Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HAMSKIPTI FÓSTBRÆÐRA I Meiri gauragangi lenda þeir félagar Ormur og Ranúr í nýjum ævintýrum í ókunnu landi, og það sem meira er; í öðrum líköm- -------3»------------- um. Guðmundur Asgeirsson hleraði samtöl Baldurs Trausta Hreinssonar við Ingvar Sigurðsson og Bergs Þórs Ingólfssonar við Sigurð Sigurjónsson, nýju leikaranna við þá gömlu. Morgunblaðið/Þorkell RANUR og Ormur hlýða á Nóru, sem Sigrún Edda Björnsdóttir leikur. „GAURAGANGUR“ Ólafs Hauks Símonarsonar hefur nokkra sér- stöðu í íslenskum bókmenntum. Ormur Óðinsson stakk hausnum fyrst upp úr jörðinni í skáldsögu ár- ið 1988, sem var vel tekið, jafnt með- al gagnrýnenda sem lesenda. Fyrir vikið náði Ormur athygh breiðari hóps lesenda en íslenskar unglinga- bækur höfðu gert fram að því. Fimm árum eftir þessa prent- fæðingu skutu félagarnir aftur upp kollinum, endurfæddir og hold- gerðir á sviði Þjóðleikhússins, hinn 11. febrúar 1994. „Gauragangi“ Þjóðleikhússins var vel tekið eins og skáldsögunni. Tvö leikár, 80 sýningar og 40 þúsund áhorfendur gerðu sýninguna að einu vin- sælasta verki í sögu leikhússins. Nákvæmlega íjórum árum eftir frumsýningu „Gauragangs", hinn 11. febrúar 1998, afhjúpuðu tjöld Þjóðleikhússins félagana Orm og Ranúr á ný þegar „Meiri gaura- gangur" var frumsýndur. Þórhallur Sigurðsson leikstýrði aftur leikgerð Ólafs Hauks á eigin skáldsögu. ,Markmiðið með þessari uppsetn- ingu er að ná til breiðs hóps áhorf- enda með skemmtilegri sýningu eins og okkur tókst að gera síðast. Annars eru verkin gerólík," sagði Ólafur Haukur, sem er viðstaddur flestar æfingar á verkinu. Ingvar Sigurðsson léði Onni lík- ama og sál fyrir fjórum árum og Sigurði Sigurjónsson fór með hlut- verk Ranúrs. Síðan eru liðin fjögur ár, bæði í sögunni og hversdags- grámanum. Ormur og Ranúr eru ekki lengur unglingar, heldur ungir menn. Þeir eru auðvitað ennþá snillingar og eru, þegar hér er komið sögu, á leiðinni út í heim að „meika’ða". A sviðinu njóta þeir leikrænna hæfileika þeirra Baldurs Trausta Hreinssonar og Bergs Þórs Ingólfssonar. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Þorkell BALDUR Trausti Hreinsson og Ingvar Sigurðsson. SIGURÐUR Sigurjónsson og Bergur Þór Ingólfsson. INGVAR & BALDUR BERGUR & SIGURÐUR Ormur er lúði og er ánægður með það Ranúr fær meiri athygli en áður INGVAR: „Það sem er skemmtilegt við þetta er að Ormur er nákvæmlega sama sögupersóna í báðum verkunum, en um leið allt annar Ormur. Ég lék hann á minn hátt og við vorum nánir um stund. Nú leik- ur Baldur hann og sá Ormur sem birtist í þessu verki verður ekki einu sinni líkur gamla Ormi, þó að í heimi sögunnar séu þeir einn og sami maður. Þetta er glæný sýning þannig að fólk kemur ekki og horf- ir á framhald af Gauragangi." - Baldur: „Sýningarnar eru mjög ólíkar, enda gerast verkin hvort í sínu landi. Það eina sem heldur sér eru tvær persónur, höfundurinn og leikstjórinn. Sögurnar eru gerólíkar." Ingvar: „Þeir félagar lenda í miklu meiri alvöru hremmingum í nýju sögunni. I gamla daga voru þeir meira að kljást við vanda unglingsins og þurftu að yfirstíga innri vandamál sem fylgja gelgjuskeiðinu. Nú eru þeir að verða fullorðnir og þurfa að kljást við heiminn eins og hann er, harður og óvæginn.“ Baldur: „Fólk verður líka að hafa í huga að við erum að gera allt aðra hluti en Ingvar og Siggi. í „Gauragangi" voru Ormur og Ranúr furðufuglarnir. I „Meiri gauragangi" eru þeir manna eðlilegastir en allir í kringum þá stórskrýtnir. Þar að auki er þetta verk saga Ranúrs ekki síður en Orms, ólíkt hinu þar sem megináhersla var lögð á Orm. Nú er Ranúr á margan hátt stærri persóna en vinurinn sem skyggði alltaf á hann í gamla daga. Sam- band þeirra breytist mikið og það verður ákveðið uppgjör milli þeirra. Ormur verð- ur að átta sig á að hann er að fullorðnast." Ingvar: ,Já, hann Ormur minn eldist um fjögur ár milli sýninganna, sem er langur tími fyrir fólk á þessum aldri. Hann er ekki sextán ára gutti lengur, heldur tví- tugur maður. En hann heldur auðvitað ákveðnum persónueinkennum eins og fólk gerir alltaf. Hann er ennþá hvatvís upp- reisnarseggur, en lúði, og er ánægður með það. Þetta er töffaraskapurinn í Ormi.“ Baldur: ,Ég hef samt aldrei séð Orm sem töffara. Að minnsta kosti ekki sem þennan klassíska leðurgæja. Hann er samt alltaf kúl á sinn hátt. En það er rétt að Ormur heldur ákveðnu samræmi, enda er hann ennþá hugarfóstur höfundar síns. Það er Ólafur Haukur sem býr Orm til. Hann er eins að því leyti að hann hefur ennþá svör- in á reiðum höndum og hann toppar alltaf alla. Það hafa allir Orm einhvers staðar í sér. Þess vegna höfðar hann til okkar." Ingvar: „Þetta er einmitt kjarni mis- munarins á því hvernig ég lék Orm og hvernig Baldur kemur til með að gera það. Við búum hann ekki til heldur finnum hann í okkur. Þannig endum við með því að flyfja hlutverkið algerlega hvor með sínu nefí.“ Baldur: „Það er náttúrulega ferlega erfítt að taka við Ormi af Ingvari. Fyrst vissi ég ekki hverju var búist við, hvort ég ætti að taka upp þráðinn þar sem hann hætti og taka mið af gömlu persónunni eða gleyma henni alveg. Svo kom í ljós að ég varð einfaldlega að byija frá grunni.“ SIGURÐUR: „Það hefur greinilega mikið breyst síðan Ranúr var í vist hjá mér. Hann fær t.d. miklu meiri athygli í nýju sýningunni en hann gerði.“ Bergur: „Já, hann er búinn að þroskast alveg heilmikið strákurinn. Hann er að færa sig út úr skugga Orms og hættir smám saman að fylgja honum í blindni. Hann segir eiginlega ,ég á mig sjálf“ og stendur við það.“ Sigurður: „Hann var alltaf svolítill sporgöngumaður í sér. Hann var besti vinur en alltaf til hliðar við og í skuggan- um af Ormi. Hann var vanur að líta mikið upp til hans og fannst gaman að vera með honum. Sumt átti hann samt alltaf alveg fyrir sig. Hann var vanur að rissa myndir í gamni sínu. Hélt hann því ekki eitthvað áfram?“ Bergur: „Jú, Ranúr er enn að fást við myndlistina. Hann vill samt ekki kalla sig listamann því hann segir að svoleiðis karl- ar framleiði bara hluti sem rykfalli á söfn- um. Hann titlar sig myndskáld og býr til list úr umhverfí sínu og sjálfum sér má segja.“ Sigurður: „Mér fínnst gott að heyra það. Þegar maður hefur haft persónu í fóstri, eins og ég hafði Ranúr, þá er manni ekki sama um hana. Hann er eins og tökubarn sem hefur eignast nýjan fóst- urpabba. En ég er feginn að honum skuli ganga svona vel. Reyndar vissi ég alltaf að hann væri efnispiltur þótt Ormur skyggði á hann.“ Bergur: „Já, það er orðið tímabært fyrir Ranúr að rífa sig svolítið frá Ormi. Hann er farinn að rétta úr sér og verða sinn eig- in maður. Hann hefur allt sem til þarf, enda fékk hann gott uppeldi. Hann er góð- ur náungi og það breytist ekki neitt." Sigurður: „Þeir voru reyndar alltaf ágætis blanda hann og Ormur. Ranúri var eðlilegt að vera svolítið til hlés og hann þurfti á einhveijum drífandi karakter eins og Ormi að halda til að komast áfram. Eins hélt hann svolítið aftur af Ormi og passaði upp á hann. Þeir voru bestu félagar." Bergur: „Það slettist reyndar svolítið upp á vinskapinn núna. Það verður árekstur milli þeirra. Ormur gengur of langt og Ranúr verður að segja hingað og ekki lengra. Þeir eru að verða fullorðnir og þá fjarlægjast vinir alltaf að einhveiju marki. Vináttan breytist f það minnsta.“ Sigurður: „Það má því segja að við sé- um búnir að hjálpa Ranúri í gegnum erf- iðustu tímabil lífsins." Bergur: „Já. Þú barst hann í gegnum gelgjuskeiðið og nú fæ ég að fylgja hon- um inn á fullorðinsárin." Sigurður: „Þetta sýnir að það er sann- arlega tveggja manna starf að koma ein- staklingi almennilega frá barni til manns.“ Bergur: „Ég vona bara að ég standi við minn hluta uppeldisins. Hann saknar greinilega gamla fóstra síns og hugsar voða mikið til hans. Það er erfítt að taka við lilutverki sem liefur verið leyst svo vel af hendi áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.