Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 11 FRÉTTIR Unnið samhliða námskeiði til að hætta að reykja Hveragerði. Morgunblaðið. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hópur samstarfsmanna tek- ur sig saman um að koma á námskeið til að hætta að reykja og ekki nóg með það heldur tekur með sér vinnuna um leið. Þetta gerðu starfsmenn sam- býlisins við Stekkjartröð á Egilsstöðum nú nýverið er þau komu á Heilsustofnun NLFI í Hveragerði þar sem 6 af 8 starfsmönnum sóttu námskeið til að hætta að reykja. Með í för voru allir heimilismenn sambýl- isins sem nutu þessarar til- breytingar út í ystu æsar og fannst þessi vetrarferð skemmtileg. Að sögn starfsmannanna kom þessi hugmynd upp þegar í ljós kom að allir voru tilbúnir til þess að hætta að reykja. Var strax tekið vel í þessa hugmynd af yfírmönnum þeirra og meðal Lítið gert hér á landi vegna vandamála í tölvum og tæknibúnaði um aldamót Sinnuleysi hjá ríkinu eða ástæðulaus ótti? Úr könnunum um vandamál vegna ártalsins 2000 í upplýsingakerfum stofnana á Islandi og í Svíþjóð Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HEIMILISFÓLK og starfsmenn voru að vonum ánægðir með það að hafa eignast reyklausan vinnustað. annars studdi Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Austur- landi, ásamt öðrum, vel við þetta framtak. Meðan á meðferðinni stendur dvelur hópurinn í Ölf- usborgum og líkar vel við það fyrirkomulag. „Þegar við erum á Heilsustofnun fyrri part dags fara hinir starfsmennirnir með heimilisfólkið í bíltúra, skoða nágrennið og ýmislegt annað. Á kvöldin höfum við svo farið í leikhús og út að borða og siðan var stórskemmtileg kvöldvaka hér á Heilsustofnun eitt kvöldið þar sem við mættum öll.“ Þau sögðu meðferðina frá- bæra og þau væru öll staðráðin í því að byrja ekki að reykja á nýjan leik. STJÓRNENDUR ríkisstofnana hafa ekki sinnt á viðunandi hátt vandamálum tengdum ártalinu 2000 í tölvum og tæknibúnaði og á sumum stofnunum hefur lítil sem engin vinna hafíst við úrlausn vandamálanna. Þetta kom fram í könnun Ríkiskaupa sem kynnt var á ráðstefnu um „2000 vandamálið" svokallaða sem haldin var á vegum Ríkiskaupa í gær. Ártalið 2000 mun rugla hugbúnað og ýmis tæknikerfi og valda bilunum. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, kynnti könnunina á fund- inum, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík, en í henni kom meðal annars fram upplýsingar um að næstum 80% yfirstjórnenda rík- isstofnana telja að ekki verði um mikið vandamál að ræða vegna ár- talsbreytingarinnar hjá sinni stofn- un. Á hinn bóginn telja einungis tæp- lega 40% stjórnenda sig fróða um vandamálið og spurði Júlíus í fram- haldinu á hvaða forsendum þessir stjórnendur gætu metið stöðuna sem lítið áhyggjuefni, ef um 50% þeirra teldu sig hafa um það litla vitneskju. Einungis 20% svarenda sögðust hafa lokið athugun á vandamálinu og hvað varðaði tölvu- búnað hafði slík athugun ekki verið hafin í 40% tilfella. Skýrt kom fram í máli ræðu- manna að nú mætti engan tíma missa, hefjast yrði handa við grein- ingu vandamálsins, prófun alls tækjabúnaðar og loks áætlunar- gerðar um úrlausnir. Áætlanir skammt á veg komnar Könnun Ríkiskaupa fór þannig fram að spurningaeyðublöð með 19 spurningum voru send til forstöðu- manna 336 ríkisstofnana en einung- is 50 stofnanir hafa sent inn svör sín, eða um 15%, sem Júlíus telur einkennandi fyrir það sinnuleysi sem íáki gagnvart umræddu vanda- máli. Niðurstöður könnunarinnar stað- festa að forvinna vegna úrlausna á vandamálinu sé skammt á veg kom- in á íslandi, ekki síst í samanburði við önnur lönd. Júlíus benti á að í Bandaríkjunum og Danmörku færu fram kannanir á þriggja mánaða fresti þar sem framgangi málsins er fylgt eftir, og í Svíþjóð er slík könnun framkvæmd á sex mánaða fresti. Ef t.d. er gerður samanburð- ur við Svíþjóð kemur í ljós að þar er vitneskja stjórnenda stofnana um vandamálið miklu meiri, rúmlega 80% eru vel að sér. Fram hefur komið að vandamálið vegna 2000 ártalsins snertir ekki einungis tölvur heldur alls kyns tæknikerfi sem og innbyggða tölvukubba. Hér er ástandið sýnu verst því í meira en 70% tilfella hafa stjórnendur ríkisstofnana á ís- landi ekki látið athuga innbyggða tölvukubba og talan er ívið hærri hvað varðar tæknikerfi eins og lyft- ur, símkerfi, lækningatæki og loft- ræstikeríl svo einhver séu nefnd. Áætlanir um það hvernig tekist verði á við vandamálið eru einnig skammt á veg komnar. Einungis rúm 10% svarenda höfðu lokið slíkri áætlanagerð og rúm 40% höfðu ekki hafist handa við gerð hennar. Meira en 60% hafa ekki heldur kannað hversu langan tíma aðgerðirnar muni taka í fram- kvæmd. Brýnt að hefjast handa Svipað er upp á teningnum hvað varðar kostnaðaráætlanir. Á ráð- stefnunni benti Sverrir Geirmunds- son hjá Ríkisendurskoðun hins veg- ar á að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að aðgerðarleysi væri ekki lausnin því kostnaðurinn yrði því meiri eftir því sem beðið væri leng- ur með aðgerðir í málinu. Mikils virði væri að hefjast þegar handa A hvaða stigi er vitneskjan hjá stjórnendum stofnunar um þau vandamál sem fylgja árinu 2000 hjá stofnuninni? ! 00 %------------------------ 90 við greiningu á tækjum og hugbún- aði, og síðan gerð áætlana. Menn væru hins vegar eiginlega að falla á tíma hvað þessi atriði varðaði. Einstaka aðilar hafa reyndar tekið til óspilltra málanna og Júlíus S. Ólafsson tók Flugleiðir sem dæmi um fyrirtæki sem hefði við- haft fyrirtaksvinnubrögð í þessu sambandi. Unnið hefði verið mark- visst að greiningu vandamálsins og síðan búin til áætlun um þær að- gerðir sem gn'pa ætti til. Það væri augsýnilega mikilvægt öryggisat- riði að tryggja að tækni og tölvur í flugsamgöngum myndu ekki bregð- ast fyrsta dag ársins 2000. Niðurstöður áhyggjuefni í samtali við Morgunblaðið sagði Júlíus S. Ólafsson að niðurstöður könnunarinnar væru mikið áhyggjuefní. Hann sagði að margir í ríkiskerfinu gerðu sér umfang vandamálsins einfaldlega ekki ljóst, Hefur áætlun um aðgerðir vegna ársins 2000 verið gerð? 100% fli ísland, mars '98 90 Q Svíþjóð, 1997 80 Áætlun Áætlun Áætlun tilbúin í undirb. ekki hafin og að menn stæðu í þeirri trú að hægt yrði að kippa því í liðinn seinna meir. „Það er líka áhyggju- efni hversu margir yppta öxlum og segja einfaldlega ,ja, ég er með nýjan búnað; það er ekkert að hjá mér“. En staðreyndin er sú að tölv- ur sem voru keyptar í fyrra t.d. eru alls ekki lausar við þetta vandamál, enda kynnu einstakir hlutar tölv- unnai’ að vera eldri en tölvan sjálf." Júlíus sagðist telja að menn hefðu tekið hlutunum með of mik- illi ró, kannski vegna þess að þeim þætti nægur tími til stefnu. „En það er bara ekki þannig því strax á næsta ári gætu vandamál farið að gera vart við sig. Menn eru nefnilega oft að vinna með kerfi sem hugsa fram í tímann, eins og t.d. lánaskuldbindingar, launa- kerfi og þess háttar. Það er því al- veg klárt að nú má engan tíma missa.“ Framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands Lífeyris- sjóðir ekki lána- stofnanir „LÍFEYRISSJÓÐIR eru ekki sérhæfðar lánastofnanir fyrir ein- staklinga, þessi sjóðfélagalán eru íslenskt fyrirbæri," segir Kári Amór Kárason, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, en í Morgunblaðinu í gær var haft eftir honum að hann væri þeirrar skoðunar að það ætti ekki að vera hlutverk lífeyrissjóða að standa í lánveitingum til einstaklinga. „Tilgangur lífeyrissjóðs er að sjálfsögðu ekki að stunda lána- starfsemi heldur að ávaxta fjái'- muni og greiða þá út í formi lífeyr- is. Það er spurning hvort það á að vera eini tilgangur sjóðanna að gera slíkt,“ sagði Kári Arnór. Lífeyrissjóður Norðurlands lánar til sjóðfélaga eins og flestir eða allir lifeyrissjóðir lands- manna. Kári Arnór segir að ákvörðun um það hvernig staðið er að lánveitingum sé á valdi hverrar sjóðstjórnar. Hann segir að rætt hafi verið innan sjóð- stjórnarinnar nyrðra eins og inn- an margra annarra sjóða að hætta lánveitingum en ekki hafi orðið af því. „Þegar húsbréfakerfið var tekið upp tóku lífeyrissjóðirnir þá stefnu að hætta að standa í þessum lán- veitingum. Þeir hafa fjármagnað húsbréfakerfið að langmestu leyti og það var eðlilegt að þetta færðist þangað, en menn hafa svo ekki þorað að stíga þetta skref. Það hefur oft verið rætt, en það er erfitt að einn sjóður taki sig út úr og geri þetta,“ sagði Kári Arnór Kárason. Sömu tryggingar Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur lækkað vexti sjóðfélagalána sinna og tengt vextina við vexti í húsbréfakerfinu. Kári sagðist telja eðlilegra að þeir sjóðir sem lána einstaklingum miðuðu frekar við vexti á lánum til einstaklinga á markaði en hagstæðustu lán sem bjóðast í skjóli þeirra lánskjara sem ríkinu bjóðast. „Mér finnst ekki sjálfgefið að þótt ávöxtunar- krafa á ríkisbréfum á markaði hækkaði ætti að hækka vexti á lán- um til sjóðfélaga og sama gildir í hina áttina." Framboð og eftirspurn ræður vöxtum Stefna lífeyrissjóðanna varð- andi tryggingatöku er svipuð og sú sem fylgir húsbréfakerfínu, gerð er krafa um veð undir 50- 65% af markaðsverði eignar. Kári Arnór sagði að þótt sama áhætta væri þannig tekin með lánveiting- unum væru þær ekki sjálfkrafa sambærilegar. Bæði væri rekstur húsnæðiskerfisins talinn hluti af velferðarkerfinu og því á verk- sviði ríkisins og eins þyrfti að taka mið af álagi og talsverðum kostnaði sjóðanna við að halda uppi þessari starfsemi. Þá séu sjóðfélagalánin þau áhættusöm- ustu sem lífeyrissjóðirnir veiti og aðeins á því sviði verði þeir fyrir tapi. Þá sagði hann að þótt lífeyris- sjóðirnir hefðu veitt vexti talsvert undir bankavöxtum í tuttugu ár hefði það engin áhrif haft á það að þrýsta vöxtum í landinu niður á við. „Það er fyrst og fremst fram- boð og eftirspurn eftir peningum sem ræður vöxtum,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.