Morgunblaðið - 13.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 28
Irakar og Iranar sagð-
ir mynda bandalag
HÁTTSETTIR embættismenn frá
Irak og Iran komu saman leynilega í
vikunni sem leið til að mynda nýtt
bandalag gegn Bandaríkjunum,
„sameiginlegum óvini“ landanna
tveggja, vegna viðbúnaðar banda-
ríska hersins á Persaflóa, að sögn
The Times í gær. Rússnesk stjórn-
völd sögðu í gær að ekkert væri hæft
í frétt The Washington Post um að
vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna hefði fundið skjal sem benti til
þess að Rússar hefðu gert samning
við Iraka um að selja þeim búnað
sem hægt er að nota til að framleiða
efnavopn.
Yngsti sonur Saddams Husseins,
Qusay, sem fer með öryggismál Iraks,
vai- fúlltrúi íraska forsetans á leyni-
fundinum. Qusay ræddi við Qorbanali
Doití Najafabadi, ráðheiTa leyniþjón-
ustumála í Iran, í al-Shalamja-héraði
við landamærin að Iran 5. febrúar.
The Times hefur eftir vestrænum
leyniþjónustumönnum að Qusay
Saddam hafi farið á fundinn með yfir-
manni írösku leyniþjónustunnai’,
Rafia Daham al-Takriti. Fundurinn
þykir benda til þess að ráðamenn í
Irak og íran séu að byggja upp nýtt
samband og leggja til hliðai* fjölmörg
deilumál sem hafa verið óleyst frá
stríði ríkjanna á síðasta áratug.
Aukinn stuðningur arabaríkja við
hótanir Bandaríkjamanna um árásir
á Irak virðist hafa orðið til þess að
Saddam hafí ákveðið að leita eftir
samstarfí við Irana. Engai' líkur eru
þó taldar á að Iranar taki þátt í
hernaðaraðgerðum með Irökum
verði ráðist á Irak en bæði ríkin hafa
öflugar leyniþjónustur, sem gætu
reynst Bandaríkjamönnum hættu-
legar ef þær taka höndum saman.
Fyrir leynifundinn hafði Mu-
hammad al-Sahaf, utanríkisráðherra
Rússar neita því að
hafa selt írökum
búnað til að fram-
leiða efnavopn
íraks, farið til Irans til að ræða við
íranskan starfsbróður sinn, Kamal
Kharrazi. Talið er að þeir hafi þá
samið um að koma á viðræðum og
tengslum milli yfii'manna leyniþjón-
ustanna.
Irakar buðu tilslakanir
Ráðherrarnh' undirrituðu viljayf-
irlýsingu, sem Muhammad Khatami,
forseti Irans, og Khamenei
erkiklerkur, æðsti leiðtogi landsins,
lögðu blessun sína yfir.
Khatami vh'tist vilja bæta sam-
skipti Irans og Bandaríkjanna í byrj-
un ársins þegar hann lagði til að rík-
in hæfu viðræður og hvatti til þess
að menningartengsl þeirra yrðu efld.
Viðbúnaður Bandaríkjahers á
Persaflóa hefur hins vegai' orðið til
þess að írakar hafa lagt að ráða-
mönnum í Teheran að gleyma göml-
um deilum ríkjanna og mynda
bandalag gegn Bandaríkjunum.
Heimildarmenn The Times sögðu
að svo virtist sem írakar hefðu boðið
Irönum ýmsar tilslakanir til að fá þá
til samstarfs við sig. Talið er að Irak-
ar hafi meðal annars lofað að draga
úr stuðningi sínum við íranskar
stjórnarandstöðuhreyfingar sem
starfa í Irak. I staðinn hafi stjórn
írans fallið tímabundið frá kröfu um
að Irakar greiði um 100 milljarða
dala, andvirði 7.300 milljarða ki'óna, í
skaðabætur vegna stríðs ríkjanna á
síðasta áratug.
Rússar sakaðir um brot
á viðskiptabanni
The Washington Post hafði í gær
eftir ónafngreindum heimildarmönn-
um að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna hefðu fundið leyniskjal í
Irak seint á liðnu ári þar sem fram
kæmi að Rússar hefðu samið við
íraka um að selja þeim hátæknibúnað
sem hægt væri að nota til að fram-
leiða efnavopn. Samningurinn væri
frá árinu 1995 og Rússar hefðu m.a.
lofað að selja Irökum gerjunarker
sem er einnig hægt að nota til að
próteinbæta dýrafóður.
Slíkir samningar eru brot á banni
Sameinuðu þjóðanna við því að selja
Irökum efni eða tæki sem hægt er að
nota til að framleiða sýkla- eða efna-
vopn. Blaðið sagði að vopnaeftirlits-
mennirnir væru ekki vissir um hvort
Irakar hefðu fengið búnaðinn.
„Rússar hafa aldi'ei gert samninga
við Iraka sem brjóta gegn alþjóðleg-
um bönnum, eða samninga sem tengj-
ast bannaðri tækni,“ sagði talsmaður
rússneska utam’íkisráðuneytisins,
Gennadí Tarasov. „Við vísum þessum
grófa tilbúningi algjörlega á bug.“
William Cohen, varaarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sem var í
Moskvu, kvaðst hvorki geta staðfest
fréttina né neitað henni. Hann sagðist
ætla að óska eftir upplýsingum um
málið frá rússneskum embættis-
mönnum.
The Washington Post sagði að
Sameinuðu þjóðiraar hefðu óskað eft>
ir upplýsingum um málið fyrir sex
vikum en ekki fengið svai'.
„Síðan fréttin vai' birt höfum við
komist að því að slík beiðni hefur
borist,“ sagði Tarasov. „En hún var
send 8. febrúar, ekki fyrii' sex vik-
um.“
Reuters
UNGUR Palestínumaður kveikir í fána Bandarikjanna á fundi til.
stuðnings Irökum á Vesturbakkanum í gær. 300 palestínsk ungmenni
virtu þá að vettugi bann yfirvalda við slíkum fundum.
Ástkona Clintons
færð í varnar-
málaráðuneytið?
Washington. Reuters, The Daily Telegraph.
BRESKA dagblaðið The Daily
Telegraph skýrði frá því í gær að
fimmtug kona, sem starfaði sem
deildarstjóri í Hvíta húsinu, hefði
fengið starf í varnarmálaráðu-
neytinu fjórum dögum eftir að
vitni í máli Paulu Jones hefði hald-
ið því fram að hún hefði lengi átt í
kynferðislegu sambandi við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta.
Konan heitir Robyn Dickey og
hefur lengi starfað fyrir Clinton.
Hún var forráðamaður ríkisstjóra-
bústaðarins í Little Rock um miðj-
an síðasta áratug þegar Clinton
var ríkisstjóri í Arkansas, var fjár-
málstjóri hans í kosningabarátt-
unni árið 1992 og fylgdi honum í
Hvíta húsið þegar hann tók við
forsetaembættinu. Dóttir hennar
var barnfóstra dóttur Clintons,
Chelsea.
Heimildarmenn The Daily Tele-
gi-aph segja að fyrrverandi örygg-
isvörður í Arkansas, Douglas
Brown, hafi sagt lögfræðingum
Paulu Jones, sem sakar forsetann
um kynferðislega áreitni, að Clint-
on hefði átt í kynferðislegu sam-
bandi við Dickey á síðasta áratug.
Brown var öryggisvörður Clintons
í Arkansas um miðjan síðasta ára-
tug og trúnaðarvinur hans.
Lögfræðingur forsetans, Ro-
bert Bennett, var viðstaddur þeg-
ar lögmenn Paulu Jones yfir-
heyrðu Brown 13. nóvember síð-
astliðinn. Fjónim dögum síðar var
Dickey færð í varnarmálaráðu-
neytið.
Monica Lewinsky, fyriwerandi
starfsstúlku Hvíta hússins, var
einnig útvegað starf í varnarmála-
ráðuneytinu þegar lögfræðingar
Paulu Jones komust á snoðir um
meint ástarsamband hennar við
forsetann.
Fyrrverandi
lífvörður ber vitni
Lewis Fox, fyri'verandi lífvörð-
ui' í Hvíta húsinu, bar í gær vitni
fyrir sérstökum kviðdómi í Wash-
ington, sem á að skera úr um
hvort ákæra verði heimiluð. Fox
heldur því fram að forsetinn og
Lewinsky hafi eitt sinn verið ein á
skrifstofu forsetans þegar hann
var á vakt.
Fox kvaðst ætla að gefa út yfír-
lýsingu um málið síðar. Fregnir
herma að hann hafi séð Lewinsky
fara með skjöl til Clintons á
helgidegi undir lok ársins 1995 og
forsetinn hafi sagt honum að
hleypa henni inn. Oryggisvörður-
inn hafi síðan staðið fyrir utan
skrifstofu forsetans í 40 mínútur
meðan Lewinsky hafi verið þar.
Vitnisburði Lewinsky hefur ver-
ið frestað en móðir hennar,
Marcia Lewis, átti að bera vitni í
gær, þriðja daginn í röð. Hún
mætti þó ekki í dómhúsið.
Daginn áður hafði Lewis borið
vitni í tæpar fimm klukkustundir
þegar yfirheyrslunni var frestað.
Yfirheyrslan um samband dóttur
hennar við forsetann fékk svo á
hana að kalla varð á hjúkrunar-
fræðing og hún gat ekki svarað
fleiri spurningum.
Þessi dýna er svo þægileg
að hún ætti að vera til
í öllum svefnherbergjum
landsins. Bara með því
að horfa á hana langar
Skoðaðu
I ■ , • s' ' ,■-t |
I hana betur!
mann virkilega til að
leggjast. Komdu til
okkar og prófaðu. Við
finnum örugglega réttu
dýnuna fyrir þig.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bndshöfðl 20 - 112 Rvík - S:510 8000
Hér er ein ómissandi!