Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bókun í bæjarráði Akureyrar Nýtt vardskip smíðað hérlendis Þroskahjálp á Norðurlandi gefur út bækling Skólaganga barna með sérþarfír undirbúin Morgunblaðið/Kristján SVANFRÍÐUR Larsen afhendir Ernu Guðjónsdótturog Þorgerði Kristinsdóttumýja bæklinginn. ÞEGAR barnið þitt byrjar í grunn- skóla - Undirbúningur skólagöngu barna með sérþarfír er heiti á bæk- lingi eftir Ingibjörgu Auðunsdóttur og Svanfríði Larsen sem gefínn er út á vegum Þroskahjálpar á Norð- urlandi eystra en hann inniheldur upplýsingar og leiðbeiningar fyrir foreldra. Ingibjörg er sérkennari og móð- ir fjölfatlaðs drengs og Svanfríður er kennari og aðstandandi, báðar hafa langa reynslu af kennslu og hafa unnið að málefnum fatlaðra á heimaslóð og á vegum Landssam- takanna Þroskahjálpar. Höfund- amir kynntu efni hans á fundi í gær og afhentu jafnframt Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra á Akur- eyri, eintak, sem og einnig tveimur mæðrum bama sem hefja skóla- göngu næsta haust, þeim Emu Guðjónsdóttur og Þorgerði Krist- insdóttur. Aðferðir þróaðar á Norðurlandi Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar en hann getur nýst foreldrum í réttindabaráttu þar sem hann er byggður á grann- skólalögum og lögum um málefni fatlaðra. Gmnnhugmyndin er að eðlilegast sé að öll böm gangi í sinn heimaskóla og er bæklingur- inn yfirlýsing um að það sé í lang- flestum tilvikum hægt en krefst vandaðs undirbúnings. Á Norðurlandi hafa um nokk- urra ára skeið verið þróaðar að- ferðir við að undirbúa skólagöngu barna með sérþarfir og hafa höf- undar bæklingsins notið góðs af því brautryðjendastarfi. Hvergi hefur í lögum verið kveðið á um slíkan undirbúning og er því með bæklingnum verið að stíga nýtt og ef til vill stefnumarkandi skref. Sett er fram tillaga um ákveðið vinnuferli sem fara á af stað einu til tveimur árum áður en skóla- ganga hefst og fjallað um hverjir ættu að taka þátt í þeim undirbún- ingi. Einnig er fjallað um grein- ingu fyrir skólabyrjun, námsáætl- un einstaklings og meðferð trúnað- argagna, en sérstök áhersla er lögð á mikilvægi samvinnu heimilis og skóla og em hagnýtar leiðbein- ingar þar um. Einnig er bent á þá sem orðið geta foreldrum til að- stoðar ef eða þegar þeir telja brot- ið á barni sínu. Þá em einnig í bæklingnum reynslusögur for- eldra. SLIPPSTÖÐIN hf. hefur með bréfi til bæjarráðs Akureyrar leit- að eftir liðsinni bæjarstjórnar við að afla því sjónarmiði fylgis að fyr- irhuguð smíði varðskips fari fram hérlendis. í bókun bæjarráðs er skorað á ríkisstjórn Islands að sjá til þess að smíðin verði verkefni ís- lenski’a aðila. Gríðarlegt hagsmunamál I bréfi Slippstöðvarinnar segir m.a. að Samtök iðnaðarins og fyrir- tæki í skipaþjónustu hafi hafið bar- áttu íyrir því að varðskipið verið smíðað innanlands en ekki farið í alþjóðlegt útboð um smíðina. Rökin eru fyrst og fremst þau að alls staðar í nágrannalöndum er litið á AFMÆLISSÝNING verður í Glerárskóla á morgun, laugar- daginn 14. febrúar, en nemend- ur hafa síðustu daga unnið að undirbúningi hennar. Dagskráin hefst með því að skrúðganga leggur af stað úr Bótinni, þar sem fyrsti barna- skóli í Glerárþorpi var og að Glerárskóla þar sem setning hátíðarinnar fer fram. Nemend- ur eiga að mæta kl. 12 til 12.30 í skólann þar sem hattar verða settir upp og boðið upp á förð- un, en farið verður með strætó niður í Bót kl. 13. Frá kl. 14 til 17 verður ýmis- slíkar skipasmíðar sem hernaðar- leynd og heimaaðilum gefinn for- gangur að slíkum smíðum. Jafnframt er í bréfinu bent á, að verði skipið smíðað hérlendis em allar líkur á að hlutur Slippstöðvar- innar yrði umtalsverður í verkinu, þar sem fyrirtækið er stærsta inn- lenda fyrirtækið í skipaþjónustu. Bæjarráð tekur heilshugar undir sjónarmið það sem fram kemur í bréfinu. Sérstaklega er bent á að hér gæti verið um að ræða gríðar- legt hagsmunamál fyrir Slippstöð- ina og Akureyrarbæ, sem eins og fleiri byggðh' úti um landið á í vök að verjast þegar horft er til mikill- ar fjárfestingar á suðvesturhorni landsins og vaxandi fólksflutninga þangað. legt á dagskránni, tívolí verður í íþróttahúsinu, kaffísala í kjall- aranum, bókasafnið verður opið og ýmsar sýningar á verkum nemenda verða í stofum skól- ans. Nemendur í 1. bekk syngja og veislugestir flytja ávörp, og afmælisgjafir verða afhentar. Nemendur í 2. bekk sýna dans og nemendur 7. og 5. bekkja sýna leikþætti. Útvarp Glerárskóli verður með útvarpssendingar af þessu tilefni í dag, föstudag frá kl. 8.30 til 13 og á laugardag frá kl. 11 til 17 átíðninni 102,0. TTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.