Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samverustund í minningu Hall- dórs Laxness LISTAMENN efna til samverustundar í minn- ingu Halldórs Laxness á Ingólfstorgi föstudag- inn 13. febrúar kl. 18 og bjóða til hennar öllum þeim sem heiðra vilja minningu hins látna höfuðsnillings. Par munu orð skálds- ins hljóma í hálftíma- langri dagskrá sem sett hefur verið saman: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamra- hlíðarkórinn syngja undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og leikar- ar flytja lög og lesa úr verkum skáldsins. Dagskráin verður sem hér segir: Kórsöngur: Haldiðún Gróa hafi skó (Lag: Reynir Sveinsson), Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags ísl. listamanna, Kórsöngur: Hjá lygnri móðu (Lag: Jón Ásgeirsson), Þorsteinn Gunnarsson les úr ís- landsklukkunni, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir syngur Hvert örstutt spor (Lag: Jón Nordal) með henni kemur fram Jón Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttú' flytur Ijóð: Plássið, Amar Jónsson les úr Sjálfstæðu fólki, Kórsöngur: Maríu- kvæði (Lag: Atli Heimir Sveinsson), Kristbjörg Kjeld les úr Heimsljósi, Kórsöngur: íslenskt vögguljóð (Lag: Jón Þórarinsson), Kyrrðar- stund. í lokaatriði dag- skrárinnar taka þátt böm úr tveimur barna- kórum undir stjóm Margrétar Pálmadótt- ur; Telpukór Reykja- víkur og Barnakór Grensáskirkju. Það em Bandalag ís- lenskra listamanna og Rithöfundasamband Is- lands sem standa fyrir samvera- stundinni á Ingólfstorgi með stuðn- ingi Reykjavíkurborgar. Listamenn Leikfélags Akureyrar og Tjarnarkvartettinn hafa sett saman dagskrá af sama tilefni sem verður flutt á Ráðhústorginu á Akureyri á sama tíma, þ.e. kl. 18 fostudaginn 13. febrúar, og vitað er að á ísafirði og fleiri stöðum á land- inu er eitthvað svipað í undirbún- ingi. Halldór Kiljan Laxness Embætti ríkislögreglustjóra Hyggst visa skipan til kærunefndar HJÖRDÍS Hákonardóttir héraðs- dómari sagði í gær að hún hefði ákveðið að kæra skipan Haraldar Jo- hannessen í embætti ríkislögreglu- stjóra til kæranefndar jafnréttis- mála. Hjördís kvaðst teija að rök- stuðningur dómsmálaráðuneytisins fyrir veitingu embættisins væri ekki fullnægjandi. Haraldur var skipaður ríkislög- reglustjóri frá 1. febrúar og hefur gegnt embættinu frá þeim tíma. Hjördís var ein af sjö umsækjendum og þegar ákvörðun Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra lá fyrir fór hún fram á að hann rökstyddi hana. „Ég fékk svar fyrir nokkrum dög- um og tel að rökstuðningurinn sé ekki fullnægjandi til að sýna fram á að þessi umsækjandi hafi verið hæf- astur,“ sagði Hjördís. „Það er sér- staklega vegna þess að vægi dómara- starfsins og starfs sýslumanns, sem ég gegndi í nokkur ár, hefur ekki verið metið að verðleikum. Sama gildir um menntun mína.“ Hjördís hefur setið í kærunefnd jafnréttismála frá því hún var skipuð í júlí 1997. Hún sagði að hún myndi víkja úr nefndinni meðan á þessu máli stæði: „Eg tel það sjálfgefið." I rökstuðningi dómsmálaráðherra er áhersla lögð á að Haraldur hafi stjórnað Fangelsismálastofnun frá því að hún var nýstofnuð, eða í rúm átta ár, og byggt hana upp. Hann hafi því reynslu af að móta og stýra nýjum stofnunum á borð við ríkislög- reglustjóraembættið á landsvísu. Einnig hefði hann tekið þátt í endur- skipulagningu lögreglunnar í Reykjavík í kjölfar gildistöku nýrra lögreglulaga sem varalögreglustjóri í Reykjavík og setið í sérstakri nefnd sem hefði undirbúið gildistökuna. Hjördís sagði að Haraldur hefði réttilega meiri stjórnunarreynslu en hún teldi að það væri aðeins einn þáttur af mörgum og ætti ekki að ráða úrslitum um stöðuveitinguna. Nefndin víkur Sigurður T. Magnússon héraðs- dómari er formaður kæranefndar- innar og sagði hann að það leiddi af sjálfu sér að aðrir nefndarmenn myndu víkja sæti, það er Sigurður sjálfur, sem einnig er samstarfsmað- ur Hjördísar í Héraðsdómi Reykja- víkur, og Gunnar Jónsson. Páll Hafsteinsson, Hafnarfirði, vann fjölskylduferð fyrir fjóra með íslandsflugi, v hvert á land sem er. cSSÖ við drogum íhverjum mánuði. Olíufélagiðhf í hvert skipti sem þú notar Safnkortið fer nafnið þitt í Safnkorfspottinn. Vertu með! Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðir fer til Færeyja SÓLRÚN, Anna Margrét og ijöl- mörg skólasystkini þeirra úr Grandaskóla skáru í gær græðlinga af víðilimgerðum á lóð skólans. Græðlingarnir verða sendir til Færeyja þar sem fær- eyskir grunnskólanemendur munu gróðurselja þennan harð- gerða íslenska víði í nýtt útivist- arsvæði ofan við Þórshöfn. Færeyska skógræktin og Reykja- víkurborg hafa átt, ýmiss konar samstarf og það voru garðyrkju- menn frá garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar sem aðstoðuðu krakkana við að klippa græðling- ana. Hæstiréttur Refsing fyrrver- andi sveit- arstjóra þyngd FYRRVERANDI sveitar- stjóri Reykhólahrepps, Bjarni P. Magnússon, var í gær dæmdur í Hæstarétti til að sæta átta mánaða fangelsi og greiðslu sakakostnaðar fyrir fjárdrátt, umboðssvik og skattsvik. Bjami fékk skil- orðsbundna refsingu fyrir héraðsdómi en Hæstiréttur féllst ekki á að unnt væri að skilorðsbinda refsinguna. Fyrir Hæstarétti voru lögð fram ýmis ný gögn varð- andi málið, meðal annars upplýsingar frá lögmanni Reykhólahrepps þess efnis að skuld ákærða við hrepp- inn 31. desember síðastliðinn hafi numið 10 milljónum króna að meðtöldum dráttar- vöxtum. Ljóst þykir að í fjár- hæð þessari felast ýmsir skuldaliðir, óviðkomandi brotum þeim sem málið varð- ar. Reykhólahreppur hafði ekki uppi skaðabótakröfu í málinu. Byggðastofnun leysi eignarhluta úr veðböndum Ennfremur kom það fram að bú sveitarstjórans fyrrverandi var tekið til gjaldþrotaskipta 29. desember síðastliðinn. Þá kom einnig fram að Byggða- stofnun ákvað í júní síðastliðn- um að verða við þeirri beiðni Reykhólahrepps að leysa eign- arhlut sveitarstjórans fyrrver- andi í jörðinni Reykhólum úr veðböndum þeim sem hann stofnaði til árið 1992, og eru hluti af ákæraefnum á hendur honum. Bjarni var sakfelldur í hér- aði fyrir að draga sér andvirði tveggja skuldabréfalána Bygg- ingasjóðs verkamanna til Reykhólahrepps og nam upp- hæð höfuðstóls ríflega 5,7 milljónum króna. Greiddi Reykhólahreppur veðskuldir þessar ásamt vöxtum og verð- bótum á áranum 1995 til 1997, samtals rúmlega 6,8 milljónir króna. Fleiri en eitt brot og óbætt tjón Sveitarstjórinn fyrrver- andi greiddi um 6,2 milljónir króna inn á skuld sína á árinu 1995 og var fallist á þá rök- semd hans að greiðslurnar hafi mátt skoða sem innborg- un á skuld vegna þessa fjár- dráttar, hvað sem liði stöðu viðskiptareiknings ákærða hjá hreppnum að öðru leyti, vegna óskyldra viðskipta. Þá var ákærði sakfelldur í héraði fyrir brot gegn ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, vegna fjárhæða sem hann hélt ekki eftir af laun- um sínum hjá Reykhóla- hreppi, en þær námu alls rúmlega 618 þúsundum króna. Akærði hefur ekki greitt fé þetta. Við ákvörðun refsingar leit Hæstiréttur m.a. til óbætts tjóns sem ákærði hefur valdið öðrum með brotum sínum og þess að hann framdi fleiri en eitt brot. Þá var það talið til þyngingar refsingar að hann framdi öll brot sín í opinberu starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.