Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKRÝLMYND eftir Guðbjart Gunnarsson í Stöðlakoti.
Skyldleiki við
íslenskt landslag
GUÐBJARTUR Gunnarsson opn-
ar sýningu á litlum akrýlmyndum
unnum á pappír í Stöðlakoti laug-
ardaginn 14. febrúar.
Guðbjartur er fæddur 1928 og
er þetta hans þriðja einkasýning.
Einnig hefur hann sett upp sölu-
sýningar á nokkrum stöðum utan
Reykjavíkur. Hann sýndi akrýl-
myndir unnar á striga í sal FIM v.
Laugarnesveg 1979 og ljósmynda-
grafík í sal ASI við Grensásveg
1988 og átti nokkrar myndir á
samsýningu FÍM þar á milli.
I akrýlmyndunum í Stöðlakoti
eru íyrirmyndir aldrei notaðar,
enda þótt útkoman sýni oftast
verulegan skyldleika við íslenskt
landslag: hraun, mosa og grjót,
segir í fréttatilkynningu.
Tæknin felst í því að vinna hratt
með pallethnífum og spöðum, nota
litinn eins og gegnsæjan vatnslit,
vinna aldrei ofan í myndina með
þekjandi lit, láta litinn flæða yfir
allan flötinn í einu og ljúka við
myndina þannig að flöturinn
storkni saman allur í einu.
Sýningin er opin frá kl. 14-18 og
stendur hún til 1. mars.
Síðustu orgeltón-
leikar Hándels
SÍÐUSTU orgeltónleikar Nýja
tónlistarskólans verða í Grensás-
kirkju sunnudaginn 15. febrúar kl.
17. A þessum tónleikum, sem eru
þeir fjórðu sem Nýi tónlistarskól-
inn hefur gengist íýrir undanfarna
sunnudaga, leikur Ragnar Bjöms-
son tvo orgelkonserta Hándels,
ásamt hljómsveit, báðir op. 4 í B-
dúr og g-moll. Tónleikunum lýkur
með Eine kleine nachtmusik, eftir
Mozart, sem hljómsveitin leikur
undir stjóm Ragnars.
Ragnar sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann hefði haft
öðram hnöppum að hneppa á sl.
ári en tónleikahaldi. Síðustu tón-
leikarnir hefðu verið fyrir hálfu
öðru ári, en þá hefði hann leikið á
átta tónleikum í Danmörku og þeir
væm sér minnisstæðari, meðal
annars vegna þess að Danir ættu
jú mjög góð orgel, en þó væru
minnisstæðastir síðustu tónleik-
amir sem hefðu verið í Frúarkirkj-
unni í Kaupmannahöfn en þar er
tiltölulega nýtt orgel. Orgelbekk-
urinn, sem organistinn situr á, er
frá miðri 19. öld, smíðaður fyrir
Jóhann Hartmann sem var organ-
leikari við Frúarkirkjuna frá því
um 1840.
Hartmann var einn af merkustu
tónlistarmönnum Dana og var það
mjög sérstök tilfinning að setjast á
þennan gamla og merka orgel-
bekk. Þó fannst mér hann ekki
þægilegur í byrjun, hvorki hægt að
hækka hann eða lækka og upp
með hliðum hans voru bríkur sem
ég hélt að maður kæmist ekki hjá
að reka olnbogana í. Fljótt vandist
maður þó þessum takmörkunum
og kannske var það umhugsunin
um Hartmann sem olli því að í lok-
in fannst mér bekkurinn orðinn
þægilegur og var meira að segja á
góðri leið með að trúa því að sér-
stakir músíkstraumar gengju út
frá bekknum.
Eitt er víst, að mér hefur ekki
oft liðið betur við orgelið, en
einmitt á þessum tónleikum mín-
um í Frúarkirkjunni.
LISTIR
Ljóð og kjarnorkuvá
MYNPLIST
Listasafn alþýðu,
Ásmundarsal
MÁLVERK/SKRIFT
RIEKO YAMAZAKI
Opið 14 til 19 alla daga nema
mánudaga. Sýningin stendur til
15. febrúar.
í AÐALSAL Listasafns alþýðu í
Asmundarsal sýnir nú japanska
listakonan Rieko Yamazaki. Hún á
að baki nokkurn sýningarferil í Jap-
an, auk þess sem hún hefur tekið
þátt í samsýningum í New York og
París. Hún sýnir nú í fyrsta sinn á
Islandi, en í sýningarskrá kemur þó
fram að hún hafi komið hingað út
áður og framdi hún meðal annars
gjörning í Ráðhúsi Reykjavíkur
ásamt nokkrum nemenda sinna í til-
efni af fimmtíu ára afmæli íslenska
lýðveldisins árið 1994.
Sýning Rieko er tvískipt og eru
hlutamir tveir næsta ólíkir. Annars
vegar sýnir hún áletranir gerðar eft-
ir japanskri hefð, en hins vegar olíu-
málverk sem ekki er að sjá að
sprottin séu úr þeirri hefð frekar en
annarri. Málverkin sýna öll sömu
bygginguna, hálfhrunið hvolfþak
sem mun hafa verið nær eina bygg-
ingin sem uppi stóð í Hiroshima eft-
ir að Bandaríkjamenn höfðu varpað
kjamorkusprengjunni á borgina.
Þetta kemur fram í texta sem fylgir
myndunum, auk almennra hugleið-
inga um það hvað mönnum gangi til
með atómsprengjum og stríðs-
rekstri. I sýningarskrá er auk þess
að fínna ávarp frá borgarstjóra
Hiroshimaborgar, Takashi Hiraoka,
þar sem skýrt er frá því að myndim-
ar séu málaðar í von og bæn um frið
á jörð“. Hvað sem því líður skilar
boðskapurinn sér illa í myndunum
og án skýringa í texta er ekki líklegt
að áhorfendur skynji friðarboðskap-
inn eða sjái yfírleitt mikið í þessum
verkum annað en frekar laglegar
myndir af sömu húsarústinni.
ÁLETRUN eftir Rieko Yaniazaki.
Áletranir Rieko eru eflaust mun
áhugaverðari og væri það þarft og
áhugavert að kynna íslendingum
þessa fornu og merku list Japana.
Því miður skortir mikið á að sýning
Rieko sé til þess fallin að leiða
áhorfendur inn í leyndardóma list-
formsins, því allar upplýsingar og
leiðsögn vantar, textarnir eru ekki
þýddir og gestir eru engu nær um
það hvað hér kann að vera á ferð-
inni.
Þess ber að geta að í tengslum við
sýningu Rieko Yamasaki er í Þjóð-
arbókhlöðunni sýning japanskra
bama.
MÁLVERK/INNSETNING
INGA RÓSA LOFTSDÓTTIR
í Gryfjunni í Listasafni alþýðu
sýnir Inga Rósa Loftsdóttir. Eigin-
lega má segja að í gryfjunni séu til
sýnis þrjú verk: Ljóð T.S. Eliot frá
1927, „Journey of the Magi“, um
ferð vitringanna þriggja til
Betlehem forðum sem prentað er í
sýningarskrá, fjórða canticla Benja-
mins Britten frá 1971 sem ómar úr
hátölurum, og svo myndverk Ingu
Rósu sem hanga á veggjum, utan
fjórar koparkúlur sem sitja á sér-
stakri hillu.
Samhengi þessara þátta er frekar
óljóst, utan þess auðvitað sem ljóð
Eliots og tónverk Brittens tengjast
náið. Málverk Ingu Rósu eru ein-
hvers konar afstraksjónir á hvítum
fleti og ef hugað er að texta lista-
konunnar í sýningarskrá má helst
sjá að þeim sé ætlað að fanga upp-
lifun hennar á tónverkinu og ljóðinu
- að vera eins konar úrvinnsla á
hugarástandi sem hin verkin hafa
verið kveikja að. Á sumum verkun-
um má sjá krúsídúllur ofan á hvít-
um fletinum sem geta minnt á stef
eða brot úr laglínum, en á öðrum
myndum eru hringir eða línur sem
hafa enn óljósari tengingu við um-
hverfíð. Koparkúlurnar er að vísu
fallegar, en engin leið er að sjá
hvernig þær eiga að falla inn í sam-
hengið. Fyrir vikið skilar sýningin
litlu til áhorfenda.
Jón Proppé
Sýningum
lýkur
Norræna húsið
SAMSÝNINGU Silly Budget
Inc. lýkur á sunnudag.
Þátttakendur eru: Gunnar Þór
Víglundsson, Kiistján Björn
Þórðarson, Rannveig Steinþórs-
dóttir, Sigurður Vignir Guð-
mundsson og Þórdís Guð-
mundsóttir.
Sýningin er opin milli kl. 14 og
18 alla daga og er aðgangur
ókeypis.
Gallerí Geysir - Hitt húsið
Sýningu Brynju Grétarsdóttur
lýkur nú á sunnudag kl. 18.
Námskeið
í MHÍ
MYNDLISTA- og handíðaskóli
Islands heldur námskeið sem
nefnist Grafík, aðferðanámskeið.
Kenndir verða grunnþættir í
grafík, efnisþrykk, dúkrista, þurr-
nál og notkun grafíkpressu við
prentun. Kennari er Ríkharður
Valtingojer myndlistarmaður.
Kennslan fer fram í húsnæði graf-
íkfélagsins við Tryggvagötu og
hefst 21. febrúar nk.
í mars verður námskeið í
freskugerð undir leiðsögn
Baltasars myndlistarmanns og
Helgi Skaftason kennari stýrir
námskeiði í efnisfræði.
Myndlistar-
maður heldur
fyrirlestur
SIGURÐUR Ái’ni Sigurðsson
myndlistarmaður heldur fyrirlest-
ur um eigin myndlist í Málstofu
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í Laugarnesi mánudaginn
16. febrúar kl. 12.30.
(ítrúlstb« sfl#'\viwwstHlli®f)
Opið laugardaga kl. 10:00 -14:00
Framleidd í Evrópu !
FoTLm
með 28" FLOTUM svðrlum sklð (fsl), fslensku textavarpl, Scart-
tengi, aðgerðastýringum á shjá, tímarofa, flarstýringu o.m.fl.
með 20" Black Nlatrlx skjá, íslensku textavarpl, Scart-tengi,
aðgerðastýringum á skjá, timarofa, fjarstýringu o.m.tl.
1 W'Á kT [ItM
með 14" Black Matrix skjá, islensku textavarpi, Scart-lengl,
aðgerðastýringum á skjá, tlmarofa, fjarstýringu o.m.tl.
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886