Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þ YÐIN G ARMIKIL ÁKVÖRÐUN UM SÍÐUSTU helgi var haldinn fundur í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins, þar sem fjallað var um stefnu og afstöðu flokksins í sjávarútvegsmálum. Var fundur þessi haldinn í beinu framhaldi af umræðum á landsfundi Alþýðubandalagsins sl. haust. Þá lagði Margrét Frímannsdóttir, formaður flokks- ins, fram tillögu, sem vísað var til þessa miðstjórnarfundar. Niðurstaða miðstjórnarfundarins var mikilvægt framlag til umræðna um kvótakerfið og veiðileyfagjald. Alþýðubandalagið hefur nú tekið þá grundvallarafstöðu, að það sé hlynnt auð- lindagjaldi. I samþykkt miðstjórnarfundarins er lagt til að skipuð verði opinber nefnd til þess að fjalla um auðlindir sem þjóðareign og síðan segir: „Nefndin kanni einnig, hvernig stað- ið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðar- innar, með hliðsjón af þeim gjöldum, sem fyrir eru. Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að af- rakstur sameiginlegra auðlinda skili sér með réttmætum hætti til þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta. Um verði að ræða hóf- legt gjald, sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna og réttlátri skiptingu afrakstursins m.a. til að styrkja byggð um landið.“ I þessum efnum skiptir gi-undvallarafstaðan meginmáli. Þótt ýmsir fyrirvarar séu í samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalags- ins er aðalatriðið þó, að flokkurinn hefur tekið afstöðu með ein- hvers konar gjaldi fyrir afnot af auðlindum. Alveg með sama hætti má segja, að Verzlunarráð Islands hafi sl. haust lýst sig fylgjandi slíku gjaldi, þótt með ýmsum fyrirvörum væri. Stuðningur við þá hugsun, að eðlilegt sé að greiða gjald fyrir afnot af auðlindum fer vaxandi. Afstaða Alþýðubandalagsins er mikilvæg vegna þess, að hingað til hefur flokkurinn ekki verið fylgjandi þeirri stefnu og einstaka þingmenn hans eins og t.d. Steingrímur J. Sigfússon verið henni mjög andvígir. Afstaða Framsóknarflokksins er að breytast eins og fram hefur komið ítrekað í yfirlýsingum formanns flokksins og hið sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Flest bendir því til að umræður um gjald fyrir afnot af auð- lindum á borð við fiskimiðin við strendur landsins taki nýja stefnu á næstu mánuðum og misserum og smátt og smátt muni stefna stjórnvalda þokast í þessa átt. Fyrir útgerðarmenn sjálfa er skynsamlegra að taka undir með þessum sjónarmiðum heldur en að fallast á verulega þrengingu á rétti þeirra til að framselja veiðiheimildirnar. ENDURNYJUN STJÓRNARRÁÐSHÚSSINS ASIÐUSTU árum hafa gamalgróin húsakynni æðstu stjórn- enda lands og þjóðar verið endurnýjuð með myndarlegum hætti. Endurbygging Bessastaða hefur staðið yfír í nokkur ár og þótt mörgum hafi þótt nóg um kostnaðinn er þjóðin þó ánægð með að vel hefur tekizt til. Þá hefur ráðherrabústaðurinn gamli við Tjarnargötu verið endurnýjaður af myndarskap og nú síðast stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, sem á sér langa sögu. Augljóst er, að þar hefur tekizt vel til. Þótt framkvæmdir sem þessar kosti nokkurt fé er hitt ekki síður mikilvægt, að þjóðin geti verið stolt af helztu op- inberum byggingum. Næst þarf að beina athyglinni að Alþing- ishúsinu og aðbúnaði þingmanna, sem lengi hefur verið á dag- skrá að bæta. Um leið og þingmönnum hefur verið búin betri aðstaða í nýjum húsum í námunda við þinghúsið er hægt að sýna hinu gamla þinghúsi meiri sóma. GULLINBRÚ AUNDANFÖRNUM mánuðum og misserum hefur hvað eftir annað skotið upp kollinum togstreita á milli borgar- yfirvalda og samgönguráðherra um breikkun Gullinbrúar, sem er önnur af tveimur umferðarleiðum íbúa Grafarvogs út úr hverfinu. Ibúar hverfísins geta hins vegar ekki lengur látið sér nægja að fylgjast með slíkum deilum á milli stjórnmálamanna. Þeir krefjast af eðlilegum ástæðum að framkvæmdir hefjist. Astæðan er sú, að umferðaröngþveiti verður á mestu álags- tímum í umferðinni, þegar fólk ekur til vinnu og frá vinnu. Þeg- ar snjókoma er og umferð erfið af þeim sökum verður neyðará- stand í hverfínu eins og skýrt kom fram fyrir skömmu. Ekki þarf að hafa mörg orð um þetta mál. Þúsundir manna búa í hverfínu. Við erfiðar aðstæður komast þeir einungis við illan leik til vinnu eða heim til sín. Borgarstjóri og samgönguráð- herra hljóta að setjast niður og leysa þetta mál. Báðum væri til minnkunar að halda áfram opinberu karpi um það. Sjávarútvegsráðherra segir að mjög skipt NEFNDIN sem sjávarút- vegsráðherra skipaði til að fjalla um verðmyndun á fiski, hittist á sínum fyrsta fundi strax í gærmorgun. Árni Kol- beinsson, ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu, sem er formað- ur nefndarinnar, sagði að starfi hennar yrði hraðað eins og kostur væri. Verkefni nefndarinnar er að fjalla um áhrif viðskipta með sjávar- afla milli tengdra aðila og viðskipti með aflaheimildir og áhrif þeirra á skiptakjör og hefur nefndin tæplega mánaðartíma eða til 10. mars næst- komandi að skila af sér tillögum. Auk Árna eru í nefndinni Olafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsæt- isráðuneytisins, og Jóhann Sigur- jónsson sendiherra en þeir tveir fyrrnefndu sátu í sambærilegi'i nefnd snemma árs 1994, sem glímdi við sams konar verkefni í framhaldi af því að lög höfðu verið sett á verk- fall fiskimanna. Auk þeirra sat í nefndinni Þorkell Helgason, þáver- andi ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins, og fékk nefndin viður- nefnið þríhöfði. Tillögu nefndarinn- ar um kvótaþing var aldrei hrint í framkvæmd og hafa ekki verið ofar- lega á baugi fyrr en nú síðustu dag- ana. Er talið fullvíst að rykið verði nú dustað af tillögunum og þær skoðaðar ítarlega af þeirri nefnd sem nú hefur verið skipuð, enda það vandamál sem við er að glíma sam- bærilegt við það sem þá var uppi og tveir af þremur nefndarmönnum þeir sömu og þá fengu málið til um- fjöllunar. Tvær undantekningar I þáverandi tillögum nefndarinnar til ríkisstjórnarinnar er lagt til að komið verði á fót skipulögðum til- boðsmarkaði til að annast öll við- skipti með það aflamark sem flutt er milli skipa. Tvær undantekningar eru þó gerðar. Annars vegar þegar aflamark er flutt á milli skipa í eigu sömu útgerðar enda fara engin við- skipti fram með slíkum skiptum. Hins vegar verður áfram heimilt að skipta á jafnverðmætum aflaheim- ildum, enda verði mat á því hvað teljist jöfn skipti byggt á samtíma- verði á hinum opinbera tilboðsmark- aði. Gera verði þá meginkröfu til markaðarins, segir í tillögunum, að kaupandi og seljandi viti ekki hvor af öðrum og þannig verði komið í veg íyrir að þeir geti gert fyiirfram samninga um viðskiptin. Með því móti sé tryggt að kaupandi og selj- andi geti ekki viðhaft undirmál í við- skiptum sín á milli. Fram kemur að það séu einkum ferns konar viðskipti sem sjómenn hefðu npfnt að hefðu áhrif á skipta- kjörin. I fyrsta lagi að fyrirtæki sem stunduðu fiskvinnslu og hefðu jafn- framt yfir aflaheimildum að ráða framseldu aflamark til kvótalítilla skipa gegn löndun á aflanum og töldu sjómenn að í sumum tilvikum væri andvirði aflaheimildanna dreg- ið frá andvirði aflans áður en til skipta kæmi. Þama er um svo- nefnda leiguliða að ræða. I öðra lagi era tekin til svonefnd tonn á móti tonni viðskipti, en þá er um það að ræða að fiskvinnslufyrir- tæki eða fyrirtæki tengd fiskmörkuð- unum semja við útgerðir um að fram- selja tiltekið aflamark til skipa í þeirra eigu með því skOyrði að skip útgerðarfyrirtækisms landi helmingi meira aflamagni til fiskvinnslunnar á verði undir markaðsverði sem næmi verðmæti aflaheimildanna. í þriðja lagi er um það að ræða að sjómenn séu látnir leggja í sérstaka sjóði til að taka þátt í kaupum út- gerðarfyrirtækja á aflamarki og í fjórða lagi að við sölu á afla væri andvirði keyptra aflaheimilda dregið frá aflaverðmæti áður en kæmi til skipta. Viðskipti eins og á Verðbréfaþingi I tillögum nefndarinnar er gert ráð íyfir því að viðskipti á kvóta- þinginu, sem lýtur sérstakri stjóm, fari fram með hliðstæðum hætti og á Samtök sjómanna eru hlynnt hugmyndum um kvótaþing, en telja að þær muni ekki leysa nema hluta ágreinings þeirra og út- ------------r ---------- ---- ----------- vegsmanna. I umfjöllun Hjálmars Jónsson- ar kemur fram að útvegsmenn eru jafn andvígir þessum hugmyndum og þeir voru er þær voru upphaflega settar fram snemma árs 1994. Verðbréfaþingi íslands. Seljandi aflamarks tilkynni um magn og lág- marksverð sem hann hefur ákveðið að selja af tilteknu fiskiskipi og kaupandi tilkynni um magn og verð á þeim tegundum sem hann vilji kaupa fyrir sitt skip. Leitað yrði síð- an í tilboðaskrá kvótaþings að þeim aflaheimildum sem í boði eru og sá sem byði hæst fengi fyrst og svo koll af kolli þar til kauptilboð færi undir hæsta söluboð. Ef ekkert boð sé jafnhátt eða hærra en það lág- marksverð sem seljandi hefur sett eigi engin viðskipti sér stað. Þá segir að til að koma markaðn- um á fót þurfi í grundvallaratriðum þrennt að koma til. í fyrsta lagi þurfí að vera fyrir hendi tilboðskerfi með svipuðu sniði og það kerfi sem Verðbréfaþing reki, sem haldi utan um öll tilboð frá kaupendum og selj- endum. I öðru lagi þurfi að vera fyr- ir hendi viðskiptakerfi þar sem skráðar séu upplýsingar um hverjir geti verið aðilar að þinginu og hvaða hlutverki þeir eigi að gegna, auk þess sem viðskiptakerfið þurfi að annast greiðslumiðlun milli kaup- enda og seljenda. I þriðja lagi þurfi DEILAN EKKILEYS AÐ ÖLLl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.