Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 15

Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson YFIRLITSMYND yfír íþróttasalinn. Nýtt íþrótta- hús tekið í notkun Skagastrðnd - Fjölmenni var við vígslu nýs íþróttahúss á Skaga- strönd sunnudaginn 15. mars. Mun það gjörbreyta allri aðstöðu til íþróttaiðkunar á staðnum auk þess sem í húsinu eru þrjár kennslustofur. Tilkoma þeirra verður til þess að næsta haust verður hægt að einsetja skóiann í fyrsta sinn í 50 ár. Segja má að með vígslu húss- ins verði langþráður draumur margra að veruleika. Meðal ann- ars hafa unglingar á staðnum verið iðnir við að safna fé til byggingarinnar á undanförnum árum með margs konar uppá- komum og áheitasöfnunum. Varð áhugi unglinganna meðal annars til þess að hinn 17. september 1996 voru opnuð tilboð í bygg- ingu hússins. í framhaldi af því var síðan samið við Trésmiðju Helga Gunnarssonar ehf. á Skagaströnd um að sjá um bygg- ingu hússins. Fyrsta skóflustunga var tekin 22. sept- ember ‘96 og hefur því bygging hússins tekið rúma 17 mánuði. Nýja íþróttahúsið er byggt úr lúntrésbogum sem klæddir eru með stáli. Það er á þremur hæð- um 1219 fm að flatarmáli en þar af er íþróttasalurinn 559 fm. Sal- urinn er 15,7x32 m nettó og er því löglegur körfuboltavöllur. í húsinu eru auk búningsherbergja og annarrar aðstöðu til íþrótta- iðkunar þijár kennslustofur. Verða kennslustofurnar teknar í gagnið næsta haust og þá verður Höfðaskóli einsetinn. Hönnuðir hússins eru þeir Jóhannes Ingi- bjartsson og Jón Runólfsson sem starfa hjá ATV ehf. á Akranesi og raflagnateikningar eru unnar af Braga Þór Sigurdórssyni einnig á Akranesi. AHmargir undirverktakar komu að smíði hússins undir yfirstjórn Helga Gunnarssonar og eru þeir flestir frá Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Kostnaður við byggingu húss- ins er um 108 milljónir og er byggingin langdýrasta fram- kvæmd sem Höfðahreppur hefur farið út í. Verkið er fjármagnað með 30 milljóna króna framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, með sölu hlutabréfa sem hrepp- urinn átti í Skagstrendingi hf. og með lántökum. Til gamans má geta þess að kostnaður við bygg- inguna samsvarar um það bil öllu framkvæmdafé hreppsins í 10 ár. Allmörg ávörp voru flutt við vígslu hússins þar sem Helgi Gunnarsson afhenti Adolf H. Berndsen, oddvita Höfðahrepps, húsið formlega. Adolf þakkaði siðan Helga og hans mönnum og öllum undirverktökum þeirra vinnu, sem hann sagði vera til fyrirmyndar. Einnig þakkaði Ad- olf fjölmargar góðar gjafír og stuðning frá ýmsum aðilum. Sagði hann sfðan að það væri von sín og trú að tilkoma íþróttahúss- ins með öllum sfnum möguleikum til fþróttaiðkana af ýmsum toga yrði góð vörn gegn vaxandi vandamálum f þjóðfélaginu sem tengjast ofbeldi og vfmuefnum. Að lokum bauð Adolf velkominn til starfa nýráðinn umsjónar- mann hússins, Ragnar Ingvars- son. Að máli Adolfs loknu fluttu nokkrir fuiltrúar gefenda stutt ávörp og hamingjuóskir. Þar vakti sérstaka athygli gjöf frá áhöfninni á frystitogaranum Arnari HU 1 en hún gaf fullkom- ið hljóðkerfi í húsið. Fyrrverandi og núverandi skólasljórar Höfða- skóla fluttu báðir ávörp og ung stúika, Geirþrúður Guðmunds- dóttir úr 10. bekk, flutti kveðju frá nemendum og félögum í ung- mennafélaginu Fram á Skaga- strönd. Þá talaði Valgarður Hilmarsson, oddviti héraðsnefnd- ar, sem fulltrúi jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna. Auk þess flutti Hjálmar Jónsson alþingismaður kveðju frá þingmönnum kjör- dæmisins en vegna veðurs komust sumir þeir gestir sem boðað höfðu komu sína ekki til vígslunnar. Við vígsluna blessaði sr. Gísli Kolbeins, starfandi sóknarprest- ur, húsið, kirkjukórinn söng tvö lög, og tónlistarmennirnir Skarp- héðinn Einarsson og Mike Jones fluttu tvö lög. Þar á eftir sýndu nemendur úr yngstu bekkjum skólans flmleika undir stjórn kennara síns, Garðars Geirfínns- sonar. Að þessu loknu var boðið til kaffisamsætis í félagsheimil- inu. Að loknu kaffinu var undan- úrslitaleikur í bikarkeppni í körfuknattleik stúlkna á milli Keflavíkur og USAH. Keflavíkur- stúlkur unnu góðan sigur á liði USAH og komast því áfram í úr- slit. Reykjanesbær Framboðs- listi sam- þykktur FÉ L AGSFUNDUR bæjar- málafélags jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks í Reykjanes- bæ sem haldinn var 16. mars samþykkti einróma tillögu kjömefndar um framboðs- lista félagsins til næstu bæj- arstjórnarkosninga 23. maí næstkomandi. Listann skipa eftírfarandi: 1. Jóhann Geirdal bæjarfull- trúi, 2. Kristmundur Ás- mundsson yfirlæknir, 3. Kri- stján Gunnarsson bæjarfull- trúi, 4. Ólafur Thordersen framkvæmdastjóri, 5. Svein- dís Valdimarsdóttir kennari, 6. Guðbjörg Glóð Logadóttir sjávarútvegsfræðingur, 7. Eðvarð Þór Eðvarðsson, kennari og sundþjálfari, 8. Hulda Ólafsdóttir leikskóla- stjóri, 9. Valur Armann Gunnarsson lögregluflokks- stjóri, 10. Agnar Breiðfjörð Þorkelsson verkstjóri, 11. Guðbrandur Einarsson versl- unarstjóri, 12. Eysteinn Eyj- ólfsson húsfaðir, 13. Brynja Magnúsdóttir, nemi og for- maður NFS, 14. Kamilla Ingibergsdóttir, nemi og varaformaður NFS, 15. Valur Ketilsson skrifstofumaður, 16. Jenný Magnúsdóttir starfsleiðbeinandi, 17. Ægir Sigurðsson kennari, 18. Andrea Gunnarsdóttir flug- afgreiðslumaður, 19. Friðrik Irtgi Rúnarsson körfuknatt- leiksþjálfari, 20. Margrét Soffía Bjömsdóttir myndlist- armaður, 21. Theodór Magn- ússon kerfisfræðingur, 22. Guðfinnur Sigurvinsson skrif- stofustjóri. Guðfinnur Sigurvinsson sem skipar 22. sætið er bæj- arstjóraefni listans. Efþú ert með tilbreytingu í huga skaltu muna eftir ostunum! Þeir eru þægilegir ogfljótlegur kostur og bjóða upp á ótal spennancLi tilbrigði og útfærslur. Gráðaostur bragðmikill mygluostur spennandi í matargerð Hvítlauksbrie með finum keim DJmon Hvítur Kastali þroskast skemmtilega Ijúfur Ivvítmygluostur Dalabrie Hvítur Kastali Gráðaostur Maribo JSIj' Hvítlauksbrie Smurostar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.