Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góður gangur í viðræðum Vélstjórafélags og LltJ Ræða nýja útfærslu á kröfu um aukinn hlut ✓ Islenskir tómatar á markað Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. FYRSTU sendingar af tómötum frá garðyrkjustööinni að Melum á Flúðum eru farnar á markað £ Reyigavík. Frá stöðinni fara nú um þessar mundir um 200 kg á dag. Tómatarnir eru ræktaðir við raflýsingu, en Guðjón Birgisson garðyrkjubóndi hefur notfært sér þann möguleika við ræktunina tvö undanfarin ár og sett tómata á markað svo snemma árs. Hann er eini garðyrkjubóndinn sem nýtir sér þennan ræktunarmöguleika. Tómatar frá öðrum garðyrkju- stöðvum koma ekki á markað fyrr en í apríl. Á myndinni eru þau Guðrún, Sigrún og Birgir, börn þeirra Helgu Karlsdóttur og Guð- jóns Birgissonar, sem eiga stöðina, í gróðurhúsi foreldra sinna. VIÐRÆÐUNEFNDIR Vélstjóra- félags Islands og Landssambands ísl. útvegsmanna komu saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Að sögn Helga Lax- dal, formanns Vélstjórafélagsins, gengu viðræðumar ágætlega. Eru deiluaðilar meðal annars farnir að ræða nýjar útfærslur á sérkröfu vélstjóra á stærri skipum um breytt hlutaskipti. Tveir starfshópar munu starfa um helgina „Við fórum yfír sérkröfur okkar og ákváðum að láta tvo starfshópa vinna yfir helgina. Við komum svo aftur saman á mánudaginn klukkan tíu. Þetta var jákvætt og vinsam- legt og það er allt í góðu gengi,“ sagði Helgi eftir fundinn í gær. Akveðið var að skoða sérstak- lega olíuverðtengingu og endur- menntunarmál vélstjóra í starfs- hópunum, auk kröfu vélstjóra um aukinn aflahlut. Helgi vildi ekki greina nánar frá hvað fælist í við- ræðum aðila um nýjai- útfærslur á kröfunni um aukinn hlut til handa vélstjórum. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að aðilar hefðu farið yf- ir málin á breiðum grundvelli á fundinum í gær og menn myndu halda viðræðum áfram. Deiluaðilar á fund nefndar sj ávarútvegsráðherra Nefnd sjávarútvegsrráðherra sem koma á með tillögur um breyt- ingar á verðmyndun á fiski er þeg- ar tekin til starfa og hefur boðað fulltrúa samningsaðila í sjómanna- deilunni á sinn fund næstkomandi mánudag. Þá hefur ríkissáttasemj- ari ákveðið að halda sáttafund í deilunni á þriðjudaginn í næstu viku. Framkvæmdastj óri útvarps Halldóra Ingva- dóttir skipuð BJÖRN Bjamason mennta- málaráðherra skipaði í gær Halldóru Ingvadóttur, skrif- stofustjóra á skrifstofu útvarps- stjóra, í starf fram- kvæmda- stjóra Rík- isútvarps- ins-hljóð- varps. í út- varpsráði hlaut Halldóra 3 atkvæði full- trúa Sjálfstæðisflokksins en Margrét Oddsdóttir, deildar- stjóri menningarmála hjá Ríkisútvarpinu, hlaut þar 4 atkvæði fulltrúa annarra stjómmálaflokka í ráðinu. Útvarpsstjóri hafði mælt með því við menntamálaráð- herra að Halldóra yrði ráðin í starfið en hann taldi þær Margréti hæfastar til starfs- ins. Fimm umsækjendur um stöðuna Umsækjendur vom fjórir; auk Halldóm og Margrétar, Freyr Þormóðsson, fram- kvæmdastjóri í Bandaríkjun- um og Sigurður G. Tómasson, íyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2. „Ég held að tíminn skeri úr um það en hér er engin bylt- ing í vændum,“ sagði Hall- dóra, þegar Morgunblaðið spurði hana um hverju hún hygðist helst beita sér fyrir í starfínu. „Ég ætla að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið unnið fram að þessu. Það hafa verið miklar breytingar að undanfórnu og það á eftir að koma ýmsu í höfn af því sem hefur verið mótað og stefnt að og ég mun að sjálfsögðu vinna áfram að því,“ sagði hún. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Félagsmálaráðherra á Alþingi í gær Atvinnuleysi í janúar um 4% ATVINNULEYSI hér á landi var rétt um 4% í janúar sl. sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. í sama mánuði í fyrra var atvinnuleysi 5,1%. Þessar upplýsingar komu fram í máli Páls Péturssonar félags- málaráðherra við umræður um atvinnuleysi á Alþingi í gær. í máli hans kom einnig fram að samkvæmt bráðabirgðatölum liti út fyrir að atvinnuleysi meðal karla hefði verið um 2,8% í janú; ar sl., en 5,5% meðal kvenna. I janúar í fyrra var atvinnuleysi meðal karla 3,9% en 6,7% meðal kvenna. Ráðherra sagði að þessar nýju tölur um atvinnuleysi samanbor- ið við tölur í fyrra hlytu að vera fagnaðarefni. Allt væri á réttri leið þótt tölurnar væru enn of há- ar. „Við þurfum að gera betur til að hjálpa fólki að finna vinnu,“ sagði hann. Ráðherra sagði hins vegar rétt að hafa í huga að mik- ill vinnuaflsskortur væri í landinu og því þyrfti félagsmálaráðuneyt- ið í sífellt auknum mæli að heim- ila veitingu atvinnuleyfa til út- lendinga utan evrópska efna- hagssvæðisins. „Á síðastliðnu ári veittum við um 1.600 leyfi fyrir útlendinga til að koma hér til vinnu. Við höfum ekki neina ná- kvæma tölu um hvað margir eru hér að störfum af evrópska efna- hagssvæðinu, en ekki er ólíklegt að það sé álíka stór hópur,“ sagði hann. Ráðherra sagði einnig að meira en helmingur af þeim út- lendingum sem hefðu fengið at- vinnuleyfi á síðasta ári væri kon- ur og að samanlagt væru líklega um 2.000 erlendar konur að störf- um í landinu. Snarræði skipverja varð manni til bjargar sem fór fyrir borð á kúfískbáti á Önundarfírði Var í ísköldum sjónum í tvær mínútur SKIPVERJI á kúfiskbátnum Skel ÍS slapp með minniháttar áverka eftir að vír lenti í honum og svipti honum fyrir borð um klukkan 22.30 í fyrrakvöld, þar sem bátur- inn var á veiðum í Onundarfirði. Félagar hans í áhöfn sýndu mikið snarræði við björgun mannsins, sem er vélstjóri á bátnum. Á Skel ÍS er sex manna áhöfn og voru þrír uppi við þegar at- vikið varð. Maðurinn var í sjón- um um tvær mínútur að því er talið er, en á þessum slóðum var lofthiti minus 5-6 gráður þegar atvikið varð. Nýbúið var að hífa upp plóg skipsins og poka þegar vfr slitnaði sem hélt plóginum með þeim afleiðingum að hann féll fyrir borð og slóst vír í síðu vélsljórans og hrifsaði hann með sér. Snarbeygði strax „Hann stakkst ofan í sjóinn en kom strax upp aftur, hélt rænu allan tímann og saup lítið af sjó,“ segir Jens Sigurjónsson, skipstjóri á Skel. Hann segir að um leið og vél- stjórinn fór í sjóinn hafi hann snarbeygt og í raun siglt hring umhverfis manninn, sem náði taki á kaðli sem hékk aftan úr skut bátsins. „Ég var snöggur að beygja þannig að við vorum komnir strax upp að honum, en auk þess að hafa tak á kaðlinum hentum við til hans björgunar- hring. Hann hélt sér liins vegar áfram í kaðalinn, enda skynsam- legra að halda sér í eitthvað sem var fast við skipið. Ég og hinn skipveijinn sem þarna var dróg- um hann síðan að, tókum um axlir hans og kipptum honum um borð,“ segir Jens. Hann kveðst telja að betur hafi farið en á horfðist og hafi hjálpað mikið til að tungl var fullt og lygnt í sjóinn. „Hefði hins vegar verið meiri sjógang- ur eða verra veður er ekki gott að segja hvernig hefði farið. En hann er líkamlega vel á sig kominn og gat haldið í kaðalinn meðan við drógum hann inn,“ segir Jens. Siglt var umsvifalaust með manninn í land og hann fluttur á Sjúkrahús Isafjarðar, þar sem hann gekkst undir rannsókn í gær. Hann marðist talsvert og blæddi inn á vöðva. Gert var ráð fyrir að Skel ÍS héldi aftur til veiða í kvöld eða á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.