Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 14

Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bókun í bæjarráði Akureyrar Nýtt vardskip smíðað hérlendis Þroskahjálp á Norðurlandi gefur út bækling Skólaganga barna með sérþarfír undirbúin Morgunblaðið/Kristján SVANFRÍÐUR Larsen afhendir Ernu Guðjónsdótturog Þorgerði Kristinsdóttumýja bæklinginn. ÞEGAR barnið þitt byrjar í grunn- skóla - Undirbúningur skólagöngu barna með sérþarfír er heiti á bæk- lingi eftir Ingibjörgu Auðunsdóttur og Svanfríði Larsen sem gefínn er út á vegum Þroskahjálpar á Norð- urlandi eystra en hann inniheldur upplýsingar og leiðbeiningar fyrir foreldra. Ingibjörg er sérkennari og móð- ir fjölfatlaðs drengs og Svanfríður er kennari og aðstandandi, báðar hafa langa reynslu af kennslu og hafa unnið að málefnum fatlaðra á heimaslóð og á vegum Landssam- takanna Þroskahjálpar. Höfund- amir kynntu efni hans á fundi í gær og afhentu jafnframt Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra á Akur- eyri, eintak, sem og einnig tveimur mæðrum bama sem hefja skóla- göngu næsta haust, þeim Emu Guðjónsdóttur og Þorgerði Krist- insdóttur. Aðferðir þróaðar á Norðurlandi Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar en hann getur nýst foreldrum í réttindabaráttu þar sem hann er byggður á grann- skólalögum og lögum um málefni fatlaðra. Gmnnhugmyndin er að eðlilegast sé að öll böm gangi í sinn heimaskóla og er bæklingur- inn yfirlýsing um að það sé í lang- flestum tilvikum hægt en krefst vandaðs undirbúnings. Á Norðurlandi hafa um nokk- urra ára skeið verið þróaðar að- ferðir við að undirbúa skólagöngu barna með sérþarfir og hafa höf- undar bæklingsins notið góðs af því brautryðjendastarfi. Hvergi hefur í lögum verið kveðið á um slíkan undirbúning og er því með bæklingnum verið að stíga nýtt og ef til vill stefnumarkandi skref. Sett er fram tillaga um ákveðið vinnuferli sem fara á af stað einu til tveimur árum áður en skóla- ganga hefst og fjallað um hverjir ættu að taka þátt í þeim undirbún- ingi. Einnig er fjallað um grein- ingu fyrir skólabyrjun, námsáætl- un einstaklings og meðferð trúnað- argagna, en sérstök áhersla er lögð á mikilvægi samvinnu heimilis og skóla og em hagnýtar leiðbein- ingar þar um. Einnig er bent á þá sem orðið geta foreldrum til að- stoðar ef eða þegar þeir telja brot- ið á barni sínu. Þá em einnig í bæklingnum reynslusögur for- eldra. SLIPPSTÖÐIN hf. hefur með bréfi til bæjarráðs Akureyrar leit- að eftir liðsinni bæjarstjórnar við að afla því sjónarmiði fylgis að fyr- irhuguð smíði varðskips fari fram hérlendis. í bókun bæjarráðs er skorað á ríkisstjórn Islands að sjá til þess að smíðin verði verkefni ís- lenski’a aðila. Gríðarlegt hagsmunamál I bréfi Slippstöðvarinnar segir m.a. að Samtök iðnaðarins og fyrir- tæki í skipaþjónustu hafi hafið bar- áttu íyrir því að varðskipið verið smíðað innanlands en ekki farið í alþjóðlegt útboð um smíðina. Rökin eru fyrst og fremst þau að alls staðar í nágrannalöndum er litið á AFMÆLISSÝNING verður í Glerárskóla á morgun, laugar- daginn 14. febrúar, en nemend- ur hafa síðustu daga unnið að undirbúningi hennar. Dagskráin hefst með því að skrúðganga leggur af stað úr Bótinni, þar sem fyrsti barna- skóli í Glerárþorpi var og að Glerárskóla þar sem setning hátíðarinnar fer fram. Nemend- ur eiga að mæta kl. 12 til 12.30 í skólann þar sem hattar verða settir upp og boðið upp á förð- un, en farið verður með strætó niður í Bót kl. 13. Frá kl. 14 til 17 verður ýmis- slíkar skipasmíðar sem hernaðar- leynd og heimaaðilum gefinn for- gangur að slíkum smíðum. Jafnframt er í bréfinu bent á, að verði skipið smíðað hérlendis em allar líkur á að hlutur Slippstöðvar- innar yrði umtalsverður í verkinu, þar sem fyrirtækið er stærsta inn- lenda fyrirtækið í skipaþjónustu. Bæjarráð tekur heilshugar undir sjónarmið það sem fram kemur í bréfinu. Sérstaklega er bent á að hér gæti verið um að ræða gríðar- legt hagsmunamál fyrir Slippstöð- ina og Akureyrarbæ, sem eins og fleiri byggðh' úti um landið á í vök að verjast þegar horft er til mikill- ar fjárfestingar á suðvesturhorni landsins og vaxandi fólksflutninga þangað. legt á dagskránni, tívolí verður í íþróttahúsinu, kaffísala í kjall- aranum, bókasafnið verður opið og ýmsar sýningar á verkum nemenda verða í stofum skól- ans. Nemendur í 1. bekk syngja og veislugestir flytja ávörp, og afmælisgjafir verða afhentar. Nemendur í 2. bekk sýna dans og nemendur 7. og 5. bekkja sýna leikþætti. Útvarp Glerárskóli verður með útvarpssendingar af þessu tilefni í dag, föstudag frá kl. 8.30 til 13 og á laugardag frá kl. 11 til 17 átíðninni 102,0. TTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.