Morgunblaðið - 18.03.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 18.03.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ V FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HUGAÐ að skemmdunum á lyftupallinum í Vestmannaeyjahöfti. Pollar settir niður á lyftupallinn í Eyjum Annar lyftarinn sem fer í gegn- um gólfíð VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur farið íram á að settir verði pollar úr jámi við lyftupall skipalyftunnar í Vestmannaeyjum þar sem lyftari fór niður í fyrradag. Þetta er í ann- að sinn á tíu árum sem lyftari fer í gegnum lyftupallinn í höfnina, að sögn Höskuldar Kárasonar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Þorsteinn Viktorsson vai- hætt kominn þegar hann fór með lyftar- anum í höfnina en bjargaði sér upp úr sjónum við illan leik. Höskuldur segir ljóst að hér hafi verið um glannaskap að ræða hjá stjómanda lyftarans sem ætlaði að stytta sér leið um höfnina. Höskuldur segir að lyftupallur- inn sé alls ekki gerður fyrir umferð. Keðjur era við lyftupallinn til að hindra umferð en Þorsteinn ók lyft- aranum fram hjá þeim. Dekkið á lyftupallinum er gert úr þriggja tommu plönkum, 2,50 m löngum. Enginn burður er í plönkunum, allra síst fyrir fjögurra tonna lyft- ara. Höskuldur segir að lyftupallar við skipalyftur séu hvergi gerðir fyrir umferð tækja. „Það þarf að ganga þannig tryggilega frá alls staðar þar sem svona háttar til að menn komist alls ekki með tæki út á lyftupallana.“ „Þetta er annar lyftarinn sem fer þarna niður. Annar lyftari fór þarna niður fyrir tíu áram en þá tókst stjórnanda hans að henda sér út úr honum áður en hann fór í sjó- inn. Þá vora settar þarna upp keðj- ur og gerðar ráðstafanir til að hindra umferð. En ætli menn sér að fara þama um gera þeir það. Þess vegna hefur verið ákveðið að girða svæðið af með því að setja varanlega polla við lyftupallinn þannig að ekki verði hægt að kom- ast yfir hann með tæki,“ sagði Höskuldur. Jón Kristjánsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis Fæðingarþjónusta mikil- væg á landsbyggðinni Heilbrigðisráðherra segir umtalsvert fjármagn hafa verið lagt til fæðingardeildarinnar til að auka hagkvæmni þjónustunnar JÓN Kristjánsson, foi-maður fjár- veitinganeftidar Alþihgis, segist ekki hlynntur því að of miklir fjár- munir séu fluttir af fæðingardeild- um á landsbyggðinni til að takast á við fjárþörf Kvennadeildar Land- spítalans. Hann telur hins vegar mega hagræða þar sem það á við og í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. A vegum heilbrigðisráðuneytis starfar nú nefnd undir forystu Kristjáns Erlendssonar til að kanna þessi mál. I grein í Morgunblaðinu á laug- ardag sagði Reynir Tómas Geirs- son, forstöðumaður Kvennadeildar Landspítalans, að hagræða þyrfti í rekstri fæðingardeilda á landinu og færa til fjármagn, enda yrði að taka mið af því hvar verið væri að veita þjónustuna og hvers eðlis starfsemin væri á hverjum stað. Hann spurði hvort það gæti verið verjandi að hafa bæði ljósmæður og lækna á vakt 365 sólarhringa ársins til að taka á móti 10-20 börnum á meðan kvennadeild Landspítalans væri bæði undir- mönnuð og fjársvelta. Unnið að því að auka samvinnu Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði unnið að því að auka samvinnu milli fæðingarein- inganna tveggja í Reykjavík. Hvað færslu fjármagns varðaði sagði hún að á undanförnum áram hefði verið lagt umtalsvert fjármagn til hús- næðis fæðingardeildarinnar til að auka hagkvæmni þjónustunnar og að með breytingum á húsnæðinu hefði náðst veralegur árangur. „Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir kvennadeildina að nú eram við að hefja byggingu á barnaspít- ala og þar erum við að byggja upp vegná bama sem fæðast fyrir tím- ann. Þannig að á ýmsum sviðum eram við að byggja vel upp og við eram nú líka að verða við ýmsum óskum eins og þeim sem Reynir setur fram.“ Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að málefni spítal- anna hefðu verið sett í sérstaka skoðun við síðustu fjárlagagerð. Hann sagði það stefnu stjómvalda að sameina þá starfsemi spítalanna sem hagkvæmt þætti að reka sam- eiginlega og tók undir að rétt væri að vinna í þá átt. Gæta þarf öryggis á landsbyggðinni Jón taldi að fæðingardeildir á landsbyggðinni yrðu fyrst og fremst að starfa af fullu öryggi og því yrði að fara varlega í að færa fjármagn frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar í þessum mála- flokki, enda væri fæðingarþjónusta á landsbyggðinni afar mikilvæg. „Hins vegar er það ljóst að hér í Reykjavík hefur verið endastöð fyrir þær fæðingar sem þarf sér- hæfða þjónustu við og svo mun verða áfram.“ Ingibjörg benti auk þess á að það kæmu nú oft þeir tímar í dreifbýlinu að ekki væri hlaupið að því að koma konu í bamsnauð til Reykjavíkur. „Það verður auðvitað að tryggja að kona geti fætt nærri heimahögum, t.d. á tíma eins og núna þegar færð vegna veðurs gerir erfitt um vik öllum ferðalögum." Jón Kristjánsson vildi ekki tjá sig frekar um fjárþörf spítalanna fyrr en niðurstaða lægi fyrir af störfum nefndar sem nú skoðar þau mál. „Við vitum það auðvitað fjárlaganefndarmenn að fjárþörfin er mikil og það hefur verið kynnt fyrir okkur bæði á kvennadeild Landspítalans og á öðrum deildum ríkisspítalanna að umframþörfin er mikil. Þess vegna eram við að skoða þau mál gaumgæfilega." Of snemmt að spá fyrir niðurstöðu Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að nefnd þessi hefði einungis hafið störf í febrúar og því væri of snemmt að spá fyrir um niðurstöður hennar. Markmiðið væri að nefndin skilaði tillögum um það hvar nýta skyldi 300 milljóna króna aukaframlagi en til að sú niðurstaða gæti legið fyrir yrði að fara rækilega ofan í saumana á rekstri sjúkrahúsanna. 5 sækja um stöðu vara- lögreglu- sljóra FIMM hafa sótt um embætti varalögreglustjóra í Reykjavík en umsóknarfrestur rann út 15. mars síðastliðinn. Umsækjend- urnir eru Bjarni Stefánsson sýslumaður, Georg Kr. Láras- son sýslumaður, Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík, Sturla Þórðarson, yfirlögfræð- ingur hjá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavík, og Þórir Oddsson vararíkislögreglu- stjóri. Fékk 11 þúsund volta straum í gegnum sig og féli 8 metra Laus af gjörgæslu og endurhæfíng hafin GUÐMUNDUR Felix Grétars- son, sem slasaðist lífshættulega þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð 12. janúar síðastliðinn, var á fóstudag útskrifaður af gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Hann dvelst núna á al- mennri deild og segir Brynjólfur Jónsson, sérfræðingur í bæklun- arlækningum, menn gera sér góð- ar vonir um frekari batahorfur. „Honum heilsast furðanlega vel miðað við hversu illa hann var slasaður," segir Brynjólfur. Guðmundur Felix hefur starfað sem rafveituvirki hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og var við vinnu sína á mótum Vesturlands- vegar og Hafravatnsvegar 12. jan- úar síðastliðinn, þegar slysið átti sér stað. í máli eftirlitsmanna Vinnueftirlits ríkisins, daginn eft- ir slysið, kom fram að verið var að vinna við Grafarholtslínu og hafði straumur verið tekinn af henni. Á milli 15 og 20 beinbrot Úlfarsfellsh'na sker hins vegar Grafarholtslínu og var á henni straumur. Vegna misskilnings kleif Guðmundur Felix upp í mastur Úlfarsfellslínu með þeim afleiðingum að hann snerti raf- streng með ellefu þúsund volta spennu og féll úr mastrinu um átta metra. Hann varð fyrir alvar- legum áverkum og hlaut m.a. á milli 15 og 20 beinbrot, auk þess sem að nema þurfti á brott báða handleggi hans vegna branasára þeirra sem hann hlaut við að raf- straumurinn hljóp í gegnum hann. Meðal annars hálsbrotnaði hann, brotnaði á átta stöðum á hrygg, lungu hans féllu saman og á þeim urðu skemmdir, ásamt því að rif- beinsbrotna og verða fyrir ýmsum öðram meiðslum. Guðmundur lá í tvo mánuði á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og var þar af haldið sofandi fram í lok febrúarmánað- ar. Brynjólfur segir frekari að- gerðir ekld á döfinni og nú taki við endurhæfing. Guðlaug Þóra Ingvadóttir, móð- ir Guðmundar Felix, segir að lengst af hafi staðan verið mjög tvísýn en eins og sakir standa gangi batinn hægt en öragglega. „Hann var settur í heilarita eftir að slysið varð. Ekki var að sjá að neitt væri að en hins vegar gat enginn vitað með vissu að allt væri í lagi fyrr en hann vaknaði. Það var því gríðarlegur léttur að sjá að hann er 100% klár í kollin- um eftir að hann vaknaði. Eins var með hægri fót, sem hann hreyfði ekld fyrr en hann vaknaði. Síðan þá hefur Guðmundur Fel- ix verið að átta sig á því hver stað- an er og tímabilið núna er vissu- lega erfitt. Slysið varð á mánu- dagsmorgni og hann man seinast eftir sér að kvöldi laugardagsins á undan, sem mér skilst á læknun- um að sé algengt þegar um stór- slys er að ræða og fólki er haldið sofandi lengi,“ segir hún. Áfall fyrir unga fjölskyldu Guðmundur Felix verður 26 ára gamall í maímánuði næstkomandi og á tvö ung böm með sambýlis- konu sinni, fjögurra ára gamla dóttur og fimm mánaða gamlan dreng. Var móðir þeirra í bams- burðarleyfí þegar slysið átti sér stað. Guðlaug segir að fjölskyldan hafi haft lengri tíma en Guðmund- ur Felix til að laga sig að breytt- um aðstæðum og hafi hún verið einhuga í því verki. GUÐMUNDUR Felix ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni, en auk hennar á hann fimm mánaða gamlan son með sambýliskonu sinni. „Þetta var óskaplega stórt áfall fyrir unga fjölskyldu. Það er að- eins um ár síðan Guðmundur Fel- ix lauk námi í rafveituvirkjun og það er ljóst að hann muni aldrei starfa framar á þeim vettvangi. Allir kraftar fjölskyldunnar bein- ast nú að því að styðja Guðmund Felix og hjálpa honum að byggja sig upp,“ segir Guðlaug. Hún segir ekkert benda til ann- ars núna en að Guðmundur Felix muni ná fullum kröftum að nýju. „Við vitum ekki hversu lengi enn hann verður á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, en að því lokni tekur við endurhæfmg á annaðhvort Grens- ásdeild eða Reykjalundi sem má búast við að standi mánuðum saman. Þetta verður stanslaus þjálfun og hún er í rauninni þegar hafin. Við sjáum framfarir á hverjum degi,“ segir Guðlaug. Stofnaður hefur verið sjóður til að styðja Guðmund Felix og fjöl- skyldu hans í gegnum þá erfið- leika sem yfir þau hafa dunið. Guðlaug segir að fjölskyldan hafi ekki haft bein afskipti af sjóðnum en hún hafi fengið fregnir af því að söfunarféð nemi nú á þriðju milljón króna. Söfnunarreikning- urinn er númer 1972 og er í Lang- holtsútibúi Landsbanka Islands. I c f I t. I [ I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.