Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 25 „EITT af verkefnum Landhelgisgæslunnar er að brynna gamalli sækú sem liggur skammt suður af landinu (ég held Eldey, en er ekki viss),“ eftir Lýð Sigurðsson. Fyndin kvenlýsing ARNDIS Egilsdóttir í hlutverki sínu í Góðri konu. GÓÐ kona nefnist einþáttungur eft- ir Jón Gnarr sem sýndur er í nýju leikrými Hafnarfjarðarleikhússins, Efra sviði, þessa dagana. Ung leik- kona, Arndís Egilsdóttir, sem lauk leiklistarnámi frá París, stígur þar sín fyrstu spor á íslensku leiksviði. „Jón Gnarr skrifaði þetta verk sérstaklega fyrir mig,“ segir Arn- dís. „Það fjallar um konu á kross- götum en að öðru leyti get ég ekki sagt mikið um söguhetjuna, nema hvað hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þetta er mjög fyndin kvenlýs- ing og ætli mér sé ekki óhætt að segja að hér sé á ferð svört kómedía." Góð kona er fyrsta verk Jóns Gnarr fyrir leiksvið. Arndís lagði stund á leiklistar- nám í París og að útskrift lokinni, sumarið 1996, flutti hún sig um set til Vínarborgar, þar sem hún starf- aði veturlangt með tilraunaleikhús- hópi. Frá og með liðnu hausti hefur hún búið hér á landi. Segir Arndís það hafa verið mikla áskorun að þreyta frumraun sína í íslensku leikhúsi í einleik. „Satt best að segja var ég hálfkvíð- in til að byrja með. Það var hins vegar alveg frábært að vinna með Benna [Benedikt Erlingssyni leik- stjóra] og ég sé ekki eftir ákvörð- uninni. Það er frábært að vera komin heim!“ Að áliti Arndísar er íslenskt leik- hús opnara og breiðara í dag en þegar hún hélt utan til náms í byrj- un áratugarins. „íslenskt leikhús er á heilmikilli uppleið. Það er miklu meira að gerast núna en áður, fleiri leikhús, fleiri leikhópar sem virðast geta dafnað, eins og Hafnarfjarðar- leikhúsið, og fullt af ungum og hug- myndaríkum leikstjórum. Fyrir svona tíu árum voru allir að gera svipaða hluti, lítið var um tilraunir í leikstíl og efnisvali, og ég man hvað mér brá þegar ég kom til Parísar og fór að sjá hluti sem mig hafði ekki órað fyrir að ættu heima í leik- húsi. Nú er breiddin og krafturinn aftur á móti orðinn miklu meiri og fólk íyrir vikið miklu opnara.“ Næstu sýningar á Góðri konu verða í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 en jafnframt sýnir Vala Þórs- dóttir einleik sinn, Eða þannig... Að sögn Arndísar er fyrirhugað að sýna Góða konu út mánuðinn, að minnsta kosti. „Ef vel gengur getur meira en verið að við höldum áfram en auðvitað veltur það allt á að- sókninni.“ Sækýr, eng-lar og sætar stelpur MYNPLIST Listmunasalan FoId MÁLVERK/SKÚLPTÚR LÝÐUR SIGURÐSSON Opið daglega frá kl. 10-18, laugar- daga 10-17 og sunnudaga 14-17. Sýn- ingin stendur til 15. febrúar. SÚRREALISMINN verður seint drepinn, enda er hann eins og allir vita einkar vel til þess fallinn að víkka út anda mannsins, opna huga hans nýjar leiðir og rækta með hon- um hæfilega kærulausa afstöðu til aðgi’einingarinnar milli raunveru- leika og hugarburðar. En þótt andi þessarar miklu uppreisnar í listum og skáldskap lifi enn með okkur er vart lengur hægt að líta á súrreal- ismann sem lifandi listastefnu. Mikið fremur má segja að enn séu nokkrir listamenn sem vinni í anda hennar, eins og Margrét Ti-yggvadóttir segir í sýningarskrá. Einn þehra er Lýður Sigurðsson. Á sýningu Lýðs í Fold er að finna bæði málverk og skúlptúra, en um- fangsmesti skúlptúrinn er raunar kommóða, haganlega gerð og óneit- anlega nokkuð í anda súrrealistanna gömlu, en Lýður er einmitt hús- gagnasmiður að mennt, auk þess sem hann hefur lagt stund á mynd- list. Mest fer þó fyrir málverkunum og mynda þau meginuppistöðu sýn- ingarinnar. Þau eru vandlega unnin með realískum tilþrifum, litameð- ferðin ágæt og pensilvinnan ná- kvæm, enda naut Lýður um tíma handleiðslu Hrings Jóhannessonar. Innihald verkanna er hins vegar næsta draumkennt og þar leika sam- an þjóðleg þemu og furðuveröld ímyndunaraflsins. Þegar best tekst til verða myndirnar að beittri satíru á sjálfsímynd íslendinga, eins og til dæmis í myndinni „I þá gömlu góðu daga“ þar sem íslensk fjölskylda ornar sér undir húslestrinum í bað- stofunni við skíðlogandi kú sem ligg- ur á gólfinu og jórtrar. Aðrar myndir eru almennara eðlis og bregða upp skemmtilegum svipum sem koma líkt og úr einhverri ímyndaðri goða- fræði, til dæmis sagan af því hvernig sporðenglar verða til. I flestum málverkunum verður að segjast að Lýði takist vel til að vinna úr hugarveruleikanum sem hann leikur sér með og samanburð- ur eldri myndanna og þeirra nýrri sýnir glöggt að hann er að styrkjast í vinnubrögðum sínum. Helst mætti þó finna að því að þegar hann málar berar stúlkur fær maður á tilfinning- una að þær hafi stokkið beint upp af síðum Playboy eða annarra álíka tímarita, og veikir það óneitanlega myndirnar. Súrrealisminn í jafn hreinræktaðri mynd og hann er hér borinn fram á því miður líklega ekki lengur mikið erindi inn í listaumræðu samtímans - þar hafa aðrar vangaveltur tekið við þótt óhætt sé að segja að þessi áður þróttmikla listapæling hafi sett mark sitt a flestallt það sem eftir kom. En engu að síður eru myndir á borð við þær sem Lýður Sigurðsson sýnir okkur hér skemmtileg áminn- ing um það að enn bítur það gamla járn sem þeir beittu áður af svo mik- illi fimi, þeir Bréton og Magritte. Jón Proppé Álög í Houston ÞEGAR annar þáttur óperunnar Macbeth átti að hefjast í Houstonóp- erunni fyrir skemmstu leið dágóð stund í þögn og eftirvæntingu án þess að tjaldið rótaðist. Áhorfendur biðu þolinmóðir í fyrstu, en brátt voru menn farnir að horfa í kringum sig og lyfta brúnum, segir tíðinda- maður Opera Now. Að lokum kom vandræðaleg rödd í hátalarakerfið og baðst afsökunar á meðan reynt væri að vinna bug á tæknilegum vanda sem myndi valda nokkuira mínútna töf. Menn fóru að velta því fyrir sér hvað hefði gerst, hvort hefði sprungið öryggi, eða tölvukei’fið hrunið. Svo sagði vand- ræðalega röddin í hátalarakerfinu: „Herrar mínir og frúr, því miður eru nokkrii- meðlimir hljómsveitarinnar fastir inni í lyftu og svo kann að fara að við neyðumst til að halda sýning- unni áfram án þátttöku þeirra.“ Sem betur fór losnuðu hljóðfæra- leikararnh- úr prísundinni í tæka tíð og gátu sinnt störfum sínum það sem eftir var af sýningunni. En af þessu má ljóst vera að ekki einusinni óp- eruhús eru óhult fyiár álögunum sem hvíla á leikritinu sem ekki má nefna. EIGÐU MISMUNINN ’/oI>:111 íjfoúin • onni'O'úr nin loín Sjónvarpsmiðstöðin Umboösmenn um land allt: jhJUiVIULA jJUJJ UUU0 0: Hljómsýn. Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga. Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. VESTFIRÐIR: Bafbúð Jónasar Þðrs, Patreksfirði. Póllinn. isafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavik. KF V-Húnvetninga. Hvammstanga. Kf Húnvetninga. Blönduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA. Dalvík. Bókval, Akureyri. Ljósgjaflnn. Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavík. ilrð, Raufarhöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Fgilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfiröinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvellí. Moslell, Hellu. Heimstækni, Selfossi. KÁ, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg, Grindavik. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.