Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 40
- * 40 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Gísli Þorsteinsson
fæddist á Litlu-
Þúfu í Miklaholts-
hreppi 30. nóvember
1918. Hann lést í
Keflavík 4. febrúar
sfðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Þorsteinn Einarsson
frá Skáneyjarkoti
(1892-1984) og
Jónína Agata Arna-
dóttir frá Flóðatanga
* (1891-1934). Gísli
var elstur fimm
barna þeirra. Hin
eru Sigríður Sigur-
björg, f. 24. jan. 1923; Arni, f. 26.
maí 1926, d. 3. mars 1997; Jón
Þorgeir, f. 30. okt. 1929, d. 22.
júní 1997; og Dýrunn, f. 13. júlí
TVeir menn standa ofan í skurði í
Keflavík fyrir nær fimmtíu árum;
verkamaður losar grjót með fleyg,
skólastrákur mokar frá honum.
Þegar þeir rétta úr sér taka þeir
smárispu um pólitík dagsins og eru
samstíga vel í róttækni tímans. En
síðan er farið að tala um bækur. Ég,
^■-skólastrákurinn, er nýbyrjaður að
lesa Halldór Laxness og þjóðskáld-
in, en verkamaðurinn, Gísli Þor-
steinsson, fylgist betur með því sem
er nýjast. Hann fer með sitthvað úr
ljóðum Hannesar Sigfússonar og
Sigfúsar Daðasonar.
Þetta er ansans ósköp magnað,
segir hann. Eða: Það er eitthvað við
þetta.
Gísli vissi eins og af sagnaranda
hvar púðrið var að finna. Hann var
vel heima í eldri kveðskap úr
byggðum Borgarfjarðar, en þaðan
* var hann ættaður, og vitaskuld
hafði hann miklar mætur á Guð-
mundi Böðvarssyni og fór stundum
með uppibyggilegar hendingar úr
ljóðum hans: „Þá brann þér í vitund
að jafnvel þín væri þörf, já þrátt
fyrir allt í því stríði sem mannkynið
heyr.“ En hann var um leið forvit-
inn og áhugasamur um þau nýmæli
sem þá voru á döfinni. Hann ansaði
ekki skömmum um atómskáld og
honum datt ekki í hug að hneykslast
á sögum Ástu Sigurðardóttur. Allt
hafði hann lesið, á öllu hafði hann
ígrundaða skoðun, sem hann færði í
orð með gamansömum og hógvær-
um hætti.
Ailtaf síðan hefur mér orðið hugs-
að til Gísla Þorsteinssonar þegar
einhver spyr um íslenska alþýðu-
1931. Þau fluttust
aftur í Borgarfjörð-
inn 1921 og þar ólst
Gísli upp. Hann fór í
Reykholtsskóla en
upp úr tvítugu fór
hann suður að Set-
bergi við Hafnar-
fjörð og síðan til
Keflavfkur. Hann átti
heima hjá Helgu Ein-
arsdóttur, föðursyst-
ur sinni, meðan hún
lifði. Gísli var starfs-
maður Keflavíkur-
bæjar f fjöldamörg
ár. Hann var ókvænt-
ur og barnlaus.
Útför Gísla fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30
menningu. Og alltaf síðan höfum við
Gísli vitað hvor af öðrum. Og hvort
sem lengur eða skemur leið milli
okkar funda áttum við auðvelt með
að taka upp aftur þann þráð sem
byrjað var að spinna fyrir hálfri öld
í bæjarvinnunni heima í Keflavík
þegar einhæfni stritsins hlaut að
víkja fyrir vinsamlegu samfélagi um
nýlesnar bækur, ljóðlínur sem
leggja þurfti á minnið og djarfa
drauma um þjóðmálin. Verði honum
moldin létt sem fiður.
Árni Bergmann.
Frá því ég hóf íyrst afskipti af
stjórnmálum man ég eftir Gísla
Þorsteinssyni. Gísli var einn af þeim
mönnum sem höfðu það að einlægu
markmiði að gera þjóðfélag okkar
betra. Hann var af þeirri kynslóð
sem þekkti skort og hörku kreppu-
áranna og sú reynsla skipaði honum
á bekk með þeim sem berjast fyrir
betri kjörum í þjóðfélagi okkar.
Gísli Þorsteinsson var viðræðu-
góður og fjölfróður. Hann kom mér
sí og æ á óvart með yfirgripsmikilli
þekkingu sinni á hinum ýmsu mál-
um. Það var gott að hitta Gísla í
laugardagskaffi okkar Alþýðu-
bandalagsfólks og spjalla við hann
um heima og geima.
Hvað starfi félagsins viðvíkur þá
var Gísli ætíð til staðar þegar taka
þurfti til hendinni. Hann var alltaf
til í að leggja hönd á plóginn til
framgangs baráttunnar, nú líka hin
síðari ár þrátt fyrir þverrandi
heilsu. Gísli Þorsteinsson bar alla
tíð hugsjónaeld í brjósti sér. Hug-
sjónir sem snerust um það að koma
mætti á samfélagi jafnaðar og
manngildis á Islandi, hugsjónir sem
við gerum vel í að halda á loft um
ókomna tíð. Fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsfélags Keflavíkur og
Njarðvíkur vil ég þakka Gísla fórn-
fús störf og persónulega vil ég
þakka honum góðar stundir sem við
áttum saman.
Genginn er drengur góður og fé-
lagi.
Eysteinn Eyjólfsson, form.
Alþýðubandalagsfélags
Keflavíkur og Njarðvíkur.
Félagi Gísli Þorsteinsson er lát-
inn. Óneitanlega verðum við döpur
þegar svona fréttir berast. Vissu-
lega var hann orðinn aldraður og
okkur var kunnugt um veikindi
hans en samt fyllumst við söknuði
þegar fréttir um lát félaga og vina
berast.
Gísli var einn af þessum mönnum
sem mun alltaf varðveitast í minn-
ingunni. Hann var afskaplega geð-
felldur maður, einfari í sínu lífi en
tók þó virkan þátt í félagsstarfi sósí-
alista og síðar Alþýðubandalagsins.
Þar var hann einn af þessum
traustu sem yngri mennimir gátu
alltaf leitað í smiðju til. Gísli var
alltaf tilbúinn til að ræða pólitíkina,
en það var pólitík í víðri merkingu.
Það var pólitík hins daglega lífs í
bænum, í landsmálunum eða heims-
málin. En hann var líka tilbúinn að
ræða um bókmenntir og ættfræði-
þekking hans var ótrúleg. Það var
einhvem veginn þannig með Gísla
að hann var alltaf að. Hann
punktaði hjá sér minnisatriði og var
með ótrúlega þekkingu á ýmsum
miðum sem hann geymdi. Það var
sama hvort það var eitthvað sem
gerðist á fundi eða hvar í jörðu
lagnir bæjarins voru, en hann var
starfsmaður bæjarins. Ég man
fyrst eftir Gísla þegar hann bjó á
Faxabrautinni og var umboðsmaður
Máls og menningar. Það var honum
líkt, því hann var sjálfur alla tíð
mikill grúskari og bókaormur. Það
sem mér þótti merkilegt var hve
víðlesinn hann var. Hann þekkti að
sjálfsögðu öll helstu pólitísku rit-
verkin en hann hafði líka mikinn
áhuga á ljóðum. A því sviði kom
enginn að tómum kofanum hjá hon-
um og var þá sama hvort rætt var
um eldri þjóðskáld eða ungskáld,
hann þekkti þetta allt og fylgdist vel
með, það var gott að þekkja svona
mann þegar maður var sjálfur að
stíga sín fyrstu skref í pólitíkinni.
Við Alþýðubandalagsmenn eigum
eftir að sakna þess að hafa hann
eklri með okkur á fundum og fá að
hlusta á hans hugleiðingar og mat á
stöðunni. Hann benti oft á ný sjón-
arhom, kom með athugasemdir sem
að gagni komu og lagði gott til mál-
anna. Það fór aldrei á milli mála að
þar talaði maður sem hafði hugsjón,
maður sem hugsaði fremur um
hagsmuni heildarinnar, einkum þó
hins vinnandi manns en sína per-
sónulega hagsmuni. Sem dæmi um
brennandi áhuga hans má nefna að
þrátt fyrir veikindi fylgdist hann vel
með pólitískum hræringum og hann
hafði óskað eftir að fá að kjósa utan-
kjörstaðar í prófkjöri Bæjarmálafé-
lags jafnaðar- og félagshyggjufólks
sem fram fór um síðustu helgi, en
honum entist ekki aldur til. Óskandi
væri að við ættum fleiri menn eins
og Gísla Þorsteinsson. Við félagar
hans í Alþýðubandalagsfélagi Kefla-
víkur og Njarðvíkur þökkum Gísla
fyrir samstarfið. Fyrir súrar og
sætar stundir í mótbyr og meðbyr í
sameiginlegri baráttu okkar fyrir
betri bæ, betra landi og betri heimi,
því ekkert af þessu var félaga Gísla
óviðkomandi.
Ég votta ættingjum Gísla samúð
mína.
Jóhann Geirdal.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum vinar míns, Gísla
Þorsteinssonar, sem látinn er á átt-
ugasta aldursári. Gísli var af borg-
firskum ættum, ættaður úr Reyk-
holtsdal, en flutti til Keflavíkur um
1940. Þar átti hann heima upp frá
því og réðst fljótlega til vinnu hjá
Keflavíkurbæ þar sem hann eyddi
starfsævinni.
Ég var unglingur þegar ég veitti
Gísla fyrst athygli á götum bæjar-
ins. Göngulag hans var oft reikult
og taldi ég í fáfræði minni að þar
færi óreglumaður. Þegar leiðir okk-
ar lágu seinna saman, meðal annars
við vinnu hjá Ahaldahúsi Keflavík-
ur, lærðist mér að Gísli var bindind-
ismaður á vín og tóbak. Rekja mátti
reikult göngulag hans til sjúkdóms
sem herjaði á jafnvægisskynið og
olli honum oft miklum höfuðkvölum.
Reyndar sagði Gísli mér einu sinni
að einn helsti kosturinn við að eld-
ast væri sá að verulega hefði dregið
úr áhrifum þessa meins.
Eins og áður sagði, vann Gísli í
mörg ár sem verkamaður hjá Kefla-
víkurbæ og kom þar að flestu sem
vinna þarf hjá einu bæjarfélagi.
Hann var þekktur fyrir að vinna
verk sín af mikilli samviskusemi og
nákvæmni. Þess má líka geta, að
þrátt fyrir áður nefndan sjúkdóm
lagði Gísli metnað sinn í að mæta
samviskusamlega til vinnu. Hann
var þá oft svo illa kvalinn í höfði að
flestir hefðu talið sig óvinnufæra í
sömu sporum. Þrátt fyrir þetta höf-
uðmein fór orð af minni Gísla og
þekkti hann til dæmis lagnakerfi
bæjarins betur en nokkur annar.
Þetta kom sér oft vel fyrir bæjarfé-
lagið enda var ekki alltaf hirt um að
færa slíkar lagnir inn á kort.
Gísli var lítillátur og hógvær
maður. Hann var einnig mikið ljúf-
menni og kurteis í umgengni við
annað fólk. Þau ár sem ég þekkti
hann sá ég hann aldrei skipta skapi.
Hann var hins vegar langt frá því að
vera skoðanalaus maður. Eins og
svo margir aðrir sem kynntust klóm
kreppunnar af eigin raun, trúði
hann þvi að með skynsemi og rétt-
sýni mætti byggja upp farsælt sam-
félag þar sem gefinn væri gaumur
að þörfum allra. Gísli var eindreg-
inn félagshyggjumaður og var í
mörg ár traustur félagi í Alþýðu-
bandalaginu. Hann var einnig frið-
arsinni og taldi Islandi hollast að
standa utan hernaðarbandalaga.
Þessari hugsjón vann hann brautar-
gengi með ötulli þátttöku i starfi
herstöðvaandstæðinga.
Meðal áhugamála Gísla var ljóða-
og bókalestur og var hann vel að sér
á þeim vettvangi. Hann hefði vafa-
laust aflað sér menntunar ef heilsa
og aðstæður hefðu leyft enda hafði
hann andlega burði í fræðimanns-
störf. Reyndar er það svo að þótt
formlega skólagöngu hafi skort hjá
Gísla, þá hef ég hitt fáa menn
menntaðri en hann. Samt hef ég
eytt stórum hluta ævi minnar við
menntastofnanir heima og erlendis.
Hann nálgaðist viðfangsefni sín af
vísindalegri nákvæmni og vann úr
áreitum umhverfisins á kerfisbund-
inn hátt. En það sem mikilvægara
er: Hann hafði til að bera meiri víð-
sýni og umburðarlyndi en flestir
aðrir sem ég hef kynnst. Eiga þess-
ir mannkostir ekki einmitt að vera
aðalsmerki menntaðs manns?
Samskipti okkar Gísla minnkuðu
eftir að ég flutti úr landi 1990. Þó
skiptumst við á bréfum og ég heils-
aði upp á hann þegar ég kom í
heimsóknir til Islands. A seinni ár-
um eyddi hann stundum fríum sín-
um í Danmörku og hafði gaman af
því að segja mér sögur af ferðalög-
um sínum þangað. Gísli fylgdist
grannt með högum mínum meðan
ég var erlendis og má til marks um
það nefna að skömmu áður en ég
hélt til rannsókna á heimskauta-
svæði Kanada barst mér í pósti
pakki frá honum sem hafði að
geyma vandaða íslenska lopasokka.
Sokkamir komu sér oft vel i þeirri
ferð.
Eftir heimkomu mína nú í haust
stóð alltaf til að heimsækja Gísla og
heyra af honum tíðindi, sérstaklega
eftir að ég frétti að hann væri farinn
að kenna þess meins sem að lokum
dró hann til dauða. Örlögin höguðu
því hins vegar svo að ekkert varð af
þeim endurfundum og harma ég
það nú. Mér þykir vænt um þann
áhuga sem hann sýndi mínum hög-
um og vináttu hans í gegnum árin.
Það var mikið lán að hafa fengið að
kynnast Gísla og lærði ég margt
gott af þeim kynnum.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VILBORG ÓLAFSDÓTTIR,
Álfheimum 68,
lést á Landakoti fimmtudaginn 5. febrúar.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Við þökkum starfsfólki K-2, Landakoti, einstaka umönnun og umhyggju.
Hervör Hólmjárn, Helgi Gíslason,
Örn Hólmjárn, Þórunn Héðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minn ástkæri eiginmaður, vinur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON,
Lambhaga 46,
Selfossi,
sem andaðist á heimili sínu laugardaginn
7. febrúar, verður jarðsunginn frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 10.30.
ingibjörg Helena Guðmundsdóttir,
Sigrún Hildur Guðmundsdóttir, Atli Gunnarsson,
Ástrós Guðmundsdóttir, Guðlaugur Ragnar Emilsson,
Guðleifur Guðmundsson,
Elínborg Guðmunds
Jakob Freyr Atiason.
GÍSLI
* ÞORSTEINSSON
Ég sendi systrum Gísla og öðrum
ættingjum hans samúðarkveðjur á
þessari stundu. Ég veit að minning
um góðan dreng mun halda áfram
að lifa í hugum þeirra sem hann
þekktu.
Kristinn Arnar Guðjónsson.
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta. A grænum grundum
lætur hann mig hvílast, leiðir mig að
vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig
um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert
hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.“
Genginn er góðiu- drengur, Gísli
Þorsteinsson, eftir erfiða sjúkdóms-
legu sem hann tók með hógværð og
stillingu eins og hans var von og
vísa. Ef ég hef þekkt vin minn rétt
þá hefur hann ekki kvartað mikið
við starfsfólkið sem annaðist hann
og hann hrósaði í hástert og átti
ekki nógu sterk lýsingarorð um þær
kærleiksríku hendur sem hjúkruðu
honum.
Ég ætla ekki að rekja ættir Gísla,
það munu aðrir gera. Gísli var
starfsmaður Keflavíkurbæjar í ára-
tugi.
Það sem einkenndi störf Gísla var
einstök samviskusemi og sem dæmi
vil ég greina frá þegar um var að
ræða vatnslagnir eða frárennsli þá
mældi Gísli nákvæmlega vatnshana
og brunna og allt umhverfi þeirra og
kortlagði og hélt nákvæma spjald-
skrá yfir þessa hluti sem seinna var
sett í tölvur. Þetta starf Gísla var
ómetanlegt, ég held að hann hafi
tekið upp á þessu óbeðinn en þau
síðan orðið að sjálfsögðum hlut,
þessi verkfræðistörf.
Verkfræðideild bæjarins getur
verið þakklát Gísla fyrir allar þær
upplýsingar sem hann hélt utanum í
áratugi fyrir tölvuvæðingu bæjarins
í lagnamálum.
Gísli var góðum gáfum gæddur.
Hann var kominn í Reykholtsskóla
þegar heilsan brast og hann varð að
hverfa frá námi. Það urðu honum
mikil vonbrigði, en hann hélt samt
áfram sjálfsmenntun. Ég veit að
tungumál lágu vel fyrir Gísla, enska,
þýska, Norðurlandamálin og ítalska
svo eitthvað sé nefnt. Hann átti er-
lenda pennavini, t.d. í Englandi.
Eitt sinn talaði ég við Gísla um að
skrifa fyrir mig bréf á ensku til
Hollands. Hann sagðist ekki vera
nógu góður í ensku til þess, en
nokkrum dögum seinna var hann að
skrifa pennavini í Englandi í kaffi-
tímanum og skrifaði hratt og ekki
með orðabók sér til stuðnings.
Svona var Gísli einstaklega hógvær
á getu sína þó fagmannlega væri
unnið það sem hann tók sér fyrir
hendur.
Trúnaður og drengskapur var að-
alsmerki Gísla í gegnum lífið. Gísli
var ættaður úr Borgarfjarðarsveit-
um og unni hann sveit sinni heils-
hugar og það geta fleiri vitnað um
en ég. Svo oft minntist hann á sveit-
ina við vini sína.
Ég heimsótti vin minn á Keflavík-
urspítala laugardaginn 31.janúar s.l.
og þá var Dýrunn systir hans hjá
honum, en á milli þeirra var mjög
kærleiksríkt samband. Áttum við
saman mjög jákvæða samveru-
stund.
Það heyrðist aldrei æðruorð frá
Gísla þegar ég heimsótti hann. Það
er söknuður í huga margra bæjar-
búa því Gísli var einn af þeim sem
settu svip á bæinn.
Þín lífsstefna var eins og stendur
í hinni helgu bók, gott mannorð er
dýrmætara en mikill auður, vinsæld
er betri en silfur og gull. Það veit ég
að sólarupprisan hefur verið fögur
þegar valóiað var til nýs lífs og hver
átti það betur skilið en þú.
Ég kveð minn kæra vin með orð-
um úr hinni helgu bók:
„Hver fær að stíga upp á fjall
drottins, hver fær að dveljast á hans
helga stað? Sá er hefur óflekkaðar
hendur og hreint hjarta."
Ég votta systkinum Gísla og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu samúð.
Guð hefur tekið fagra mannsál í
sinn kærleiksríka faðm.
Vilhjálmur N. Þorleifsson.