Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 51
FOLK I FRETTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir spennumyndina Kiss the Girls með
Morgan Freeman í aðalhlutverki. Myndin er gerð eftir metsölubók
spennusagnahöfundarins James Patterson.
LÖGREGLUSTJÓRINN Hatley (Brian Cox) og Nick
Ruskin (Cary Elwes) eru ekkert hrifnir af afskipt-
um Alex Cross af málum í smábænum Durham.
DR. KATE Mctiernan veitir Alex Cross aðstoð sína
við að hafa uppi á mannræningjanum og morðingj-
anum sem gengur Iaus.
Kaldrifjaður
kvennamorðingi
Frumsýning
Rannsóknarlögreglumaðurinn,
metsöluhöfundurinn og fjöl-
skyldufaðirinn Aiex Cross
(Morgan Freeman) er ekkill og
tveggja barna faðir. Hann tekur
starf sitt og velferð fjölskyldu sinnar
mjög alvarlega og stendur hann sig
vel í hvoru tveggja. Þegar Alex fær
fregnir af því að frænka hans sé
týnd og ekkert vitað um afdrif henn-
ar frá því hún hvarf frá háskólanum
í Durham í N-Karólínu þar sem hún
stundaði nám, fer hann á staðinn til
að leita að henni og komast að því
hvað hafi hent hana. Þegar hann
kemur til bæjarins kemst hann
að því að frænka hans er
ekki eina týnda stúlkan
þar um slóðir, því sjö aðr-
ar hafa verið tilkynntar
týndar og tvær stúlkur
hafa fundist látnar.
Eina vísbendingin sem
fundist hefur um þann
seka í málinu er að á
öðru líkanna fannst orð-
sending sem undirrituð
var „Casanova".
Aiex er ekki litinn vin- 1
samlegum augum þegar
hann kemur til bæjarins
enda ekki vel liðið þar að
utanbæjarmenn komi til
hjálpar. Þeirrar skoðunar :
eru að minnsta kosti lög- |
regiustjórinn á staðnum, |
Hatfíeld (Brian Cox), og !
rannsóknai-lögreglumenn- I
imir, þeir Nick Ruskin
(Cary Elwes) og Davey
Sikes (Alex McArthur),
sem sjá um rannsóknina á
hvai'fi stúlknanna. Þeim
hefur hins vegar ekki orðið
neitt ágengt í málinu, en engu að síð-
ur eru þeir ákveðnir í að leysa það
sjálfir og eru þeir því ekkert áfjáðir í
að fá utanaðkomandi hjálp. En fljót-
lega bætist Kyle Craig (Jay 0. Sand-
ers) FBI fulltrúi í málið og Cross
uppgötvar að hvarf stúlknanna er
ekld lengur eitthvert innanbæjar-
mál. Alex kemst í sambandi við Dr.
Kate Mctieman (Ashley Judd) sem
naumlega hafði sloppið úr klóm
manm'æningjans, og getur hún lýst
rödd hans og vaxtarlagi. Maðurinn
sem um ræðir reynist ræna ungum
stúlkum til að halda kvennabúr þar
sem hann getur misþyrmt þeim og
nauðgað að vild áður en hann drepur
þær. Með þessar upplýsingar fer
loks eitthvað að ganga við það að
hafa uppi á manninum og frænkunni
sem Alex ætlar sér að bjarga á lífi úr
klóm hans. í sameiningu fara þau
Alex og Kate að leita vísbendinga
sem leitt gætu til lausnar málsins og
berst leikurinn áður en varir stranda
á milli í Bandarikjunum.
Myndin Kiss the Girls er gerð eft-
ir samnefndri metsölubók eftir rit-
höfundinn James Patterson. Hann
hafði áður skrifað eina bók þar sem
Alex Cross var aðalsöguhetjan þegar
hann keyi'ði fram hjá háskólalóðinni
í Norður-Karólínu og sá þar mynd af
fjórum týndum stúlkum sem lýst var
eftir. Þar með var hann kominn með
hugmyndina að næstu sögu sinni um
Alex Cross, og handritið að bókinni
byrjaði hann að skrifa með það að
leiðarljósi að eitthvað skelfilegt væri
að gerast á þessum friðsæla og fal-
lega stað.
Leikstjóri myndarinn-
ar er Gary Fleder en
hann á að baki mynd-
ina Things To Do In
Denver When You’re
fDead. „Hugmyndina um
gera mynd um mann
sem hefur eytt tuttugu ár-
um í að leysa mál með nafn-
lausum fórnarlömbum og
^fær síðan það verkefni að
^ leita að týndu skyldmenni
, sínu fannst mér mjög
, áhugaverð. Sérstaklega
þar sem þessi persóna
er mjög raunveruleg.
Maðurinn gerir
mistök og
MORGAN Freeman
leikur lögreglu-
manninn Alex
Cross sem er að
leita að týndri
frænku sinni þegar
hannflækist inn í viða-
mikið morðmál.
tekst ekki að leysa öll þau mál sem
hann fær til meðferðar og er hann
þess vegna mjög mannlegur í alla
staði,“ segir Fleder.
Morgan Freeman fór átján ára
gamall í herinn til að læra að verða
orrustuflugmaður en eftir að hann
lauk herþjónustu fór hann til Los
Angeles að læra að leiklist. Þaðan
hélt hann til New York til að kom-
ast á Broadway. Það tókst honum
árið 1968, og hefur ferill hans síðan
verið á uppleið og núna er hann
einn virtasti leikarinn f Hollywood.
Hann hefur þrisvar sinnum verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir
besta leik, en það var fyrir hlut-
verkin í Shawsank Redemption og
Driving Miss Daisy, sem hann vann
Golden Globe verðlaunin fyrir, og
fyrir bestan leik í aukahlutverki í
myndinni Street Smart. Hann hefur
leikið í fjöldamörgum öðrum mynd-
um og þar á meðal eru myndimar
Glory, Lean On Me, Outbreak og
Unforgiven þar sem hann lék á móti
og undir stjórn Clint Eastwood.
Hin háskólamenntaða Asley Judd
sást síðast í John Grisham mynd-
inni Time To Kill og þar á undan í
Heat með þeim A1 Pacino og Robert
De Niro. Einnig hefur hún leikið
í myndunum Smoke og The
Locusts. Hún hefur bæði leikið á
Broadway og í sjónvarpi, en þar
hefur hún meðal annars farið með
hlutverk í þáttaröðinni Sisters.
Cary Elwes er eflaust þekktastur
fyrir hlutverk sitt í Jim Cari'ey
smellinum Liar Liar og Twister
sem sló rækilega í gegn, en einnig
hefur hann leikið í The Princess
Bride, Glory, Days of Thunder, Hot
Shots, Bram Stoker’s Dracula og
The Crush.
Valenlíiiiiisrhelgi
Vf á káhnstiii kránni í bsenunn vf
P
¥
¥
1/2 Mlóttír &
Bjarnl Trgggya
leika laíísuiD Mla axohelgii
Darren, ðerry og Bridgeí verða
frskt róroantísk ó barnaro
æL.
„.. W
elglna
wor'/irf
¥
%
¥
FOSTUDAGSMYNDIR
SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Stöð 2 ►20.55 Framhald vinsællar
myndar, Guðirnir hljóta að vera
geggjaðir 2 (The Gods Must Be
Crazy II. ‘89), er í rauninni lítið annað
en stagl á sama brandara. Við ÁI
segjum í Myndbandahandbókinni m.a.
...“ekkert annað og meira en stæling á
fyrri myndinni, þokkaleg afþreying
þeim sem sáu hana ekki, hinum
vonbrigði." ★★
Sýn ►21.00 Greifynjan Angelique
(Angelique Marquise des Anges, ‘64).
Sjá umfjöllun í ramma.
Sjónvarpið ►21.10 Lávarðurinn
(Lord of Misrule, ‘95), er eitt af því
fágæti sem hvergi finnst stafkrókur
um. Slíkt er heldur neikvætt. Þetta
mun vera bresk sjónvarpsmynd með
Richard Wilson, leikstjóri Guy
Jenkins.
Stöð 2 ►22.35 Federal hæð (Fed-
eral HiII, ‘94), nefnist bandarísk
sjónvarpsmynd sem hér er verið að
frumsýna og Roger Ebert gefur ★★★
og lofsamleg ummæli. M.a. að
leikstjórinn, Miehael Corrente, leiti í
smiðju ekki ómerkari manns en
Scorsese og geri góða hluti frá eigin
brjósti. Fjalli um gamalkunnugt efni;
mafiósa, dópsölu og samskipti kynja af
ólíkum þjóðfélagsstigum, með stíl og
af tilfinningu. Með Anthony Desando
og Nicholas Turturro.
Sýn ►23.40 Hrollvekjan Sáttmál-
inn Covenant, ‘85), hefur ekki flogið
hátt né víða. All Movie Guide gefur
þessari fáséðu biómynd (sem ég tel
mig geta fullyrt að var ekki sýnd
hérlendis), ★★VL Gæti verið
forvitnileg B-mynd. Leikstjórinn,
Walter Grauman, gerði margar slíkar,
og leikhópurinnn, með Bradford
Dillman, José Ferrer og Michelle
Phillips (úr Mamas and the Papas),
ásamt Jane Badler og Kevin Conroy,
er skemmtilega glannalegur. Segir af
illa fengnum nasistaauðæfum í San
Fransiskó og syndagjöldum feðranna.
Stöð 2 ►0.20 Stökksvæðið (Drop
Zone, ‘94), er leikstýrt af
útbrunnum hasarmyndaleikstjóra,
John Badham, sem stöðugt reynir
að komast í gamalkunnugt form
sem skapaði myndir einsog
Stakeout og Blue Thunder, án
teljandi árangurs. Stökksvæðið er
spennumynd um alríkislöggur og
fallhlífastökkvara sem iðka
loftkúnstir sínar í miður góðum
tilgangi. Hrikalegar tökur um borð í
B-747 og af fallhlífamönnum gera
myndina áhorfsins virði. Með
Wesley Snipes og Gary Busey. ★★
Stöð 2 ► Svik á svik ofan (Beyond
Betrayal, ‘94), er sjónvarpsmynd
um Jóhönnu Matthews, sem hefur
mátt þola líkamlegt ofbeldi bónda
síns um árabil. Leggur á flótta, en
er ekki sloppin. Efnið minnir á Rose
Madder, ágætan hroll eftir King, en
er gerð af B-myndasmið, Carli
Schenkel, sem m.a. á að baki þá
vondu mynd, Knight Moves. Með
einhverjum Richard Dean
Anderson og Susan Dey. AMG
gefur ★★'/!á
Sæbjörn Valdimarsson
Rómantískir tímar
Austurbæjarbíós, Vikunnar
og „bestu sætanna“
Hjá þeim sem muna 30 ár aftur i
tímann, vekur Greifynjan Ang-
elique
(Angelique Marquisc des Anges),
góðlátlegar minningar um feikivin-
sæla framhaldssögu í Vikunni, (er
hún ekki löngu horfin af sjónarsvið-
inu?) og ámóta vinsæla kvikmynd,
sem sýnd var í Austurbæjarbíó sál-
uga, á meðan enn þurfti að standa í
biðröð til að fá sinn númeraða miða
á boðlegum stað.
Ekki er auðvelt að spá hvernig
Angelique mundi pluma sig í dag.
Líklega kolfélli hún, það virðist ekki
í svipinn mikið pláss íyrir gamaldags
rómantik og sverðaglamur í anda
Sabatinis og hans nóta.
1964 var aðalleikkonan, hin und-
urfagra, Michele Mercier, vel þekkt
leikkona í Evrópu, mikil þokkadís
sem barðist um iýðhylli við löndu
sína, Brigitte Bardot. Hér fer hún
með titilhlutverkð, hefðarkonu við
hirð Loðvíks XIV. Brúðkaup stend-
ur fyrir dyrum. Angelique líst ekki
meira en svo á hið örótta manns-
efni, (Robert Hossein), sem reynist
náttúrlega ljúfmenni undir kram-
búleruðu yfirborðinu. Ekkert sér-
staklega merkilegt að öðru leyti en
til upprifjunar hvað naut vinsælda í
„den“. Á tímum sakleysisins. Útá
það fær Angelique, hálfgleymd, og
sjálfsagt auðgleymd, ★★‘/z.
9{œtwgaCitm
‘DansívúSj sími 587 6080
Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld
Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk
Sjáumst hress
Næturgalinn
Föndur
FaKafeni 14
Sími 5812121
Trévörur í miklu úrvali
fnarstræti
GH
FE STING A J ARN
OG KAMBSAXJMUR
Þýsk gæðavara — traustari festing
HVERGI MEIRA ÚRVAL
ÓTRÚLEGA LÁGT X/EEFTÐ
Armúla 29-108 Reykjavík - símar 553 8640 og 568 6100