Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 41 1 i 4 i 4 « 4 4 4 l 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 l 4 4 4 4 4 4 j + Arnfríður Páls- dóttir, frá Króks- stöðum í Eyjafirði, fæddist í Víðidal á Fjöllum 29. maí 1919. Hún lést á St. Jósefs- spítala 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Vigfússon, f. 27.10. 1889, d. 2.4. 1961, frá Hnefilsdal, og kona hans María Ingibjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal, f. 4.8. 1887, d. 7.10. 1929. Arnfríður var elst í röðinni af sex börnum þeirra hjóna. Seinni kona Páls var Mar- grét S. Benediktsdóttir frá Reyð- arfirði, f. 27.12. 1903, d. 14.1. 1965. Eignuðust Páll og María sex börn. Af tólf börnum Páls eru nú níu eftirlifandi. Arnfríður giftist Aðalsteini Helgasyni árið 1947, bónda á Króksstöðum í Eyjafirði, f. 23.9. 1910 á Króksstöðum, d. 3.1. 1991. Arnfríður og Aðalsteinn bjuggu á Króksstöðum til ársins 1980 og fluttu til Njarðvíkur. Síðustu árin áttu þau heima í Mjósundi 13 í Hafnarfirði. Arnfríður eignaðist sjö börn. 1) Birgir Þór Asgeirs- son, f. 11.11. 1939, maki Ragn- heiður Ragnarsdóttir, f. 18.7. 1943, búsett á Fossvöllum í Jök- Móðir sú til frelsis fæðir, frjálsa þegna rétti gæðir, móðurþel til barna ber, blítt þau tekur öll að sér. Það, er vinna vill þín kirkja, virstu, Guð, af náð að styrkja, að það beri ávöxt þann, er þá móður gleðja kann. Hennar móðurhjarta kættu, hennar móðursorgir bættu, vorri móður vernd þú sýn, vora móður sigri krýn. (H.Hálfd.) Elsku mamma, þökk fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Guð geymi þig og blessi minningu þína. Þín dóttir, Guðrún Ragna. Jæja, elsku amma mín, nú ertu farin. Núna ertu sennilega hjá hon- um afa og henni Öddu okkar að fylgjast með gangi mála hér niðri. Þú varst lengi búin að vera sjúk- lingur, amma mín, en alltaf náðirðu þér upp aftur með þessari ótrúlegu þrautseigju sem einkenndi þig, elsku amma. En eftir sitjum við í sorg en samt ánægð yfir því að nú hefur þú fengið frið og fengið aftur að sjá hann afa og hana Öddu þína, sem þú saknaðir svo mikið, og hana mömmu þína sem þú misstir aðeins 10 ára gömul. Síðan varstu tólf ára gömul send til Reykjavíkur í vinnu- uldalsárhlíð. Þau eiga þijú börn og þijú barnabörn. 2) Sigrún María Sigurðardóttir, f. 28.1. 1943, maki Jó- hannes Arason, f. 11.12. 1944, búsett á Nýja-Sjálandi. Sigrún á eitt barn og tvö barnabörn. 3) Aðal- steinn og Arnfríður eignuðust fimm börn. 1) Helgi Pálmar, f. 3.4. 1948, búsettur f Reykjavík. Hann á tvö börn og eitt barnabarn. 2) Smári Pálmar, f. 23.3. 1950, maki Gerð- ur Garðarsdóttir, f. 3.10. 1951, búsett í Hafnarfirði. Þau eignuð- ust þijú börn, en misstu eina dóttur árið 1995. Eiga þau fjögur barnabörn. 3) Sölvi Halldór, f. 14.1. 1954, maki María Erlinda Aðalsteinsson, f. 29.8. 1952, bú- sett í Njarðvík. Þau eiga eitt barn. 4) Guðrún Ragna, f. 16.2. 1955, maki Jóhannes Páll Sig- urðsson, f. 22.8. 1953, búsett á Akureyri. Þau eiga fjögur börn. 5) Bergþór Páll, f. 2.2.1962, maki Hólmfríður Dóra Krisljánsdóttir, f. 29.8. 1965, búsett á Akureyri. Þau eiga þijú börn. Arnfríður verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mennsku og í spjalli okkar fann ég að sár var móðurmissirinn þér. Þú sagðir mér þá að svo oft hefðir þú saknað þess sárt að eiga móður til að leita til og fá góð ráð og leiðsögn um lífið og tilveruna. En þú varst að upplagi sterk en með mörg ör á sál- inni sem þú þó talaðir ekki um. Aiveg er ég viss um að afi hefur beðið eftir þér með glott á vör, stolt- ur af því hve þú barðist vel og lengi. Manstu þegar þú kenndir okkur krökkunum að lita og við dáðumst af því hve vandvirk þú varst og hvað þú gast gert myndirnar fallegar bara með því að beita hugmynda- fluginu. Manstu þegar við komum til þín og þú áttir alltaf kúlur og Cocoa Puffs, nei, amma, þú klikkað- ir ekki á því. Þú hvattir okkur alltaf við námið og útskýrðir hve mikil- vægt væri að mennta sig og hve þakklát við ættum að vera fyrir að fá tækifæri til þess. En hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera barnabarnið þitt. „Mömmur ákveða hvað ykkur er fyrir bestu þegar þið eruð lítil. Ömmur ákveða það sem er skemmtilegast. Ömmur og bama- böm eru alltaf á svipinn eins og þau ætli að gera eitthvað af sér þegar þau fara út að ganga. Dóttir ætti alltaf að láta sem hún sjái ekki augnagotur ömmu og barnanna, best er að vita ekki hvað þau hafa verið að bralla. Mér þótti svo gott að halda um hendurnar á þér, amma. Þá hverf ég aftur til þess MINNINGAR tíma áður en ég fæddist. Þá finn ég til öryggis gagnvart umheiminum. Þá fæ ég þá vissu fyrir að ég er heil- mikils virði. Elsku amma, ég vildi að ég hefði blíða brosið þitt og nota- legu hendumar. Ég vildi að ég ætti styrk þinn.“ Ég sagði þér, amma, að ég ætlaði að ferðast um allan heiminn og úr hverju landi ætlaði ég að færa þér eitthvað fallegt. En það verður að bíða til betri tíma. Amma, þú færð að vera með mér í öllum ferðunum, ég veit að þér líkar það vel. Hins- vegar voru þau ekki ófá löndin sem þú heimsóttir. Þú og afi ferðuðust t.d til Kanaríeyja og Jamaíka. Amma, þú varst alltaf svo mikil heimskona og þér þótti alltaf svo gaman að gera þig fína. Eins varstu náttúrubarn og mikil hestakona og áttir marga góða hesta. Amma mín, alltaf varstu stórhuga, stolt og fín- leg kona. Stórbrotin manneskja. Elsku amma. Þakka þér fyrir að benda mér á það að ég sé mannkyn- inu mikils virði og að það sé í mínu valdi að lifa lífinu og hafa trú á sjálfri mér. Þakka þér fyrir að láta okkur öll fmna að við höfum sérstöku hlut- verki að gegna í lífinu. Þakka þér fyrir að hafa verið amma mín. Þakka þér fyrir að hafa verið til. Nú kveð ég þig fyrir fullt þó að það sé erfitt en ég veit að þú ert hér hjá okkur og kannski nálægari en nokkru sinni. Oft spjalla ég við þig því ég veit að þú ert héma hjá mér. Elsku amma mín, takk fyrir allt og við sjáumst svo þegar mínu hlut- verki er lokið hér. Ég elska þig að eilífu. A sjúkrahúsinu fann ég á nátt- borði þínu litla úrklippu með þess- um fallega sálmi sem sagði mér mest um það hversu þreytt þú varst orðin og tilbúin að kveðja. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Þín ömmustelpa, Sara Fönn. Nú er hún amma mín dáin. Þessi kjarnakona, sem ég fékk til allrar guðslukku að kynnast almennilega. Síðasta vetur áttum við saman margar góðar stundir þar sem hún sagðir mér sögur úr lífi sínu, sumar erfiðar og aðrar spaugilegar. Að vísu tókst henni alltaf að gera erfiðu sögurnar spaugilegar en þó án þess að hylja erfiðleikana. Þetta lýsir henni vel, því hún gat alltaf séð margar hliðar á öllum málum. Að vísu átti hún til að ákveða að sú hlið sem mér og öðrum fannst lýsa þröngsýni væri réttust. Þama tel ég að prakkarinn í henni hafi verið að fá útrás, því að ekki fannst henni leiðinlegt að kýta og stríða fólki. Hún amma mín var vinur minn og ég kem til með að sakna hennar um ókomin ár. Sv.o viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni en nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum) Hvfl í friði. Kveðja, Sigurður. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur á stað þar sem þér líður vel. Nú ertu hjá honum elsku afa og Öddu okkar og ég veit að þér líður vel. Elsku amma, þú sem varst búin að vera mikill sjúklingur en barðist vel og gafst aldrei upp. Nú þegar ég skrifa þessi orð um elsku ömmu mína rifjast upp margar góðar minningar. T.d. þegar þú kenndir okkur systrunum að lita. Þú varst alltaf svo vandvirk og við gerðum okkar besta til að reyna að læra þessa list sem var þér í blóð borin. Einnig þegar við fjölskyldan kom- um að heimsækja ykkur afa í Njarð- víkina, áttuð þið alltaf súkkulaðikúl- ur og annað nammi. Það var alltaf svo notalegt að koma til ykkar. Þeg- ar ég steig inn um dyrnar vissi ég einhvem veginn að ég var komin til ömmu og afa, þau einu sem ég átti. Við sem bjuggum svona langt í burtu sáum ykkur mjög sjaldan og vildum geta sinnt ykkur meira, sér- staklega eftir að þú varst ein. Viss- um við samt alltaf að þú varst í góðri umsjá sona þinna, ekki síst Smára og Gerðar tengdadóttur þinnar. Þau vora þér alltaf innar handar og leið okkur betur að vita af því. Alltaf var gestkvæmt hjá þér og hún Sigga á „hominu“ fylgdist alltaf með þér enda voruð þið alltaf í sambandi. Vala vinkona þín frá ung- lingsáram saknar nú áreiðanlega vinkonu sinnar. Þið vorað svo nán- ar. Ekki granaði mig að ég væri að sjá þig í síðasta skipti þegar ég heimsótti þig síðast 10. janúar sl. þegar ég var á keppnisferðalagi. Vissi ég samt að hvert skipti gat verið það síðasta. Þú varst svo hress og hlakkaðir mikið til að fara á Sól- vang, eða svo sagðir þú, kannski bara til að gleðja læknana. Hver veit? Þú varst svo þakklát fyrir alla hlýjuna sem starfsfólkið á St. Jós- efsspítala sýndi þér. Þú varst óvenju vel lesin og lagðir mikla áherslu á að við systkinin læs- um góðar bækur og lærðum að lesa og skynja ljóð. Ekki var ég gömul þegar þú kenndir mér Heilræðavís- ur Hallgríms Péturssonar sem í öll- um erindum er fólgin svo mikil viska. Sérstaklega eru mér minnis- stæð eftirfarandi erindi: Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Sá er oft í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þijóskast við að læra. ARNFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Aðalheiður Ólafs- dóttir fæddist í Akureyjum á Breiða- firði 8. september 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. janúar síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Ágústu Sig- urðardóttur og Ólafs Sturlaugssonar. Að- alheiður var elst fimm systkina, bræð- ui-nir eru þrír, þeir Georg, f. 26.3. 1909, Sigurður, f. 8.3. 1911, og Eyjólfur, f. 24.4. 1915. Yngst var Ólína, f. 15.10. 1919, en hún lést árið 1924. Aðalheiður giftist árið 1956 Jens Kristjáni Gests- syni, f. á Skálará í Keldudal, Dýrafirði, 22. janúar 1906, d. 29. september 1991. Börn Aðalheiðar eru: 1) Bergur, f. 9.4. 1929, kvæntur Yrsu Bergsson og búa þau í Kanada. Þeirra börn eru þrjú og barnabörn þijú. 2) Kolbrún, f. 5.4. 1944, gift Birni Mássyni. Þau eiga tvær dætur og sex barnabörn. Útför Aðalheiðar fór fram í kyrrþey frá kapellunni í Fossvogi 6. febrúar. í kveld er allt svo hreint og hátt ég hníg í faðm þinn, græna jörð, og sveitin fyllist sunnan átt, og sólfar hlýtt um Breiðafjörð. (Stefán frá Hvítadal.) Mig langar til að kveðja ömmu mína með nokkrum orðum, sem mér komu í hug þegar ég settist niður eftir jarðarförina. Ég minnist hennar á margan hátt og þá aðallega hvað það var gott að koma í heimsókn til hennar og afa sem einnig er látinn. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt á „Klessó", en það voram við vön að kalla heimili þeirra á Kleppsvegi 8, og baksturinn hennar ömmu var alltaf svo góður. Einnig minnist ég hinna mánaðarlegu ferða okkar með ömmu í Hagkaup í Skeifunni, en þar keypti amma í hvert skipti tíu kíló af sylcri og hveiti sem hún bakaði úr. Það vora góðir tímar. Fimmtudaginn 28. janúar sl. hringdi móðir mín í mig og bað mig að koma inn á Hrafnistu, því nú væri sennilega komið að því að kveðja hana ömmu í hinsta sinn. Ég fór og við sátum hjá henni allan daginn, ég, mamma og Jenný syst- ir mín. Amma var búin að vera mjög veik undanfarin ár og öragg- lega fegin hvfldinni hjá Guði og afa. Ég kvaddi ömmu Heiðu með kossi í hinsta sinn að kvöldi 28. jan- úar. Ég mun alltaf minnast elsku ömmu minnar. Guð veri henni góð- m’. S. María Björnsdóttir. r HlómaLnAð in > öarðskom k v/ FossvogskirkjugatA a V Sfmi. 554 0500 Þessar góðu minningar sem ég á um þig verða mér alltaf ofarlega í huga og mun ég alltaf minnast þín sem heimsklassa konu sem gafst^ aldrei upp heldur hélst alltaf áfram. Ég vil kveðja með eftirfarandi ljóði sem þér fannst svo fallegt: Við læk í hjarta landsins ég lífsins gróður sé. Frá sterkum rótum stígur eitt stórt og mikið tré. Við læk í hjarta landsins þar lifir þetta tré og dökkir skuggar dauðans þeir draga sig í hlé. (Kristján Hreinsson.) Ég elska þig, amma mín. * Þín ömmustelpa, Steinunn Arna. Elsku Amfríður mín, mig langar til að kveðja þig með nokkram fá- tæklegum orðum. Eftir að þú fluttir til Hafnarfjarðar kom ég nokkrum sinnum í heimsókn til þín, ekki nógu oft og þú minntir mig þá á það. Það var einmitt þá sem mér líkaði hvað best við þig, þessi hreinskilni. Síð- ast þegar ég heimsótti þig sagðir þú reyndar að oft mætti nú satt kyirt liggja. Það má vera en hreinskilni þín fannst mér góð. Einu sinni^* heimsótti ég þig 17. júní, þá skamm- aðir þú mig fyrir klæðaburðinn. Sagðir að ég væri ekki nógu virðu- lega klædd á svo merkum degi. Oft hlógum við að þessu. Amfríður, þú fylgdist alltaf svo vel með, fréttum, stjórnmálum, bókmenntum og list- um. Gaman var að „diskútera" þetta allt við þig. Þú spurðir mig frétta, sérstaklega hafði ég gaman af því þegar þú spurðir um þrósa þinn og fólkið fyiir austan. Þú sagðir mér líka fréttir af þínu fólki og sýndir—• mér myndir af fólkinu þínu sem þér þótti svo vænt um. Ég hafði gaman af því þegar Helgarpósturinn kom út, að þú keyptir hann. Ég fór að tala um hvort þetta væri ekki óttalegt rasl. Þá sagðir þú: „Hvað heldurðu að maður verði ekki að fylgjast með slúðrinu.“ Svo kom glampi í augun. Það var ekki eins og ég væri að tala við gamla konu. Þó skrokkurinn væri orðinn þreyttur fannst mér andinn alltaf hress og hugsun þín ekkert ellileg. Við fengum okkur te og svo var aUtaf „slikkó" í skál. Ef litli drengurinn minn var með þá gafstu honum kók og stundum kartöflu- flögur. Ég sagði að þetta væri nú*^ óþarfi en þú sagðir að krakkinn yrði að vera ánægður í heimsókninni því þá vildi hann koma aftur og þá kæmi ég kannski oftar. En nú kem ég ekki oftar til þín í Mjósundið en við eigum öragglega eftir að hittast einhvers staðar á öðram góðum stað. Ég ætla að muna eftir þínum góðu eiginleikum, greind, dugnaði, æðraleysi og umfram allt hve skemmtileg þú varst. Elsku frænka mín, hvfl þú í friði. Kveðja, Sif. sy % £ £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna Sími 551 1266 Allan sólahringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.