Morgunblaðið - 13.02.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.02.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góður gangur í viðræðum Vélstjórafélags og LltJ Ræða nýja útfærslu á kröfu um aukinn hlut ✓ Islenskir tómatar á markað Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. FYRSTU sendingar af tómötum frá garðyrkjustööinni að Melum á Flúðum eru farnar á markað £ Reyigavík. Frá stöðinni fara nú um þessar mundir um 200 kg á dag. Tómatarnir eru ræktaðir við raflýsingu, en Guðjón Birgisson garðyrkjubóndi hefur notfært sér þann möguleika við ræktunina tvö undanfarin ár og sett tómata á markað svo snemma árs. Hann er eini garðyrkjubóndinn sem nýtir sér þennan ræktunarmöguleika. Tómatar frá öðrum garðyrkju- stöðvum koma ekki á markað fyrr en í apríl. Á myndinni eru þau Guðrún, Sigrún og Birgir, börn þeirra Helgu Karlsdóttur og Guð- jóns Birgissonar, sem eiga stöðina, í gróðurhúsi foreldra sinna. VIÐRÆÐUNEFNDIR Vélstjóra- félags Islands og Landssambands ísl. útvegsmanna komu saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Að sögn Helga Lax- dal, formanns Vélstjórafélagsins, gengu viðræðumar ágætlega. Eru deiluaðilar meðal annars farnir að ræða nýjar útfærslur á sérkröfu vélstjóra á stærri skipum um breytt hlutaskipti. Tveir starfshópar munu starfa um helgina „Við fórum yfír sérkröfur okkar og ákváðum að láta tvo starfshópa vinna yfir helgina. Við komum svo aftur saman á mánudaginn klukkan tíu. Þetta var jákvætt og vinsam- legt og það er allt í góðu gengi,“ sagði Helgi eftir fundinn í gær. Akveðið var að skoða sérstak- lega olíuverðtengingu og endur- menntunarmál vélstjóra í starfs- hópunum, auk kröfu vélstjóra um aukinn aflahlut. Helgi vildi ekki greina nánar frá hvað fælist í við- ræðum aðila um nýjai- útfærslur á kröfunni um aukinn hlut til handa vélstjórum. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að aðilar hefðu farið yf- ir málin á breiðum grundvelli á fundinum í gær og menn myndu halda viðræðum áfram. Deiluaðilar á fund nefndar sj ávarútvegsráðherra Nefnd sjávarútvegsrráðherra sem koma á með tillögur um breyt- ingar á verðmyndun á fiski er þeg- ar tekin til starfa og hefur boðað fulltrúa samningsaðila í sjómanna- deilunni á sinn fund næstkomandi mánudag. Þá hefur ríkissáttasemj- ari ákveðið að halda sáttafund í deilunni á þriðjudaginn í næstu viku. Framkvæmdastj óri útvarps Halldóra Ingva- dóttir skipuð BJÖRN Bjamason mennta- málaráðherra skipaði í gær Halldóru Ingvadóttur, skrif- stofustjóra á skrifstofu útvarps- stjóra, í starf fram- kvæmda- stjóra Rík- isútvarps- ins-hljóð- varps. í út- varpsráði hlaut Halldóra 3 atkvæði full- trúa Sjálfstæðisflokksins en Margrét Oddsdóttir, deildar- stjóri menningarmála hjá Ríkisútvarpinu, hlaut þar 4 atkvæði fulltrúa annarra stjómmálaflokka í ráðinu. Útvarpsstjóri hafði mælt með því við menntamálaráð- herra að Halldóra yrði ráðin í starfið en hann taldi þær Margréti hæfastar til starfs- ins. Fimm umsækjendur um stöðuna Umsækjendur vom fjórir; auk Halldóm og Margrétar, Freyr Þormóðsson, fram- kvæmdastjóri í Bandaríkjun- um og Sigurður G. Tómasson, íyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2. „Ég held að tíminn skeri úr um það en hér er engin bylt- ing í vændum,“ sagði Hall- dóra, þegar Morgunblaðið spurði hana um hverju hún hygðist helst beita sér fyrir í starfínu. „Ég ætla að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið unnið fram að þessu. Það hafa verið miklar breytingar að undanfórnu og það á eftir að koma ýmsu í höfn af því sem hefur verið mótað og stefnt að og ég mun að sjálfsögðu vinna áfram að því,“ sagði hún. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Félagsmálaráðherra á Alþingi í gær Atvinnuleysi í janúar um 4% ATVINNULEYSI hér á landi var rétt um 4% í janúar sl. sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. í sama mánuði í fyrra var atvinnuleysi 5,1%. Þessar upplýsingar komu fram í máli Páls Péturssonar félags- málaráðherra við umræður um atvinnuleysi á Alþingi í gær. í máli hans kom einnig fram að samkvæmt bráðabirgðatölum liti út fyrir að atvinnuleysi meðal karla hefði verið um 2,8% í janú; ar sl., en 5,5% meðal kvenna. I janúar í fyrra var atvinnuleysi meðal karla 3,9% en 6,7% meðal kvenna. Ráðherra sagði að þessar nýju tölur um atvinnuleysi samanbor- ið við tölur í fyrra hlytu að vera fagnaðarefni. Allt væri á réttri leið þótt tölurnar væru enn of há- ar. „Við þurfum að gera betur til að hjálpa fólki að finna vinnu,“ sagði hann. Ráðherra sagði hins vegar rétt að hafa í huga að mik- ill vinnuaflsskortur væri í landinu og því þyrfti félagsmálaráðuneyt- ið í sífellt auknum mæli að heim- ila veitingu atvinnuleyfa til út- lendinga utan evrópska efna- hagssvæðisins. „Á síðastliðnu ári veittum við um 1.600 leyfi fyrir útlendinga til að koma hér til vinnu. Við höfum ekki neina ná- kvæma tölu um hvað margir eru hér að störfum af evrópska efna- hagssvæðinu, en ekki er ólíklegt að það sé álíka stór hópur,“ sagði hann. Ráðherra sagði einnig að meira en helmingur af þeim út- lendingum sem hefðu fengið at- vinnuleyfi á síðasta ári væri kon- ur og að samanlagt væru líklega um 2.000 erlendar konur að störf- um í landinu. Snarræði skipverja varð manni til bjargar sem fór fyrir borð á kúfískbáti á Önundarfírði Var í ísköldum sjónum í tvær mínútur SKIPVERJI á kúfiskbátnum Skel ÍS slapp með minniháttar áverka eftir að vír lenti í honum og svipti honum fyrir borð um klukkan 22.30 í fyrrakvöld, þar sem bátur- inn var á veiðum í Onundarfirði. Félagar hans í áhöfn sýndu mikið snarræði við björgun mannsins, sem er vélstjóri á bátnum. Á Skel ÍS er sex manna áhöfn og voru þrír uppi við þegar at- vikið varð. Maðurinn var í sjón- um um tvær mínútur að því er talið er, en á þessum slóðum var lofthiti minus 5-6 gráður þegar atvikið varð. Nýbúið var að hífa upp plóg skipsins og poka þegar vfr slitnaði sem hélt plóginum með þeim afleiðingum að hann féll fyrir borð og slóst vír í síðu vélsljórans og hrifsaði hann með sér. Snarbeygði strax „Hann stakkst ofan í sjóinn en kom strax upp aftur, hélt rænu allan tímann og saup lítið af sjó,“ segir Jens Sigurjónsson, skipstjóri á Skel. Hann segir að um leið og vél- stjórinn fór í sjóinn hafi hann snarbeygt og í raun siglt hring umhverfis manninn, sem náði taki á kaðli sem hékk aftan úr skut bátsins. „Ég var snöggur að beygja þannig að við vorum komnir strax upp að honum, en auk þess að hafa tak á kaðlinum hentum við til hans björgunar- hring. Hann hélt sér liins vegar áfram í kaðalinn, enda skynsam- legra að halda sér í eitthvað sem var fast við skipið. Ég og hinn skipveijinn sem þarna var dróg- um hann síðan að, tókum um axlir hans og kipptum honum um borð,“ segir Jens. Hann kveðst telja að betur hafi farið en á horfðist og hafi hjálpað mikið til að tungl var fullt og lygnt í sjóinn. „Hefði hins vegar verið meiri sjógang- ur eða verra veður er ekki gott að segja hvernig hefði farið. En hann er líkamlega vel á sig kominn og gat haldið í kaðalinn meðan við drógum hann inn,“ segir Jens. Siglt var umsvifalaust með manninn í land og hann fluttur á Sjúkrahús Isafjarðar, þar sem hann gekkst undir rannsókn í gær. Hann marðist talsvert og blæddi inn á vöðva. Gert var ráð fyrir að Skel ÍS héldi aftur til veiða í kvöld eða á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.