Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 21,
andaðist á Landakotsspítala föstudaginn
30. janúar.
Helgi Helgason,
Anna S. Helgadóttir, Halldór Hjaltested,
Jóna H. Helgadóttir, Pálmi Þ. Vilbergs,
Árni H. Helgason,
Gylfi Þ. Helgason, Jóna P. Brynjólfsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Vesturbrún 2,
Flúðum,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 22. janúar.
Útförin hefur farið fram frá Hrunakirkju í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Skírnir Garðarsson, Torill Albrigtsen,
Baldur Garðarsson, Herdís Hólmsteinsdóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir, Reynir Guðmundsson,
Sigurjón Valdimar Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Haukur Jónsson, Fjóla Helgadóttir.
+
Móðir mín,
RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mávahlíð 4,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þakka auðsýnda samúð.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þorvarður Helgason.
+
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÁGÚSTA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Kirkju Fíladelfíusafnað-
arins mánudaginn 2. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Kristniboðssjóð Fíladelfíusafnaðarins.
Katrín Hendriksdóttir,
Sigríður Hendriksdóttir, Ingimar Þ. Vigfússon,
Gísli Hendriksson, Rannveig Björg Albertsdóttir,
Vilhjálmur Hendriksson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Þóra Jenný Hendriksdóttir, Guðjón Jónasson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GÍSLI ÁRNASON,
Garðatorgi 17,
Garðabæ,
sem lést þriðjudaginn 27. janúar, verður
jarðsunginn frá Vídalinskirkju, Garðabæ,
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Helga Einarsdóttir,
Einar Gíslason, Hanna Ólafsdóttir,
Gísli, Ásgeir og Helgi Einarssynir.
+
Móðursystir mín,
GUÐMUNDA S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Stangarholti 16,
verður jarðsungin frá Fossvogskaþellu mánu-
daginn 2. febrúar kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðmundur Elíasson.
GUÐMUNDA S.
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Guðmunda Sig-
ríður Guð-
mundsdóttir fæddist
í Reykjavík 11.
ágúst 1914. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 19. janú-
ar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg
Bjarnadóttir, f. á
Sviðugörðum í Flóa
1876, d. í Reykjavík
1961, og Guðmund-
ur Guðlaugsson, f.
að Stórholti, Rang-
árvallahreppi 1862,
d. í Reykjavík 1935. Systkini
Guðmundu, sem upp komust,
voru: Jón yfirtollvörður, f. 1899,
Líklega hefðu ýmsir talið það lítt
öfundsvert hlutskipti sem beið mín
þegar ég gekk í heilagt hjónaband
fyrir þrjátíu árum. Þann dag eign-
aðist ég hvorki meira né minna en
þrjár tengdamæður á einu bretti.
Ég vissi reyndar að maðurinn minn
tilvonandi var upp alinn í töluverð-
um kvennafansi en hafði ekki hug-
mynd um að tvær móðursystur
hans ógiftar, sem bjuggu á heimil-
inu, litu líka á þetta einkabam syst-
ur sinnar sem litla drenginn sinn.
Önnur þeirra var Guðmunda, sem
nú er gengin, en hin Elín sem lifir
ein systkinanna í hárri elli og dvelst
á Hrafnistu í Reykjavík.
Er skemmst frá því að segja að
samskiptin við tengdamæðurnar
þrjár urðu fljótlega að innilegri vin-
áttu sem aldrei bar skugga á. Guð-
munda og Elín, eða Didda og Ella
eins og þær voru kallaðar, voru svo
samrýmdar að sjaldan var nafn
annarrar nefnt án þess að hinnar
væri getið um leið.
Systkinin ólust upp við kröpp
kjör eins og algengt var á fyrri
hluta aldarinnar. Foreldrar þeirra,
þau Ingibjörg Bjamadóttir og Guð-
mundur Guðlaugsson, hófu búskap
í sveit en fluttust til Reykjavíkur
árið 1906. Starfaði Guðmundur
lengst af við Heildverslun Garðars
Gíslasonar þar sem hann ók vömm
til viðskiptamanna á hestvagni.
Bergur G. Gíslason lýsti Guðmundi
sem hægum og prúðum manni og
virðist Didda hafa erft þá eiginleika
fóður síns, var einkar hógvær og
lítið fyrir að láta á sér bera.
Sama gildir um Diddu og marga
aðra af hennar kynslóð, að ævin
hefði orðið önnur ef tækifæri nú-
tímans hefðu staðið til boða. Hún
var gædd listrænum hæfileikum
sem engin tök voru á að þroska í
námi því að öll urðu systkinin að
fara að vinna strax og stætt var. En
löngunin blundaði undir niðri og
seinna stundaði hún nám í listmál-
un um árabil á kvöldnámskeiðum
að loknum löngum vinnudegi og
náði ótrúlega góðum árangri.
Smám saman fækkaði á þessu
mannmarga heimili. Sum systkinin
gengu í hjónaband og eignuðust
börn og buru en heimilisfaðirinn
lést úr heilablóðfalli. Guðlaug flutt-
ist á Vífilsstaði þar sem hún dó úr
berklum eftir margra ára veikindi
en Ástrún, Elín og Guðmunda
bjuggu áfram hjá móður sinni.
Astrún varð með tímanum
burðarás heimilisins. Hún var tví-
gift, missti fyrri mann sinn, Elías
Loftsson, af slysforum eftir
skamma sambúð, en gekk sjö árum
seinna að eiga Sigurð Sigbjörnsson.
Ekki hvarflaði að henni að yfirgefa
móður sína og systur þótt hún
gengi í hjónaband og eftir að Ingi-
björg dó héldu þau áfram heimili
saman, Sigurður og systurnar
þrjár.
Þær mæðgur voru söngelskar
með afbrigðum og mátti oft sjá veg-
farendur staðnæmast fyrir utan
húsið til að hlýða á margraddaðan
sönginn sem barst út um gluggana
á góðum stundum. Didda spilaði
undir á gítar en strax og fjárráð
leyfðu keyptu systurnar fótstigið
d. 1970, Sigríður
húsfreyja, f. 1902, d.
1963, Guðlaug, f.
1905, d. 1939,
Ástiún húsfreyja, f.
1906, d. 1989, Elín,
vistmaður á Hrafn-
istu, f. 1911, Páll
(tvíburabróðir Guð-
mundu) verkamað-
ur, d. 1986. Tvö
systkini hennar dóu
í bernsku. Guð-
munda var ógift og
barnlaus.
Utför Guðmundu
fer fram frá Foss-
vogskapellu á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan
15.
orgel og að sjálfsögðu var Didda sú
sem fór í spilatíma svo að hægt
væri að njóta þessa ótrúlega mun-
aðar.
Starfsferill Guðmundu er
fljótrakinn. Þær Elín unnu árum
saman í Björnsbakaríi og skreyttu
þar kökur og páskaegg af mikilli
list. Þegar atvinna fór að glæðast á
stríðsárunum flutti Guðmunda sig
um set og vann tuttugu ár við skó-
gerð. Þá jókst innflutningur og skó-
gerðin lagði upp laupana. Eftir það
fékk hún starf á Hótel Borg. Þar
undi hún sér vel og fannst miður að
þurfa að hætta þar vegna heilsu-
brests. Hún var orðin útslitin enda
hafði hún lengst af unnið tólf
stunda vinnudag og ekki dregið af
sér.
Didda var einstaklega vönduð til
orðs og æðis, trygglynd og vinföst.
Hún mátti ekkert aumt sjá og til
dæmis um það má nefna að hún
lánaði eitt sinn vinnufélaga sínum
mestallt sparifé sitt þótt hún þætt-
ist vita að hún fengi það aldrei end-
urgoldið. Svo fór líka og voru engin
orð höfð um það meir.
Auðvelt var að gleðja Diddu og
Ellu. Þær ætluðust aldrei til neins
af öðrum en gerðu því meiri kröfur
til sjálfra sín. Ekki reyndust þær
sonum mínum síðri ömmur en mér
„tengdamæður" enda eigum við öll
dýrmætar minningar um ótal
ánægjustundir með þessum góðu
systrum.
Ég kveð Guðmundu Guðmunds-
dóttur með hlýhug og þakklæti.
Megi hún hvíla í friði.
Ragnheiður Briem.
Þessi fátæklegu kvéðjuorð eru
rituð í faðmi Dólomítafjallanna er
gnæfa til himins böðuð kvöldskin-
inu. Mér hefur borist sú fregn að
móðursystir mín, Didda, hafi kvatt
þennan heim á kyrrlátan hátt og
var það í samræmi við allt hennar
líf og viðmót.
Móðursystur mínar, Asta, Ella
og Didda, bjuggu alla tíð saman.
Fyrst minnist ég þeirra á Skóla-
vörðustíg 35 ásamt ömmu og syni
Ástu, Guðmundi Elíassyni, síðar
lækni. Afi var þá látinn. Ásta varð
ekkja árið 1940 en giftist síðar Sig-
urði Sigbjömssyni, sómamanni frá
Austfjörðum.
Heimilið var annálað fyrir gest-
risni, glaðværð og söngmennt. Síð-
ar fluttist fjölskyldan í Stangarholt
16. Á þeim tíma voru gamlar hefðir
í heiðri hafðar, hlýtt var á messu í
útvarpinu og kristin helgi virt. Er
móðir mín, Sigríður, lést árið 1963
stóð faðmur þessara elskulegu
móðursystra minna mér opinn og
veitti skjól.
Reglusemi, samheldni og um-
hyggja einkenndi heimilislífið, enda
hélt lítill frændi minn, sem oft kom
með mér í heimsókn, að Sigurður
ætti þrjár konur.
Didda og Ella giftust aldrei og
þótt aldurinn færðist yfir voru þær
alltaf kallaðar „stelpurnar" innan
fjölskyldunnar. Líf þeirra tveggja
var samofið í systurkærleika. Það
reyndist þeim því erfitt þegar leiðir
skildi síðasta misserið vegna sjúk-
leika beggja. Þær fluttust þá á
Hrafnistu í Reykjavík, hvor á sína
deild, þar sem Ella lifir, ein systk-
inanna níu, á 87. aldursári.
Trúmennska og alúð við alla ein-
kenndi Diddu. Hún var handlagin,
hafði yndi af söng og annarri tónlist
og næmt tóneyra. Nú getum við
ekki lengur tekið lagið saman og
leikið á orgelið góða eins og við
gerðum okkur vonir um í síðustu
heimsókn minni til hennar.
Ég kveð þessa móðursystur mína
með innilegu þakklæti fyrir birtuna
er hún veitti mér og okkur hinum.
Sól er sest. Nýr dagur rís að
morgni.
Guðlaug Elisa Kristinsdóttir.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum hennar Diddu fóð-
ursystur minnar sem er látin.
Það er þó erfitt að minnast
Diddu án þess að nefna Ellu líka
því þær systur voru svo samrýndar
og fóru flest saman. Ella lifir systur
sína og er á sjúkradeild Hrafnistu.
Mér fannst ég alltaf þekkja
Diddu betur, ekki vegna þess að
hún var tvíburasystir pabba míns,
heldur vegna þess að í tvö sumur
unnum við saman á Hótel Borg. Þá
var ég bara 15 og 16 ára og var svo
heppin að fá vinnu við að ræsta hót-
elherbergin, en í því starfi var
Didda. Við unnum á tvískiptum
vöktum og vorum mikið saman á
kvöldvöktum tvær einar með allar
fimm hæðirnar. Það var gaman að
vinna með Diddu. Hún var alltaf
svo kát og við hlógum mikið saman.
Aldrei fann ég fyrir aldursmun á
okkur. Við gengum saman í þau
verk sem við áttum að vinna þótt
við ættum að skipta hæðunum á
milli okkar. Þegar hlé var á vinnu
sátum við og spjölluðum saman,
spiluðum eða spáðum í bolla hvor
fyrir aðra og þóttumst orðnar ansi
góðar og oftast fannst okkur spá-
dómurinn rætast.
Oftast hittumst við þegar Ella og
Didda komu til mömmu og pabba í
heimsókn. Þær voru duglegar að
koma þó svo enginn væri bíllinn.
Ég kom líka til þeirra í Stangar-
holtið þótt það væri ekki oft. Þar
var til orgel sem ég fékk að glarnra
á og lærði að spila Gamla Nóa. Ég
fékk ekki að láta mér leiðast. I hús-
inu var ævintýralega brattur stigi
upp þar sem svefnherbergin voru.
Mér fannst eins og ég væri að fara
upp í ævintýraheim þegar ég fékk
að fara þangað upp. Þar var mikið
af bókum. Einum kassa man ég eft-
ir með barnabókum og var ég látin
lesa Bláskjá sem ég gleymdi mér
yfir og gleymi ekki þeirri sögu.
Þegar hún var svo gefin út aftur
keypti ég hana handa mínum börn-
um.
Ég verð líka að minnast á ferða-
lögin sem þær systur voru svo dug-
legar að fara í ásamt vinkonu sinni,
Ólöfu. Þær fóru bæði til útlanda og
oft í útilegur innanlands með ferða-
félagi eða sjálfar með rútu. Eitt
skiptið fyrir um 24 árum hittumst
við í Skaftafelli. Þá voru þær vin-
konurnar búnar að tjalda og buðu
okkur unglingunum inn. Þar var
allt svo hlýtt og notalegt. Þær voru
búnar að tína mosa til að einangra
hjá sér og allt var í röð og reglu.
Það var gaman að sjá hvað þær
nutu þess að vera úti í náttúrunni.
Þegar Didda varð áttærð fóru þær
að Flúðum og héldu upp á afmælið
þar.
Við fjölskyldan minnumst Diddu
með hlýhug. Alltaf var notalegt
klapp á kinnarnar og hlý orð hvort
sem um varð að ræða mig eða börn-
in mín og alltaf var spurt hvað
bömin væru að gera og hvernig all-
ir hefðu það.
Ég er glöð yfir að hafa kynnst
Diddu. Alltaf bar hún hag annarra
fyrir brjósti, en hugsaði minnst um
sjálfa sig og gerði lítið úr veikind-
um sínum síðastliðið ár.
Ég veit að hún hefur það gott
núna hjá foreldrum og systkinum.
Guð geymi Diddu.
Guðlaug Pálsdóttir.