Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 60
fHttjgmiMftfetfr
Memát
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þrjátíu skip voru á loðnumiðunum í gær en veiðin var dræm
Skuldabréfaútgáfa
Búnaðarbankans
Hærri
vextir en
hjá Lands-
virkjun
BÚNAÐARBANKINN hefur sam-
ið við Kaupþing hf. um að sölu-
tryggja skuldabréfaútgáfu að fjár-
hæð 750 milljónir króna. Skulda-
bréfín eru hliðstæð bréfum sem
Landsvirkjun hefur boðið út fyrir
milligöngu Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf. en bera heldur
hærri vexti.
Skuldabréf Búnaðarbankans eru
til 15 ára með uppgreiðslurétti að 10
árum liðnum. Þau eru seld miðað
við 5,05% ávöxtunarkröfu, sem er
0,25 prósentustiga álag ofan á
vaxtakjör ríkisins. Þessi flokkur
bankabréfa er gefinn út með óá-
kveðinni lokastærð en miðað verður
við að flokkurinn verði ekki undir 2
milljörðum.
■ Býður út skuldabréf/18
Morgunblaðið/Auðunn Karlsson
ÞORSTEINN EA fann smáléðningar af sfld þegar skipið var á leið á loðnumiðin. Fékk skipið 50 tonn í einu kasti í gærmorgnn en síðan ekki
söguna meir. Fjöldi ungra háhyrninga fylgdist af mikium áhuga með því þegar nótin var tekin.
Landssíminn ákveður
verðlækkun á
farsímaþj ónustu
Mínútu-
gjald lækk-
ar um 3
krónur
LANDSSÍMINN hefur ákveðið al-
menna verðlækkun í GSM-farsíma-
kerfinu innanlands frá 1. mars næst-
komandi. Mun mínútugjald á
dagtaxta í GSM-kerfinu og NMT-
farsímakerfinu þá lækka um 3 krón-
ur eða úr 24,90 í 21,90 kr. á mínútu.
Auk verðlækkunar í GSM-far-
símakerfinu í almenna símakerfinu
lækka símtöl innan GSM-kerfisins úr
24,90 kr. á mínútu í 19,90 kr. Kvöld-
taxti verður þriðjungi lægri en
dagtaxti eins og verið hefur. Engin
breyting verður á símtölum til út-
landa úr GSM-símum.
GSM-notendur 42 þúsund
Guðmundur Bjömsson, forstjóri
^Landssímans, segir að mjög góð af-
koma sé af rekstri GSM-kerfisins og
notendum hafi fjölgað langt umfram
áætlanir. „Þegar uppbygging kerfis-
ins hófst árið 1994 reiknuðum við
með að í lok ársins 1998 yrðu not-
endur um 19 þúsund talsins en þeir
eru nú þegar orðnir 42 þúsund þús-
und. Afkoma kerfisins er því orðin
mjög góð og okkur fannst orðið tíma-
bært að neytendur fengju að deila
þessum hagnaði með okkur og
ákváðum því þessa verðlækkun,"
sagði hann.
■ Frá næstu mánaðamótum mun
viðskiptavinum Landssímans einnig
standa til boða nýr kostur í GSM-
þjónustunni innanlands. Verður boð-
ið upp á 1.560 kr. mánaðargjald í
stað 633 kr. en á móti lækkar mín-
útuverð á dagtaxta fyrir þá sem velja
þessa tegund áskriftar í 17,50 kr. og
11,70 kr. á kvöldtaxta. Guðmundur
sagði að þessi valkostur hentaði sér-
staklega vel þeim sem notuðu sím-
ann mikið.
Hún skilar sér“
LITIL loðnuveiði var í gær. Um tíu
skip voru komin á miðin austur af
Hvalbak um miðjan dag í gær og
um kvöldmatarleytið voru 30 skip
ýmist á leiðinni eða komin á miðin,
samkvæmt upplýsingum Tilkynn-
ingaskyldu fslenskra fiskiskipa.
Lítið fannst af loðnu en Hólma-
borgin sem er með flotvörpu fékk
þó um 300 tonna hal. Þrír nótar-
bátar köstuðu í gærkvöldi og fékk
Guðrún Þorkelsdóttir 100 tonn.
„Við erum að trolla og fengum
ágætis hal. Erum búnir að dæla
300 tonnum og þetta er að verða
búið,“ sagði Þorsteinn Kristjáns-
son, skipstjóri á Hólmaborg SU-11
frá Eskifirði. Skipið var þá austur
af Hvalbak, á svipuðum slóðum og
rannsóknarskipið Árui Friðriksson
hafði fundið loðnu í fyrradag. Um
400 tonn komu upp úr flotvörp-
unni þegar upp var staðið. Tvö
önnur skip voru að leita á svæðinu,
að sögn Þorsteins. Þá voru nokkur
skip að leita grynnra, skip sem bú-
in eru að skipta um veiðarfæri og
komin með grunnnætur, en þau
höfðu ekkert veitt þegar Morgun-
blaðið hafði síðast fréttir af loðnu-
miðunum í gærkvöldi.
Þorsteinn Kristjánsson neitaði
því að hann hefði orðið fyrir von-
brigðum að finna ekki meira af
loðnu strax og skipið kom á miðin.
„Hún kemur mér ekkert á óvart,
hún sést einn daginn en annan
ekki á meðan hún fer inn á grunn-
ið.“ Og hann sagðist vera bjart-
sýnn á að úr rættist. „Það sást svo
mikii loðna í haust og fyrir jólin.
Hún skilar sér.“
Loðnan stóð djúpt en hækkaði
sig eitthvað í gærkvöldi og þá
köstuðu þrír nótarbátar. Börkur
NK lenti í brasi og var ekki búinn
að taka nótina þegar haft var sam-
band við skipið, Guðrún Þorkels-
dóttir SU fékk 100 tonn en ekki
hafði frést af Húnaröstinni. „Við
köstuðum á eitthvert helvítis ryk
og það er allt farið niður nú,“
sagði Sturla Þórðarson skipstjóri
á Berki.
Reyndi við sfld
Þorsteinn EA-810 frá Akureyri
sá lítils háttar sfldarlóðningar suð-
ur á Hvalbakshalla þegar hann
var á leiðinni til loðnuveiða. Arn-
grímur Brynjólfsson skipstjóri
ákvað að reyna við sfldina, fékk 50
tonn í gærmorgun en lítið bættist
við fram eftir degi. „Utlitið er dap-
urt, við ætlum að sjá til fram á
kvöld en ég veit ekki hvað við
stoppum lengi,“ sagði Arngrímur
og viðurkenndi að hann klæjaði í
lófaua að komast í loðnuna þegar
hún færi að gefa sig til. Þorsteinn
EA er bæði með nót og troll um
borð og getur skipt á milli eftir
því hvað loðnan er djúpt. „Hún
kemur eitthvað upp í kvöld, það er
bara spurning hvort hún kemur
nógu ofarlega fyrir nótina," sagði
skipstjórinn.
Fjöldi háhyrninga var í kringum
Þorstein þegar skipveijar voru að
taka nótina í gærmorgun. Arn-
grímur sagði að þeir fylgdu sfld-
inni.
Háhyrningarnir sem voru í
kringum Þorstein í gær voru
ungir og þar af leiðandi smærri
en þeir háhyrningar sem oft sjást
á sfldarmiðunum.
Bergman
vill mynda
Sjálfstætt
fólk
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SÆNSKI kvikmyndaleikstjór-
inn Daniel Bergman hefur
áhuga á að gera kvikmynd á ís-
lensku með íslenskum leikurum
eftir Sjálfstæðu fólki Halldórs
Laxness.
Daniel Bergman, sem er son-
ur hins kunna sænska kvik-
myndaleikstjóra Ingmars Berg-
mans, segir að kvikmyndin sé
enn fjarlægur draumur. Erfitt
sé að fá fé til slíkrar myndar og
jafnvel þótt það væri fyrir hendi
myndu líða ár þar til hún yrði
tilbúin. Hann hefur rætt við
fjölskyldu Laxness en ekki hef-
ur verið samið um kvikmynda-
réttinn.
„Ef af verður reikna ég með
að flytja til Islands og búa þar í
þau 2-3 ár, sem myndin kostar
af lífi mínu. Handritið verður þá
skrifað á Islandi og myndin
undirbúin þar. Það er heldur
engin spurning að ég verð að
læra íslensku," segir Bergman.
Sj ávarútvegsráðherra um hugsanlegar tillögur í sjómannadeilunni
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að leysa verði
deilu sjómanna og útvegsmanna
en menn verði jafnframt að gera
sér grein fyrir því að það sé ekki
hægt að gera það þannig að öllum
líki. Áhrif þeirra tillagna sem fram
kunni að koma verði óhjákvæmi-
lega mikil.
Nefndin kom saman í gær
„Menn verða náttúrlega að gera
sér grein íyrir því að allar tillögur
sem fram koma til að mæta þeim
sjónarmiðum sem uppi hafa verið í
samningunum hafa hliðarverkanir,
geta haft áhrif í þá veru að for-
senda fyrir útgerð tiltekinna báta
og jafnvel rekstri tiltekinna fisk-
Hliðarverkanir
óumflýj anlegar
vinnslustöðva bresti. Ástæðan fyr-
ir því hve erfitt hefur verið að
koma fram með lagabreytingar
sem tækju á þessum viðfangsefn-
um eru fyrst og fremst þær að slík
áhrif eru alveg óumflýjanleg og
það er mjög mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því að allar til-
lögur sem fram koma hafa einhver
slík áhrif,“ sagði Þorsteinn í sam-
tali við Morgunblaðið.
Embættismannanefndin sem
sjávarútvegsráðherra skipaði til
þess að koma með tillögur um
breytingar á verðmyndun á fiski,
sem tryggi meðal annars að við-
skipti með aflaheimildir hafi ekki
óeðlileg áhrif á skiptakjör, hittist
strax í gærmorgun á sínum fyrsta
fundi. Slík nefnd var einnig skipuð
þegar lög voru sett á verkfall fiski-
manna snemma árs 1994 og skilaði
af sér tillögum um kvótaþing sem
öll viðskipti með kvóta færu um.
Tillögunum var aldrei hrint í fram-
kvæmd en talið er mjög líklegt að
þær verði ofarlega á baugi í þeirri
vinnu nefndarinnar sem framund-
an er.
Þorsteinn sagði að hugmyndirn-
ar hefði dagað uppi vegna þess að
mikil andstaða hefði komið fram
við þær í þingflokkum stjórnar-
flokkanna á þeim tíma sem þær
komu fram, auk þess sem andstaða
útvegsmanna hefði verið hörð og
enginn áhugi af hálfu sjómanna á
því að hugmyndimar yrðu að veru-
leika.
■ Deilan verður/30-31