Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tekjuafgangur ríkissjóðs 1.200 milljónir í fyrra ÉG er eitthvað svo rosalega slappur, læknir. Þetta hefur bara ekki skeð síðan flensuveturinn mikla 1984 að mér hafi ekki tekist að eyða öllum tekjunum. Gamall braggi hefur fengið nýtt hlutverk Morgunblaðið/Porkell INGI Þór Þorgrímsson, formaður Flugbjörgunai’sveitarinnar í Reykja- vík, og Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslandsflugs, handsala gjöfina. Flugbjörg- unarsveitin fær bragga aðgjöf ÍSLANDSFLUG hefur gefíð Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík bragga sem stendur við hliðina á aðalbyggingu sveitarinnar við Reykjavíkur- flugvöll. íslandsflug hefur átt húsnæðið í 7 ár og hafa Islands- flug og Flugbjörgunarsveitin notað það sameiginlega undir vörur og tæki. Flugbjörgunarsveitina vant- aði meira rými fyrir tækin sín, því fór hún þess á leit við ís- landsflug að fá allt húsnæðið til umráða. Þar sem Flugbjörgun- arsveitin er áhugamannafélag og starfsemi þess mjög mikil- væg í björgunarkeðju lands- manna ákvað Islandsflug að gefa Flugbjörgunarsveitinni húsnæðið, segir í fréttatilkynn- ingu. Tilboös franskar Sveitabjúgu Buitoni Pastasósur 400 gr Demak’up bómullarskífur 109- 129- UM EIÐINNI HEIM LAND ALLT Félag viðskipta- og hagfræðinga 60 ára Aukin eftir- spurn eftir sér- þekkingu Kristján Jóhannsson FÉLAG viðskipta- fræðinga og hag- fræðinga fagnar sex- tíu ára afmæli í dag föstu- daginn 13. með ráðstefnu um framtíð Islands í ljósi þróunar atvinnu- og efna- hagslífs á alþjóðavettvangi á Grand hótel. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með setningu formanns FVH og ávarpi Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Gestur ráðstefnunnar og aðalfyrirlesari er dr. Jeffrey D. Sachs, prófess- or við Harvard-háskóla og sérfræðingur um alþjóða- efnahagsmál, sem hyggst fjalla um samhengi hag- vaxtar, staðhátta og nátt- úruauðlinda, með hliðsjón af Islandi. Ráðstefnustjóri er Geir Haarde alþingismaður. Aðrir fyrirlesarai- á ráðstefn- unni eru Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags Islands, sem ræðir áhrif alþjóðavæðingar á innlent atvinnulíf, Friðrik Páls- son forstjóri SH, sem fjallar um vaxtarmöguleika í sjávarútvegi á alþjóðavettvangij og Rannveig Rist, forstjóri ISAL, sem mun tala um framtíð iðnaðar á Islandi. Þá talar Bjami Armannsson forstjóri Fjárfestingabanka at- vinnulífsins um fjármálaþjónustu á nýrri öld og Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Islands fjall- ar um rekstur og hagstjórn fyrir- tækja við upphaf nýrrai- aldar. - Hver er þróunin í stétt við- skipta- og hagfræðinga? „Þróunin hefur verið í átt til meiri sérhæfingar og viðskipta- og hagfræði eru orðnar marg- slungnar fræðigreinar. Frá 1982 hefur útskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum frá Háskóla Is- lands fjölgað um 1.700 manns. A félagsskrá hjá okkur eru um 2.500 einstaklingar og líklega eru núlif- andi viðskipta- og hagfræðingar íslenskir 2.700 talsins. Þessi fjöldi er tæplega 2% af vinnuafli 16-64 ára hér á landi og til samanburðar má nefna að sama hlutfall í Dan- mörku er um 0,7%. Við erum þvi mjög vel sett á íslandi hvað varð- ar fagfólk í rekstri fyrirtækja og í viðskiptum og tel ég að það sé ákveðinn styrkur fyrir íslenskt at- vinnulíf að hafa aðgang að fólki með sérþekkingu á þessu sviði.“ - Getur þetta fólk allt nýtt menntun sína? „Hér áður fyrr fóru margir með þessa menntun beint í stjómunar- stöður en fara nú meira í sér- fræðistörf og afmörkuð verkefni. Þeir sem hafa lagt stund á sémám eða framhaldsnám taka til dæmis að sér sérfræði- stöður í tengslum við fjármál eða markaðs- mál og um 10% af við- skipta- og hagfræðingum frá Há- skóla íslands hafa farið í fram- haldsnám, langflestir erlendis. Háskólinn er jafnframt farinn að bjóða upp á framhaldsnám líka. Eftirspurnin hefur ekki minnk- að því fyrirtæki og stofnanir eru farin að ráða viðskiptafræðinga í stöður sem áður voru til dæmis mannaðar fólki með verslunar- próf. Einnig er aukinn fjöldi við- skiptafræðinga við störf í þjón- ustugeiranum. Annað sem breyst hefur er það að um það bil 25% viðskipta- og hagfræðinga eru konur.“ - Hvaða áhrif hefur það haft á launaþróun? „Mikið er talað um það að kon- ► Kristján Jóhannsson fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1981 og BS-prófi í viðskiptafræði frá viðskiptaháskólanum í Árósum árið 1987 og cand. merc. prófi frá sama skóla árið 1989. Krislján starfaði árin 1981-1984 í kerfis- deild SÍS og að námi loknu hjá Vinnuveitendasambandi íslands, einkum að Evrópumálum. Árið 1992 hóf hann störf hjá Eim- skipafélaginu, fyrst sem kynning- arstjóri, þá forstöðumaður innan- landsdeildar og starfar nú sem forstöðumaður markaðsdeildar. Kristján er kvæntur Jóhönnu Júl- íusdóttur sjúkraliða og eiga þau þijár dætur. Hann er jafnframt formaður Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga. ur séu lítið í stjómunarstöðum miðað við karla en ég tel að auk- inn fjöldi kvenna í stétt viðskipta- og hagfræðinga, 40% af þeim sem útskrifast nú eru konur, breyti forsendum mjög. Mörg fyrirtæki vilja fjölga konum í stjórnunar- stöðum og sú breyting sem er að verða á hlutfalli kvenna með þessa menntun er því mjög jákvæð.“ - Sérðu fyrir þér einhverja breytingu á starfssviði viðskipta- og hagfræðinga í náinni framtíð? „Ég tel að muni verða þörf fyrir einstaklinga sem menntaðir eru i öðrum greinum en viðskipta- og hagfræði eingöngu, til dæmis á sviði tölvufræðinnar. Háskóli Is- lands býður því miður ekki upp á þennan möguleika en þeir sem fara til framhaldsnáms erlendis í dag geta hæglega tengt saman viðskipti og upplýsingatækni svo dæmi sé tekið. Háskóli íslands hefur hins vegar boðið nemendum sínum námskeið þar sem hægt er að tengja sam- an viðskiptafræði og tungumál. Það held ég að sé mjög af hinu góða í aukinni alþjóðavæðingu.“ - Hvað er félagsmönnum efst í huga nú undir aldamót? „Umhverfi til atvinnurekstrar er orðið mikið hagstæðara en var bara fyrir fáeinum árum og þegar hugsað er 60 ár aftur í timann hafa auðvitað orðið gríðarlegar breyt- ingar. Það er vel við hæfí að halda ráðstefnu sem þessa á þeim tíma- mótum sem eru í greininni sem og nú á þröskuldi nýrrar aldar. Það er mikilvægt fyrir okkur sem fag- fólk að horfa fram á veginn og velta því fyrir okkur hvað muni örva nýsköpun, framleiðni og hag- vöxt hérlendis á 21. öld og hvernig við getum lagt lóð á vogarskálina þjóðinni til framdráttar." Fjölgað f faginu um 1.700 manns frá 1982
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.