Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 23 LISTIR Ur kvennaheimi LEIKLIST Tveir einþáttnngar EÐA ÞANNIG ... EFTIR VÖLU ÞÓRSDÓTTUR Leikari: Vala Þórsdóttir. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. GÓÐ KONA EFTIR JÓN GNARR Leikari: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Bún- ingar: Ragna Fróðadóttir. Leikmun- ir: Þorkell Harðarson. Hafnarljarðar- leikhúsið, Efra svið, föstudagur 30. janúar. NÝTT svið var vígt í Hafnar- fjarðarleikhúsi. - Efra svið - á föstudagskvöldið og voru þar flutt- ir tveir einþáttungar, ágætlega samstæðir, annar eftir Völu Þórs- dóttur og hinn eftir Jón Gnarr. Reyndar var aðeins um frumflutn- ing að ræða í öðru tilvikinu, þættin- um Góð kona eftir Jón Gnarr, sem mun einnig vera fyrsta leikverk téðs höfundar. Þáttur Völu, Eða þannig ..., var frumfluttur í Kaffi- leikhúsinu fyrir tæpum tveimur ár- um. Það var gaman að sjá leikþátt Völu Þórsdóttur aftur. Vala, sem bæði semur texta og leikur eina hlutverkið, dregur í þættinum upp grátbroslega mynd af nýfráskilinni ungri konu sem fer út að skemmta sér. Þátturinn er vel skrifaður, kvenlýsingin smellinn og hittir í mark, og leikur Völu góður, ein- lægur og ágengur. I leikþætti Jóns Gnarr er einnig aðeins um eitt hlutverk að ræða og líkt og í þætti Völu er það hlutverk ungrar konu. Tiltölulega nýútskrif- uð, franskmenntuð leikkona, Arn- dís Hrönn Egilsdóttir, fer með hlutverkið og fórst henni það vel úr hendi. Amdís Hrönn þarf að sýna fleiri en eitt andlit í hlutverki sínu, þar sem leikþátturinn fjallar um unga konu með afar veika og rásandi sjálfsmynd; um konu sem í raun er allan leikinn í gegn að máta hinar og þessar sjálfsmyndir. Arn- dísi Hrönn tókst ágætlega að „skipta um andlit“ og einnig hefur hún góða rödd og raddbeitingu. Endir leiksins kemur á óvart, en er þó vel undirbyggður, og í heild er leikþátturinn ágætlega skrifaður hjá Jóni og smellinn. Það er Benedikt Erlingsson, leikari, sem leikstýrir Amdísi Hrönn, og svo skemmtilega vill til að móðir hans, Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri leiðbeindi Völu Þórsdóttur. Ekki er ólíklegt að Benedikt hafi erft nokkuð af hæfi- leikum móður sinnar í þessari grein. Efra svið Hafnarfjarðarleik- hússins er hugsað líkt og Kaffileik- húsið í Reykjavík; gestir sitja við borð og geta keypt sér máltíð fyrir sýningu og notið drykkja meðan á sýningu stendur. Andrúmslofti þessara tveggja húsa verður þó vart saman jafnað, enda em þau eins ólík og hugsast getur. Ólíkt verkunum sem sýnd vora á þessu fyrsta kvöldi Efra sviðs, var mikill byrjendabragur á öllu skipulagi í kringum um sýninguna: Sýningin hófst a.m.k. 15 mín. of seint; 15 mín. hlé teygðist upp í hálftíma, þeir sem þjónustuðu salinn voru utan við sig, o.s.frv. Að þessu slepptu var þetta ánægjuleg kvöld- stund í Efra. Soffía Auður Birgisdóttir SIEMENS i Við seljum nú á næstu vikum ýmsar gerðir af Siemens heimilistækjum á sérstöku afsláttarverði. Nú ertími til að gera góð kaup á vönduðum tækjum. Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvalið. Þetta er sannkallaður búhnykkur fyrir þig. 4 Eldavélar ♦ Bakstursofnar ♦ Helluborð ♦ Örbylgjuofnar 4 Kæliskápar 4 Frystiskápar 4 Frystikistur 4 Uppþvottavélar 4 Þvottavélar 4 Þurrkarar SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor UMBOÐSMENN OKKAR A LANDSBYGGÐINNI ERU: Akranes: Skipavík Rafþjónusta Sigurdórs Búðordolur: Borgarnes: Ásubúð Glitnir (safjöröur: Snœfellsbeer: Póllinn Blómsturvellir Hvammetangl: Grundarfjörður: Skjanni Guöni Hallgrlmsson Seuöárkrókur: Stykklshólmur: Rafsjó Siglufjöröur: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Ama M. Neskaupstaöur: Rafalda Reyðarfjöröur: Rafvélaverkst. Ama E. Egilsstaöir: Sveinn Guömundsson Broiðdalsvík: Stefón N. Stefánsson Höfn ( Hornafiröl: Króm og hvítt Vik i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tróverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Goröur: Roftœkjav. Sig Ingvarss. Koflavfk: Ljósboginn Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla. Alfask. YDDA/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.