Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinnslustöðin hf. hyggst selja togarann Breka Nýtt hlutafélag um útgerð í Eyjum væntanlegur kaupandi VINNSLUSTOÐIN hf. í Vest- mannaeyjum hyggst nú, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, selja togarann Breka ásamt hluta veiði- heimilda til nýs almenningshlutafé- lags um útgerð í Vestmannaeyjum. Jafnframt mun Vinnslustöðin stefna að því að verða hluthafi í hinu nýja félagi. Samkvæmt úthlutun veiðiheim- ilda síðastliðið haust eru aflaheim- ildir Breka um 2.338 þorskígildi, þar af um 640 tonn af þorski, 1.180 tonn af karfa, 713 tonn af ufsa og 300 af ýsu auk fleiri tegunda. Ekki liggur ljóst fyrir hve miklar veiði- heimildir íylgja skipinu, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun heildarupphæð fyrir skip og þær veiðiheimildir sem fyrirhugað er að selja vera meira en 500 millj- ónir króna. Hlutafé um 250 miHjónir Almenningshlutafélagið, sem nú er verið að hleypa af stokkunum í Vestmannaeyjum, hefur það mark- mið að kaupa þau skip og veiðiheim- ildir, sem þar eru til sölu til að koma í veg fyrir að þær hverfi úr höndum heimamanna. Samkvæmt þessu mun fyrirtækið þá þegar við stofn- un kaupa togarann Breka og bátana Gullborgu og Hrauney með veiði- heimildum. Líklegt er talið að áherzla verði lögð á löndun aflans í Vestmanna- eyjum og vinnslu hans í sem mest- um mæli þar. Stefnt mun að því að hlutafé hins nýja fyrirtækis verði um 250 milljónir króna og hluthafar verði einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum. Miklar framkvæmdir hafa að undanfómu staðið yfir hjá Vinnslu- stöðinni vegna loðnuvertíðar, sem nú er að hefjast og stefnt er að frystingu á 8.000 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og gert ráð fyrir því að taka á móti 52.000 tonnum af loðnu til bræðslu. Ennfremur er gert ráð fyrir fryst- ingu loðnuhrogna. Breytt vinnufyrirkomulag Vinnslustöðin hefur að undan- förnu staðið í viðræðum við starfs- fólk og verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn um breytt vinnufyrirkomulag í bolfisk- vinnslu á báðum stöðum. Um er að ræða styttri vinnutíma, en betri nýt- ingu vinnuaflsins. Samkvæmt heim- ildum blaðsins munu þessar viðræð- ur á lokastigi og mun breytt vinnu- fyrirkomulag taka gildi á næstunni. Urslit í Nagano á Netinu LESENDUR Fréttavefjar Morgunblaðsins geta nú tengst upplýsingavef Vetrar- ólympíuleikanna í Nagano í Japan. Þar er að finna upplýsingar um öll úrslit, íþróttamennina, þátttökuþjóðirnar og dagskrá leikanna. Nú fer að líða að því að íslensku þátttakendumir hefji keppni. Nagano-vefinn er að finna á íþróttasíðu fréttavefjarins í vinstri dálki. Einnig er þar að finna tengingar við vefi um NBA-körfuboltadeildina, ensku úrvaldsdeildina í knatt- spymu og HM í knattspyrnu í Frakklandi, sem hefst í júní á þessu ári. Fleiri uppsagnir lækna tilkynntar Enginn árangur í viðræðum TR og lækna FULLTRÚAR lækna og Trygginga- stofnunar ríkisins hafa átt fjölmarga fundi vegna samninga lækna við TR og segir Kristján Guðjónsson, deild- arstjóri hjá TR, að fundirnir hafi lít- inn árangur borið. Um næstu mán- aðamót munu alls 84 læknar hafa sagt sig frá samningi við TR. AJlt frá áramótum hafa samninga- nefndir lækna og fulltrúar Trygg- ingastofnunar setið fundi nær dag- lega nema sunnudaga, að sögn Krist- jáns og sagðist hann aðspurður verða æ svartsýnni á að deiluaðilar væru að nálgast. Áfram yrði þó fund- að og var ætlunin að hittast síðdegis í gær. Níu lungnalæknar hafa boðað uppsögn sína Níu lungnalæknar hafa síðast boð- að uppsögn sína frá samningnum frá næstu mánaðamótum og munu þá alls 84 læknar hafa sagt sig frá samningi við TR. Fyrstu hópamir voru háls-, nef- og eyrnalæknar, bæklunarlæknar og síðan þvagfæra- læknar og skurðlæknar. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Langir skuggar Á sólríkum sumardögum öfundast menn út í þá sem vinna utandyra, en þegar frostið á Fróni fer upp í ljórtán gráður er bara gott að stunda þægilega innivinnu. Starfsmenn Slippstöðvarinnar eru mikil hörkutól og létu sig ekki muna um að mála togarana sem þar eru til viðgerðar þótt kalt væri. Utanríkisráðuneytið býður tyrkneskri konu aðstoð Boðið að koma Kveðja frá kanzl- ara Þýzkalands HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, vottaði frú Auði Sveinsdóttur Lax- ness samúð sína vegna fráfalls eigin- manns hennar, Hall- dórs Kiljans Lax- ness, með eftirfar- andi bréfi sem Morg- unblaðið fékk vin- samlega heimild til að birta. Háæmverðuga frú Við fráfall eigin- manns yðar votta ég yður mína dýpstu samúð. Ég óska yður styrks og huggunar þessa erfiðu daga. íslenzka þjóðin og heimsbókmenntirnar hafa misst einn sinn stærsta mann, en í lífsverki sínu mun hann lifa áfram. Hall- dór Laxness, stolt ís- lenzkra bókmennta á þessari öld, ferðaðist frá heimaeyju sinni um alla veröldina og drakk í sig hina margvíslegu, póli- tísku, andlegu og trú- arlegu strauma hennar, en gaf sig þeim þó aldrei á vald; hann var alltaf sjálfum sér trúr. Bækur hans eiga rætur sínar í arfleifð íslendinga - í lífsháttum, sem sterkar tilfinningar tilheyra rétt eins og jarðbundin hugsun og gráglettnisleg kímni. Hetjur hans vom almúgafólk í afskekktum sveitum Islands; en allir lesendur verka hans, sem þýdd hafa verið á þrjátíu þjóðtungur, þekkja sjálfa sig í þeim. Þannig verður boðskapur þess manneskjulega, sem bindur okkur böndum yfir landamæri ríkja, tungumála og menningarsvæða, arfleifð eigin- manns yðar Halldórs Laxness til heimsbyggðarinnar. Með innilegri kveðju, Dr. Helmut Kohl, kanzlari Sambands- lýðveldisins Þýzkalands. til Islands UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent bréf til tyrkneskrar konu sem á barn með íslenskum manni en er útskúfað af fjölskyld- um beggja, þar sem bamið er fætt utan hjónabands. Greint var frá vanda konunnar í Morgunblaðinu á þriðjudag eftir að blaðinu barst bréf frá henni. í bréfi ráðuneytis- ins er konunni boðið að koma til íslands með son sinn og jafnframt er henni boðin aðstoð við að finna atvinnu og aðlagast nýju umhverfi og menningu. Ennfremur segir að hægt verði að athuga möguleika á ríkisborgararétti fyrir drenginn þegar hingað kemur. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við félagsmálaráðuneyt- ið, dómsmálaráðuneytið, Útlend- ingaeftirlitið og Rauða kross ís- lands vegna málsins. Að sögn Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra era menn á þessum stöðum sammála um að rétt sé að reyna að liðsinna mæðginunum, en í bréfi konunnar til Morgunblaðsins kom fram að hún hygðist snúa sér til ís- lenskra stjórnvalda með það fyrir augum að sækja um íslenskan rík- isborgararétt fyrir drenginn, þar sem hann ætti íslenskan fóður. Ákall til stjórnvalda „Ég las þessa frétt í Morgun- blaðinu eins og aðrir landsmenn og las út úr henni ákall til stjómvalda um að kynna sér málið,“ segir Halldór Ásgrímsson aðspurður um ástæðu þess að ráðuneytið tæki frumkvæði að því að hafa samband við konuna og bjóða henni aðstoð. „Við höfum haft mikil samskipti við Tyrkland vegna málefna Sophiu Hansen og mér finnst að okkur beri skylda til þess að sinna fólki sem vill leita til okkar vegna barns sem á íslenskan fóður. Við kynntum okkur málið í trúnaði með hjálp Morgunblaðsins og ákváðum að reyna að hjálpa til,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.