Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 31
ar skoðanir hafi verið um hugmyndir þríhöfðanefndarinnar um kvótaþing
VERÐUR
;t þannig
UM LÍKI
að vera fyrir hendi upplýsingakerfi
til að auðvelda viðskipti á þinginu.
Auk þess að birta daglegar upplýs-
ingar um viðskipti á markaðnum,
magn og meðalverð hverrar tegund-
ar þurfi að koma boðum til þingaðila
til að greiða fyrir viðskiptum.
Einnig þurfi að tryggja að upplýs-
ingar liggi frammi um öll viðskipti á
þinginu.
Dregur úr framsali
Nefndin segir að það sé enginn
vafi á því að hennar mati að koma
megi á virkum og hagkvæmum til-
boðsmarkaði fyrir aflamark. I loka-
orðum skýi-slunnar til ríkisstjórnar-
innar segir: „Nefndin telur að draga
muni úr framsali aflamarks verði
opinberum tilboðsmarkaði, eins og
lýst hefur verið hér að framan, kom-
ið á fót. Telur nefndin að slík starf-
semi muni leiða til þess að útgerðar-
menn muni betur skipuleggja flutn-
ing aflamarks milli fiskiskipa en ver-
ið hefur. Þá mun möguleikinn til að
flytja aflaheimildir til geymslu á
öðrum skipum yfir fiskveiðiáramót
hverfa og einungis hluti fyrri til-
færslna af þessu tagi koma á mark-
að.
Viðskipti sem gengið hafa undir
nafninu tonn á móti tonni og leigu-
liðaviðskipti hverfa. Samkvæmt til-
lögu nefndarinnar verður aflamark
ekki notað sem gjaldmiðill í við-
skiptum með afla og hefur því engin
áhrif á skiptakjör sjómanna. Þetta
kemur til móts við kröfur sjómanna
og ætti að leiða til aukinna viðskipta
á innlendum fiskmörkuðum.
Skipulagður tilboðsmarkaður fyr-
ir aflamark kemur hins vegar ekki í
veg fyrir að kaupandi fái fjármuni
frá þriðja aðila til að kaupa aflamark
á kvótaþingi. Það má hugsa sér að
aðili sem ræður yfir aflaheimildum
selji þær og afhendi öðrum aðila
söluandvirði til að standa að kaup-
um á aflamarki gegn því skilyrði að
aflanum verði landað til fiskvinnslu í
eigu seljanda. Ekki einu sinni bann
við viðskiptum með aflamark kemur
í veg fyrir undirmál í viðskiptum. Þá
er rétt að benda á að opinber til-
boðsmarkaður með aflaheimildir
kemur ekki í veg fyrir að sjómenn
leggi í sjóði til að standa undir
kvótakaupum. Starfræksla slíks
markaðar mun hins vegar leiða til
þess að festa skapast í viðskiptum
með þessar heimildir og viðskiptin
verða opinber og því augljósari en
verið hefur.
Tillögur nefndarinnar koma í veg
fyrir að aflaheimildir verði notaðar
sem gjaldmiðill í viðskiptum með
afla og hafi þannig bein áhrif á
skiptakjörin. Með skipulagsbundn-
um markaði er hins vegar ekki
hægt að koma í veg fyrir að beinar
peningagreiðslur hafi áhrif á
skiptakjör sjómanna. Sé vilji til að
ríkisvaldið beiti sér í þeim þætti
málsins kæmi til greina að festa í
lög ákvæði gildandi kjarasamninga
um að óheimilt sé að láta sjómenn
taka þátt í kostnaði við kaup á afla-
marki.“
Enginn áhugi hjá sjómönnum
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði aðspurður
af hverju þessar hug-
myndir þríhöfðanefndar-
innar hefðu ekki orðið að
veruleika á sínum tíma að
þær væru margþættar. Þá
hefði komið fram mikil
andstaða við þessar hugmyndir í
þingflokkum stjórnarliðsins á þeim
tíma, en þá sat ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks við völd.
Andstaða útvegsmanna hefði verið
hörð og enginn áhugi af hálfu sjó-
manna á því að hugmyndirnar yrðu
að veruleika. Hugmyndirnar hefði
þannig dagað uppi og ekki náð
lengra á þessum tíma.
Þorsteinn sagði að menn gengju
nú til þessa verks með óbundnar
hendur og þessar tillögur þríhöfða-
nefndarinnar kæmu jafnt til greina
eins og allar aðrar við lausn deilunn-
ar. „Menn verða náttúrlega að gera
sér grein fyrir því að allar tillögur
sem fram koma til að mæta þeim
sjónarmiðum sem uppi hafa verið í
samningunum hafa hliðarverkanir,
geta haft áhrif í þá veru að forsenda
fyrir útgerð tiltekinna báta og jafn-
vel rekstri tiltekinna fiskvinnslu-
stöðva bresti. Astæðan fyrir því að
það hefur verið erfitt að koma fram
með lagabreytingar sem tækju á
þessum viðfangsefnum eru fyrst og
fremst þær að slík áhrif eru alveg
óumflýjanleg og það er mjög mikil-
vægt að menn geri sér grein fyrir
því að allar tillögur sem fram koma
hafa einhver slík áhrif,“ sagði Þor-
steinn.
Aðspurður hvort hann teldi
ástandið nú þannig að óumflýjanlegt
væri að taka á því með einhverjum
hætti, sagði hann að það lægi í aug-
um uppi að ekki væri hægt að hafa
flotann bundinn til eilífðamóns.
„Menn verða að leysa þessa deilu,
en menn verða að gera sér grein
fyrir því að það er ekki hægt að gera
það þannig að öllum líki.“
Hann sagði að menn hefðu verið
feimnir við að útfæra ákveðnar til-
lögur, vegna þess að allir sem til
þekktu vissu að þær hefðu einhver
hliðaráhrif og þótt þær leystu einn
vanda gætu þær skapað annan. „En
það eru nú staðreyndir sem menn
þurfa að fara að horfast í augu við,“
sagði Þorsteinn að lokum.
Ný ríkisafskipti
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sagði að afstaða LIÚ til
hugmynda um kvótamarkað væru
óbreyttar, þeir hefðu verið
andvígir þeim á sínum
tíma og sú afstaða væri
óbreytt. „Við teljum að
það séu ný ríkisafskipti af
þessum sjávarútvegi, ef
skylda á alla aðila að
framselja í gegnum enn einn ríkis-
bankann, eins og það hefur verið
orðað, sem eigi að meðhöndla þessi
viðskipti," sagði Kristján.
Hann sagði að LÍU ræki nú þegar
sennilega mikilvirkustu kvótamiðlun
í landinu. Það hvíldi engin leynd yfir
þeirri starfsemi. Menn gætu til
dæmis fylgst með færslum milli
skipa á alnetinu. Starfsmaður sæi
um að koma tengslum á milli aðila
og finna heimildir sem mönnum
vantaði meðal annars til að koma í
veg fyrir að fiski væri hent. „Ef
þetta á að gerast í gegnum einhvern
kvótabanka þar sem þeir sem vilja
láta frá sér heimildir og þeir sem
taka eiga við heimildum eiga að fara
með allt yftr, líta menn svo á að það
yrði mjög þungt í vöfum,“ sagði
Kristján.
Hann sagði að allt byggðist þetta
á því að rjúfa samband veiða og
vinnslu, en það hefði skipt fisk-
vinnsluna mjög miklu máli að kom-
ast í bein sambönd við útgerðarað-
ila. Þeir hefðu veitt samkvæmt
heimildum sem vinnslan hefði í
höndunum og þá hefðu menn samið
sín á milli um verð og framsal þess-
ara heimilda. „Allt slíkt yrði rofið og
ég held að ef hægt er að segja að
þetta komi við einhverja sérstaka
atvinnugrein myndi þetta valda
mjög verulegum breytingum á fisk-
vinnslunni, sem að allra
mati er á brauðfótum,"
sagði Kristján.
Hann sagði að ef af
þessum hugmyndum yrði
myndu þær gjörbreyta
grundvelli fiskveiðistjórn-
unarkerfisins. „Tekin væri stærsti
kostur frjálsræðisins úr þessum
samskiptum, þannig að mínu mati
væri það mikil afturför."
Kristján sagði að afstaða útvegs-
manna í þessum efnum hefði ekkert
breyst frá árinu 1994 þegar þessar
hugmyndir hefðu komið fram fyrst.
Þá hefðu sjómenn verið útvegs-
mönnum sammála, þó að þeim hefði
eitthvað snúist hugur þessa stund-
ina. Þetta hefði hins vegar ekkert
borið á góma í deilunni árið 1995. Þá
hefðu þessar hugmyndir ekki verið
dregnar fram. Þær hefðu hins vegar
verið dregnar fram núna og sjó-
menn lýst yfir einhverjum stuðningi
við þær.
Leysa hluta deilunnar
Sævar Gunnarsson, forseti Sjó-
mannasambands Islands, segir að
sjómenn séu meðmæltir hugmynd-
um um kvótaþing sem öll viðskipti
með afla færu um og svo hafi einnig
verið á árinu 1994 þegar þessar hug-
myndir þriggja ráðuneytisstjóra
voru settar fram í framhaldi af laga-
setningu á verkfall sjómanna. Hins
vegar muni þessar hugmyndir út af
fyrir sig ekki leysa nema hluta af
deilu sjómanna og útvegsmanna þar
sem í þeim sé ekki tekið á verð-
myndun aflans.
Sævar sagði að það væri ekki rétt
hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni
LIÚ, að samtök sjómanna hefðu
lagst gegn hugmyndum um kvóta-
markað árið 1994. Öll hagsmuna-
samtök sjómanna hefðu tekið undir
þessar hugmyndir. Formaður LIÚ
hefði hins vegar verið andvígur
þessum hugmyndum og ráðherra
eins og fyrri daginn farið eftir því
sem hann hefði sagt.
Sævar sagði að það væri ástæðan
fyrir því að þetta fyrirkomulag hefði
ekki náð fram að ganga árið 1994.
Ef þessum hugmyndum hefði verið
hrundið í framkvæmd á þeim tíma
efaðist hann um að það hefði þurft
einhverjar hliðarráðstafanir til við-
bótar. Þessi hugmynd hefði bæði
leyst kvótabraskið og verðmyndun-
ina á þeim tíma. Hins vegar þyrfti
að gera hliðarráðstafanir í dag því
útgerðarmenn væru búnir að finna
upp fullt af krókaleiðum í kerfinu
sem ekki hefði verið hægt
að sjá fyrir á þessum tíma.
Vandamálið yrði alltaf erf-
iðara og erfiðara að fást
við. „Það er bara eins og
allt sem fer að skemmast
að það skemmir út frá sér,
eins og illkynja kýli,“ sagði Sævar
ennfremur.
Hann sagði að þeir hefðu bent á
þetta sem hliðarlausn strax og við-
ræður hefðu hafist en formaður LIÚ
hefði alltaf ýtt henni út af borðinu og
ekki viljað ræða hana. ,Af hverju
skyldi það nú vera að hann leggst
svona hart gegn þessu? Af því að það
er trúlegt að þetta taki á vandamál-
inu og hann vill ekki að það sé tekið á
því,“ sagði Sævar ennfremur.
Viðskiptin verða sýnileg
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, sagðist ekki telja að
Verð á kvóta
mun lækka og
meiri afli fara
á markað
Hagkvæmur
tilboðsmark-
aður fyrir afla
mark
nein samtök sjómanna hefðu verið
andvíg hugmyndum um kvótaþing
þegar þær komu fram upphaflega
1994. Hins vegar hefðu þeir bent á ^
að kvótaþingið eitt og sér dygði
ekki, en með öðrum aðgerðum gæti
það leyst vandann. Þannig tæki .
þingið ekkert á verðmynduninni, en
viðskiptin yi-ðu sýnileg og ef menn
beittu óeðlilegu verði sæist það. All- .
ar kvótatilfærslur yrðu sýnilegar og
þingið kæmi í veg fyrir að menn
gætu verið að braska sín á milli með
kvótann. Ástandið geti aldrei orðið
verra en það er nú. „Það er miklu
betra fyrir þjóðina að fá að sjá öll
þessi viðskipti, hvað þau kosta og
hversu umfangsmikil þau eru,“
sagði Guðjón.
Hann sagðist líka telja að slík nið-
urstaða væri miklu betri fyrir út-
gerðina. Þeir myndu bara halda
áfram að gi-afa sína eigin gröf ef
þeir héldu áfram á sömu braut.
„Menn geta auðvitað hummað þetta
fram af sér og verið þversum, en þá
munu þeir bara ekkert ráða málum
einhvern tíma í framtíðinni, jafnvel
þótt þeir eigi mikið af peningum,“
sagði Guðjón ennfremur.
Hann sagði að þótt Farmanna- og
fiskimannasambandið hefði gert
kröfu um veiðiskyldu hefðu þeir
fyrst og fremst litið á það sem at-
vinnuöryggisþátt fyrir menn sem _
væru að ráða sig á skip, þannig að
þeir hefðu vissu fyrir því að skipið
ætti að veiða 80-90% af heimildum
sínum. Eftir sem áður væri talsvert
af kvóta eftir sem væri hægt að
færa milli skipa.
Tengsl veiða og vinnslu rofín
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði að
samtökin hefðu lagst gegn hug-
myndum ráðuneytisstjóranna þegar
þær hefðu komið fyrst fram. Nú ,
hefðu samtökin ekki tekið þetta mál
sérstaklega fyrir, þar sem það væri
til þess að gera nýlega komið upp á
borðið.
Hann sagði að afstaða samtak-
anna hefði byggst á þvi að með til-
lögunum væri verið að rjúfa tengsl
veiða og vinnslu. Sú þróun hefði þá
löngu verið farin í gang að fisk-
vinnslufyrirtækjum færi fækkandi
og þau stækkuðu og jafnframt fjölg-
aði litlum fyrirtækjum. Afstaða -
samtakanna hefði ekki hvað síst
byggst á því sjónarmiði að með
þessum tillögum um kvótaþing væri
ekki tiyggt að fyrirtæki sem væru
orðnar hreinar verksmiðjur hefðu
nægilegt hráefni eða atvinnuöryggi
fyrir starfsfólkið.
Ekki margar leiðir
Helgi Laxdal, formaður Vél- :
stjórafélag Islands, sagði að strax
og fyrstu hugmyndirnar um kvóta-
þing hefðu komið fram árið 1994
hefðu þær hlotið stuðning vélstjóra.
Á þingi samtakanna í haust hefði
hann farið yfir þær leiðir sem væru
fyrir hendi til að koma í veg íýrir
kvótabraskið og taka á verðmynd-
uninni. Niðurstaðan hefði orðið sú
að kvótaþingið, lágmarksverð og
styi'king á úrskurðarnefndinni væru
þær leiðir sem væru færar og hann
væri ekki frá því að þetta myndi
ganga eftir.
Helgi sagðist verða mjög hissa á
því ef tillaga um kvótaþing kæmi
ekki á nýjan leik fram frá þeirri
nefnd sem skipuð hefði verið af
sjávarútvegsráðherra enda væri
ekkert um margar leiðir að ræða í
þessum efnum. I raun og veru væri
bara um tvær leiðir að ræða. Ann-
ars vegar að verðleggja aflann með
verðlagsráði eða setja allan aflann í
gegnum markaði og vitað væri f
hvaða viðtökur slíkar hugmyndir ;
hefðu fengið. Þá væri ekkert eftir <. v
annað en fyrrnefnd leið um kvóta-
þing.
Helgi sagði að jafnframt kvóta-
þinginu þyrfti að vera ákvæði um
lágmarksverð sem virkaði sem ör-
yggisnet. Að hans mati myndi þing
hafa það í för með sér að verð á
kvóta myndi lækka og einnig verða
til þess að meiri afli færi á markað. *