Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 35
Svartar
skýrslur
HINGAÐ tfl hefur bú-
skapur, með nautgripi,
sauðfé og ræktun til
heyskapar verið land-
búnaður á íslandi. Það
er eðlilegt að spurt sé
hvort landbúnaður sé
nauðsynlegur lengur.
Landbúnaður hefur ver-
ið sjálfsagður þáttur í ís-
lensku þjóðlífí. En nú er
svo ástatt fyrir sauðfjár-
búskap að hann sem at-
vinnugrein hlýtur að líða
undir lok, verði ekki
breyting á og það sem
fyrst.
Nýjar skýrslur
Byggðastofnunar og
Hagþjónustu landbún-
aðarins, birtar í Bændablaðinu 11.
nóvember, eru svartar skýrslur.
Þær sýna að sauðfjárbúskapur í nú-
verandi mynd er afar óhagkvæmt
framlag til þjóðarframleiðslu. Að-
eins 0,7% framleiðni og takmörkuð
verðmætasköpun. Þegar við erum
að tala um þjóðhagslegt vægi sauð-
fjárbúskapar 0,7% þá er til saman-
burðar vægi sjávarútvegs 16-18%.
Útflutningur afurða af sauðfé 1996
var í þúsundum talið: loðsútuð
skinn 1.193.366, ull 146.818, kinda-
Nú er svo komið, að
sem atvinnugrein hlýt-
ur sauðfjárbúskapur að
líða undir lok, segir Jón
Aðalsteinn Hermanns-
son, verði ekki breyting
á, og það sem fyrst.
kjöt 468.787, ullarlopi og band
100.758, ofin ullarefni 1.795, ullar-
teppi 66.237 og prjónavörur
187.963, samtals 2.164.723. Auk
þessa er þriðjungur þess sem er-
lendir ferðamenn eyða hér vegna
kaupa á ullarvörum. En lítum að-
eins á útflutninginn miðað við ann-
að. Sjávarafurðir 73,3%, landbúnað-
arafurðir 2%, iðnaðarvörur 19,8%,
aðrar vörur 4,8%.
Innan landbúnaðarafurðanna eru
afurðir kjötvinnslu og sláturhúsa
0,6% og ull 0,1%. En innan iðnaðar-
vara eru sútuð skinn 0,9% og ullar-
vinnslu 0,3%. Annað 0,2%. Tímaritið
Hagtölur mánaðai-ins, tölur ársins
1996.
Sauðfjárbúskapur krefst mikils
vinnuafls, bundinn við lítil bú með
litla framleiðslu. í eðli sínu eru sauð-
fjárbú staðsett vítt um landið og því
erfítt að stunda aðra vinnu með.
En af hverju eru sauðfjárbú lítil?
Þar koma til stjórnvaldsaðgerðir og
gildandi samningai-. Sem eru skýr-
ingin á niðurstöðu þessarar skýrslu.
Allar aðgerðir hafa beinst í þann
farveg að minnka búin. Ef til vill eru
nú aðeins 170 lífvænleg bú á landinu
með 300 ærgildi eða meir. Ærgildi
jafngilda rétti til beingreiðslna. T
nærri 10 ár hafa aðgerðir stjórn-
valda beinst gegn bústærð, með
samþykki bænda sjálfra. Tvö
ákvæði í síðasta samningi bænda
vega þyngst. Fyrsta að viðskipti
með framleiðslurétt eru hindruð.
Annað að uppkaup ríkis eru gerð
ómöguleg og þar með endurúthlutun
að engu gjörð. í kúabúskap á sér
stað þróun, þar geta menn selt sinn
framleiðslurétt og aðrir keypt.
Þannig skapast möguleiki á eðlileg-
um breytingum og framleiðslurétt-
urinn er seljanlegur hvert á land
sem er.
En hvaða verð er á sauðfjárjörð-
um? Vilji bóndi kaupa framleiðslu-
rétt í sauðfé þá verður hann að
kaupa jörðina líka. Verð á aðalafurð-
inni, það er kjötinu, er lágt bæði inn-
an- og utanlands. Ekki er sjáanlegt
að smábú geti þrifist. Mér sýnist að
fleiri hundruð bænda sitji í raun
fastir, geti ekki hætt, og geti ekki
heldur haldið áfram. Búskapur er at-
vinnugrein en ekki tómstundagam-
an. Hér er um alvöru að
ræða. Mér finnst
óhugnanlegt að hugsa
til þess að fjárbúskap-
urinn verði í framtíðinni
borinn uppi með
annarri vinnu á jörðun-
um.
í raun er það svo að
fólkið í landinu vill hafa
fjölbreytt mannlíf. Fal-
legar sveitir með fólki í
sem raunverulega býr
þar. Eins og er má bú-
ast við að bændur
gleymist algjörlega láti
þeir ekki í sér heyra.
Það er til menning til
sveita, en ekki án efna-
hagslegra forsendna.
Niðurnídd bændabýli eru skaðleg
sjón fyrir landið. Það mun ekki auka
virðingu okkar látum við öllu meir af
landinu fara í auðn. Búskapurinn er í
raun vistvænn. Bændur þekkja
hvernig á að umgangast landið.
Þannig að gæði þess aukist.
Framtíð sauðfjárbúskapar er
pólitískt mál, mikið tilfinningamál
og atvinnu- og gjaldeyrisskapandi
atvinnugrein. Gjaldeyriseyðsla
sauðfjárbúa mjög lítil. Til að breyta
ástandinu þarf fólki almennt að
vera ljóst að sauðfjárbúskapur er
enn stundaður í landinu. 1.700
bændur hafa meginframfæri sitt af
þeim búskap. Afleidd vinna er því
framfæri 850 annarra fjölskyldna
samkvæmt skýrslunum. 600 þeirra
telja að þegar þeir hætta búskap
sökum aldurs leggist af framleiðsla
á jörðinni. Bændur þurfa að láta
meira í sér heyra og forusta þeirra
þarf að vera virkari. Við eigum ekki
að skammast okkur fyrir að vera
til.
Við þurfum að gera námsefni
handa grunnskólum og framhalds-
skólum. Útbúa efni handa sjórtvarpi
er upplýsir fólk um tilveru sauðfjár-
bænda. Þátttaka þéttbýlisbúa í sauð-
burði, heimsóknir í fjárhúsin og að
taka þátt í göngum og smölun að
hausti er eitthvað sem margii- hefðu
gaman af stæði það til boða. Gagn-
vart stjórnvöldum verður eitthvað að
gera. Til dæmis að segja upp núver-
andi samningi sauðfjárbænda og rík-
is. Skilgi-eina landsvæði sem sauð-
fjársvæði. Hætta beingreiðslum til
minni búa nema á skilgreindum
sauðfjársvæðum. Auka beingreiðslur
til stæn-i búa. Bæta bændum þann
skaða er þeir urðu fyrir 1. júlí 1996
þegar lokað var á viðskipti með
framleiðsluréttinn. Hvernig var það
hugsanlegt að þróun í þessum bú-
skajp væri lokið?
Eg fullyrði að dilkakjöt er hollasta
kjöt sem við borðum, vistvænt og
bein afurð af grasi. Grasið er auð-
lind. Það mun skipta meira máli í
framtíðinni að hafa grasbíta til kjöt-
framleiðslu. Gott er að vita að þegar
við borðum eina kjötmáltíð jafnast
það á við sjö máltíðir af kornmat.
Aldrei getum við nýtt okkur grasið
beint, heldur þurfum að hafa jórtur-
dýr sem millilið. Gildi búskapar fyrir
landið er menningaratriði fyrir þjóð-
ina. Um leið og búskapurinn skapar
fæðuöryggi.
Ég hef áður lýst því (Bændablað-
ið, apríl 1997) hvaða áhrif það hafði
að loka á viðskipti með framleiðslu-
rétt 1. júli 1996. Nú er komið í Ijós
að um 100 milljóna króna sparnaður
varð af þessu lokunarákvæði í sauð-
fjársamningnum. Samkvæmt frétt í
Bændablaðinu 9. desember á að út-
hluta 59 milljónum af þessum pen-
ingum til að minnka skuldir ríkis
vegna ógoldinna jarðræktarfram-
laga frá 1992. Væntanlega til allra
bænda, kúabænda h'ka. Ég spyr,
hvernig er það hægt? Þessir pen-
ingar voru ætlaðir til að styrkja
sauðfjárbúskap, ekki til annarra
bænda. Ég vona að skýrsla Byggða-
stofnunar og Hagþjónustu landbún-
aðarins geri gagn og veki menn til
umhugsunar.
Höfundur er starfsmaður Skinnn-
iðnaðar hf. og fyrrverandi bóndi.
Jón Aðalsteinn
Hermannsson
Heilsuleikskólinn Skóla-
tröð - forvörn sem virkar *
AÐ MORGU þarf að
hyggja þegar fyrir-
byggjandi starf er ann-
ars vegar. Fyrir tveim-
ur árum var leikskólinn
Skólatröð í Kópavogi
valinn af Heilsueflingu
til að verða heilsuleik-
skóli í tengslum við
verkefni á vegum heil-
brigðisráðuneytisins og
landlæknisembættisins.
Verkefnið felur ma. í
sér að velja einn skóla á
hverju skólastigi til að
sinna verkefni sem
þessu.
Töluvert hefur borið
á áróðri gegn reyking-
um á síðustu misserum og eins má
telja til sérstakt samstarfsverkefni
á vegum ÍSÍ og heilbrigðisráðu-
neytisins, Grænan lífseðil. Markmið
þess er m.a. að vekja almenning til
aukinnar meðvitundar um áhrif
hreyfingar og fæðuvals á heilsuna.
Tóbaksreykingar eru alþjóðlegt
heilbrigðisvandamál. Ekki þarf að
eyða orðum í skaðsemi reykinga,
hún er óumdeild. Það skýtur því
skökku við þegar niðurstöður rann-
sókna hér á Iandi sýna fram á, að
fimmtungur 14 ára reykvískra ung-
Iinga reykja daglega. Hér er siglt að
feigðarósi enda liggur fyrir að
meira en 300 einstaklingar deyja ár-
lega fyrir aldur fram af völdum
reykinga.
Þessar staðreyndir sýna okkur, að
markvisst áróðurs- og forvamarstarf
hefur einhvers staðar brugðist. í dag
er unnið eftirtektarvert starf á veg-
um Tóbaksvamanefndar en margar
áróðursauglýsingar þess hafa vakið
menn til umhugsunar um skaðsemi
reykinga. Þar á bæ starfa hæfír ein-
staklingar sem vandlega verða að
gæta þess að áróðurinn missi ekki
marks. Einu skiptir þó fjármunir séu
til staðar þegar forvamastarf er
annars vegar. Öllu skiptu- að fínna
réttu markhópana og ná til þeirra
áður en í óefni er komið.
Jónas Kristjánsson
læknir, brautryðjandi
náttúrulækningastefn-
unnar hér á landi, sagði
m.a. í fyrsta hefti
Heilsuvemdar, tímarits
NLFÍ, árið 1946:
„Til að skapa heil-
brigt og dugandi þjóð-
félag, þarf andlega og
líkamlega heilbrigða
þegna. Undirstaða heil-
brigðinnar er réttir lifn-
aðarhættir og rétt
fræðsla. En heilsurækt
og heilsuvernd þarf að
byrja áður en menn
verða veildr. Æsku
landsins á að uppfræða
um lögmál heilbrigðs lífs. I þessu
starfi þurfa allir hugsandi menn að
taka þátt, allir góðir synir og dætur
fósturjarðar vorrar verða að telja
það sína helgustu skyldu að vernda
heilsu sína ættjörðinni til handa. Og
takmark allra þarf að vera það að
deyja frá betri heimi en þeir fædd-
ust í.“
Jónas taldi að eina leiðin til var-
anlegs árangurs í heilsueflingarmál-
um þjóðarinnar væri að byrja
fræðsluna heima við, strax og börn-
in hefðu til þess vit. Síðan ætti
skólakerfið að taka við börnunum.
Jónas sagði að markviss kennsla um
heilbrigt líf og heilsusamlega lifnað-
arhætti ætti að vera jafn sjálfsögð
og lestur og skrift.
Foreldrar vita að börn þeirra em
ekki gömul þegar þau átta sig á því
hvað er gott og hvað er vont. Sömu
sögu er að segja um hollt og óhollt
og eins um rétt og rangt. Hér þarf
ekki flóknar rannsóknir til. Óllu
skiptir að foreldrarnir axli þá
ábyrgð að vera foreldri og séu börn-
um sínum góð fyrirmynd í hvívetna.
Þá er mikilvægt að foreldrar geri þá
skýlausu kröfu til yfirvalda að
fræðsla um heilbrigt líferni skipi
öndvegi í skólakerfinu, allt frá upp-
hafi.
Heilsuleikskólinn Skólatröð í
Reynslan sýnir, því
miður, segir Gunnlaug-
ur K. Jónsson, að
stjórnmálamenn gefa
yfirleitt lítið fyrir verk-
efni sem ekki sýna ár-
angur fyrr en eftir
langan tíma.
Kópavogi er eitthvert merkasta
heilsueflingarverkefni sem fram
hefur komið hér á landi. I viðtali við
Morgunblaðið 9. janúar sl. segir
Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri
Skólatraðar, m.a. að áhersla sé lögð
á holla næringu, hreyfingu og list-
sköpun hjá börnunum. Næringar-
fræðingar koma að þessu verkefni
og bömunum er kennt að stilla
notkun salts, fitu og sykurs í hóf. Þá
kemur fram í áðurnefndri blaða-
grein að hugað er að félagslegri
fæmi barnsins enda sé hún undir-
staða þess að barninu líði vel og»^
njóti sín.
Fróðlegt verður að fylgjast með
Skólatröð á næstu missemm og
vonandi ber ráðamönnum gæfa til,
að hlúa að verkefninu eins og kostur
er. Síðan þarf að útvíkka það til
annarra leikskóla ef árangurinn
verður eins og til var stofnað. Þá má
ekki gleyma þeim sem „útskrifast“
frá Skólatröð og fara inn í grunn-
skóla landsins.
Reynslan sýnir því miður, að
stjómmálamenn gefa yfirleitt lítið
fyrir verkefni sem ekki sýna árang-
ur fyrr en eftir langan tíma, kannski
eftn- tugi ára.
Ég verð að trúa því, að hér sé
tjaldað til lengri tíma en einnar
nætur og loksins sé komið að því, að
fjárfest sé til framtíðar í heilbrigðis-
málum þjóðarinnar.
Höfundur er forseti NLFÍ.
Gunnlaugur
K. Jónsson
Oflugur háskóli
er hagur allra
ÞAÐ er í raun ótrú-
legt hve góður skóli
Háskóli Islands er mið-
að við það skilnings-
leysi sem hann mætir
hjá íslenskum stjórn-
völdum. Stúdentum
hefur fjölgað á meðan
fjárframlög hafa staðið
í stað. Niðurskurður-
inn hefur bitnað á öllu
háskólasamfélaginu og
menn horfa upp á góða
kennara hverfa frá
kennslu, skammarleg-
an bókakost og sárafá
valfóg.
Samanburður við ná-
grannalöndin
Islensk stjórnvöld verja ein-
göngu um 0,7% þjóðarframleiðslu
til háskólastigsins. Á sama tíma
veita önnur OECD lönd að jafnaði
1.5% og Bandaríkin 2,5%. Niður-
skurður til menntamála á flestum
stigum skólakerfisins hefur ein-
kennt menntamál hér á landi, öfugt
við nágrannalöndin sem virðast
mörg hver sjá hag sinn í að fjár-
festa í menntun.
Ljós í myrkri
Við afgreiðslu fjárlaga 1998
fékkst 110 milljón króna
raunaukning til Háskólans eftir
að stúdentar og Háskólinn lögð-
ust á eitt og þrýstu á stjórnvöld.
Nú liggja á borðinu drög að samn-
ingi milli ríkisins og
Háskólans sem há-
skólamenn binda mikl-
ar vonir við. Samning-
urinn er til nokkurra
ára og tryggir aukinn
stöðugleika í fjárveit-
ingum til skólans.
Samningurinn sem
tekur aðeins til
kennslumála, felur þó
ekki í sér lausn á fjár-
hagsvanda Háskólans
og því aðstöðuleysi
sem stúdentar búa við.
Hvað vilja stjórnvöld?
Hlutverk stjórnvalda
er að forgangsraða í
sameiginlegum málefnum okkar.
Líta íslensk stjórnvöld á menntun
sem illnauðsynleg útgjöld sem
halda verður í lágmarki eða sem
Röskva telur, segir
Hulda Herjólfsdóttir,
að þjóðin hafí fulla
burði til að eiga öflugan
háskóla sem er sam-
eign okkar allra.
fjárfestingu til framtíðar? Viljum
við veðja öllu okkar á fáa atvinnu-
vegi sem jafnvel gætu synt framhjá
okkur eða opna fyrir þá óendanlegu
Hulda
Heijólfsdóttir
möguleika sem menntun getur skil-
að þjóðinni. Það er staðreynd að ein
af grunnforsendum aukins hag-
vaxtar í dag er vel menntuð þjóð.
Ætlum við að horfa fram hjá þeirri
staðreynd og halda áfram að skera
niður til menntamála. j
Öflugt starf HÍ
Ástæða of lágra fjárframlaga
ríkisins til háskólamenntunar hlýt-
ur að skrifast á skilningsleysi
stjórnvalda á gildi háskólamennt-
unar. Af þehri ástæðu ætlar
Röskva að beita sér fyrir því að
stúdentar, hollvinir og háskólayfir-
völd geri átak í kynningarmálum
skólans. Það þarf að kynna það
ótrúlega góða vísinda- og rann-
sóknarstarf sem verið er að vinna
innan Háskóla Islands. Benda þarf
þjóðinni á mildlvægi þess að eiga
góðan háskóla. Það er forsenda
þess að fjárhagur skólans styrkist
með auknum framlögum ríkis og?
fyrirtækja.
Röskva telur að þjóðin hafi fulla
burði til að eiga öflugan háskóla
sem er sameign okkar allra.
Röskva telur að öflugur háskóli sé
ekki bara góður kostur fyrir þá
sem sækja sér menntunina, hún
telur að góður háskóli sé hagur
okkar allra.
Höfundur skipar þriðja sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs.
- kjarni málsins!