Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JÓN ÞÓR
KRISTJÁNSSON
+ Jón Þór Kristjánsson fæddist
í Hvammi í Dýrafirði 23.
ágúst »933. Hann lést á
Grensásdeildinni 10. janúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Dómkirkjunni 16.
janúar.
Pabbi minn var einstakur mað-
ur. Hann var hvorki stór né ríkur
en stundum fannst mér hann eiga
allan heiminn. Hann var af þeirri
kynslóð manna sem trúði á ís-
lenska fósturjörð og íslensk gildi.
■yKynslóð sem smám saman er að
hverfa. En slíkir menn trúðu að
karlmaður væri einungis heill í
starfí sínu, án þess væri hann
hvorki fugl né fískur.
Erfitt er að kenna gömlum hundi
að sitja og við þessi viðhorf þurfti
pabbi að glíma síðustu árin sem
hann lifði. Sjónleysið hafði haft af
honum starfið og, síðustu mánuð-
ina, húsið. Húsið sem hann byggði
nánast með berum höndum. Eins
og Bjartur í Sumarhúsum var
pabbi aðeins hálfur maður án kots-
ins síns og sjálfsbjargarinnar. Eins
og þeir vissu báðir eru sjálfstæðir
menn ekki háðir öðrum um lífsaf-
komu sína heldur vinna þeir hörð-
um höndum fyrir sér og sínum.
Þessi karlmennska kostaði pabba
minn lífið.
En allt frá því ég var lítil stelpa
hef ég óttast það að pabbi myndi
deyja. Eg óttaðist aldrei eins dauða
Móðir okkar,
+
ELÍN BRIEM
lést að kvöldi föstudagsins 30. janúar á Hrafnistu í Reykjavík.
Katrín, Ólöf og Brynhildur Briem.
....... ...
t
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR,
Flúðaseli 12,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 30. janúar.
Lilja Ólafsdóttir,
Guðmundur Ingi Ingason, Þóra Þorvarðardóttir,
Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason,
Rósa Gunnarsdóttir, Erling Hafþórsson,
Högni Gunnarsson
v og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
KÁRI ÞÓRÐARSON
fyrrv. rafveitustjóri,
Kirkjuvegi 5,
Keflavík,
lést í Sjúkrahúsi Keflavikur að kvöldi föstudag-
sins 30. janúar.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna,
barnabarna og barnabarnabarna.
Kristín Theodórsdóttir.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
HELGA ELÍASAR AÐALGEIRSSONAR,
Glæsivöllum 19a,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna
deildar 11-E á Landspítalanum.
1
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGIBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlfð,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar-
heimilisins fyrir hjúkrun og vináttu í hennar
garð.
Hermann Stefánsson, Kristín Friðbjarnardóttir,
Sigrfður Stefánsdóttir, Gunnar Pálmarsson,
Bragi Stefánsson, Snæborg Stefánsdóttir,
Birgir Stefánsson, Guðrún Leonardsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
mömmu og sennilega er það vegna
áhrifa frá myndinni „Titanic" sem
ég sá þegar ég var níu ára. Ég sat
og horfði með hryllingi á þegar
konum og bömum var hleypt í
björgunarbátana en karlmennimir,
feður lítilla stelpna, stóðu hnar-
reistir eftir og fóm með skipinu of-
an í djúpin. A þessari stundu áttaði
ég mig á því að pabbi væri dauðleg-
ur, að sem karlmaður væri hann í
stöðugri hættu. Þá um nóttina
skreið ég upp í rúm foreldra
minna, lagði sinn handlegginn utan
um hvort þeirra og reyndi þannig
að gæta þeirra fyrir öllum hugsan-
legum hættum. Þessi ótti ágerðist
þegar pabbi fékk fyrsta hjartaáfall-
ið. Þá, eins og núna, var ég á leið-
inni heim. Ég hafði verið í sveit um
sumarið og kom heim beint í
sjúkralegu föður míns. Þá bað ég
guð um að láta pabba ekki deyja
fyrr en ég væri orðin gömul, svona
um það bil tvítug, því erfiðara er
fyrir litlar stelpur að missa feður
sína en stórar. Og guð stóð við sitt.
I dag er ég stór stelpa, tæpra 28
ára gömul, en syrgi pabba minn al-
veg jafn mikið og ég ímyndaði mér
forðum að litlar stelpur gerðu.
Svandís Nína.
ÞORLAKUR
JÓNSSON
+ Þorlákur Jón
Jónsson rafverk-
taki fæddist á Suð-
ureyri við Súganda-
fjörð 23. desember
1907. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 22. janúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hallgrímskirkju 29.
janúar.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Við viljum minnast
hans Þorláks, okkar
ástkæra afa, fáeinum
orðum. Okkar
bernsku- og unglingsár bjuggum
við á næstu hæð fyrir neðan hann á
Grettisgötu 6, og því var samgangur
við hann mjög mikill. Fyrst við
hann og ömmu, og eftir andlát
hennar við hann og Matthildi.
Margar voru þær stundir sem við
sátum hjá afa og hlustuðum á hann
spila á haimoníkuna og var oft beð-
ið um óskalög sem hann var óþreyt-
andi að bæta við. A endanum vorum
við leyst út með konfektmola.
Miklir voru fjársjóðimir í vösun-
um hjá honum afa, allar skrúfurnar
og hin ýmsu verkfæri. Það var sama
hvað bilaði hjá okkur, reiðhjól eða
annað, þá var afi alltaf með verk-
færin á reiðum höndum og alltaf var
hann tilbúinn að hjálpa okkur þótt
mikið væri að gera.
Það gladdi okkur mikið þegar
hann kom með rafmagnsrör og bjó
til húlahringi sem hann skreytti
með einangrunarlímbandi við mik-
inn fógnuð okkar og leikfélaganna.
Þorlákur var meira en bara afi,
hann var okkur mikill félagi, m.a. í
veiðiferðum, ferðalögum heima og
erlendis. Það var svo gaman að
ferðast með honum, hann var alltaf í
góðu skapi og kunni góð skil á
ferðaleiðum. I veiðiferðunum veiddi
hann manna mest þótt hann gæfi
FASTEIGNASALAN
f f O n
FINNBOGI KRISTJANSSON LOGG. FASTEIGNASAU
Efnalaug / Atvínnuhúsnæði
Um er að ræða fatahreinsun í fullum rekstri með fasta við-
skiptavild við stofnanir og einstakiinga. Efnalaugin er stað-
sett við mikla viðskipta og umferðagötu hér í borg og hefur
þekkt nafn og er í eigin húsnæði 110 fm sem er sérhannað
fyrir efnalaug. Öll tæki eru ný. Fastir starfsmenn eru 2 til 3
og hálfur. Allar nánari upplýsingar veitir Finnbogi á
skrifstofu hér á Fróni.
Finnbogi Kristjánsson,
löggiltur fyrirtækja og fasteignasali
Hraunbrún 4 — Hafnarfirði
Til sölu þetta stórglæsilega 270 fm einbýlishús á Hraunbrún 4,
Hafnarfirði. Húsið er byggt 1988, á tveimur hæðum með tvöföld-
um bílskúr. Góður garður.
Áhvílandi ca 9 millj. langtímalán. Verð 19 millj.
Fasteignasala,
HB^Strandgötu 25, Hfj.
■ ■ Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Sími 555 1500, bréfsími 565 2644.
sér tíma til að aðstoða
okkur og segja til hvað
betur mætti fara við
veiðamar. Hánn var
einnig sérstaklega lið-
tækur við okkur syst-
urnar í dansinum, og
enginn var lagnari og
þolinmóðari kennari.
Hann fylgdist mjög
náið með hverju okkar
og því sem á daga okk-
ar dreif og hvatti okk-
ur áfram í leik og
starfi.
Hann átti létt með
að halda uppi samræð-
um sem yfirleitt byggðust á spurn-
ingum um hvernig við hefðum það
og hvernig okkur gengi við lærdóm,
leik og störf. Það var svo auðvelt að
segja honum frá því sem var að ger-
ast vegna þess hve vel og hvetjandi
hann tók undir það sem verið var að
ræða. Seinni árin var sambandið
einnig mikið og ánægjulegt. Enginn
viðburður hjá fjölskyldum okkar
var fullkominn nema Þorlákur afi
væri mættur. Hann var sannur
gleðigjafi og andrúmsloftið varð
alltaf léttara þegar hann var nálæg-
ur. Hann kunni svo sannarlega að
skemmta sér og öðrum og ekki
þurfti vímuefnin til. Hann var alltaf
vel til hafður og nýrakaður, enda
þekktur fyrir mikla notkun á
rakspíra sem angaði langar leiðir.
Við dáðumst oft að vinsældum hans,
enda var hann duglegur að rækta
samband sitt við fólk. Það sem okk-
ur þótti sérstaklega vænt um var
hversu vel hann fylgdist með böm-
um okkar, og þau lærðu snemma að
meta hans góðu og skemmtilegu
framkomu við sig. Þau kveðja hann
með miklum söknuði.
Langri og farsælli ævi hans er
lokið og minningin um góðan mann
lifir. Hann lifði lífinu lifandi og naut
þess vel á heilbrigðan hátt. Við vilj-
um þakka honum afa okkar fyrir
allar þær samverustundir sem við
fengum að njóta með honum.
Kristín, Lilja, Aðalsteinn
og María.
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fostudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
BlómabuSitv
öarðskom
v/ Fossvoc)ski»*l<jMga»‘t3
Sími: 554 0500 J
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.