Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 45
FRÉTTIR
AFMÆLI
Dagskrá
Brids-
hátíðar
BRIDSHÁTÍÐ 1998 hefst í dag á
Hótel Loftleiðum og er dagskráin
sem hér segir: Mótið er sett í kvöld
kl. 19 og kl. 19.15 hefst tvímennings-
kegpnin. Spilað er til klukkan 0.30.
Á laugardagsmorgun kl. 11 heldur
tvímenningskeppnin áfram en henni
lýkur kl. 19.30. Gert er ráð fyrir mat-
arhléi kl. 13.10 til 14.
Sveitakeppnin hefst á sunnudag
kl. 13 og er spilað til klukkan 23.15
með kvöldmatarhléi kl. 19-20.30.
Spilamennska hefst á mánudag kl.
13 og er spilað til 19.30 en þá lýkur
mótinu með verðlaunaafhendingu.
Skáldverk Tol-
stojs á bíósjn-
ingum MIR
TVÆR næstu helgar verða kvik-
myndir byggðar á skáldverkum rúss-
neska skáldjöfursins Lévs Tolstoj
sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10.
Sunnudaginn 15. febrúar kl. 15
verður sýnd myndin Kósakkar. Hún
var gerð í Moskvu árið 1961, í leik-
stjórn V. Pronins. Laugardaginn 21.
febrúar verður svo stórmyndin Stríð
og friður sýnd í heild sinni og hefst
sýning hennar kl. 10 að morgni og
lýkur um kl. 18.30.
í fréttatilkynningu segir: „Kvik-
myndin var gerð í fjórum köflum og
verða hálftíma til klukkustundar löng
matar- og kaffihlé gerð við kafla-
skipti. Borinn verður fram matur, að
hluta til þjóðlegir rússneskir réttir og
kaffibrauð og kökur. Peir sem vilja
sjá hina frægu og einstæðu stórmynd
í heild sinni þurfa að tryggja sér miða
fyrirfram en þeir verða afgreiddu í
félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á
sunnudag kl. 15-18 og næstu daga kl.
17.30-18.30.“
Námskeið
í áfallahjálp
LANDSBJÖRG, landssamband
björgunarsveita, stendur fyrir nám-
skeiðum um streitueinkenni og
áfallahjálp á Grand Hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, dagana 19.-22. í'ebrúar.
Tveir sérfræðingar á sviði áfalla-
hjálpar, bandarísku prófessorarnir
Jeffrey T. Mitchell Ph.D. og Geor-
ge S. Everly Ph.D. verða kennarar
á námskeiðinu en þeir hafa mótað
aðferðir og skipulagt hjálparstarf
við öll stærri áfóll þar í landi á und-
anfómum árum. Þar má nefna
sprengjutilræðið í Oklohoma-borg
19. aprfl 1995 og flugslysið þar sem
flugvél Trans World Áirlines fórst
17. júlí 1996.
I fyrsta lagi er um að ræða
tveggja daga grunnnámskeið er
býr þátttakendur undir ýmis konar
inngrip vegna neyðaraðstæðna og
kemur að gagni við uppbyggingu
og stjórn úrvinnslufunda í kjölfar
stórra sem smárra áfalla. Það nám-
skeið er opið öllum þeim er vilja
afla sér þekkingar á aðferðum sem
notaðar eru í þessu skyni.
í beinu framhaldi af grunnnám-
skeiðinu verður svo haldið tveggja
daga framhaldsnámskeið sem ætl-
að er að veita þátttakendum nýj-
ustu upplýsingar um áfallahjálp
og streitueinkenni vegna áfalla.
Þar verða kynntar skilgreindar og
prófaðar aðferðir til aðstoðar þeim
sem orðið hafa fyrir sálrænu
áfalli. Framhaldsnámskeiðið hent-
ar vel fagfólki í geðheilsugæslu og
annarri heilbrigðisþjónustu,
prestum, slökkviliðsmönnum, lög-
reglu, skólastjórnendum, starfs-
mönnum flugfélaga, björgunarliði
og öðrum þeim sem þegar hafa
hlotið einhverja fræðslu um áfalla-
hjálp.
Undirbúningur að þessum nám-
skeiðum hefur staðið yfír í eitt ár.
Námskeiðsgjald er 15.000 krónur
fyrir hvort námskeið en 25.000
krónur séu bæði námskeiðin tekin.
Námskeiðin fara fram á ensku
en nánari upplýsingar og skráning
fer fram á skrifstofu Landsbjarg-
ar.
EINAR
HANNESSON
Einar Hannesson,
fyrrverandi skrifstofu-
stjóri á Veiðimálastofn-
un verður sjötugur í
dag, 13. febrúar. Vilj-
um við undirrituð
senda honum innilegar
afmælisóskir í tilefni
dagsins og þakka hon-
um langt og farsælt
samstarf að veiðimál-
um.
Einar útskrifaðist frá
Samvinnuskólanum
vorið 1947 og hóf í júní
sama ár störf sem að-
stoðarmaður veiðimála-
stjóra og starfaði að veiðimálum
næstu 40 árin sem gjaldkeri og bók-
ari, fulltrúi og síðast sem skrifstofu-
stjóri á Veiðimálastofnun. Á starfs-
tíma Einars uxu umsvif í veiðimál-
um mjög mikið, frá því að vera
íhlaupastarf nokkurra aðila áður en
veiðimálastjóri var fyrst skipaður
1946 í að verða alhliða starfsemi er
náði til stjómsýslu, rannsókna, ráð-
gjafar í veiðimálum. Bar þar hæst
öflun ýmiss konar gagna og
skýrslna um veiði og fiskrækt og
ráðgjöf varðandi félagslegan þátt
veiðimála, fiskrækt og fiskeldi.
Starfsemin efldist og þróaðist með
árunum upp í þá fjölþættu starfsemi
sem hún síðar varð. Einar var virk-
ur þátttakandi og burðarás í þeirri
þróun. Nutu hinir góðu eiginleikar
hans sín sérlega vel í starfi. Hann
var traustur, athugull, ósérhlífinn og
átti auðvelt með að umgangast fólk,
sem kom sér vel í samskiptum með-
al annars við fjölda veiðieigenda og
veiðimanna víðs vegar um land.
Einar er félagslyndur maður og
áhugasamur um þau málefni sem
hann veitir Iið. Hann hefur létta
lund og kann að gleðjast í góðum
hópi. Hann hefur starfað mikið um
árabil í Góðtemplara-
reglunni og gegnt trún-
aðarstörfum innan
hennar. Einar er vel
ritfær og hefur skrifað
fjölda greina í blöð og
tímarit um bindindis-
mál og veiðimál og
einnig bókina „Islensk-
ar laxveiðiár" sem kom
út 1988. Með skrifum
sínum um veiðimál hef-
ur hann unnið merki-
legt starf til kynningar
á hinum ýmsu hliðum
málaflokksins, sem
byggist á þeirri víð-
tæku þekkingu sem hann hefur öðl-
ast í gegnum árin.
Eftir að Einar hætti á Veiðimála-
stofnun eftir 40 ára starf, réð hann
sig í hálft starf sem framkvæmda-
stjóra Landssambands veiðifélaga
og hefur gegnt því síðan. Þekking
hans og reynsla í veiðimálum hefur
komið að góðum notum í því starfi,
sem fólgið er í hagsmunagæslu og
markaðssetningu á lax- og silungs-
veiði. Auk þess leitar til hans fjöldi
veiðréttarhafa og utan að komandi
aðila varðandi upplýsingar og ráð-
gjöf í veiðimálum.
Einar var ritari nefndar sem end-
urskoðaði hluta lax- og silungsveiði-
laganna á árunum 1992 og 1994.
Kom sér þá vel góð þekking hans á
málaflokknum en hann hefur að
öðrum ólöstuðum sennilega einna
yfirgripsmestu þekkingu á laxveiði-
löggjöfinni og félagslegum þáttum
veiðimála hér á landi.
Kona Einars er Katrín Péturs-
dóttir. Við sendum þeim hjónum og
fjölskyldu þeirra bestu kveðjur og
árnaðaróskir í tilefni dagsins.
Árni Isaksson, Þór Guðjónsson
og fyrrverandi samstarfsfólk á
V eiðimálastofnun.
Morgunblaðið/Þorkell
MENNTAMÁLARÁÐHERRA talaði í ávarpi sínu um hina nýju og
miklumöguleika veraldarvefsins.
Rannsóknargagna-
safn opnað
Nýr skemmti-
staður opnaður
í Keflavík
NÝR skemmtistaður, sem fengið
hefur nafnið Skothúsið, verður
opnaður föstudaginn 13. febrúar
að Hafnargötu 30 í Keflavík þar
sem Staðurinn var áður til húsa.
Rekstraraðilar eru Ólafur Sóli-
mann Lárusson og Ágúst Þór
Bjarnason en þeir reka jafnframt
veitingastaðina Sólsetrið, Kaffí
Iðnó og Kína-takeaway.
Opnað verður á miðnætti en þá
hefst dansleikur með Páli Óskari
og Bjarna Ara ásamt Milljóna-
mæringunum og verður forsala á
Kaffi Iðnó í kvöld.
Nafnið er fengið frá húsnæði
skotfélagsins sem byggt var árið
1872 og jafnan kaflað Skothúsið.
Skothúsið þjónaði margs konar
hlutverki og var m.a. samkomuhús
Keflvíkinga um nokkurt skeið.
Helgi S. Jónsson skrifaði eitt sinn
greinaflokk um skotfélagið og
sagði þá um Skothúsið: „Þó að
Skothúsið sé farið veg allra vega,
þá lifa ennþá sælar minningar um
„Skothúsball", þar sem dansinn
dunaði fram á ljósan dag og ungt
par leiddist á móti morgunsól-
inni.“
Sljarnan í
Skagafjörð
NÝR sendir fyrir útvarpsstöðina
Stjörnuna verður tekinn í notkun í
Skagafirði fóstudaginn 13. febrúar
kl. 13.13. Það gerir íbúum Skaga-
fjarðar kleift að ná útsendingum
Stjömunnar á FM 95,1 allan sólar-
hringinn.
Nú eru réttir átta mánuðir síðan
íslenska útvarpsfélagið hleypti
Stjömunni af stokkunum 13. júní
1997. Fram að þessu hafa útsend-
ingar eingöngu náðst í Reykjavík á
RANNSÓKNARGAGNASAFN
íslands var opnað við hátíðlega at-
höfn í Þjóðarbókhlöðunni 5. febrú-
ar síðastliðinn.
Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknamáðs ís-
lands, flutti þar ávarp og að því
loknu undirritaði hann ásamt þeim
Páli Skúlasyni háskólarektor og
Hallgrími Jónassyni, forstjóra
Iðntæknistofnunar íslands, sam-
starfssamning um rekstur safns-
ins.
Þorvaldur Friðbjörnsson, hag-
fræðingur RANNÍS, kynnti upp-
byggingu safnsins og innskrán-
ingu verkefna og Halldór Jóns-
son, framkvæmdastjóri rannsókn-
arsviðs H.í, gerði grein fyrir
FM 102,2 og á Akureyri á FM
104,1. á næstunni mun Stjaman
hins vegar ná tfl sífellt fleiri útsend-
ingarsvæða og á eftir Skagafirði
verða settir upp nýir sendar fyrir
Selfoss og nágrenni, Borgarfjörð og
Borgames svo eitthvað sé nefnt.
rekstri þess og úrvinnslumögu-
leikum. Einnig ávarpaði Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
opnunargesti eftir að hafa skráð
sig inn sem fyrsta notenda safns-
ins;
I Rannsóknargagnasafninu er
upplýsingum um rannsóknarverk-
efni og niðurstöður þeima safnað
saman á tölvutæku formi. Þetta
gerir mönnum mögulegt að fá
góða yfirsýn yfir rannsóknarstarf-
semi í landinu, stöðu þekkingar á
tilteknum sviðum og ýmsar tölu-
legar upplýsingar. Þegar em í
safninu gögn um 1.900 verkefni en
rannsóknaraðilar bera sjálfir
ábyrgð á því að skila inn nýjum
upplýsingum.
Útvarpsstöðin Stjarnan útvarp-
ar klassísku rokki allan sólar-
hringinn alla daga vikunnar. Þar
er um að ræða tónlist áranna
1965 til 1985 en einnig eru sagðar
fréttir á Stjörnunni á heila tíman-
um.
Málþing
Amnesty
MÁLÞING fyrir félaga íslands-
deildar Amnesty Intemational
verður haldið laugardaginn 14.
febrúar kl. 14 á efri hæð Lækjar-
brekku v/Bankastræti.
Á málþinginu verða kynntar og
ræddar helstu niðurstöður þings
alþjóðaráðs samtakanna sem var
haldið í Höfðaborg í Suður-Afríku í
desember.
Alþjóðráðið er æðsta ákvörðun-
arvald Amnesty International og
kemur saman annað hvert ár. Allar
gmndvallarákvarðanir sem varða
störf og starfssvið samtakanna em
teknar á þessu þingi. Einungis
þessi vettvangur hefur vald til að
brejta starfssviði samtakanna.
Á málþinginu munu fulltrúar Is-
landsdeildarinnar á þingi alþjóða-
ráðsins gera grein fyrir helstu nið-
urstöðum þingsins og kynna hvaða
áhrif ákvarðanir þingsins hafa á
starfsemi samtakanna.
Danssveifla
á Eiðistorgi
RAUÐA ljónið og Danssmiðjan
halda dansveislu á Eiðistorgi laug-
ardagskvöldið 14. febrúar kl. 20.
Þetta er skemmtun og fjársöfnun
til styrktar íslensku afreksfólki í
dansi sem hyggur á frekari frama
á erlendri og innlendri grandu.
Fram koma: Snömmar, atriði úr
leikritinu Bugsy Malone sem sýnt
er í Loftkastalanum, söngvarar úr
sýningunni Rokkstjömur íslands
sem sýnt er á Broadway, bestu
danspör landsins, kúrekar verða á
staðnum og upprennandi söngtríó
úr Kópavogi. Að lokum verður al-
mennur dansleikur. Kynnir og
stjórnandi er Jóhann Öm Ólafsson
danskennari.
Frítt er inn á skemmtunina en
tekið verður við frjálsum framlög-
um. Veitingar verða á Rauða Ijón-
inu og rennur allur ágóði af veit-
ingasölu í söfnunina.
Skákmot í
barnaflokki
BARNAFLOKKUR á Skákþingi
íslands 1998 verður nú haldinn
dagana 14. og 15. febrúar nk. Mót-
ið verður haldið í Faxafeni 12,
Reykjavík, og hefst kl. 13. Þátt-
tökurétt eiga börn 11 ára og yngri
(þ.e. fædd 1987 og síðar).
Umferðartaflan er þannig:
Laugardagur 14. febrúar kl. 13: 1.,
2., 3., 4. og 5. umferð; sunnudagur
15. febrúar kl. 13: 6., 7., 8. og 9.
umferð.
Þátttökugjald er 500 kr. Innrit-
un fer fram á skákstað laugardag-
inn 14. febrúar kl. 12.30-12.55.
■ UNDANKEPPNI íslands-
meistarakeppni í frjálsum dönsum
fyrir 13-17 ára unglinga á stór-
Reykjavflcursvæðinu fer fram í
Tónabæ föstudaginn 13. febrúar kl.
20. Kynnir er Magnús Scheving.
LEIÐRÉTT
Rangfeðruð
Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins í
gær birtist mynd þar sem Sigrún
Hlöðversdóttir var rangfeðmð.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt föðumafn
Vegna mistaka við vinnslu frétt-
ar um olíumengun á Þingvöllum í
Morgunblaðinu í gær var Hrönn
Kristinsdóttir framkvæmdastjóri
Myrkrahöfðingjans sögð Krist-
jánsdóttir á tveimur stöðum í frétt-
inni, en eins og glöggir lesendur
hafa eflaust tekið eftir var fóður-
nafn hennar rétt í upphafi fréttar.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.