Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 27
ÞÆR tilheyra báðar þýska
faginu, en það liðu rúm átta-
tíu ár á milli frumflutnings
þeirra. Og þessi áttatíu ár eru líka
heill heimur, sem aðskilur örlaga-
þnmginn heim goðsagnanna í
Lohengi'in Wagners, frumflutt
1850, og heim léttúðar og spila-
skulda í Ai-abellu Strauss, frum-
flutt 1933. Á fjölum Konunglega
leikhússins í Höfn tekst að koma
þessum andstæðum til skila á heill-
andi hátt, að hluta með sömu
söngvurum. Hvort sem það er nú
af auknum óperuáhuga eða betri
sýningum þá er staðreyndin sú að
það er af sem áður var, þegar varla
var nokkurn tímann uppselt á óp-
erusýningar hússins. Óperuunn-
endur sem ekki panta miða með
margra mánaða fyrirvara eins og
Dönum þykir annars sjálfsagt
þurfa þó ekki að örvænta, því
venjulega eru miðar lagðir til hlið-
ar og ekki seldir fyrr en miðasalan
er opnuð á sýningardaginn og
óseldar pantanir kl. 17. Og svo er
auðvitað hægt að freista gæfunnar
og sjá hvort ekki sé einhver að
selja miðana sína rétt áður en sýn-
ingin hefst. Það eru því þokkalegar
horfur á að ná miðum ef maður
nennir að hafa fyrir því, þó auglýst
sé uppselt.
Hin auðmjúka og sjálfs-
lausa kvenímynd
Lohengrin, hinn nafnlausi og
ókunni aðkomumaður, sem í byrjun
óperunnar kemur til Elsu sem svar
við draumi hennar um bjargvætt,
er andlega skyldur Hollendingnum,
Tannháuser og Siegmund að því
leyti að hann megnar aðeins að ná
frelsi frá álögum og illum forlögum
með því að finna konu, sem treystir
honum foiTnála- og spurningalaust.
Sumir lesa hér i Wagner sjálfan.
Elsa verður að taka honum eins og
hann er, þegar hann býðst til að
gefa henni líf sitt allt, utan hvað
hvorki hún né aðrir megi vita nafn
hans. Allir geta spurt utan hún, því
henni verður hann að hlýða.
En hreinleiki, einlægni, sakleysi
og ást Elsu stenst ekki aðdróttanir
og illan gi'un, sem Ortrud,
keppikvendi Elsu, læðh- að henni.
Hvort sem það er af kvenlegu
næmi eða næmi galdrakvendisins
þá skynjar Otrud ótta Elsu við að
missa eiginmann sinn og óttann
nýtir hún sér. Ótta við að hann
hverfi jafn forvaralaust og hann
birtist í upphafi. Því er það að um
leið og Lohengrin ætlar að róa Elsu
á brúðkaupsnóttina með því að
segja henni að hann hafi horfið til
hennar frá Ijósi og gleði, en sé ekki
að flýja neitt, þá ærir hann þvert á
móti ótta hennar og ýtir henni til að
spyrja spurningarinnar, sem hún
ein á heimtingu á svari við. Þar með
er heill þeirra beggja fyrir bí.
Uppsetning Konunglega á
Lohengrin er frá 1986 og undanfar-
in ár og í ár hefur Wagner söngvar-
inn Poul Elming farið á kostum
sem Lohengrin. Elming var lengi
vel barítónsöngvari, en uppgötvaði
að meira bjó í röddinni en svo og
hefur nú þanið sig yfir í tenórfagið
og þá þyngri og viðameiri hlutverk
eins og Wagner býður upp á. Elm-
ing hefur undanfarin ár verið fastur
gestur í Bayreuth og víðar. Það er
nautn að fylgjast með Elming á
sviðinu þegar vel tekst til og þar
sem hann er með hávaxnari mönn-
um ber hann með glæsibrag hetju-
búninga Wagner hlutverkanna. I ár
hefur landi hans Stig Fogh Ander-
sen undið sér í hlutverkið við góðan
orðstír, þó hann ætti við hæsi að
stríða undir lok þeirrar sýningar,
sem hér er fjallað um. Stig Fogh er
ekki jafn hávaxinn og Elming, en
með eindæmum vörpulegur, ljós yf-
irlitum og firna Wagner legur að
öllu leyti. Iréne Theorin er sænsk,
en syngur reglulega við Konung-
lega og gerii' Elsu fjarska falleg
skil.
í þetta skipti fer Lisbeth Balslev
með hlutverk Ortrud. Ef Balslev
væri ekki jafnmikil glæsidama og
raun ber vitni mætti kalla hana
gamla kempu í faginu, því hún hef-
ur átt langan og farsælan söngferil
burtséð frá því þá er Arabella falleg
og heilsteypt sýning og enn eitt
dæmið um ungt og vel syngjandi
söngvaragengi hússins. Sagan er
léttmeti eftir Wagner, fjallar um
stúlkuna Arabellu, dóttur fjár-
hættuspilara, sem muna má betri
daga og þá eins fjölskylda hans,
sem rambar á barmi sama gjald-
þrots og hann. Allt er lagt undir til
að finna dótturinni mahn, sem er
nógu stöndugur til að draga fjöl-
skylduna upp úr skuldafeninu. I því
spili er yngri systurinni Zdenku
fórnað, hún látin ganga í strákafót-
um, svo hægt sé að hlaða undir
Arabellu og um leið auka vonir fjöl-
skyldunnar. Allt gengur upp,
óvæntur biðill birtist og vonbiðill-
inn kemst að raun um að það er í
raun Zdenka, sem hann heillast af.
Einn af mörgum góðum kröftum
hins Konunglega er barítónsöngv-
arinn Mikael Melbye, sem á meðal
annars sterkan Don Giovanni í fór-
um sínum. Hann er þó smám sam-
an að færa sig af sviðinu og bak við
tjöldin, farinn að leikstýra, hanna
leiksvið og búninga. Þá list leikur
hann í Arabellu og tekst fjarska
fallega upp. Sagt er að flesta arki-
tekta dreymi um að búa í húsum,
sem þeir hafa sjálfir teiknað. Hvort
söngvara dreymir um að syngja í
fötum, sem þeir hafa sjálfir hann-
að, spranga um undir eigin stjórn í
eigin sviðshönnun skal ósagt látið,
en sú reynsla hlotnast Melbye, því
hann syngur hér lítið hlutverk
Lamoral greifa.
Ein af skærustu söngstjörnum
Dana er Tina Kiberg, Árabella
kvöldsins. Danir eiga líka sín óp-
eruhjón, því Kiberg er gift Stig
Fogh og stundum syngja þau sam-
an. Þau eru sögð heimakær og til-
boð að sunnan freista þeirra lítt,
svo þó þau syngi reglulega erlend-
is, þá leggja þau allt upp úr að
sinna heimili og bömum í heima-
landinu og njóta óperuunnendur
góðs af. Hún syngur eins og engill
og mörgum finnst leikur hennar ef-
laust líka í þá átt, en hreyfingar
hennar og látbragð falla ekki í
smekk undirritaðrar. Systirin
Zdenka var sungin af Djinu Mai-
Mai, sem er buxnahlutverkatýpan
af guðs náð, létt, lifandi og leikandi
og röddin í þeim stíl.
Gert Henning-Jensen, vonbiðill-
inn Matteo, er önnur söngstjai'na
Dana af yngi’i kynslóðinni. Sú
spurning hefur oft komið upp und-
anfarið af hverju danskir söngvar-
ar spretti fram. Svarið er oft að hér
era nokkrir mjög góðir kennarar,
sem hafa einfaldlega ungað út heilu
söngvarastóði síðustu árin og einn
þeirra er Henning-Jensen. Hann
er fimur söngvari og enn svo ungur
að strákshlutverkin hæfa honum
best og þar glansar hann.
Mandryka, sem Arabella fellur fyr-
ir, er sunginn af þeim sama
Grimley og söng Telramund.
Röddin er jafn góð hér, en hann er
með mikið dökkt hár niður á axlir,
örugglega hans eigið, sem er látið
vera slegið, væntanlega til að und-
ii’strika hið villta ungverska eðli
hans innan um Vínarfágunina. Það
væri synd að segja að það klæddi
hann jafn vel og taglið sem Tel-
ramund, svo gervið vinnur hræmu-
lega gegn honum og dregur því úr
sviðsáhrifum hans. Irma Mell-
ergaard er af kynslóð Balslev og
fór létt og sannfærandi með hlut-
verk hinnar langi’eyndu móður
systranna.
Svo er það auðvitað sérleg slaufa
á sýningu í Konunglega þegar hið
konunglega rætist. Konungsfjöl-
skyldan er tíður gestur í húsinu,
ekki bara á framsýningum og þá
einnig kvöldið, sem Ai’abella leið
yfir sviðið, þó það væri ekki frum-
sýning. Margrét Þórhildur Dana-
drottning var reyndar í framsýn-
ingarfötum, síðu pilsi og jakka í
þykku og litríku silki og prinsinn i
smóking. „Þetta era vinnufötin
þeirra,“ varð sessunautnum að orði
- og það er víst ekki fjarri lagi.
Með nærveru þeirra verður heim-
sókn í Konunglega auðvitað enn
konunglegri.
Ljósmynd/Martin Mydtskov Ronne
TINA Kiberg sem Arabella og Greer Grimley í gervi Telramund.
Orlagaflétta
og spilaskuldir
Óperuflutningur Kon-
unglega leikhússins í
Höfn er markaður
ungu dönsku einvalaliði
söngvara, eins og
Sigrún Davíðsdóttir
heyrði. Og svo er hið
konunglega oft ekki
orðin tóm á sýningu
Konunglega.
frá því hún kom fyrst fram í Kon-
unglega 1976. Islenskir Wagner
unnendur muna kannski eftir
henni sem Sentu í konsertupp-
færslu á Hollendingnum fljúgandi
fyrir um tuttugu árum, einu af
glanshlutverkum hennar. Balslev
hefur sungið í Þýskalandi að stað-
aldri og aðeins bragðið sér stöku
sinnum til að syngja í Danmörku,
líkt og svo margir aðrir danskir
söngvarar. Lítill markaður og allt
það ... Það er skemmst frá því að
segja að Balslev er frábær sem Or-
trud, hlutverkið er sem runnið
henni í merg og blóð - og radd-
bönd. Búningurinn er magnaður,
svartur fjaðurbúningur sem hæfir
þessu illfygli vel.
Telramund maður hennar er
sunginn af Bandaríkjamanninum
Greer Grimley. Það fer stundum
ögn í taugarnar á dönskum óperu-
unnendum, þegar verið er að
dubba meðalgóða útlendinga upp í
hlutvei’k, sem innfæddir gætu gert
betri skil, en Grimley er enginn
hallæriskostur. Auk góðs söngs
kemur hann ístöðuleysi Tel-
ramunds vel til skila og samspil
hans og Balslevs er áhrifamikið.
Ronnie Johansen er einn af mörg-
um glæsilegum ungum dönskum
söngvurum, syngur mest í Þýska-
landi líkt og landar vorir, og gerir
hlutverki konungsins eftirminnileg
skil. Stjórnandinn Heinz Fricke,
aðalstjórnandi Deutsche Sta-
atsoper í Berlín til margi-a ára, er
tíður gestur í gryfjunni í Konung-
lega. Þó hann kunni óumdeilanlega
sitt fag vantaði kannski ögn upp á
snerpu og ferskleika hjá hljóm-
POUL Elming í gervi Lohengrins og Iréne Theorin, Elsa, eiginkona
hans.
sveitinni, svo sýningin sveif ekki
eins og hún hefði getað gert með
svo góðum kröftum.
Konunglega hefur ekki tekist á
við Hringinn enn, en sett upp
hverja Wagner óperuna á fætur
annarri undanfarin ár: Hollending-
inn, sem gæti nú þolað nýja upp-
færslu frá því Wolfgang Wagner
setti hana upp á sjöunda áratugn-
um, Parsifal í uppsetningu Wagner
kappans Harry Kupfer, Lohengrin
og síðast Meistarasöngvarana.
Vonandi er hér verið að safna
reynslu í sarpinn fyrir hin endan-
legu Wagner tök, sem Wagner að-
dáendur era orðnir langeygðir eftir
að njóta á Konunglegan hátt, enda
söngvararnir fyi’ir hendi.
Léttúð í Vínartakti
Það er ekki maklegt Strauss
vegna að Ai’abella hans sé heimsótt
aðeins tveimur dögum eftir
Lohengrin sýningu, meðan Wagner
nautnin ólgar enn í blóðinu. En