jónsdóttir, Skúli Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SÆMUNDUR ÞÓRÐARSON
kaupmaður,
Merkurgötu 3,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju,
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 15.00.
Guðlaug Karlsdóttir,
Þórður Sæmundsson, Drífa Sigurbjarnardóttir,
Anna Sæmundsdóttir,
Þorsteinn Sæmundsson, Magnea Stefánsdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir,
Sjöfn Sæmundsdóttir,
barnaböm og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og úför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Grundargarði 5,
Húsavfk.
Guð blessi ykkur öll.
F.h. aðstandenda,
Vilhjálmur Magnússon.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTBORG ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR
frá Berunesi,
verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Hjalti Ólafsson,
Aldís Hjaltadóttir, Eysteinn Pétursson,
Sigurður Hjaltason,
Ólafur Hjaltason,
barnabörn og langömmubarn.
t
Móðir mín, amma okkar og systir,
SÍMONÍA SIGURBERGSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 2. febrúar kl. 13.30.
Halldór Ásgeirsson,
Jón Einar Halldórsson,
Ásgeir Sfmon Halldórsson,
Jónfna S. Sigurbergsdóttir.