Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hvernig gekk í réttinum í dag? Ég spurði dómarann hvort ég Hann sagði „Nei!“ Hann sagði gæti komið nær dómarasætinu. að ég ætti að halda mig í bakgarðinum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bæjarmálafélag Hveragerðis Frá Jóhanni ísleifssyni: DEILUR sjálfstæðismanna í Hveragerði undanfarið hafa verið áberandi í bæjarfélaginu og í brennidepli fjölmiðlanna. Með brottrekstri fjögurra bæjar- fulltrúa af D-lista úr Sjálfstæðisfé- laginu Ingólfi í apríl má segja að smiðshögg hins algjöra trúnaðar- brests hafi verið fullkomnað. Fljótlega stofnuðu bæjarfulltrú- amir 4 ásamt fjölda stuðnings- manna nýtt félag, Bæjarmálafélag Hveragerðis. Jafnframt þessu hófust fjöldaúrsagnir félaga úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi, og hafa lamað alla eðlilega starfsemi í því félagi síðan. Markmið hins nýja félags, Bæjar- málafélags Hveragerðis, er fyrst og fremst það að sameina bæjarbúa í því að vinna að framgangi og bætt- um lífsskilyrðum í Hveragerði og efla þátttöku almennings í bæjar- málaumræðunni. Pess misskilnings hefur gætt undanfarið í fjölmiðlaumfjöllun að hér sé á ferðinni annað féiag sjálf- stæðismanna í Hveragerði. Svo er ekki. Félagið á ekki aðild að neinum stjómmálaflokki, stjómmálaskoð- anir einstakra félaga eru eflaust mjög breytilegar. Eðlilega em mjög margir félagar sjálfstæðismenn, en innan vébanda þess era líka mjög margir sem eru á vinstri væng stjómmálanna. Pað traflar ekki markmið og baráttumál Bæjar- málafélagsins, sem eru okkur ölium sameiginleg. Bæjarmálafélagið lítur á sig sem boðbera nýrra tíma í Hveragerði, með eitt markmið, í öflugri sam- vinnu fólksins í bænum, þar sem fagleg og metnaðarfull sjónarmið ráða ferðinni. Pólitísk vígaferli undanfarinna ára, sundrung og persónulegar ill- deilur, hafa markað djúp spor í bæj- arsálina og verið dragbítur á eðli- lega uppbyggingu og velferð bæjar- búa. Hornsteinninn í starfsemi hins nýja félags eru „Laugardagsfund- irnir“. Milli klukkan 10 og 12 á laug- ardögum eru bæjarbúar boðnir í „Opið hús“ þar sem bæjarmálin era rædd yfir rjúkandi kaffibollum. Bæjarfulltrúar era alltaf viðstaddir og bæjarbúum gefst kostur á að ræða einstök málefni, jafnframt hafa verið fengnir fyrirlesarar víða að, til að ræða ýmis mál sem hafa snert hagsmuni bæjarbúa og verið ofarlega í þjóðmálaumræðunni. Bæjarmálafélagið stendur líka fyrir öflugri blaðaútgáfu sem er vett- vangur opinberrar umræður um bæjarmálin. Mjög hefur verið vand- að til útgáfunnar og hefur henni verið vel tekið. Undirbúningur fyrir kosningar á vori komanda er hafinn. Kjörnefnd er að störfum og vinna við val full- trúa á framboðslista er langt komin. Eg vil að lokum, fyrir hönd fé- lagsmanna í Bæjarmálafélagi Hveragerðis, bjóða sérstaklega vel- komna til starfa brottreknu bæjar- fulltrúana fjóra, þau Öldu Andrés- dóttur, Aldísi Hafsteinsdóttur, Gísla Pál Pálsson og Hafstein Bjamason. Frammistaða þeirra og barátta fyr- ir hagsmunum bæjarfélagsins hefur verið aðdáunarverð. Prátt fyrir marga erfiðleika og gegndarlausan óþverra, sem hefur dunið yfir þau úr herbúðum fyrram félaga þeirra, hafa þau aðeins styrkst í afstöðu sinni. Ef ég byggi svo vel að eiga hatt, mundi ég ávallt taka hann ofan í viðurvist þeirra í virðingarskyni. JÓHANN ÍSLEIFSSON, formaður Bæjarmálafélags Hveragerðis. Misnotkun Árna Sigfússonar Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur: HVERNIG stendur á því að Árna Sigfússyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor, er liðið að misnota fjöldasamtök á borð við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) til að reka kvöld eftir kvöld áróður fyrir sjálfan sig í sjónvarpi? Petta er afar ósmekklegt gagnvart þeim fjölda félaga í FIB sem era einlægir stuðningsmenn Reykja- víkurlistans. Fyrir utan siðleysið sem felst í því. í raun og vera sýnir þetta vel innræti frambjóðandans. Hann svífst einskis þegar um hann sjálfan og almannafé er að ræða. Það kom raunar í ljós þá 100 daga eða svo sem hann gegndi embætti borgarstjóra árið 1994. Þá jós hann 10 milljónum króna á dag úr borg- arsjóði í algjörlega heimildalausar greiðslur, eingöngu til að reyna að slá sjálfan sig til riddara fyrir kosn- ingar. Það var fullkomið siðleysi, eins og auglýsingarnar núna. Enda er það nýjung á íslandi að frámkvæmdastjórar almennra fé- lagasamtaka noti þau sjálfum sér til framdráttar í kosningabaráttu. Hefur Vilhjálmur Egilsson, svo dæmi sé tekið, komið daglega fram rétt fyrir alþingiskosningar í aug- lýsingum fyrir Verslunarráð Is- lands eða Ögmundur Jónasson fyr- ir BSRB? Hvað sem annars má segja um þessa tvo menn þá sjá þeir þó sóma sinn í að misnota ekki svo berlega aðstöðu sína. Og sam- tök þeirra era líka vandari að virð- ingu sinni en svo að þau láti slíkt henda sig. Ég hvet Reykvíkinga til að mót- mæla harðlega misnotkun Árna Sigfússonar á FIB. Hann getur sjálfur kostað sína kosningabaráttu eins og aðrir frambjóðendur eða látið Sjálfstæðisflokkinn gera það. SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Fjólugötu 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.