Morgunblaðið - 18.03.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Garðar Vignir
FJÖLMENNI var á fundi sjómanna í Grindavík i gærkvöldi þar sem miðlunartillaga ríkissáttasemjara var til umræðu.
Fundahöld og atkvæða-
greiðslur hjá deiluaðilum
ATKVÆÐAGREIÐSLUR á vegum deiluaðila í
sjómannadeilunni um miðlunartillögurnar fjór-
ar, sem ríkissáttasemjari lagði fram í fyrradag
til lausnar sjómannaverkfallinu, standa nú yfir
og á þeim að vera lokið fyrir klukkan 22 í kvöld.
Fundahöld fóru fram á vegum deiluaðila vítt
og breitt um landið í gær og verður framhald á
í dag.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam-
bandsins, var á fundum á Austfjörðum og Suð-
urnesjum í gær. I dag halda sjómenn m.a. fund
í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Fundurinn í
Reykjavík hefst klukkan 14 í Laugarásbíói.
Sævar sagði í samtali við Morgunblaðið, að
miðlunartillagan hefði fengið misgóðar undir-
tektir sjómanna en sjálfur hefur hann lýst því
yfir að hann telji skárri kost að samþykkja
hana en fella, einkum vegna ákvæða í frum-
vörpum sjávarútvegsráðerra.
Samninganefnd ákveður framhald
eftir atkvæðagreiðslu
Sævar vildi í gær engu spá um hvert framhald
mála verður felli t.d. útgerðarmenn miðlunartil-
Morgunblaðið/Þorkell
ATKVÆÐAGREIÐSLA hófst hjá sjómönn-
um í Sjómannafélagi Reykjavíkur í gær.
lögumar. „Það verður skoðað í samninganefnd-
inni þegar úrslit liggja fyrir,“ sagði Sævar.
Hann sagði að staðan gæti vissulega orðið erfið
ef útvegsmenn fella. M.a. gæti þá komið upp sú
staða að nauðsynlegt væri að sjómenn frestuðu
verkfalli. Hann áréttaði að slíkar ákvarðanir
væru á valdi samninganefndar og yrðu ekki
teknar fyrir fyrr en eftir að úrslit liggja fyrir.
Einn bátur,
eitt atkvæði
Útvegsmannafélögin víða um land annast
framkvæmd kosninganna en atkvæðarétti út-
vegsmanna er þannig háttað að hverju skipi
fylgir eitt atkvæði. Því hefur útgerð frystitog-
ara jafnmikið vægi og útgerð 20 tonna báts.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að
þennan hátt hafi útvegsmenn ávallt haft á. „Við
tejjum jafnmikla hagsmuni í húfi fyrir þann
sem á netabát og þann sem á stórt skip hvemig
kjarasamningar em í gildi,“ segir Kristján.
Talning atkvæða beggja fylkinga fer svo
fram á morgun, fimmtudag, og hefst klukkan
18 í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Handritin
á stafrænt
form
STOFNUN Áma Magnússonar
vinnur nú að því, í samvinnu við
erlendar stoftianir og háskóla,
að koma myndum af handritum
á stafrænt form þannig að þau
geti orðið aðgengileg á Netinu.
Þetta kemur fram á heimasíðu
stofnunarinnar.
Stofnunin vinnur að því í
samvinnu við Ámastofnun í
Kaupmannahöfn, Nordisk
institutt í Björgvin og
Institutionen for svenska
sproket í Gautaborg að koma
upp samræmdri aðferð til að
koma stafréttum textum vest-
norrænna handrita og myndum
af þeim á stafrænt form þannig
að margbreytileg stafsetning
handritanna komist þar til
skila.
Einnig tekur Stofnunin þátt í
Söguneti, verkefni Landsbóka-
safns íslands, Háskólabóka-
safns og Comell háskóla í
íþöku í Bandaríkjunum, um
stafræna myndatöku handrita
íslendingasagna og annarra
fombókmennta.
Þá tekur hún þátt í sam-
vinnuverkefni, með Ámastofn-
un í Kaupmannahöfn, um að
skrá og mynda handrit stofnan-
anna á stafrænu formi. Þetta
verkefni er stutt á veg komið en
rafræn handritaskráning er
hafín í samvinnu við stofnun í
Oxford og hefur hún hlotið
styrk Rafaels-átaks Evrópu-
bandalagsins.
Heimasíðu Stofnunar Áma
Magnússonar er að finna á slóð-
inni: http://www.hi.is/HI/Ranns
/SAM
Aðeins 35
skip á sjó í
gærkvöld
MILLI 50 og 60 skip og bátar voru á
sjó í gær þegar mest var en um tíu-
leytið í gærkvöld hafði þeim fækkað í
35. Voru það örfáir togarar og loðnu-
skip, fraktskip og nokkrir smábátar.
Samkvaimt upplýsingum frá Til-
kynningaskyldunni rem allmargir
smábátar í gær, m.a. frá Vestfjarða-
höfnum og Faxaflóa. Fjórir togarar
voru á veiðum en togarar, sem tóku
þátt í togararalli Hafrannsókna-
stofnunar, höfðu undanþágu. Fimm
eða sex loðnuskip sigldu í gær heim
eftir löndun fjarri heimahöfn og síð-
an voru fraktskip og olíuskip á ferð-
inni.
Mikið eig’natjón
í sex bfla árekstri
MIKIÐ eignatjón varð þegar sex
bílar lentu í árekstri á Reykjanes-
braut um klukkan hálftíu í gær-
morgun.
Tildrög óhappsins voru með
þeim hætti að bifreið á leið til
Reykjavíkur ók fram úr annarri á
sömu leið, skall á bíl sem kom á
móti og kastaðist á bifreiðina sem
ökumaðurinn hafði tekið fram úr.
Bifreiðin sem var á leið til Kefla-
vikur snerist á veginum við árekst-
urinn og lá þvert á akreinina, en
hinar bifreiðimar tvær lokuðu
akreininni til Reykjavíkur.
Aðstæður slæmar á slysstað
Nokkrar bifreiðar komu að
árekstrinum og gekk erfiðlega að
stöðva þær vegna hálku, en það
tókst þó að stöðva þær nema rútu
sem lenti á kyrrstæðum bíl sem
kastaðist á aðra bifreið, sem einnig
var kyrrstæð í vegarkantinum,
með þeim afleiðingum að hún hafn-
aði utan vegar. Rútan endaði síðan
fór sína á bifreið úr fyrri hluta
árekstursins, þeirri sem verið hafði
á leið til Keflavíkur.
Hraði ökutækja er ekki talinn
hafa verið mikill samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í Kefla-
vík, en aðstæður hafi hins vegar
verið slæmar þegar áreksturinn
varð, mikil hálka, hvasst og
skyggni slæmt. Þrjú ökutæki voru
fjarlægð með kranabifreið og eru
talin gjörónýt, að sögn lögreglu, en
skemmdir á öðrum ökutækjum
voru minni.
Meiðsli á mönnum voru smá-
vægileg og þurfti ekki að flytja
neinn á slysadeild. Reykjanesbraut
lokaðist í um hálfan annan tíma
vegna árekstursins en ekki urðu
teljandi tafir á umferð, þar sem
henni var beint um Vatnsleysu-
strandarveg.
Rannsóknir á gosvirkni Geysis
Gos á klukkustundar fresti
yrði vatnsborðið lækkað
EF VATNSBORÐ í
Geysi yrði lækkað
um hálfan metra
gæti hann gosið einu
sinni til tvisvar á sól-
arhring og yrði það
lækkað um tvo metra
gæti hann gosið á
hálftíma til klukku-
tíma fresti, átta til
tíu metra í loft upp.
Þetta er niður-
staða Helga Torfa-
sonar, jarðfræðings á
Orkustofnun, sem
hefur að undanförnu
unnið að rannsóknum á Geysi
fyrir Náttúruvernd ríkisins,
fyrir styrk frá Landsbanka fs-
lands. Úrvinnsla
rannsóknanna er á
frumstigi en fjár-
magn skortir til
frekari rannsókna á
svæðinu.
Köldu vatni var
dælt í gegnum hver-
inn og vatnsborðið
lækkað. „Með þessu
vildum við athuga
hvort hægt væri að
lækka vatnsborð
Geysis og fá hann til
að gjósa án þess að
bora eða setja í hann
sápu og einnig að sjá hvort
hann hefði áhrif á aðra hveri,“
segir Helgi og bætir við að
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
þessar aðgerðir hafi ekki haft
sjáanleg áhrif á Strokk.
Ámi Bragason, forsljóri
Náttúruveradar ríkisins, segir
mjög brýnt að frekari rann-
sóknir verði gerðar á Geysis-
svæðinu.
Mikill áhugi
„Það er mikill áhugi meðal
heimamanna á því að byggja
meira og nýta jarðhitann á
svæðinu og við verðum að geta
svarað þeim hvort það sé
óhætt,“ segir Árni. Til þess að
geta tekið ákvarðanir um nýt-
ingu og hugsanleg inngrip sé
þekking á hegðun hveranna al-
gert skilyrði.