Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 23 LISTIR Ur kvennaheimi LEIKLIST Tveir einþáttnngar EÐA ÞANNIG ... EFTIR VÖLU ÞÓRSDÓTTUR Leikari: Vala Þórsdóttir. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. GÓÐ KONA EFTIR JÓN GNARR Leikari: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Bún- ingar: Ragna Fróðadóttir. Leikmun- ir: Þorkell Harðarson. Hafnarljarðar- leikhúsið, Efra svið, föstudagur 30. janúar. NÝTT svið var vígt í Hafnar- fjarðarleikhúsi. - Efra svið - á föstudagskvöldið og voru þar flutt- ir tveir einþáttungar, ágætlega samstæðir, annar eftir Völu Þórs- dóttur og hinn eftir Jón Gnarr. Reyndar var aðeins um frumflutn- ing að ræða í öðru tilvikinu, þættin- um Góð kona eftir Jón Gnarr, sem mun einnig vera fyrsta leikverk téðs höfundar. Þáttur Völu, Eða þannig ..., var frumfluttur í Kaffi- leikhúsinu fyrir tæpum tveimur ár- um. Það var gaman að sjá leikþátt Völu Þórsdóttur aftur. Vala, sem bæði semur texta og leikur eina hlutverkið, dregur í þættinum upp grátbroslega mynd af nýfráskilinni ungri konu sem fer út að skemmta sér. Þátturinn er vel skrifaður, kvenlýsingin smellinn og hittir í mark, og leikur Völu góður, ein- lægur og ágengur. I leikþætti Jóns Gnarr er einnig aðeins um eitt hlutverk að ræða og líkt og í þætti Völu er það hlutverk ungrar konu. Tiltölulega nýútskrif- uð, franskmenntuð leikkona, Arn- dís Hrönn Egilsdóttir, fer með hlutverkið og fórst henni það vel úr hendi. Amdís Hrönn þarf að sýna fleiri en eitt andlit í hlutverki sínu, þar sem leikþátturinn fjallar um unga konu með afar veika og rásandi sjálfsmynd; um konu sem í raun er allan leikinn í gegn að máta hinar og þessar sjálfsmyndir. Arn- dísi Hrönn tókst ágætlega að „skipta um andlit“ og einnig hefur hún góða rödd og raddbeitingu. Endir leiksins kemur á óvart, en er þó vel undirbyggður, og í heild er leikþátturinn ágætlega skrifaður hjá Jóni og smellinn. Það er Benedikt Erlingsson, leikari, sem leikstýrir Amdísi Hrönn, og svo skemmtilega vill til að móðir hans, Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri leiðbeindi Völu Þórsdóttur. Ekki er ólíklegt að Benedikt hafi erft nokkuð af hæfi- leikum móður sinnar í þessari grein. Efra svið Hafnarfjarðarleik- hússins er hugsað líkt og Kaffileik- húsið í Reykjavík; gestir sitja við borð og geta keypt sér máltíð fyrir sýningu og notið drykkja meðan á sýningu stendur. Andrúmslofti þessara tveggja húsa verður þó vart saman jafnað, enda em þau eins ólík og hugsast getur. Ólíkt verkunum sem sýnd vora á þessu fyrsta kvöldi Efra sviðs, var mikill byrjendabragur á öllu skipulagi í kringum um sýninguna: Sýningin hófst a.m.k. 15 mín. of seint; 15 mín. hlé teygðist upp í hálftíma, þeir sem þjónustuðu salinn voru utan við sig, o.s.frv. Að þessu slepptu var þetta ánægjuleg kvöld- stund í Efra. Soffía Auður Birgisdóttir SIEMENS i Við seljum nú á næstu vikum ýmsar gerðir af Siemens heimilistækjum á sérstöku afsláttarverði. Nú ertími til að gera góð kaup á vönduðum tækjum. Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvalið. Þetta er sannkallaður búhnykkur fyrir þig. 4 Eldavélar ♦ Bakstursofnar ♦ Helluborð ♦ Örbylgjuofnar 4 Kæliskápar 4 Frystiskápar 4 Frystikistur 4 Uppþvottavélar 4 Þvottavélar 4 Þurrkarar SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor UMBOÐSMENN OKKAR A LANDSBYGGÐINNI ERU: Akranes: Skipavík Rafþjónusta Sigurdórs Búðordolur: Borgarnes: Ásubúð Glitnir (safjöröur: Snœfellsbeer: Póllinn Blómsturvellir Hvammetangl: Grundarfjörður: Skjanni Guöni Hallgrlmsson Seuöárkrókur: Stykklshólmur: Rafsjó Siglufjöröur: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Ama M. Neskaupstaöur: Rafalda Reyðarfjöröur: Rafvélaverkst. Ama E. Egilsstaöir: Sveinn Guömundsson Broiðdalsvík: Stefón N. Stefánsson Höfn ( Hornafiröl: Króm og hvítt Vik i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tróverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Goröur: Roftœkjav. Sig Ingvarss. Koflavfk: Ljósboginn Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla. Alfask. YDDA/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.