Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 19 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Arni Sæberg HLALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, og Bjami Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka at- vinnulifsins hf. (FBA), undirrituðu samninginn um skuldabréfaútboð fyrirtækisins. Bakvið þá standa þeir Tómas Sigurðsson, forstöðumaður hjá FBA, Stefán Pétursson, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, og Marinó Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Fjárfestingarbankinn selur ný skuldabréf Landsvirkjunar Vaxtakjörin nær 0,5% betri en í haust LANDSVIRKJUN nýtur nú mun betri vaxtakjara hér innanlands en áður vegna vaxtalækkana og harðr- ar samkeppni fjármálafyrirtækja um umsjón með nýafstöðnu skulda- bréfaútboði. I gær var gengið frá samningum um að Fjárfestingar- banki atvinnulífsins tæki að sér sölu á nýjum skuldabréfum til 15 ára að fjárhæð 1.250 milljónir miðað við 4,75% raunávöxtun. Fyrirtækið bauð út sambærileg skuldabréf í septem- ber miðað við um 5,2% ávöxtunar- kröfu og hafa vextirnir því lækkað um 45 punkta. Skuldabréfaútgáfan er ætluð til þess að mæta fjárþörf Landsvirkj- unar vegna virkjunarframkvæmda á yfirstandandi ári og almennrar endurfjármögnunar eldri lána fyrir- tækisins. Hún er jafnframt liður í að draga úr gengisáhættu með því að auka hlut íslensku krónunnar í skuldasamsetningu Landsvirkjun- ar, en hann verður um 17% eftir skuldabréfaútgáfuna, að því er fram kemur í frétt Landsvirkjunar. Skuldabréfin bætast við bréf sem fyrir eru í opnum flokki Landsvirkj- unar á Verðbréfaþingi en gjalddagi flokksins er í september árið 2012. Stærð hans verður 2.250 m.kr. eftir að sölu bréfanna er lokið. Lands- virkjun hefur rétt til uppgreiðslu bréfanna árið 2007 miðað við 4,40% ávöxtunarkröfu. Landsvirkjun leitaði eftir tilboð- um í umsjón með skuldabréfaútgáf- unni frá bönkum og verðbréfafyrir- tækjum og bárust tilboð frá fimm aðilum. Munaði aðeins 16 punktum (0,16%) á hæsta og lægsta tilboði. Þá munaði aðeins 0,2 punktum (0,002%) á tveimur hagstæðustu tilboðunum. Samkvæmt tilboði Fjárfestingar- bankans eru skuldabréf Landsvirkj- unar seld með ávöxtunarkröfu sem er 0,36% undir ávöxtunarkröfu hús- bréfa í flokki 96/2 og nemur umsjón- argjald bankans 0,69%. Landsvirkj- un mun því greiða um 4,75% raun- vexti af skuldabréfunum. Frekari Iántökur áformaðar Landsvirkjun áformar frekari lán- tökur hér innanlands og hafa vaxta- lækkanir að undanfómu gert það mun áhugaverðara en áður. Stefán Pétursson, deildarstjóri fjármála- deildar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að kjör Landsvirkjunar hefðu batnað umtalsvert á innlendum markaði frá því síðastliðið haust. Þannig hefði fyrirtækið boðið út skuldabréf í september miðað við um 5,2% ávöxtunarkröfu og vextirn- ir hefðu því lækkað um 40-45 punkta frá þeim tíma. Þrátt fyrir þessa vaxtalækkun á Landsvirkjun ennþá kost á töluvert betri vaxtakjörum á erlendum mörkuðum en hér á landi og sagði Stefán að vextirnir væm nú um 0,5-1 prósentustigi hærri hér en á bréfum erlendis með sama lánstíma. „Það er hins vegar stefna Lands- virkjunar að draga úr gengisáhættu og því teljum við þennan vaxtamun réttlætanlegan.“ Sony fjár- festir í þýzku kvik- myndaveri Berlín. Reuters. SONY hyggst hefja rekstur fjöl- miðlafyrirtækis, sem mun jafn- framt framleiða sjónvarpsefni, í þýzka Babelsberg kvikmyndaver- inu nálægt Berlín að sögn embætt- ismanna. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar í Siiddeutsche Zeitung um að Sony Pictures Entertainment hyggist flytja alþjóðabækistöðvar sínar til Babelsberg frá Hollywood. Aður en nazistar komust til valda 1933 var Babelsberg-verið ein helzta kvikmyndamiðstöð heims og þar vom framleiddar myndir á borð við, Metropolis eftir Fritz Lang og Blái engillinn eftir Josef von Sternberg með Marlene Dietrich. Að sögn embættismsannanna var gengið frá samningi fyrr í þess- ari viku í Tókýó, þar sem þýzk sendinefnd undir stjóm forsætis- ráðherra Brandenborgar, Manfred Stolpe, hefur verið í heimsókn. SPE yrði fyrsta stóra kvik- myndaverið í Hollywood sem kæmi á fót kvikmynda- og sjónvarpsfyr- irtæki í Þýzkalandi. ---------------- Hugsanleg mis- tök hjá Reuters New York. Reuters. FORSTJÓRI Reuters Holdings segir „hugsanlegt“ að starfsmenn hafi rangtúlkað stefnu fyrirtækis- ins vegna „samkeppnisþrýstings“ og stolið upplýsingum frá Bloomberg L.P. að sögn Waíl Street Joumal. Blaðið sagði einnig að Peter Job forstjóri hefði sagt í viðtali við blaðið að hann skorti upplýsingar um hvort einhver starfsmaður hefði brotið af sér. I síðasta mánuði greindi Reuters frá því að kviðdómur hefði grennsl- azt fyrir um hvort deildin Reuters Analytics Inc hefði fengið ráðgjafa- íyrirtæki í New York til að útvega upplýsingar, sem áskrifendur Bloombergs hefðu undir höndum, og hvort deildin hefði notað þær upplýsingar. I yfirlýsingu eftir viðtalið sagði Job að hann teldi ekki að stjóm- endur móðurfyrirtækisins hefðu haft vitneskju um að Reuters Ana- lytics.hefðu notað Bloomberg-upp- lýsingar á óviðurkvæmilegan hátt. Ef slík hefði gerzt mundi fyrirtæk- ið gera viðeigandi ráðstafanir. Einnig sagði Job að noikkmm starfsmönnum Reuters hefði verið stefnt fyrir kviðdóminn í New York. ------------------ Ammr stór samruni í tölvuiðnaði? Islandia, New York-ríki. Reuters. COMPUTER Associates Inter- n- ational, hinn kunni hugbúnaðarrisi, hefur boðizt til að kaupa tækniþjón- ustuna Computer Sciences Corp. fyrir 9 milljarða dollara, eða 108 dollara á hlutabréf, þar sem fyrir- tækin hafa ekld getað komið sér saman um vinsamlegan sammna. Ef samningurinn verður að vem- leika leiðir hann til annars mesta sammna í tölvuiðnaðinum. I janúar samþykkti Compaq Computer Corp. að kaupa Digital Equipment Corp. fyrir 9,6 milljarða dollara. /TePe/ tannburstar Hálsinn beinn eða boginn? Þú mótar hann fyrir þínar tennur, með heita vatninu. (j*EJ millitannburstar Óhreinindi milli tanna valda skemmdum. Þessi tekur þaó sem tannburstinn ræóur ekki við! Gripiö er ótrúlega gott Fæst í öllum helstu apótekum NOATUN MEÐAN BIRGÐIR ENBAST Svínabógar fíOEINS pr.kg. Velsla fyrir litiú! NOATUN Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEGl 116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ■ ÞVERH0LTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.