Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR REIBOR: Islenskir milli- bankavextir ÞRÁTT fyrir miklar framfarir á fjár- magnsmarkaði hér á landi síðustu ár er enn ýmislegt sem þarfnast frekari þróunar. Hér á landi er starfandi millibankamarkaður með skammtímalán milli banka og spari- sjóða, en þessi mark- aður starfar ekki með formlegum hætti. Með formlegum milli- bankamarkaði er átt við sýnilegan og sam- felldan markað þar sem bankar gefa upp leiðbeinandi vaxtatil- boð fyrir inn- og útlán sín á milli í fastákveðinn tíma, t.d. yf- ir nótt, viku eða mánuð. Þannig markaður er ekki til hér á landi en Seðlabankinn hefur í samvinnu við banka og sparisjóði hafið undirbún- ^ing að því að gera millibankamark- aðinn formlegri en hann er nú. Gallar á vaxtamyndun I desember sl. fór að bera á lausa- fjárskorti í bankakerfinu. Afleiðing- ar þess urðu meðal annars þær að á Æskilegt er að þróaður verði formlegur milli- bankamarkaður hér á ^ landi, segja Sigurður Arni Kjartansson og Tómas Ottó Hansson. fjármagnsmarkaði voru í sumum til- vikum boðnir háir vextir fyrir fjár- muni tU skamms tíma. Töluvert mis- ræmi varð á vaxtakjörum í einstök- um viðskiptum. Ástæðan er meðal annars sú að millibankamarkaður er ekki sýnilegur og því erfitt að vita hvaða kjör standa almennt til boða. Lausafjárskortinn má heist rekja til árstíðabundinnar lausafjáreftir- spurnar vegna jólanna. Venjulega veitir Seðlabankinn bönkum lánafyr- irgreiðslu vegna árstíðabundinna sveiflna í fjárþörf og með því stuðlar *"^-hann á hverjum tíma að sem jöfn- ustu vaxtastigi. Greið leið fyrir fyrir- gi-eiðslu Seðlabankans er í gegnum ríkisvíxlamarkaðinn, bæði með end- urhverfum verðbréfakaupum þar sem ríkisvíxlar eru setth- sem trygg- ing og með viðskiptum á eftirmark- aði. Bankarnir áttu hinsvegar lítið af ríkisvíxlum í lok árs og því var þessi algengasta fyrirgreiðsluleið Seðla- bankans bönkum að mestu lokuð. Því endurspegluðu vextir ríkisvíxla ekki fjárþörf bankanna. Við slíkt ástand er mikilvægt að til sé form- legur miilibankamai-kaður sem sýnir stöðugt þær breytingar sem verða í vaxtaþróun á skammtímamarkaði. Einnig gefur sýnilegur og samfelld- ’.iur millibankamarkaður bönkum færi á inn- og útlánum sín á milli og tryggir að markaðskjör séu öllum markaðsaðilum ijós á hverjum tíma. Markaður sem þannig miðlar upp- lýsingum um breyttar markaðsað- stæður gefur Seðlabankanum einnig fljótt upplýsingar sem bankinn getur notað við ákvörðunartöku um sér- stakar aðgerðir. Hvað er millibankamarkaður? í flestum nágrannalöndum okkar er starfandi millibankamarkaður og svo er einnig hér á landi. Á honum Jfc miðla fjármálastofnanir inn- og út- lánum sln á milli til ákveðins tírna, yfirleitt frá einum degi til eins árs. Á þessum mörkuðum er hins vegar sá munur að íslenski markaðurinn er hvorki samfelldur né sýnilegur og að því leyti er hanfi óformlegur miðað við erlenda markaði. Með formlegum markaði er átt við að stöðugt sé hægt að ganga að því vísu að fyrir hendi séu tilboð í skammtímalán til mismunandi tima í nægilega stórum fjárhæðum á ákveðnum kjörum. Sé mikil fjárþörf á markaðinum hækka vextir, en lækka ef mikið framboð er af fjármunum. Með slíkum markaði verða til sýnilegir vextir og markaðs- kjör eru uppfærð jafnt og þétt í takt við breyttar markaðsaðstæður. Allar breytingar sem gerðar eru á fyrir- greiðsluvöxtum Seðlabankans myndu þá koma fljótt fram á mark- aðinum. Slíkur markaður sýnir þannig raunvenilegar markaðsað- stæður, gefur markaðsaðilum á hverjum tíma upplýsingar um þróun skammtímavaxta og endurspeglar hratt allar breytingar sem Seðla- bankinn kann að gera á peninga- málastefnu sinni. Formlegur millibankamarkaður auðveldar einnig vaxtamyndun og vaxtaákvörðun annarra í þjóðfélag- inu. Hægt er að nota þessa vexti sem viðmiðun í lánasamningum með breytilegum vöxtum og einnig er auðveldara að átta sig á misræmi á milli raunverulegra markaðsvaxta og eigin vaxta. LIBOR-vextir Frægustu millibankvextirnir eru líklega LIBOR-vextir (London Inter Bank Offered Rates). LIBOR-vextir eru skilgreindir sem „þau almennu kjör sem bjóðast á lánum í tilteknum gjaldmiðli á millibankamarkaði í London á þeim tíma sem vextirnir eru ákvarðaðir". Vextirnir eru skráðir einu sinni á dag af Dow Jo- nes Telerate með því að hringt er í 16 fyrirfram ákveðna banka og tekið meðaltal vaxtatilboða þeirra eftir að fjögur lægstu og fjögur hæstu tilboð- in eru tekin út. LIBOR-vextir eru til fyrir 13 gjaldmiðla. LIBOR-vextir eru síðan notaðir sem viðmiðunar- vextir í fjármálaviðskiptum um allan heim, hvort sem um er að ræða hefð- bundin lán, gjaldmiðlasamninga eða afleiðuviðskipti. REIBOR (Reykjavík Interbank Offered Rates) Eins og áður segir er æskilegt að þróaður verði formlegur millibanka- markaður hér á landi. Ef af því yrði myndu bankar setja fram tilboð í inn- og útlánsvexti fyrir mismunandi tímalengdir. Seðlabankinn (eða ein- hver annar aðili) myndi reikna út meðaltal útlánsvaxta fyrir mismun- andi tímalengdir út frá tilboðum banka og birta niðurstöður einu sinni á dag. Þá vexti má nota sem grunn- vexti í útlánum banka til viðskipta- vina ef vaxtakjör eru breytileg. Slík lán mætti veita á 3ja mánaða REIBOR kjörum að viðbættu álagi svo dæmi sé tekið. Slíkur markaður gæti einnig stuðlað að frekari þróun á öðrum þáttum fjármagnsviðskipta, t.d. afleiðuviðskiptum, þar sem við- miðunarvextir eru mikið notaðir. Sigurður er deildarstjóri á peninga- málasviði Seðlabanka íslands og Tómas forstöðumaður rannsókna íslandsbanka. LAUFEY BJARNADÓTTIR + Laufey Bjarna- dóttir var fædd á Sleggjulæk í Staf- holtstungum 1. des- ember 1915. Hún lést á Selfossi 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bjarni Guðlaugsson og Gróa Guðnadóttir búendur þar. Ung að árum fór hún með móður sinni að Beiti- stöðum í Melasveit og átti þar heima fram undir þrítugt. Árið 1950 kom hún að Ketilvöllum í Laugardal og bjó þar með Grími Jónssyni, f. 2. febrúar 1910, þar til hann dó, 2. júlí 1989. Dætur þeirra eru tvíburasysturnar Gróa og Guðný, fæddar 31. ágúst 1957. Utfór Laufeyjar fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verð- ur í Miðdalskirkju- garði í Laugardal. Föðurbróðir minn, Grímur Jóns- son, hóf búskap á Ketilvöllum í Laugardal árið 1944. Hann hafði verið að mestu á heimili foreldra minna frá því þau hófu búskap, þegar hann var 17 ára. Þau áttu níu börn, og var ég það sjötta í röð þeirra. Á öðru búskaparári Gríms varð það að ráði að ég, sem var þá tíu ára, færi til hans til snúninga að sumrinu, og var ég þar næstu níu sumur, eða frá 1945 til 1953. Grím- ur var ókvæntur en fékk á sumrum konur til að annast innanbæjarstörf og aðstoða við bústörf eftir föngum. Fyrstu sumrin voru þær eitt sumar hver, flestar einstæðar mæður með eitt eða tvö börn,’ og fóru um svipað leyti og farfuglamir á haustin, en ég hvarf til foreldrahúsa og Grímur var einn að vetrinum. Vorið 1950 réðst til hans kona vestan úr Borgarfirði. Laufey hét hún og var á miðjum fertugsaldri. Hún kunni vel til verka, bæði inn- anbæjar og utan, hafði enda alið svo til allan sinn aldur í sveit og stundum borið alla ábyrgð á því sem þar þurfti að sinna, og hafði aflað sér frekari þekkingar í hús- stjórn með eins vetrar skólagöngu að Hverabakka í Hveragerði. Að vísu þótti frænda mínum hún oft á tíðum ekki nógu fljótvirk, enda var hann sérstakur hugmaður. Hún var á þessum árum og oft síðar mjög þjáð af höfuðveiki og átti þá erfitt með að skýra fyrir öðrum hvað að sér amaði. Líklega hafa þetta verið afleiðingar mikilla erfiðleika sem hún lenti í innan við þrítugt á Beiti- stöðum í Melasveit, er hún var ein með bú og fjögur örvasa gamal- menni sem öll dóu sama veturinn. Brátt tengdust þau Grímur og Laufey tilfinningalegum böndum, og mun það hafa ráðið því að hún varð kyrr um haustið og síðan allt til þess að hún varð að fara á hjúkr- unarheimili á síðasta hausti vegna heilsubrests. Laufey og Grímur áttu margt sameiginlegt, svo sem áhuga á ým- iss konar fróðleik og bóklestri, ljóð- um og söng, en þó einkum yndi sem þau höfðu af dýrum og umhyggju fyrir velferð þeirra. Grímur hafði svipaða köllun og Benedikt í Að- ventu Gunnars Gunnarssonar, að finna eftirlegukindur og koma þeim til síns heima. Laufey lét sér svo annt um öll dýr að ýmsum þóttu öfgar. Tæplega var svo lítið líf í nokkurri skepnu að henni tækist ekki að hjarga hana við, ef hún komst í hennar umsjá. Hún átti hins vegar oft erfitt með að sætta sig við hinn óhjákvæmilega fylgi- fisk lífsins, dauðann. Þetta var dá- lítið erfitt í búskapnum, sem bygg- ist að töluverðu leyti á að farga skepnunum. Þegar þau Laufey og Grímur höfðu búið saman í full sjö ár gerð- ist mesta ævintýri lífs þeirra. Einn síðsumardag tvöfaldaðist fjöldi heimilisfólksins er þau eignuðust tvær dætur. Þær voru ekki stórar, vógu innan við tíu merkur hvor, og þurfti því mikla umhyggju og natni til að koma þeim til líkamlegs þroska. En Laufey vissi vel hvernig átti að hlúa að litlu lífi, og með þá þekkingu og móðurástina að leiðar- ljósi tókst henni ásamt föður þeirra að láta þær vaxa og dafna svo brátt stóðu þær ekki þeim að baki er stærri höfðu komið út í lífið. Ekki voru þær systur gamlar þegar þær fóru að létta undir með foreldrum sínum, bæði innanbæjar og utan, og tóku svo um og upp úr tvítugu við búsforráðum, í samstarfi við foreldra sína á meðan kraftar þeirra entust, en Grímur dó eftir erfið veikindi í nærri ár sumarið 1989. Laufey notaði áfram alla sína krafta til að verða dætrum sínum að liði, en síðustu árin fóru þeir mjög þverrandi, og að lokum urðu þær að fela hana umsjá starfsfólks- ins á Ljósheimum á Selfossi. Fékk hún þar góða aðhlynningu síðustu mánuðina. Áður en hún fór að heiman í sína síðustu ferð hafði hún orðið vitni að öðru ævintýri þar á heimilinu, er önnur dóttir hennar, Guðný, eign- aðist son síðastliðið sumar með sambýlismanni sínum, Kristni Vil- mundarsyni, og að sjálfsögðu hlaut drengurinn nafnið Grímur. Þá fékk hún að sjá á skýran hátt hvemig líf- ið heldur áfram þó að eldri kynslóð- in hverfi. Laufey hændi svo mjög að sér öll dýr að auðvelt er að hugsa sér að þegar hún nú fer yfir móðuna miklu taki á móti henni á hinum bakkan- um herskari af öllum helstu teg- undum íslenskra húsdýra. Þau munu eiga von á að fá sopa úr pela eða einhvern bita og blíð atlot. En það voru ekki aðeins dýrin sem hún hændi að sér. Síðustu áratugina hefur borið að garði á Ketilvöllum margan gest, sem hefur horfið það- an sæll eftir góðan beina og fróð- legt spjall. Börnin í nágrenninu sóttu jafnan til hennar, og oft voru þar einnig ungmenni á sumrin, sem undu sér vel í nánu samfélagi við dýrin og við góða umhyggju Lauf- eyjar. Sjálfur naut ég þess oft á skólaárum mínum á Laugarvatni að fara þangað til að fá næði við lestur og undirstöðubetri mat en oft var í skólamötuneytum á þeim árum. Sömu reynslu höfðu bræður mínir tveir, Ingimar og Gunnar. Laufey var aldrei mikið íyrir að tjá tilfinningar sínar í orðum, en hún hafði lag á að koma þeim til skila á annan hátt. Hlýlegt bros hennar sagði meira en mælgi. Á kveðjustund er mér ljúft að minn- ast margra handprjónaðra sokka og vettlinga sem hún gaukaði gjarnan að mér um leið og ég kvaddi. í kulda er gott að finna yl þeirra en ekki síður hjartahlýjuna og umhyggjuna sem þeir sýna á svo áþreifanlegan hátt. Arnór Karlsson. Ekki verður sagt að andlát fóð- ursystur minnar Laufeyjar Bjarna- dóttur hafi komið mér á óvart, en hún lést aðfaranótt 6. febr. sl. 82 ára að aldri eftir langa og oft erfiða sjúkralegu. Laufey var yngst fimm systkina, barna hjónanna Bjarna Guðlaugs- sonar, bónda á Sleggjulæk, Staf- holtstungum, Mýr., og konu hans Gróu Guðnadóttur. Aðeins eins árs að aldri missti Laufey föður sinn en hann lést árið 1916, en þá voru hin systkinin 7, 8, 9 og 10 ára gömul. Við fráfall fóðurins leystist heimilið fljótlega upp, börnin voru send sitt í hverja áttina, nema yngsta systir- in sem varð áfram hjá móður sinni, þar til hún dó árið 1944. Þrátt fyrir aðskilnaðinn tókst systkinunum fimm að hafa sam- band sín á milli, þótt oft væri langt milli þess þau sæust. Þegar Gróa móðir þeirra dó voru eldri systkinin fjögur öll flutt á mölina í Reykjavík. Sá staður laðaði Laufeyju aldrei til sín. Hún vildi vera í sveitinni með dýrunum sínum. Veturinn 1948-49 fór Laufey á Húsmæðraskólann í Hveragerði og nokkru síðar réðst hún sem ráðskona að Ketilvöllum í Laugardalshreppi til Gríms bónda Jónssonar en þar hefur hún búið síðan. Þarna fann Laufey sinn lífs- förunaut og árið 1957 eignuðust þau Grímur tvíburadæturnar Guð- nýju og Gróu sem alla tíð síðan hafa verið þeim lífsins sólargeislar. Grímur andaðist fyrir nokkrum ár- um og lifði því ekki að sjá nafna sinn, sem Guðný eignaðist á síðast- liðnu sumri, með manni sínum, Kristni Vilmundarsyni. Laufey var þá farin að heilsu en entist þó aldur til að sjá sitt fýrsta barnabarn. Síð- ustu árin hafa tvíburasysturnar annast búrekstur á Ketilvöllum. Systkinin fímm, þrjár systur og tveir bræður, eru nú öll látin nema faðir minn, sem varð 90 ára fyrir örfáum dögum, en hann dvelur nú á sjúkrahúsi og er með hugann við útfór litlu systur sinnar. Þegar ég færði honum tíðindin _af láti Lauf- eyjar, sagði hann: „Ég man enn þegar pabbi kom inn og sagði mér að ég hefði eignast litla systur." Á milli þessara systkina voru ætíð sterk tengsl, þótt þau ælust ekki upp saman. Þau heimsóttu hvert annað reglulega og oft dvöld- ust systurnar hjá Laufeyju um lengri eða skemmri tíma. Eg og mín fjölskylda höfum nær hvert ár svo lengi sem ég man heimsótt Laufeyju og hennar fjöl- skyldu, og ætíð hafa verið fagnað- arfundir. Gestrisni Ketilvallafólks- ins, ættrækni og hlýhugur hefur verið einstök. Laufey mun áreiðanlega óska þess að Guðs blessun hvíli yfir Ket- ilvallaheimilinu um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Guðlaugsson. í dag kveðjum við vinkonu okk- ar, Laufeyju Bjarnadóttur frá Ket- ilvöllum í Laugardal, er lést að- faranótt 6. febrúar síðastliðins. Laufey fæddist á Sleggjulæk í Stafholtstungum í Borgarfirði. Á Ketilvöllum bjó Laufey með manni sínum, Grími Jónssyni bónda, en hann lést 2. júlí 1989 og var hans sárt saknað af þeim er til hans þekktu enda var hann hinn vænsti maður. Blessuð sé minning hans. Laufey og Grímur eignuðust dæt- urnar Guðnýju og Gróu árið 1957 og voru þær augasteinar foreldra sinna. Við hjónin vorum svo lánsöm að kynnast þessu góða fólki árið 1981 og hefur vinátta okkar varað síðan. Við höfum verið tíðir gestir á Ketil- völlum og kynntumst því Laufeyju vel. Hún var einstök kona, sem aldrei skipti skapi og það var stutt í blíða brosið hennar sem börn á öll- um aldri kunnu svo vel að meta. Dýravinur var hún mikill og mátti aldrei neitt aumt sjá enda nutu heimilisdýrin þess ríkulega. Laufey var víðlesin og fróð, hún kunni fjöldann allan af Ijóðum og það var gaman að hlusta á hana fara með sín uppáhaldsljóð um heimabyggð- ina, Borgarfjörð, sem hún unni svo heitt. Síðustu árin átti Laufey við vanheilsu að stríða og gat því ekki notið þess sem skyldi þegar sólar- geislinn, Grímur litli, dóttursonur hennar, kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Að leiðarlokum þökk- um við þann hlýhug sem hún sýndi okkur. Blessuð sé minning góðrar konu. Elsku Gróa, Guðný, Kiddi og Grímur litli, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Friðgerður og Ómar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.