Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Fayed segir samsæri á bak við Díönuslysið Reuters MOHAMED al Fayed, faðir Dodis Fayeds, vinar Díönu prinsessu, kveðst vera viss um að þau hafi verið fórnarlömb samsæris. London. The Daily Telegraph, Reuters. MOHAMED al Fayed, eigandi Harrods-verzlunarinnar og faðir Dodis Fayeds, vinar Díönu prinsessu, sagði í viðtali við brezka blaðið Mirror í gær að sonur sinn og Díana væru fórnar- lömb samsæris; bílslysið sem þau létu lífið í hefði ekki verið slys. Þessi ummæli Fayeds hafa valdið fjölskyldu Díönu miklu hugarangri. Talsmaður íjölskyld- unnar neitaði að tjá sig beinlínis um viðtalið en sagði þessar sí- felldu vangaveltur vera engum til gagns og að þær yllu fjöl- skyldunni miklu angri. Talsmenn konungsfj'ölskyldunnar tjáðu sig í gær um málið á sömu leið; þetta „óþarfa“ tal um samsæri væri fjölskyldunni mikil áþján. Fayed heldur því staðfastlega fram, að ekið hafi verið fyrir Mercedes-Benz-bifreiðina, sem Dodi og Díana létu lífið f aðfara- nótt 31. ágúst sl. í viðtalinu við Mirror endurtekur Fayed enn- fremur þá staðhæfingu sína, að þau hafi verið trúlofuð og haft í hyggju að giftast. Ennfremur seg- ir hann frá því sem hann fullyrðir að hafi verið sfðustu orð Díönu. Ákvörðun Fayeds að þ'óstra upp um meint andlátsorð Dfönu þykir aðstandendum hennar sér- lega ósmekkleg, með tilliti til þess að hann hafði áður svarið opinberlega að hann gæti aldrei gert þau opinber. En The Mirror hefúr eftir Fayed: „Sfðustu orð hennar eins og hjúkrunarkonan miðlaði þeim til mín voru þessi: „Ég vil að Sara systir fái allar eigur mfnar sem eru í íbúð Dodis, þar með taldir skartgripirnir og fötin mín, og ég bið ykkur að segja henni að ann- ast drengina mína“.“ Sfðan segir Fayed: „Hún fann á sér að hún var að skilja við, hún vildi koma skilaboðum áleið- is til barnanna sinna. Ég var fyrsti maðurinn sem kom á stað- inn og ég veit hvað gerðist. Sum- ir hafa reynt að halda því fram að ég hafi skáldað þetta samtal upp. En hvemig ætti nokkur maður að geta gert slíkt. Og hvers vegna í ósköpunum ætti hjúkrunarkona að vilja villa um fyrir mér.“ Ganga lengra en í nýrri bók Þessi meintu andlátsorð Dfönu ganga jafnvel lengra en sú út- gáfa af þeim sem Fayed virðist hafa leyft bandarískum blaða- mönnum að hafa eftir sér í bók sem þeir hafa samið um endalok Díönu. Bókin kom út f vikunni undir titlinum „Dauði prinsessu: Rannsókn." í henni segja höfund- amir að Fayed hafi tjáð þeim að lokaorð Dfönu hafi einfaldlega verið þessi: „Segið Söm systur að gæta barnanna minna.“ „Ég trúi því 99,9% í hjarta mfnu að þetta hafi ekki verið slys. Það var samsæri að baki og ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en ég hef komizt að hveiju smáatriði í atburðarásinni. Ég mun hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þessu slysi,“ sagði Fayed. I arabalöndum hefur gengið sú saga að fyrir slysið hafi Díana verið búin að fallast á að taka upp trú múslima til að geta gifzt Dodi Fayed. Þetta hafi óþekktir samsærismenn viljað koma í veg fynr. I fyrradag gagnrýndi móðir Dfönu, Frances Shand Kydd, þessa nýjustu bylgju „hræði- Iegra“ sögusagna í kringum and- lát dóttur sinnar. Sagði hún þær hafa nýög slæm áhrif á líf sitt og prinsanna ungu, Viihjálms og Harrys. í viðtali við skozka blað- ið Herald sagði hún að þetta væri óbærilegt fyrir sig og drengina. „Fólk hefur verið að hringja í mig og spyija alls kyns spum- inga. Það virðist gleyma að það er að tala við móður hennar, ekki tilfinningalausa vél.“ ■ 1 ; N; i- U ,i A M. Pakistanskar vörur Rýmingar- sala v/flutnings Alit að 50% afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (aonar etgaadl, ðior Karatchl, Ámlíla) Síðir leðurfrakkar, jakkar, koparstyttur, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl.13-18. Verið velkomin! Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). Nýtt þing- hús Evr- ópuþings- ins ÞETTA er hið nýja starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna Evr- ópuþingsins í Brussel. Nýja bygg- ingin, sem hefur verið í byggingu ámm saman og kostað milljarða, var tekin formlega í notkun í gær með hátíðarathöfn sem Albert II Belgíukonungur var viðstaddur ásamt öðru fyrirmenni. EMU-umræðan í Þýzkalandi Frestun EMU hlýtur æ meiri hljómgrunn Bonn. Reuters. HENNING Voscherau, fyrr- verandi borgar- stjóri Hamborg- ar og einn af helztu forystu- mönnum þýzka Jafnaðarmanna- flokksins, setti sitt lóð á vogarskál- amar í gær til að af stofnun Efna- hags- og myntbandalags Evrópu, EMU, yrði ekki á áformuðum tíma, með því að mælast til þess að hald- in yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Voscherau lét þessi orð falla við kynningu bókar sem fjórir þýzkir háskólaprófessorar hafa samið um hættur þær sem myntbandalagið ber með sér að þeirra mati fyrir Evrópu og sér í lagi Þýzkaland. Þessir sömu fjórmenningar hafa farið fram á það við stjórnlaga- dómstól Þýzkalands að hann skeri úr um lögmæti þess að Þýzkaland taki þátt í EMU. Bók þeirra ber titilinn „Evró-glíman. Hvers vegna myntbandalag er dæmt til að mis- takast.“ Voscherau, sem þar til fýrir skömmu var talsmaður flokksfor- ystu SPD í fjármálum, sakaði for- ystumenn þýzkra stjórnmála um að standa í vegi fyrir frjálsri og upp- byggilegri umræðu um kosti og galla myntbandalagsins og hvatti til þess að lög yrðu sett sem gerðu þjóðinni kleift að greiða atkvæði um aðild að EMU samtímis kosn- ingum til sambandsþingsins 27. september næstkomandi. Voscherau neitaði því að hann væri efasemdamaður um ágæti Evrópusamrunans, en sagði þýzka stjórnmálamenn í allt of miklum mæli hafa valið að fylgja spakir hinni gefnu línu „pólitískrar rétt- hugsunar" í stað þess að gagn- rýna hiklaust leiðtoga Evrópu fyrir að mis- takast að tryggja meiri pólitískan samruna álfunnar áður en myntsamrunanum yrði hrint í framkvæmd. Meirihluti Þjóðveija vill fresta EMU Meirihluti Þjóðverja er andvígur því að myntbandalaginu verði hleypt af stokkunum um næstu ára- mót eins og áformað er, og flestir þeirra trúa því að stofnun banda- lagsins verði skotið á frest, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar sem þýzka viðskipta- tímaritið Handelsblatt birtir í dag, fostudag. Samkvæmt könnuninni eru 58 af hundraði á móti því að af mynt- bandalaginu verði í ársbyijun 1999 en 30% fylgjandi því. Jafn margir, 30% Þjóðveija, eru ákveðnir í því að ætla aldrei að sætta sig við að skipta þýzku mörkunum út fyrir evró, hina væntanlegu sameigin- legu Evrópumynt. 30% vilja að staðið verði við áformaða stofndag- setningu EMU, 1. janúar 1999. Aðspurðir um mat á stöðugleika hinnar væntanlegu Evrópumyntar segja aðeins 24% að þeir eigi von á því að hún verði eins stöðug og þýzka markið. 60% trúa því að evr- óið verði veikari gjaldmiðill. Ennfremur þykir sú niðurstaða athyglisverð, að 52% segist eiga von á því að stofnun EMU verði frestað. 40% telja áformaða dag- setningu rétta. EVROPA** Vara- forseti ferst FYRSTI varaforseti Súdans, undirhershöfðinginn Al-Zu- beir Mohammad Saleh, lést í gær er flugvél hans fórst um 700 km suður af höfuðborg- inni, Kartúm. Opinbera fréttastofan SUNA greindi frá því að tveir aðrir háttsettir embættismenn hefðu farist. Forseti landsins, undirhers- höfðinginn Omar Hassan al- Bashir, sagði í sjónvarps- ávarpi að hópur fólks hefði farist með vélinni. Fregnir herma að tveir hafi komist lífs af. Vélin hafi verið í aðflugi við slæm veðurskilyrði er hún fórst. Súdanskir uppreisnar- menn sögðust í gær hafa skot- ið vélina niður. Sjö myrtir á Indlandi GRUNUR leikur á að herskáir útlagar hafi verið að verki er sjö manns voru felldir í Trip- ura-ríki á Norðaustur-Indlandi í gær. Almennar kosningar verða haldnar í ríkinu eftir þrjá daga. Útlagamir eru fé- lagar í herdeild Tripuratígr- anna, sem indversk stjómvöld hafa bannað. Þeir kveiktu í nokkrum húsum og þegar íbú- amir reyndu að flýja skutu þeir á þá, að því er indverski herinn greindi frá. 47 fórust í Kína TVÆR sprengingar á flug- eldamörkuðum urðu samtals 47 manns að bana í norður- hluta Kína í síðasta mánuði, að því er fréttastofan Xinhua greindi frá í gær. Tuttugu og einn slasaðist í sprengingunum og fjöldi farartækja eyðilagð- ist. í báðum tilvikum höfðu flugeldar verið tendraðir inni á mörkuðunum, sem er brot á reglum. Hlynntir NATO-aðild NEÐRI deild tékkneska þingsins lýsti í gær stuðningi við aðild landsins að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) með því að fella tillögu stjórarand- stöðunnar um að hægt yrði á frágangi aðildar. Josef Tosov- sky forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunni og sagði hana myndu sýna væntanlegum fjárfestum að pólitískur stöð- ugleiki ríkti í Tékklandi. Tosovsky hefur sagt aðildar- viðræðumar vera forgangs- verkefni bráðabirgðastjórnar sinnar. Auglýsa eftir nýrri móður BRESKIR tvíburar hafa aug- lýst eftir nýrri fjölskyldu þar eð móðir þeirra er dauðvona af völdum krabbameins. Tví- burarnir eru tíu ára og munu þeir, ásamt móður sinni, spyrja væntanlega umsækj- endur spjömnum úr. Umsækj- endur þurfa að vera hressir, hrifnir af hundum og „geta fengið okkur til að hlæja á döprum stundum," sagði m.a. í auglýsingu tvíburanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.