Morgunblaðið - 18.03.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölbreytt verkefni Þróunarmiðstöðvar starfsmenntunar í Evrópu
Mikilvægt að Islending-
ar nýti sér þjónustuna
Viðskiptaráðherra
segir vexti ráðast af
markaðnum
Meiri vaxta-
lækkanir en
í áraraðir
„VEXTIR hafa verið að lækka og
þeir eru reyndar ekki lengur lækk-
aðir með handafli heldur ráðast þeir
af markaðnum. Vegna aðgerða rík-
isstjómarinnar í efnahagsmálum og
á fjármagnsmarkaði sjá menn nú
fram á meiri vaxtalækkanir en
menn hafa séð í áraraðir," sagði
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra aðspurður um álit á ályktun
Framsóknarfélags Reykjavíkur
þess efnis að vextir af lífeyrissjóðs-
lánum ættu að lækka í 5%.
Viðskiptaráðherra sagði að þess-
ar vaxtalækkanir væra að koma
fram um þessar mundir og kvaðst
hann sannfærður um að ekki yrði
staðnæmst nú. „Aðgerðir okkar á
fjármagnsmarkaði, svo sem aukin
samkeppni, breytt form ríkisvið-
skiptabankanna með tilkomu Fjár-
festingarbankans og þar fram eftir
götunum, munu skila sér þegar til
lengri tíma er litið í ennþá lægri
vöxtum," sagði Finnur Ingólfsson
ennfremur.
BJARNI F. Einarsson fornleifa-
fræðingur, sem vann að rann-
sókn hollenska kaupfarsins
Mjallhvítar, sem fórst við Flatey
1659, kveðst halda fast við þá
skoðun sína að fallbyssan úr
skipinu hafi skemmst í meðför-
um Þjóðminjasafns.
Byssan, sem fjallað var um í
Morgunblaðinu á laugardag, er
nú svo miklu verr á sig komin
að mati Bjarna að aldrei verður
hægt að sjá framleiðsluár henn-
ar eða skildi og önnur merki. I
raun sé hún ónýt. Hann benti
hins vegar á að til ýmissa ráða
hefði mátt grípa til að forveija
byssuna og það hefði ekki þurft
að reynast svo kostnaðarsamt.
Sú aðferð að vaxbera byssuna
væri einskis virði. „Sennilega
hefði verið best að selja byssuna
í heita olíu og sjóða hana upp úr
henni eins og gert er við vélar-
hluta og svoleiðis og kostar ekki
neitt. Málið er hins vegar það að
byssan einfaldlega gleymdist."
Að mati Bjarna getur það
ekki verið geðþóttaákvörðun
þjóðminjavarðar hvaða gripir
væru merkilegir og þess virði
að bjarga. Islendingar hefðu
skuldbundið sig með alþjóða-
samþykktum til að varðveita
fornmuni og þar að auki væri
ekki ýkja margar 17. aldar fall-
ÍSLAND hefur frá árinu 1996 átt
aðild að starfsemi Þróunannið-
stöðvar starfsmenntunar í Evrópu,
CEDEFOP, en hlutverk hennar er
að aðstoða við mótun og fram-
kvæmd starfsmenntastefnu, m.a.
með öflun og miðlun upplýsinga
um hana, stuðla að hagnýtingu á
niðurstöðum starfsmenntarann-
sókna og útgáfustarfsemi.
Menntamálaráðuneytið annast
formleg tengsl við Þróunarmið-
stöðina en Rannsóknaþjónusta
Háskóla íslands hefur haft umsjón
með flestum verkefnum sem Is-
land hefur tekið þátt í til þessa.
CEDEFOP hefur verið starírækt
frá árinu 1975 og eru þátttöku-
löndin 17, þ.e. öll aðildarlönd ESB
auk EFTA-landanna, Islands og
Noregs. Nýlega var efnt til kynn-
ingar í Tæknigarði fyrir ýmsa að-
ila sem annast fræðslumál og kom
fram þar að mikilsvert væri að ís-
lendingar nýttu sér þá þjónustu
Morgunblaðið/Ásdís
ÞESSI mynd af fallbyssunni var
tekin á Þjóðminjasafninu á
mánudag. Fallbyssan hefur ver-
ið vaxborin til að varðveita
hana.
byssur að finna á íslandi. „Er
það eðlilegt að gögn úr fyrstu
sjávarfomleifafræðilegu rann-
sókninni á Islandi séu látin eyði-
leggjast? Að minu áliti var þessi
rannsókn söguleg og þess vegna
öll þau gögn sem úr henni komu
mikilvæg."
sem CEDEFOP býður. Var þar
bæði átt við þátttöku í verkefnum
og ekki síður við öflun upplýsinga,
m.a. í tengslum við námskrárgerð
fyrir starfsmenntun.
700 manns
í kynnisferðum
Rannsóknaþjónusta Háskóla ís-
lands tekur þátt í tveimur verkefn-
um fyrir hönd Islands og er annað
þeirra upplýsinganet allra þátt-
tökulanda um mál tengd starfs-
menntun og starfsmenntarann-
sóknum. Um eitt þúsund rann-
sóknaverkefni á sviði starfsmennt-
unar hafa verið skráð í gagna-
banka sem opnaður verður al-
menningi á netinu á næstu vikum
eða mánuðum. Einnig hafa verið
skráðir 20 þúsund titlar valinna
ritsmíða um efni tengt starfs-
menntun. Mun Rannsóknaþjónust-
an aðstoða fólk við að finna gögn
samkvæmt nánari skilgreiningu.
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
hafið frumathugun á umhverfisá-
hrifum breyttrar legu Snæfells-
nesvegar um Búlandshöfða.
Samkvæmt frummati Vegagerð-
arinnar mun nýi vegurinn verða
8,2 km langur með 20 m langri brú
á Tunguósi. Hann mun liggja
nokkru neðar en núverandi vegur,
frá bænum Búlandshöfða, vestur
um hlíðar Búlandshöfða um Máva-
hlíðarif að Brimilsvöllum.
Vegurinn mun liggja um vel gró-
ið svæði en ekki er gert ráð fyrir
að vegarlagningin hafi áhrif á
gróðurfar nema því sem nemur
flatarmáli vegarfyllingarinnar.
Óvissa er hins vegar um áhrif
hennar á fuglalíf. Ekki verður
hreyft við setbergslögum sem eru
á náttúruminjaskrá en gert er ráð
fyrir að skriður verði hreinsaðar
ofan af þeim að hluta og efni úr
þeim notað í vegfyllinguna.
Hitt verkefnið er skipulagðar
náms- og kynnisferðir. Getur fólk
frá ýmsum löndum sem tengist
starfsmenntun með ólíkum hætti
farið til að kynna sér tiltekna þætti
starfsmenntunar í einhverju þátt-
tökulandi í þrjá til fimm daga.
Taka um 700 manns þátt í slíkum
heimsóknum árlega. Islendingar
tóku þátt í fyrsta verkefninu árið
1996 og taka á móti einum hópi á
ári og hafa fengið styrk til að fara
slíkar kynnisferðir.
Þá er unnið að ellefu fjölþjóðleg-
um samstarfsverkefnum í sam-
ræmi við þróunaráætlun
CEDEFOP fyrir árin 1997 til 2000
og er lögð áhersla á eftirfarandi:
Að efla símenntun og stuðla að
aukinni hæfni fólks á vinnumark-
aði, að fylgjast með og veita upp-
lýsingar um þróun starfsmenntun-
ar í einstökum löndum og að auð-
velda hreyfanleika á evrópskum
vinnu- og starfsmenntamarkaði.
Almenningi er bent á að kynna
sér framkvæmdina og leggja fram
athugasemdir til Skipulagsstofn-
unar fyrir 17. apríl 1998.
Kjörin for-
maður
Lúðrasveitar
Reykjavíkur
• NÝ stjórn var kosin á aðalfundi
Lúðrasveitar Reykjavíkur 23.
febrúar sl. Bar þar til tíðinda því
að í fyrsta sinn í næstum 76 ára
sögu sveitarinnar var kona kjörin
formaður, Heiða Dögg Jónsdóttir,
tölvunarfræðinemi við Háskóla Is-
lands.
Auk hennar voru kjörin í stjórn:
Þorgerður Kristinsdóttir, vara-
formaður, Jón Kristinn Snorra-
son, gjaldkeri, Guðmundur Ás-
mundsson, ritari og meðstjómandi
er Margrét Harpa Guðsteinsdótt-
ir. Þykir því sýnt að kvennaár er
upp runnið í Lúðrasveit Reykja-
víkur þar sem 3/5 hlutar stjórnar-
innar eru konur.
Starfsemi Lúðrasveitar Reykja-
víkur var með hinu ágætasta móti
á síðasta ári, sem einnig var 75. af-
mælisár hennar. Haldnir voru
veglegir afmælistónleikar í Ráð-
húsi Reykjavíkur hinn 26. apríl
1997 auk móttöku í Hljómskálan-
um á sjálfan afmælisdaginn 7. júlí.
Æftngar Lúðrasveitar Reykja-
víkur eru á mánudögum frá kl.
20-22 í Hljómskálanum. Eru þeir
sem geta og hafa áhuga á að spila
með hvattir til að láta sjá sig.
Kjörinn for-
maður Stúd-
entaráðs
• Á FUNDI Stúdentaráðs 12.
mars sl. var kjörin ný stjórn og
samþykkt var ráðning nýs fram-
kvæmdastjóra.
Ásdís Magnús-
dóttir, laga-
nemi, var kjör-
inn formaður
Stúdentaráðs
starfsárið
1998-1999 en
hún tekur við af
Haraldi Guðna
Eiðssyni.
Katrín Júlíus-
dóttir mann-
fræðinemi var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Stúdentaráðs og
tekur hún við af Döllu Ólafsdóttur
sem gegnt hefur starfinu undan-
farið ár.
Johannes
formaður
Neytendasam-
takanna
• NIÐURSTÖÐUR stjórnarkjörs
í Neytendasamtökunum voru
kynntar á stjórnarfundi samtak-
anna á laugar-
dag. Aðeins var
einn listi í fram-
boði og voru því
allir á honum
sjálfkjörnir.
Formaður
verður Jóhann-
es Gunnarsson,
framkvæmda-
stjóri Neyt-
endasamtak-
anna, og vara-
formaður Jón Magnússon. Fráfar-
andi formaður, Drífa Sigfúsdóttir,
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nýja stjórnin tekur við á þingi
Neytendasamtakanna 24.-25. apríl
nk.
Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri
Níu fyrirlestrar um
eldgos í Vatnajökli
og afleiðingar þeirra
ELDGOS í vestanverðum Vatna-
jökli og afleiðingar þeirra er nafn á
ráðstefnu fyrir almenning sem
Kirkjubæjarstofa og Jarðfræðafé-
lag Islands gangast í sameiningu
fyrir um næstu helgi. Fer ráð-
stefnan fram á Kirkjubæjar-
klaustri og verða þar fluttir níu
fyrirlestrar um efnið.
Helga Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður Rannsóknar- og
menningarsetursins Kirkjubæjar-
stofu, sem á hugmyndina að ráð-
stefnunni, tjáði Morgunblaðinu að
ákveðið hefði verið að gera eld-
virkni undir vestanverðum Vatna-
jökli að sérstöku viðfangsefni
Kirkjubæjarstofu á þessu ári og
væri ráðstefnan fyrsti liður þess.
Ráðgert er að efna síðar til ferða,
sýninga og annarra tiltækja til að
kynna efnið.
Dagskráin verður sem hér seg-
ir: Helgi Björnsson fjallar um ís,
eldfjöll og vatn og líka um Gríms-
vatnahlaup íyrr og nú; Guðrún
Larsen ræðir gos í eldstöðvum
undir Vatnajökli á sögulegum
tíma; Magnús T. Guðmundsson
segir frá eldgosinu í Gjálp 1996 og
Oddur Sigurðsson segir frá hlaup-
inu á Skeiðarársandi 1996. Þá
fjalla Sigurður Gíslason og Hefna
Kristmannsdóttir um framburð
efna í Grímsvatnahlaupinu 1996,
Bryndís Brandsdóttir segir með
dæmisögum hvernig skjálftar
boða gos, Snorri Zóphóníasson
segir frá hlaupfarvegum frá
Skaftá að Djúpá og Haukur Jó-
hannesson ræðir um eldgosin í
Vatnajökli á árinum 1902 til 1910 í
ljósi síðustu umbrota.
Bjarni F. Einarsson
SVONA leit fallbyssan úr hollenska kaupfarinu út þegar hún náðist af
hafsbotni 1993.
Heldur fast við að
byssan hafi skemmst
hjá Þjóðminjasafni
Nýr vegur um
Búlandshöfða
c
V
i
I
c.
4
€
4
4
C
L
C
I
I
I
c
I
I
I
l
i
c
I